Bjarki


Bjarki - 14.08.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 14.08.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. ; II. ár. 33 Seyðisfirði, Laugardaginn 14. Agúst 1397 Bjarki. Vorir heiðruðu kaupendur muna að gjald- dagi þcssa árs og 1896 var nú i. Júlí. Skrifa má and- virðið inn í hverja verslun á landinu sem skiftir við Austurland eða Khöfn og senda kvittanir til Sig kaupm. Johanscns cða Eyjólfs ljósmyndara Jónssonar á Seyðisfirði. A 1 þ i n g i (nær til 24. Júlí), Mestan áhuga, eftirtekt og jafnvel æsíng hefur vakið stjórnarskrárbreytíng dr. Valtýs og æfi hennar og örlög. A hverjum fundi, þegar rætt hefur verið um það mál, hafa áheyrendakompurnar vcrið svo fullar að legið hcfur við troðníngutn, I nefndinni, sem getið var í Bjarkn, fór málið svo, að nefndarmenn sameinuðu sig allir um nýtt frumv. nema Dr. Valtýr, sem tók að vísu sitt frv. aftur en gerði þær breytíngar við nýja frv. að það færðist á sama veg sem hans var áður. Hið nýja frv. nefndarinnar hljóðar svo: 1 .gr. í 1. gr. bætast við fyrri málslið greinarinnar þessi orð: Lög þau og stjórnarathafnir, er snerta sjerstök málefni ís- lands, skulu ckki borin upp í hinu danska ríkisráði eða lögð undir atkvæði þcss. 2. §r* 2- Sr- orðist svo: Konúngur hefur hið æðsta vald yfir öllum hinum sjerstaklegu málefnum íslands, með þcim takmörk- unum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa önnur stjórnarstörf á hendi og verður að skilja og tala íslenska túngu: Hið æðsta vald innanlands á Islandi skal á ábyrgð ráðgjafans feingið í hendur landshöfðíngja, sem konúngur skipar og hefur aðsetur sitt á íslandi. Konúngur ákveður verksvið landshöfðíngja. 3- Br- 3- grein orðist svo: Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnar- athöfninni. Konúngur eða neðri deild alþíngis geta kært ráðgjaf- ann fyrir embættisrekstur hans eftir þeim reglum, er nánar verður skipað fyrir um með lögum. 4. gr. 1. liður 25. greinar orðist svo: Fyrir hvert rcglulegt alþíngi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland fyrir tveggja ára fjárhags tímabilið, sem í hönd fer. Með tekjunum má telja bæði hið fasta tillag og aukatillagið, sem samkvæmt lögum ura hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu 2. Jan. 1871, 5. gr. sbr. 6. gr., ergreití úr hinum almer.na ríkissjóði til hinna sjerstakiegu gjalda islands, þó þannig að greiða skuli fyrirfram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar íslands, eins og þau verða ákveðin af konúnginum. 5- gr- 34- gr. orðist svo: Ráðgjafinn fyrir ísland á, samkvæmt embættisstöðu sinni, sæti á alþíngi, og á hann rjett á að taka þátt í umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður hann þíngskapa. Nú er sjúkdómur eða önnur slík forföll því til fyrir- stöðu, að ráðgjafinn geti mætt á alþíngi, og má hann þá veita manni umboð til þess að mæta þar á sína ábyrgð, en að öðrum kosti mætir landshöfðínginn á ábyrgð ráðgjafans. Atkvæðisrjett hefur ráðgjafinn, eða sá sem kemur í hans stað, því að eins, að þeir sjeu jafnframt alþíngismenn. 