Bjarki


Bjarki - 19.02.1897, Síða 1

Bjarki - 19.02.1897, Síða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 10 aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 7 Seyðisfirði, Föstudaginn 19. Febrúar 1897. Stephán G. Stephánsson. (Framh.) »Hergilseyar-bóndinn« og »IIlugadrápa« eru ágætlega orkt og þroskamikil sögukvæði. Og í »Glámsaugun«, sem mjer finst í heild sinni heldur daufara kvæði, bregð- ur þó fyrir, að lýsa Gretti dauðum; get jeg ekki annað cn borið það saman og lýsíng Þorsteins Gíslasonar á Agli eftir orustuna á Vínheiði: Grettir: »Samt þókti enn rösklegt er rjetti hann fram A rúmstokkinn armana digra; Sjálft ólánið tók það full tuttugu ár Þá tápmiklu handleggi’ að sigra. Og sterklegt var brjóstið, sem staðist gat fyr Gcgn straumi og leysínga-jökum. Og enn voru þróttlegar axlirnar hans, Sem oft höfðu reynt sig á tökum». Egill: >Um skallann rís upp ærið úfinn Ulfgrátt hár, Hann brettir þjcttan brúnaskúfinn burðaknár. Og grimmlegt augna gotið fól Hin grctta brá. Um gólfið þvert að gylfla stól liann geingur þá«. Sunnanfari hefur veitt Þorsteini þá nafnbót að kalla hann »skáld«, en þrátt fyrir það sýnist mjer þó ekki, að það vcra hann, sem Bragi hefur lagt orð á túngu er þetta var kveðið. Ekki getur mjer hugsast, að þeir verði margir sem þurfa að setja upp tvenn gleraugu til þess að sjá að Stefán er aungu síður þjóðlegur, og ann aungu síður fornri fegurð en þeir sem standa á fimbulþambi hjerna heima. . En það leynir sjer ekki, að þar vestra hcfur hon- um aukist þroski og afl; þar hefur hann feingið hvassa sjon og svo rúman sjónarhríng að honum nægir ekki, a þr stara altaf á forna sögufrægð og á ekkert annað. Stcfan er vergi hræddur við »erlend áhrif* og honum verða goð og fögur áhrif að flugljetti og hraðbyri hvaðan úr heiminum, sem hann fær þau. Annars er vi'st ekkert spánytt með þau áhrif. Er alveg víst að Egill Skalla- grímsson hafi ekki »orðið fyrir erlendum áhrifum<? Eða Hallfreður, Gunnlaugur ormstúnga, Skáld-Hrafn, Arnór, Snorri og Sturta? Eggert Olafsson, Jón Þorláksson, Bjarni og Jónas cða Grímut 1 homsen? þy,' h(jfum vjer Hómer ávorri túngu, Ijóð Ossians, skáldskap Shakspeares, Göthes; Byrons, Heines, Tegners, Runebergs etc.? Fyrir áhrif. I’að fagra er fagurt hvort sem það kemur frá Finnmörk cða Tyrklandi; og það göfuga göfugt jafnt fyrir það hvort einhver á íslandi eða í Kochinkina hefur flutt það fagnaðar-erindi. Rjett til smekks ætla jeg að grípa eitthvað annað eftir otefán, en sögu eða sagnaljóðin. *Þá sýnist mjer nátt-döggin silfur og gull, Af sæblárri móðu öll dalsmynni full«. Segir »Vika stelpan«, skáldbarnið, sem elskar fegurðina og »náttúruna« svo mikið, að hún glcymir erindinu og tímanum. Svo snoturt er þetta kvæði að einginn meðai snati hristii annað eins af sjer; þann sannleika hefur »Sunnanfari« svo einkar-vel sannfært mig um. Einkennilegar eru »Hestavísur« og kærar bæði þeim scm unna hestum sjerstaklega og hinum sem hafa yndi af skáldskap: Með litinn þann staka sem stöðu-vötn fá, Er stormskúrin þýtur við bakkann«. Svona er nú klárinn á litinn, og þarf eingan að snugga við honum fyrir, að hann sje »skræpu-skjóttur« nje hríng- eygur. Þar er og þetta erindi: En það er og margt sem jeg minnist ei á — Svo myrkt að nú trauðlega veit jeg Hvert manninn í hestinum heldur jeg sá, Eða hestinn í manninum leit jeg. Og dýrt er þar dóm á að leggja Þeim dreing sem að vinur er beggja. Munu fáar hestavísur finnast jafn spaklega hugsaðar; og það er jafnvel örðugt fyrir gæðíngana »af fyrstaflokki« hjer heima á sjálfu sögulandinu, að slíta hann af sjer þennan útigángsfola. Ekki eru »Manvísurnar« heldur orðin tóm; það er djúp knýandi þrá, sem kemur skáldinu til að kveða þannig, ekki hitt að yrka ástakvæði án þess hugur fylgi máli; tolla í tískunni með að kveða »erotíska saungva*. Meyan sem um er kveðið er líka forkunnar hugþekk og ástúð- leg. Einginn algjör eingill, sem óhugsandi er að byggi þessa syndugu jarðarkrínglu; henni getur runnið í skap, en er hvorki heiftúðug nje þverlynd, allra síst að hún sje gjörn á nöldrið : »Og eins þó haustlegt kulda-kast Þjer kæmi í skap um litla stund, Það upp í hláku óðar brast — Og ekki er Vori þrá í lund, Þó stundum yfir efstu fjöll Það óvart hristi hvíta mjöll«. Eingum óvitlausum manni getur komið í hug, að bera þetta erindi saman við »bröndótt kattarskinn*. Stefán ann frelsi og sjálfstæði, sem augum í höfði sjer; vill heldur lifa sjálfráður upp á öræfum og selja aung- um vald yfir sjer, þó því fylgi minna yfirlæti og minni kynni við hinn »mentaða heim«, heldur en að beygja sig fyrir valdi og kreddum ráðríkra manna eða stórlátra auð- kífínga, og því kveður hann: »Þú öræfanna andi, Sem átt hjer ríki og völd Ei þekkist þræll af bandi I þi'nu frjálsa landi, Nje greifi af gyltum skjöld«. Hjá þessum manni er aldrei gutlarabragur með vísinda- legum grængolanda; venjulegast góður og fastur grund- völlur hugsunarinnar, og þó nokkrum virðist hann fremur stirðkvæður stundum, er það fjarri mjer að leggja þar orð í belg. Auðvitað eru ljóð Stefáns ekki öll jafn vel kveðin, en svo mun um öll skáld vcra, að kvæðadísin er þeim misjafnlega vinveitt. Það sem hjer er tilfært er ekkert úrval; mun óhætt að fullyrða, að þau kvæði hans, sem eklci hvað síst munu halda nafni hans á lofti sjeu hjer ekki nefnd; en hver sem vill fræðast um það getur tekið »Öldina« og lesið öll kvæði Stefáns og vona jeg að aungan iðri þess. Þannig kveður Stefán veðurvísu: »B'júkið sáir sinu-völl, Svell hafa dáleitt vatna-föll, Höfða-bláu hnúkafjöll Hærir gráa ofan-mjöll«. Og minnir hún ekkert á úfið Skollaskott; ekki heldur á að höf. »stæli« í einni óslitinni þvælu Steingrím, Þor-

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.