Bjarki - 02.10.1897, Qupperneq 3
159
geislaröðinni vita mcnn, að þeir Iýsa mest, það er að
skilja, hafa sterkust áhrif á augu vor. Auk þess sýnir
hitamœ'.irinn að fyrir utan ystu geislana rauðu er breið
röð af hitagcislum, sem augað sjer ekki, og eins sýnir
blaðasilfrið að næmu gejslarnir ná lángt út fyrir ysta fjólu-
bláa geislann scm við sjáum.
Um jurtirnar hefur það lcingi verið kunnugt að birtan
af sólarljósinu var þeim aungu síður lífsskilyrði heldur en
hiti þess. I’að var margreynt að önnur jurtin þreifst best
í skugga en hin best móti sól þó báðar þyrftu jafnan
hita. Eins sáu menn að sólskinsjurtir sem af einhverj-
um orsökum urðu að vera í skugga sveigðu sig og beygðu
til að ná í birtuna og löðuðu sig eftir henni á alla vegu.
Eins reyndu jurtir, sem höfðu lent á of sólberum stöðum,
að draga úr áhrifum ljóssins á alla vegu. þannig snúa
sumar jurtir jöðrum blaðanna upp og niður svo sólin nái
scm minst að skfna á fletina. Jurtategund, sem köliuð er
áttavitajurt, snýr blöðum sínum frá norðri til suðurs og
jöðrunum upp þegar hún sprettur mótt sól, en sje hún í
forsælu snúa blöðin flöt við sól eins og títt er um flest-
ar jurtir.
Enn eru þær jurtir, sem safna í blaðhúðina eins konar
litefni til að verja sig áhrifum ljóssins, og sama gera ein-
mitt sum dýr, eins og síðar verður sagt. Þetta hjálpar
jurtunum svo mjög til lífs og þroska að þær scm auð-
veldara áttu með að laða .sig eftir ljósinu, eða gátu þol-
að bæði skin og skugga hafa rutt hinum burtu sem óhæf-
ari voru til þess. Pannig hafa beykiskógarnir í Danmörku
drepið frá sjer ýmsar viðartegundir, sem siður gátu lagað
sig eftir ljósi og skugga. Bein áhrif Ijóssins sjáum við
líka í kálgorðunum á þeim blöðum sem sólin nær að
skína á, að þau eru græn, en hin gul og bleik sem sól-
skinið nær ekki til.
Mörg bloð, scm eru ljósgræn móti sól, verða mjög fljótt
dökkgræn ef skygt er fyrir þau, og hafa menn fundið að
korn í blaðhúðinni sem gera blöðin græn, veldur þessu.
Þessi blaðgrænukorn breyta stöðu og lögun á ýmsa vegu
eftir ljósinu, fletja sig út í skugga til að njóta sem best
Ijóssins, en kiprast saman ef ljósið er stcrkt.
Orsökin til als þcssa breytíngarstríðs jurtanna er nú sú
að ljósið hjálpar þeim til að sjúga kolasýruna úr loftinu
og hafa til fæðu sjer, og því hafa þær jurtir, sem best
gátu lagað sig eftir Ijósinu, sigrað hinar í bardaganum
fyrir rilverunni, ef önnur skilyrði voru jöfn. Það eru
einkum rauðu og gulu geislarnir sem jurtirnar þarfnast,
enda tckur hinn græni litur blaðanna best við þcim en
kastar hinum aftur.
Aftur á móti mega þær jurtir ekki vera grænar, sem
vaxa t. d. svo djúft í hafinu að þángað nær ekki af Ijós-
inu ncma bláu og græuu geislarnir. Rauðþarinn, sem
vex svo djúft niðri er t. d. rauður, eins og nafnið bendir
til, og hefur í sjer rautt litarefni, scm cr ágætlega lagað
til að sjúga í sig bláu og grænu geislana. pi-p
íslands minni.
Flutt við íslendíngafijót 17. Júní 1897.
Nú flýg jeg f anda í fjarlægum geim
á feðranna alkunnu slóðir,
á stað fer jeg austur um haf, til þín heim
að heilsa þjer, göfuga' móðir!
en aldrei þó hafi jeg áður þig sjeð
er óvíst þjer sýnist jeg feiminn,
og minni þitt, ástkæra móðir, jeg kveð
á meöan jeg líð yfir heiminn.
Svo fögur var æska þín, indæl og blíð,
sem árdegis röðull í heiði,
er lýsti þjcr ávalt á liðinni tíð
sem leiftur á miðnætur skeiði;
og indæla framtíð með alskonar gnægð
hún oftsinnis vildi þjer boða;
en endalaus sýnist þín fornaldar frægð
með fegurð á kvöldskýum roða.
