Bjarki


Bjarki - 20.03.1897, Side 2

Bjarki - 20.03.1897, Side 2
42 skilyrðislaust álíti keisaragjamm guðsrödd og byssustíng- ina æðsta rjettlæti. Neitun Breta um, að loka höfnum Grikkja, scm getið var í síðasta blaði, varð Vílhjálmur að hafa sem annað hunds- bit; hann þorir ekki að herða á reipinu, hann gæti mist Itali við það út úr þrenníngarsambandinu, því þeir draga taum Grikkja. Austurrikismenn fylgja Vilhjálmi; þeir vilja hafa Tyrki sjer vinveitta, því báðir hata Rússa. Frakkar fylgja Rússum að h'kindum en þó mjög nauð- ugir, því þjóðín ann Grikkjum, en þeir hafa nú einu sinni hnýtt þjóðveldinu aftan í taglið á Svartrússanum og þar verða þeir nú að díngla sjer tíl eilífrar smánar. Auk Itala eru það því Bretar, scm ófúsastir eru á að kúga Grikki og styðja »morðfngjann í Miklagarði*. Getur verið að Salisbury búi hjer yfir einhverju stjórnarbragði, cn hitt mun þó sannara að meginþorri allrar ensku þjóð- arinnar telur það smán bæði Bretum og allri mannúð og menníngu vorra tíma að Eingland styrki Miklagarðsmorð- íngjann til að pína og kúga þessa litlu kristnu þjóð og þetta land, sem 1' andlegum skilníngi er móðurjörð als hins mentaða heims. Frjálslyndi flokkurinn á Einglandi hefur og tekið hjer svo kröftuglega í streinginn að Salis- bury getur búist við, að sjer verði hrundið ef hann ljær cnska flotann til að kúga Grikki. Svona sýníst alt þetta að standa af sjer milli stórveld- anna og Grikkja og Tyrkja, því munu stórveldin reyna að láta Tyrki halda Krítey ef þau geta, að minsta kosti að hafninu til, en gefa eynni annars sjálfstjórn. Aðeins ef Grikkir geta komið af stað uppreist um allan Balkanskag- ann eins og þeir hafa hótað nú seinast, svo ríki Tyrkja verði hætta búin, eða þjóðir Evrópu fylgi svo fast máli Grikkja, að stjórnirnar verði að láta undan, þá getur svo faríð að þær verði að láta Grikki fá Krítey eins og þeir heimta. Seinustu fregnir hafa flutt þessar Ieiðrjettíngar og viðauka við frjettirnar i síðasta blaði: Aðalorsökin tíl uppreistarinnar á Krít voru ekki morðin ílok Janúar og fyrra hlut Febrúar, heldur hitt að Tyrkir þar á eynni, að því er sagt er, með vitund stjórnar- innar tyrknesku, reyndu bæðí með vjelum og ofríki að hindra hinar lofuðu stjórnarbætur. í>að var orsökin til morðanna, en þau kveyktu eldinn. Tað er og ekki alveg rjett hermt að floti stórveldanna hafi skotið á Grikkí fyrir utan Ivaneaborg af því að Grikkir hefðu farið að verða Tyrkjum of nærgaungulir í það sinn. Síðari tclegrömm segja að fiotaforingjar hafi aðeins heyrt skothríð frá hcrbúðum Grikkja og því haldið að þeir væri að þokast nær borginni, en sannleikurinn var sá, að Tyrkir höfðu einmitt ráðið á Grikki þá og voru þeír því að verja sig þegar stórvclda flotinn skaut á þá. Verkið er því enn þá svívirðilegra en fyrst var sagt. Kríteyíngar hafa Iýst því, að þeir vilji ekkeit annað en sameiníngu við Grikkland, og þetta virðast Grikkir hafa ætlað að framkvæma án þess þó að boða Soldáni stríð, en að beita vopnum á eignir eða þegna annars ríkis, án þess að hafa boðað því styrjöid, er beint brot á hinum svo nefnda alsherjar þjóða- rjetti, og það svíður stórveldunum jafnvel sárast, að sjá litiaþjóð troða alt siíkt undir fótum fyrir augum þeim. Kristni flokkur- inn á Krítey hefur sagt Soldáni upp trú og hoilustu og valið sjer bráðabirgðarstjórn. Um aliar aðfarir stórveldanna bæði nú og fyrri hefur gamli Gladstone farið þessum orðum við frakkneskan blaðamann: »Ef þjer óskið að vita álit mitt á aðförum stórveidanna yfir- leitt í þessi tvö síðustu ár, svo má jeg játa, aö þær hafa verið mjcr bæði til hrygðar og reiði, og mjer finst beinlínis á þessum dögum eins og stórveidin kosti kapps um að mælir þcirra eigin svívirðíngar skuli fyllast á barma«. Seinustu fregnir. Síðustu kröfu stórveldanna: að Grikkir og Tyrkir skyldu verða burt af Krítey innan 6 sólarhrínga, hafa Gríkkír neitað. Kristnir menn og Tyrkir á Krftcy eiga saman hvern bardagann öðrum blóðugri. Grikkír fiytja úr eynni kristnu flóttamennina. svo þúsundum skiftir