6. gr. 2. ákvörðun um stundarsakir orðist svo: Þángað til lög þau, er getið er um í 3. gr., koma út, skal hæsti rjettur ríkisins dæma mál þau, er konúgur eða neðri deild alþíngis höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland út af embættisfærslu hans, eftir þeim málfærslureglum, sem gilda við tjeðan rjett. Frá fregnritara Bjarka á þíngi er þetta síðast. (það er byrjun á umr. um frv. nefndarinnar) 24. Júlí frh. i.umr. Valtýr tók frv. sitt aftur, en B. Sv. tók það upp aft- ur, og heimtaði frumvarpið borið undir atkvæði. Frv. felt frá 2. umr. með 12 atkv. með nafnakalli. Þeir sem greiddu atkv. gegn frv. voru: sjera Einar, Klemens, B. Sv., B. Sigfússon, sjera Eir. Gíslason, Guðjón, Halldór Daní- elsson. 01. Briem, Pjetur Jónsson, Sighvatur, sjera Sig. Gunnarsson, Skúli Thóroddsen. Hinir greiddu ekki atkv. af ástæðum sem teknar voru gildar. I’ví næst kom frv. nefndarinnar til umræðu. Fyrst tók til máls Klemens Jónsson framsögum. og var innihald ræðu hans þetta: Frumv. Valtýs eingin rjettarbót þegar frá er dreigin sú uppgjöf sem í því felst. Þegar nú því er hafnað liggja fyrir 3 vegir: I. Eendurskoðunin gamla, 2. að gera ekkert og 3. miðlun. Sá fyrsti ekki vænleg- ur sökum vantandi fylgis, þó meiri hluta nefndarinnar væri hann næst skapi. Miðlunarvegur lægi beint við þar sem stjórnin væri þó ekki alveg ófáanleg til viðtals, og þá lægi beinast við að taka upp till. Landsh. í brjefi til ráðg. og halda sjer svo við þær einar. Þar væri grundvallar- atriðið, að draga sjermál íslands frá ríkisráðinu og þess- vegna væri grundvöllur fyrirliggjandi frumv. alt annar en Valtýstrumvarpsins. (Leingra ekki komið). Skemtifundur Múlsýslinga á Egilsstöðum á Sunnud. var, varð eftir öllum vonum. Hann var prýðilega sóttur bæði úr Hjeraði og Fjörðum og var þar saman komið vel á þriðja hundrað manna og kvenna á öllum aldri. (Við upphaf ræðuhaldanna voru talin í hópnum tvö hundruð full, og var þá enn margt fólk dreift víðsvegar um túnið.) Fyrirvari var svo skammur að fundarboð komst ekki að hálfu gagni víða um sveitir. Því mega þetta heita ágætar undirtektir og gefa góðar vonir um framtíðina. Fólkið var ljett í hug og lángaði til að skemta sjer, en tók þó með velvilja móti því litla sem til skemtunar fjekst, af því allir vissu hve Iítið hafði orðið undirbúið. Eitt var og sjerstaklega þakkarvert, og það var, hve vel menn tóku þátt í þeim ófullkomnu íjiróttatilraunum sem gerðar voru. Rosknu bændurnir og prestarnir geingu þar jafnvel á undan með góðu eftir- irdæmi og ljeku sjer með ýngra fólk’nu og æskulýðnum. Þetta var ein gleðilegasta og ánægjusamasta sjónin á Egilsstöðum. Haldið þið svo fram stefnunni Múlsýslíngar, þá munuð þið »lifa leingi í landinu«. I þetta sinn verður hjer hlaupið á hunda vaði yfir at- burði dagsins. Fundinum var skift í tvent: ræðuhöld og skemtanir. Fal nefndin Skafta ritstjóra að stýra ræðu- höldunum og Sigurði Einarssyni að stýra skemtaninni á eftir. Setti Skafti fundinn og afsakaði vanbúnað allan og þakkaði Egilsstaða bónda hve vel og dreingilega honum hafði íarist með viðtökurnar, þó alt hefði verið komið í ótíma og eindaga. l’á súngu menn Islandskvæði, og flutti fundarstjóri því næst lángt erindi og röggsamlegt fyrir Islandi. l’á flutti sjcra Einar í Hofteigi góða tölu og skipulega um fundahöld hjer framvegis, tóku margir undir

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.