Bjarki


Bjarki - 31.12.1897, Blaðsíða 4

Bjarki - 31.12.1897, Blaðsíða 4
212 Lífsábyrgðarfjelagið JÉÉ|> „s K A N D I A“ í Stokkhólmi, stofnað 1855. Innstœða fjclags þcssa, sem cr hið elsta og auðugasta lifábyrgðarfjelag á Norðurlöndum, cr yfir 38 milijnir króna. Fjelagið tekur að sjer lífsábyrgð á Islandi fyrir lágt og fastá- kveðið ábyrgðargjald; tekur aunga sjcrstaka borgun fyrir lífsábyrgðar- skjöl, nje nokkurt stimpilgjald. þeir, cr tryggja líf sitt í fjelaginu, fá f uppbót (Bónus) 75 prct. af árshagnaðinum. Hinn líftryggði fær upp- bótina borgaða $ta bvert ár, eða hvert ár, hvort sem hann heldur viil kjósa. Hjer á landi hafa menn þegar á fám árum tekið svo alment lffsá- byrgð í fjelaginu að það nemur nú meir en þrem fjórðu hlutum milljónar. Fjelagið er háð umsjón og eftirliti hinnar sænsku ríkisstjórnar, og er hinn sænski ráðherra formaður fjelagsins. Sje mál hafið gegn fjelaginu, skuldbindur það sig til að hafa varnarþíng sitt á Islandi, og að hlíta úrslitum hinna íslensku dómstóla, og skal þá aðalumboðsmanni fjelags- ins stcfnt fyrir hönd þess. Aðalumboðsmaður á ísiandi er, lyfsali á Seyðisfirði, vice- konsúl H. I. Ernst. Umboðsmaður á Seyðisfirði er: kaupm. S t. T h. Jónsso n. ---- > Hjaltastaðaþínghá: sjcra Geir Sæmundsson. ---- á Vopnafirði: verslunarstjóri Ó. D a v í ð s s o n. —— - Þórsh: verslunarstj. Snæbjörn Arnljótsson. ---- - Húsavík: kaupm. Jón A. Jakobsson. - Akureyri: verslunarstjóri II. Gunnlaugsson. ---- - Sauðárkrók: kaupmaður P o p p. ---- - Reyðar- og Eskif.: bókhaldari J. F i n n b o g a s o n. - Fáskrúðsf.: verslunarstj. Olgeir Friðgeirss. ---- - Alftafirði: sjera Jón Finnsson. ---- - Papós: cancl. pfiti. K n ú d s e n og gefa nþeir lysthafendum allar nauðsynlegar upplýsíngar um lífsábyrgð og afhenda hverjum sem vill ókeypis prcntaðar skýrslur og áætlanirfjelagsins Hjá Anton Sigurðssyni fæst: Agætur stígvjelaáburður, skó- og stígvjela-reimar mjög sterkar, sömuleiðis skósverta, skóhorn og hnepparar handa kvennfólki, ljómandi fínir, með Ilabeinsskafti. j Samkvæmt mjer gefnu umboði er hjer með s k o r a ð á alla þá cr skulduðu herra bakara A. Schiöth við burtför hans hjeðan af Seyðis- firði, að borga til mín skuldirnar hið allra fyrsta cða semja um borgun á þeim. Að öðrum kosti hlýt jeg að innkalla þæ'r með mál- sókn á kostnað skulunauts. Seyðisfirði 20. Dcs. ‘97. St Th Jónsson Hjer með gefjeg herra kaup- manni St. Th. Jónssyni á Seyðis- firði fullt og ótakmarkað umboð til þess mín vegna að innheimta útistandandi skuldir sem jeg á á Seyðisfirði og í nærliggjandi hjcr- uðum, og t;l að semja við mcnn um greiðslu þeirra, og skal allt sem velnefndur kaupmaður gerir í þessu efni í alla staði eins gott og gilt og jeg hefði það sjálfur gcrt. Bæ í Króksfirði 23. Júlí 1897. G. B. S c h e v i n g. (hjeraðslæknir.) (L. S.) Samkvæmt framanskrifúðu um- boði er hjermeð skorað á alla þá er nokkuð skulda herra hjeraðs- ækni G. B. Schevíng að greiðal uj>phæðina sem allra fyrst til mín eða semja um hana, þar allt verð- ur að öðrum kosii innheimt með lögsókn. Seyðisfiroi 20. Des. '97 St. Th. Jónsson, Eimreiðin III. 3. h. . . 1,00 Grettisljóð eftir M. Joch.. 1,75 Draupnir 4. ár. T. Holm. . 0,75 Biblíuljóð sjera V. Br. II. b. 4,00 Búnaðarrit XI. ár . . . 1,50 Vísnakver Páls lögm. Vídalíns 4,00 fást í bókverslan L. S, Tómassonar. