Bjarki


Bjarki - 15.10.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 15.10.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 42 Seyðisfirði, Föstudaginn 15. Október 1897 Leiðarþingið. (Umræðu ágrip). Fundarstjóri var kosinn Jóh. Jóhanncsson sýslumaður. Jón frá Sleðbrjót skýrði fyrst frá fjárlögunum, taldi upp flcst nýmæli sem þar hefðu orðið í þetta sinn, skýrði frá ástæðum þíngsins fyrir þeim og afstöðu sinni til sumra þeirra eftir því sem fundarmenn óskuðu. Um þessi at- riði urðu nokkrar ræður: Samgaungumálið. Þorst. Erlíngsson spurði hvers vegna þíngið hefði ferið niður úr þeim 19 ferðum sem sameinaða gufuskipa- fjel. hefði boðið í öndverðu, og hvað þar hefði komið á móti frá fjel. hálfu. Jón í Múla kvað tillagið úr landssjóði að sönnu ekki hafa lækkað til milliferðanna þó þær yrðu færri, en fje- lagið hefði líka tckið strandferðirnar að sjer og tillagið til þeirra gat þíngið einmitt lækkað mikið með því að slá af milliferðunum, annars var ferðafækkunin meira á pappírnum en í raun og yeru, því yrði meiri flutníngaþörf myndi fjel. fjölga ferðunum. Skafti Jósepsson sjiurði, hvers vegna gufusk.fjel. hefði ekki verið gert skylt að koma við hjer á Austur- landi í miðsvetrar ferðinni eins og á Vesturlandi. Í’íngmennirnir svöruðu því báðir að sliku hefði ekki verið nærri komandi við fjelagið, nema þá með á- kaflegri hækkun tillagsins og orsökin væri sú, að híngað væri svo mikil skipagánga bæði frá Tuliniusi og Wathne að lítil von væri um flutníng híngað eða hjcðan. S k a f t i spurði enn fremur hvers vegna þíngið hefði einga byrjun eða tilraun gert hjer eystra með veg á Fagradal þar sem Hklegast væri að fá veg til Hjeraðs- ins sem svo mikla nauðsyn bæri til, en drjúgu fje varið tíl að leggja veg cftir sljettri og grciðri leið fram eftir Eyafirði? Jón frá Sl. kvað þíngmönnum þessarar sýslu margt annað skyldara en að fara að heimta stórfje til vegar á Fagradal, sem hvorki hefði komið eitt orð um frá þíng- mönnum Suðurmúlasýslu og ekki verið nefnt á nafn hjer á fundum nje í blöðum. Frá sjálfum sjer hefði hann og einga ástæðu fundið til að fara að biðja um stórfje til vegar, sem aldrei gæti orðið fær fyrir snjókýngi nema lítinn tíma árs. Flutníngar eftir fljótinu gæti aftur komið öllu Hjeraðinu að notum, og staðið leingri tíma og því hefðu þeir þíngm. feingið á fjárlögin lánið til bátsins um ósinn. Þorst. Erl. kvað lánið góðra gjalda vert og mikið vel mcint, en það væri sá galli á því að það væri gert út í bláinn eins og allar ræður og tillögur væru hjer um vegi til Hjeraðs bæði um Fljót og Fagradal. Fyrsta sporið til þess, að geta talað um þetta með skynsemi væri það, að fá mann, sem kunnáttu hefði til að áætla kostnað við veg á, hverjum stað sem valinn væri, svo til frambúðar yrði. A því hefðu þíngmennirnir átt að byrja að fá menn til að skoða þetta. Þángað til væru allar bollaleggíngar ráðlausar, og jafnvel með bátnum væri kanske aðeins tjaldað til einnar nætur. Það vissi einginn. Jón frá Slb. kvað bátinn1 aðeins tilraun sem gæti gagnað en aldrei sakað. Lagiarfljótsbrúin. Um hana urðu töluvert fjörugar ræður. J ó n í M ú 1 a; Hafi nokkur fjórðúngur feingið fullan hlut af fjárveitíngum á þessu þíngi, þá eru það Múlasýsl- urnar, þar sem þfngmenn þeirra hafa gert, mjer liggur við að segja, það kraftaverk, að