Bjarki


Bjarki - 14.08.1897, Blaðsíða 3

Bjarki - 14.08.1897, Blaðsíða 3
131 ion Schoenleinii) lifir í hörundinu og hittist hún cigi ein- gaungu hjá mönnum heldur einnig í köttum, músum, hund- um o. fi. en aldrei þrífst hún á annan hátt en í dýrahör- undi. Jurtin er svo smávaxin að eigi má greina hana glögt með berum augurn, en væri svo myndi hörundið, þar sem kvilli þessi cr, líta út eins og stóreflis myglubíngur. það mætti þá sjá einlægan aragrúa af laungum, bognum, greinóttum staunglum í endalausri bendu með hnöttóttum frjókornum á milli. Þessi frjókorn eru einskonar fræ og er eitt nóg til þess að mynda heilan skóg af jurtinni. Með þessum frjókornum flyst sjúkdúmurinn dýr af dýri og smittast þannig hvað af öðru. Þetta sýnist að vísu ekki koma saman við daglega reynslu manna, því ótal eru dæmi þess, að maður með geitur sefur hjá eða umgeingst annan mann árum saman án þess að hann sýkist. Þessu er þannig varið, að hörund manna er mjög mis- jafnlega móttækilegt lyrir sjúkdóminn og auk þess er hann í sjálfum sjer seinn til að útbreiðast. Lækníng sjúkdómsins er f höndum góðs læknis einföld og áreiðanleg, en mjiig lángvinn og fyrirhafnarsöm. Jeg þekki marga, sem hafa reynt að lækna sig í heimahúsum, en aungan sem hefur tekist það, og álít jeg því sjálfsagt að leita eigi til annara cn læknanna. Það ætti ávalt að leita læknínga við þcssu sem fyrst, bæði er alt þá auðveidara og þá sjer eigi neitt á hárinu á eftir. Að láta menn gánga með þetta, næstum því frá vögg- unni til grafarinnar er synd, og er eingin vafi á því, að mörgum hefur æfin orðið þúngbær fyrir þá sök. Ef læknar settu á sig rögg, þá væri leikið að hreínsa landið á einu ári fyrir þessum kvilia og væri það landhreinsun þó i smáu væri. G. H. „Alþýðumentunin". Leyfið mjer, herra ritstjóri, að gera litla athugasemd við yðar fróðlegu grein um alþýðumentunina. Jeg felst á margt í henni, og samanburður yðar á mentun vorra iandsmanna og annara þjóða, sem oss liggja næst, mun fara sönnu nærri. Lað var líka orð í tíma talað hjá yður, að benda á blöð og bækur scm vorra daga fyrirtaks-menníngarmeða 1. Ennfremur takið þjer öfl- ngt fram, hve skólar — hverskonar sem vera kunna geti brugð- ist, og sje í eðli þeirra einhæfir og ófullkomnir — án sjálfsment- unar. (Fyrirlestur dr. Channings — Þýðíng eftir mig — í 9. árg. Tímarits Bókmfjl., kennir meistaralega hvað sj ái fsmentun þýð- ir). En — jeg hygg að sumt í yðar vekjandi (suggestive) grein misskiljist og megi viila menn meira en fræða. Hið villandi er fólgið — eins og oft vill verða — í því, að þjer notið orðið »mentun« í of ríkri merkíng, annari en almenníngur skiiur það eða ætti að skilja. Máttarorð (terms) þarf vel að ummerkja. Mentun er == feinginn fróðleikur (og kunnátta), og síðan = menníng í hvívetna, sem meint er. En vilji menn segja, að sú eða sá sje vel að sjer og fjölhæfur og fróður í mörgum eða flest- um greinum, á þar annað orð við, og mætti máske kalla það fjölmentun. Eins og þjer vitið köllum vjer skólageingna menn menntaða menn, og mentameun þá sem bókfræði stunda. Jeg sje aunga ástæðu til að breyta tii frá því, enda yrði það hægra sagt en gert. Og því síður felst jeg á, að kalla stúdent eða kandidat frá háskóia ómentaðan mann. Mentun þeirra get- ur verið, eða er i eðli sínu einhæf (defect), en hún er mikil og góð — það sem hún nær, og það er hið ágæta við regiubundna skóla og skipulegt skólanám, að sú þekkíng og kunnátta, sem þannig fæst er reglubundin og ákveðin (Systematisk). Ló að nýtt og að vissu leiti ágætt menta- og fróðleiksmeðal sje fundið og feingið í blöðum og tímaritum, þá gildir hjer: »lofa þú ekki þenna konúng, svo að þú lastir aðra konúnga*. Hitt er satt, skólar eiga ckki saman nema nafnið — en svo er um biöð og tímarit iíka og allar bækur. Hjer er þó um fram allt vert að leggja áhersluna á mentun úngdómsins. Hann getur ekki, og skal ekki heldur, mentast mest af»dagblöðum og tíma- ritum« því — »jeg gaf yður mjólk en ekki megna fæðu» — sagði postulínn; únglíngar þurfa kennslu, leiðslu, og svo þurfa þeir uppeldis - aga, (disciplin). Vei þeim mentastofnunum, sem upp- eldið vanrækja. Uppeldið er annað