hrjáða og húngraða. Stór- veldin halda flotanum vígbúnum fyrir Kaneu og hafa sett lið í 4 bæina; nokkrum halda Gríkkir og berjast um hina við Tyrkí og ýmsar vfgstöðvar vfðs vegar um eyna. Hvorki Gríkkjum nje Tyrkjum er Ieyft að senda meira lið til eyarinnar. Alt á Grikk- landi á ferð og flugí; hver vopnfær maður hervæðist og klerkar líka. Lið sent í hópum tíl landamæra og ætla Tyrkir að mæta þar með 120 þús. og er það nærri því tvöfalt við lið Grikkja, en þeir ætla að setja allan Balkanskagann í uppnám og fá þá Tyrkir nóg að vinna. Sjálfboðalið er og farið að koma til Gríkkja víðs vegar að úr Evrópu og peníngar hafa þeim þegar verið sendir að gjöf svo mörgum milljónum skiftir, og þurfti þess ekki ’síður. Frjálslyndi flokkurinn á Einglandi heldur stór- fundi víða um land og stappa þeir allir stálinu í Grikki, og sjálfir segja þeir, að annaðhvort skuli þeir frelsa hina kristnu bræður sína úr klóm Tyrkjans nú eða þeir sjálfir hverfa úr sög- unni og Parþenon (hið víðfræga Aþenumusterí) og Akrópólis (vígið forna í Aþenuborg) verða jöfnuð víð jörðu. Um síðustu kröfu stórveldanna hefur Gladstone sagt þetta: »Að reka Grikki burt af eynni, og skilja Armeníngaslátrarann þar eftir sem hús- bónda, gerði ósóma stórveldanna enn þá meiri en hann er þeg- ar orðinn*. Ætla stórveldin að Ieyfa Tyrkjum að skjóta Grikki niður? Um þerta spurði allur hinn siðaði heimur núna 8. Mars. Svartidauðinn indverski ólmaðist enn í Bombay þegar síðast frjettist, og var farið að setja vörð um hana og fleíri borg- ir, og ýmsar ráðstafanir gcrðar tii að hindra för hennar til Ev- rópu. Annars segja læknar að pestgerillinn sjc mjög veikur fyr- ir, og þrífist ekki nema í vestu sóða- og svínabæium. Einkar hætt er hún Persum, því trú þeirra mcinar þeim að grafa dauða menn. Teir færa líkin upp á turn, flatan að ofan og láta hræ- fugla jeta náina, en nú snerta ekki fugiarnir þessa pestdauðu menn, svo nú liggja líkadýngjurnar þar og senda ódaun og drep- sótt út yfir borgirnar og löndin. Allír flýja drepsóttarbælin sern geta og sagt, að úr Bombay sje flúnir læknar og okurkarlar, hvað þá aðrir. Hungrið a Indialandi er voðalegt, sagt að stjórnin enska hafi veitt hálfri milljón manna vinnu eða mat, og sjái þó lítið á. Fra Chicago er sagt húngur og harðrjetti. Tar, eins og f öllum öðrum stórborgum, er grúi manna, sem ekki á þak yfir höfuðið og skríður aðeins í skjól og afdrep á nóttinni. Tar gerðí byl um daginn, og var þá öreiga húsleysíngjum veitt næturskjól á Iöggæslustöðvunum svo hundruðum skifti. 26. Jan. er teiegraff- erað til London að í Chicago sje 50 þús. manna húslausar og dauðvona af húngri. S máv e’gi s. Sögvir Gests Pálssonar, Vordraumur, Tilhugalífið, o. fl. eru nú að koma út í þýðíngu neðan máls í hinu alkunna, norska itlaði »Verdens Gang« í Kristjaníu. Bismark er búinn að fá nóg af lífinu. Manni, ?sem spurðí um hcilsu hans og liðan, svaraði hann þessu: >Síðan kona mín ljest, og sonur minn varð sjálfstæður, finst mjer jeg vera einmana. Mjer leiðist jafnvel pólitík, og það því fremur, sem jeg hef litla gleði faf því, sem jeg verð að vera sjónarvottur að, og það mun verða því meir, því leingur semjeg Iifi«, segir Bismark. Georg Brandes, hinn ágæti danski fagurfræðíngur, hefur feingið riddaranafnbót heiðursfylkíngarinnar frakknesku; hljóta það að vera þúngar fregnir fyrir kirkju og kenslumálaráðaneytið danska, sem hefur ekki einu sinni viljað veita Brandesi prófes- sorsembætti við háskólann í Höfn, hvað þá heldur heiðra hana á nokkurn hátt. Og að þessi löðrúngur skyldi koma frá París! >Guð forði mjer við vinum mínum«. Peary, norðurfarinn ameriski, sem fann norðurströnd Grænlands um árið, ætlar nú að stofna til nýrrar pólfarar. Hann ætlar að stefna til jskautsins frá nyrsta odda Grænlands, hafá aðeins með sjcr 2 eða 3 menn, fara hægt yfir og byggja forða- búr mörg á ieiðinni. Hann gerir ráð fyrir að ferðin getí varað alt að 10 árum. Nóbei, friðar og mannvinurinn sænski, var frábærlega frjáls-

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.