En þó þú sjert orðin svo gömul og grett
og gráhærð með brúnina þúnga,
þá get jeg þjer hugglaður höndina rjctt,
þjer heilsað og kyst þig sem únga
og fagnandi hlaupið í fángið á þjer
og fagnað þjer glaður í anda;
svo hugþekk og síblessuð móðir hjá mjer
skal minníng þín rótgróin standa.
Vigf9s J. Guttormsson.
>1«
* *
Höfundur þessa kvæðis fór hjeðan á fyrsta ári og má því
segja að hann hafi aldrei sjeð ættjörð sína sem hann er að kveða
um. Svona skrítinn er maðurinn og tilfinníngar hans.
SKIP. C o I i n a, fjárskip pöntunarfjelagsins fór hjeðan aftur
þ. 27. f. m. með liðuga hálfa fjórðu þúsund fjár.
E g i 11 kom þ. 28. Með honum kom frá Rvík Skafti ritstjóri
Jósepsson, ýngismeyarnar Elín Tómasdóttir og Lárí( Ólafsdóttir,
og skipstjóri Mattías Pórðarson með konu sinni. Egill fór norð-
ur þ. 39. f. m.
í>ann 30. komu tvö ensk fiskigufuskip hjer inn á fjörðinn að
leita síidar til beitu en urðu að fara aftur jafn nær.
SMÁVEGIS.
Gullsóttin. Seglskipið »Moonlight« var á leið með 60 guilnema
vestur til Klondyke hjeraðsins, gulllandsins mikla; þetta skip
hefur nú varðskip stjórnarinnar stöðvað í Seattle, og var fólkinu
þar sagt með berum orðum, að eingin von væri til að það gæti
komist til gullhjeraðanna við Yukon (borið fr. Júkon) fijótið sem
rennur á landamærum milli Alaska og Canada. í)eir menn, sem
eftirlitsmennirnir álíta að muni ekki hafa nóga penínga til ferð-
arinnar, eru vægðarlaust settir aftur. í þreyngslunum í Chilcoot
skarði hafa 500 hesta hrapað fyrir björg eða beinbrotnað. í
Dyca hrúgast farángur gullnema saman, svo einginn maður get-
ur sjeð hve nær og hvernig það alt verði fiutt. Ávextir, bæna-
kver og Biblíur fást ótollaðar frá Canada. Af öilu öðru verður
að greiða toll. Fjöldi gullnema hefur ekki getað greitt þessa
afarháu tolla, og lent svo í mestu vandræðum.
(Telegrafferað frá Nevv-York 2. Seft.
Höggormar á Indíalandi drápu næstliðið ár 1133 menn og
konur en árið áður 1279. Óargadýr drápu í fyrra 301 mann en
árið fyrir 291. Af búpeníngi drápu höggormar og óargadýr 8757
árið sem leið. Stjórnin leggur þar fje til höfuðs ýmsum rándýrum
og voru í fyrra drepin 1566 af þeim, en af höggormunum 1337.
Tígrisdýr voru óvanalega mannskæð árið sem leið, en annars
Ieggjast þau lítið á menn.
(Edinburgh Evening Dispatch.)
Nöglur. Á mörgu taka mennirnir mark til að þekkja náúngann
og eðli hans, svo sem á skrift, fótaburði, andlitsfalli, baksvip og fl.
Einn vísindamaðurinnsegir að þekkja megi skaplyndi manna á nögl-
um þeirra, og reglurnar eru þessar: Menn með breiðum nöglum eru
viðkvæmir, ístöðulitlir og feilnir. feir eða þær af náúngum vorum,
sem hafa nagljaðrana gróna inn í holdið, eru hneigðir til eyðslusemi.
Þúnglyndir menn og veikbygðir hafa jafnan bleikar nöglur eða
bláleitar, en kappsmenn og ákafamenn vanalega rauðar nögl-
ur og dröfnóttar. Smáar nöglur eru einkenni sjálfgæðínga, ]:rá-
kálfa og fávitrínga. Vel siðað fólk hcfur formfagrar og breiðar
nöglur cða búnguvaxnar, og bogadregnar að framan. Fólk með
mjónm nöglum er stríðlynt og metorðagjarnt.
Nú þckkirðu náúngann!
SKRÍTLUR.
»Sæll vertu dreingur minn, hvað er klukkan hjerna?« sp; rði
ferðamaður, sem kom að bæ, dreing, sem hann hitti úti.
»Hún er bráðum 12« svaraði drcingur.
»Nú! er hún ekki meira?«
»Nei, hún verður aldrei meira hjerna« svaraði dreingur stein-
• hissa »því svo byrjum við aftur á einum.«