fá stórfje til brúar á Lag- arflóti, sama sem alveg undirbúnfngslaust. Botninn undir brú á Einhleypingi var óskoðaður og kostnaðurinn þar hreinn slumparekníngur, en skoðunarmaðurinn sagði ágætt stæði skamt í burtu fyrir ódýrri brú og varanlegri. Slik fjárveitíng er eins dæmi á þíngi, og það er því al- veg rángt af Skafta og þeim ritstjórunum að tala um hið mikla fje sem varið er til vega og brúa í Eyafirði, við feingum þar til margs ekki nema helmíng þess sem um var beðið og við þurfti. Þorst. Erl.: Jeg hef hvorki hjer nje annars staðar sagt nje skrifað eitt orð um fjárveitíngu til Eyfirðínga, svö mjer er það óskylt mál. Það er mjer þvert á móti gleði að þíngm. þeira hafa náð í þetta bæði vegna sín og Ev- firðínga og eins hins, að hjer kom fram á þíngmálafundi í vor tillaga um að jafna vegabótastyrk meira niður á fjórðúngana en gert væri. (Jón í Múla: Jeg bið þá fyr- irgefníngar.) Það er alveg óhætt. En á hina hliðina finn jeg ekki að þíngmenn okkar hafi gert neitt krafta- verk þó fjc væri veitt til Lagarfljótsbrúarinnar. Þíngmenn okkar í efri d. hafa ekki gert nema það sem jeg vonað- ist eftir, en hinir bæði minna og verra. Það mátti vel veita ákveðna upphæð til brúar, sem ný skoðun ákvæði nákvæmar um og stjórnin fjellist á; þessi fyrirvari er næg tryggíng fyrir því, að fjárveitíngin komi að fullum notum, og þessi agnúi vegur lítið á móti því, að brjóta þá ágætu reglu að brúa eina stórá á hverju fjárhagstíma- bili; hann er aðeins næg ástæða fyrir þá, sem vildu fella brúna af öðrum ástæðum, en á þeirri hundatyllu vildi jeg ekki standa sem rjettsýnn og ærlegur maður. Fundarstjóri kvaðst vel unna Eyfirðíngum að fá fje bæði til þessa og annars; aðeins mættu ekki önnur hjeröð sakna í fyrir það, eins og nú mundi hafa verið, og nefndi til Húnavatnssýslu. Það væri og ekki að öfunda Eyfirðínga þó manni dytti í hug að óska sjer þess að eiga svo duglega þíngmenn sem þeir og svo feingsæla kjósendum sínum. Hann áliti þetta ekkert kraftaverk af þíngm., að hafa feingið brúna á I.agarfljót, það væri skylda þíngsins að laga sig dálítið eftir ástæðunum þeg- ar hættan væri eingin en nauðsynin mikil; auk þess hefði sami maðurinn skoðað brúarstæðið á Lagarfljóti sem gerði það á Jökulsá, Hörgá og Þjórsá, svo það væri nokkuð mikið að kalla það undirbúníngslaust. Jón í Múla. Þessi aðferð er ný á þíngi að veita fje til brúa undirbúníngslaust, — segi jeg enn — og jeg álít það háskalega reglu ef hún kæmist á. Þorst. Erl. Hjer er eingin hætta. Fjeð er veitt til þessa, og einskis annars; upphæðin er ákveðin og stjórnin tekur ekki til hennar nema hénni nægi tryggíngin og þá er það á hennar ábyrgð. Jetið getur hún þó ekki pen- t'ngana Ennþá spurði Þorst. Erl. hverjar ástæður hefðu verið færðar fram á móti því að styrkja Jón 01. til útgáfu tíma- rits, sem mesta nauðsyn væri á. En þíngmennirnir höfðu báðir fylgt þvt' máli og áttu þeir því hægra með sókn en vörn; aðalástæða andmælanda hefði verið, að við hefðum nóg tímarit, en það hefði verið marghrakið. Þorst. þakk- aði þeim og kvað þá ástæðu svo vaxna að hún myndi varla fyrir sigri standa. Þá spurði Skafti hví ísak hefði vcrið synjað um stvrkinn til íshússbyggíngar. Þt'ngm. kváðu hann hafa fallið strax í fjárlaganefnd beggja deilda og I

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.