aðal-ætlunarverk allra skóla. Og það er þetta, sem enn og framvegis gerir þá gim- stein og helgidóm (paiiium) hverrar þjóðar. Hjer á landi hafa menn enn sem komið er minst mentast — því síður heilsusam- lega — af »dagblöðnm og tímaritum«. Flestir þeir, sem jeg mundi þora að kalla sannmentaða menn og fjölmenta af þeim, sem sjálfir hafa aflað sjer þekkíngar og kunnáttu, þeir hafa haf- ist og mentast miklu fremur fyrir móralska hæfilegleika held- ur en beinlínis fyrir bækurnar og skarpieika sinn. Mannvitið — segir Channing — hefur tvær hliðar: aðra næma til skilníngs og minnis, en hina móralst dæmandi og heimfærandi. Lað ei satt, það eru til háskólalærðir menn, sem aldrei geingu í skóla, en þeir eru sár fáir, og þeir fáu eru afbragðsmenn um leið að mæti og mannverði. Aftur þekki jeg marga fjöllista- og fjöl- fræðismenn, sjálfmentaða, sem jeg þori síður undir að eiga, þeg- ar sanna menníng skal reyna, en einhæfari mönnum, sem reglu- bundinnar fræðslu hafa notið og —- góðs uppeldis. Eitt hið fjöl- fróðasta tímarit í heimi þykir ritið Review of Reviews, sem hinn fjölhæfi og makalausi menta- og framfarameistari, Mr. Stead (mister Stedd) í London gefur út. En ekki viidi jeg hieypa syni mínum á það eingaungu, ekki þó Kríngsjáin norska fylgdi með. Fyrst er það, að slík alsherjarrit hafa svo svimandi mikla yfirferð og ausa upp fyrir menn þeim sjó af gagnstæðilegasta fróðleik að slíkt er aungra færi að melta, nema gamalla, þvældra og fjölfróðra iesenda. En svo er þeim blöð- um mjög borið á brýn af uppeldisfræðendum, að þau gefi alt of lítið af hverju, að þau iosi og rugli sálirnar meir en menti, gefi þeim æsíng (excitement) og óróaefni fremur en fasta skoðun og hugsun. Yfir höfuð að tala eru »blöð og tímarit«, án góðrar leiðsagnar, þ. e. skóla, mjög ísjárvert mentunarmeðai. En ágætt og ómissandi meðfram — þrátt fyrir hinn mikla sora, sem fyigir þeirri litteratúr. Lífið útheimtir ekki einúngis sjermentun (Fag- kundskaber) heidur og kunnáttu (tekniske Kundskaber) og praktiska þekkíng (sem blöð og tímarit gefa ekki). En um fram alt útheimtir Iífið leiðslu og discipiín handa hinni vax- andi og nemandi kynslóð. Alt þetta veit jeg víst, að þjer, hr. ritstjóri, fallist á. En með þessum bendíngum vildi jeg hafa lagt eitt lítið orð í belg fyrir skólana. Skólar eru gamlir í öðrum löndum, mosavaxnar stofnanir, en nýir hjá oss. I'eir eru lífs- skilyrði sannrar menníngar alstaðar, og sjerstaklega hjá oss — hvað ófulikomnir sem eru og hversu fáir þeir eru, sem kallað- ir eru og færir til að kenna og leiða. Sjálfsmentun, þótt bók- um smáfjölgi, og biöð og tímarit s t ó r u m skáni — sjálfmentaðir menn verða ávalt fáir, sem jafnast við hina betri skólageingnu menn — sje skóiinn eitthvað í þá átt að bera nafn með rentu. Hitt er dagsatt, sem þjer segið, að það er og verður eitt af höf- uðskyldum þjóðar og stjórnar að sjá alþýðu betur og betur fyrir góðum bókum, blöðum og tímaritum.i Matth. Jochumsson. Tii skýringar. Herra ritstjóri »Bjarka«. — í brjefi frá mjer, sem prentað er í »Bjarka«, standa nokkur ummæli, semjeg hef orðið áskynja um að hafa verið skilin öðruvísi en jeg ætlaðist til, og vil jeg því biðja leyfis að skýra þau. Rar er talað um hr. Wilhelm Paulson, sem sje »sendur heim til að fleka menn og tæla til vesturfara«. Með þessu átti jeg auðvitað við tilgáng stjórnar þeirrar, er sendi agent heim til íslands, en ekki datt mjer í hug að drótta því að hr. W. P. að hann SStlaði sjer aðbeita neinu táli við menn. Reynslan ein gat sýnt, hvort svo yrði. Og mjer er ánxgja að geta þess, að eftir því sem jeg hefi heyrt af framkomu hans hjer í ferð sinni, er fjærri því að hann eigi slíkt ámæii skilið. Ummæli mín yfir 1) Ef jeg ætti að segjá í fám orðum hver sje mesta nytsemi hinnar svonefndu dagspressu eða blaða, myndi jeg segja: Dags- pressan er besta vopnið til að vinna á venjunnar deyfð og drúnga; hún er tímans árgali; hún er töframeistarinn, sem getur látið heilan kirkjugarð rísa og hina dánu fara að dansa; hún er veiði- bjallan, sem varar við og vekur hinn sofandi sel, hún er — —- En — blaðið tekur ekki meira. M.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.