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandfors ikr- ing Selskab* Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (AktiekaJ)ital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunar- vörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (^.olice) eða sthnpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjclagsins á Seyðisfirði. ST. TH. JÓNSSONAR. Eigandi: Prentfjel. Austfirðínga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: borsteinn Erlingsson. Prentsmiðja Bjarka. 22 sagt, að hann væri sjálfsagður prestur handa höfðíngjum og heldri mönnum. Hann ætlaði sjer einmitt að sýna, að alvöru- þúngi lífsins gæti hæglega verið samfara ljettri og glaðværri lífsnautn; og hann fann hjá sjer sterka hvöt til að vitna það með lífi sinu, að köllun andans kemur til ailra án manngreinar- álits, og sýna að hann, sem margir mundu síst æt!a það um, hefði öðlast skilníng á því sem auðvirðilegt var og fyrirlitið af heim- inum, og hjartalag til að heiga því sjálfan sig. þess vegna tók hann konu sína, fíngerða, únga og óharðnaða út úv danssalnum og flutti hana, dúðaða í Ioðkápum, í smá- brauð leingst norður í landi. Hann hló, og þau hlóu bæði þegar þau hugsuðu um alla þá gremju og hneyxli sem þetta tiltæki þeirra hafði vakið hjá kunníngjunum, og öll þau undrunar-augu sem störðu á eftir þeim. Hann hafði verið mesta gullið af öllum úngum mönnum í samkvæmislífinu og um saunglist hennar og viðmótslipurð hafði allur blómi bæarins flokkast. Og þegar þau voru að lesa saman brjefln, fyrstu sólskins- stundirnar 1' prestseturskytrunni þarna norðurfrá, þá svall hon- um hjartað af aðdáun á því sern hann hafði gert. Og litla elskan hans starði á hann með lotníngu og var svo gagn- tekin af aðdáun, að hún gat ekkert sagt nema: Mikill maður ertu — Daníel! Nú tók hann til að prjedika með mælsku og miklum áhuga, en smámsaman komst hann að því, að fólkið skildi ekki hót, hvorki mcinínguna í orðum hans eða verkum, og þá sá sjera Daníel uð honum hafði skjátlast, — ekki að því er snerti sjálfan hann, heldur sóknina. Svona lángt norðurfrá var fólkið enn ekki komið leingra á veg en það, að amstrið fyrir dag- Icgu brauði tók alla þeirra hugsun og hæfilegleika. Jafnvel hinar einföldustu trúarliugmyndir voru óljósar og sljóvar, og þá var ekki þekkíngin. En sjcra Daníel missti ekki kjarkinn og vjek hvcrgi úr vegi. J’eir skyldu samt sem áður ekki eiga kollgátuna, sem höfðu spáð því í höfuðborginni, að hann myndi gugna. Hann skyldi sýna þeim að hann gæfist ekki upp. 23 Og hann barðist líka cins og hetja ár eftir ár. Hann var harðfeingur og hraustbygður, og þoldi vel alt ferðalag bæði á sjó og landi. Hann lagði ekki í vana sinn að kvarta, en hann sagði sögurnar; og þegar hann var að lýsa háskanum á sjóferðum sínum og fjallgaungum, þá sat konan mtíð öndina í hálsinum og hlýddi á — og börnin líka, þegar þau fóru að hafa vit á. En hann brosti og sagði: Slæmt var það, það er satt, en jcg komst þó klaklaust út úr því — eins og þið sjáið -— með guðs hjálp. Og það varð honum seinast að vana í einverunni, að tala . við sjálfan s:g um það sem fyrir hann bar og honum var rík- ast í huga. Hann hugsaði sjer þá einlægt einhvcrja af vinum sínum fyrir sunnan, standandi fyrir framan sig með hróðugu glotti sem alltaf varð að þoka, þegar hann fór að leggja út af lífi sínu, andstrcymi þess, og þeirri byrði sem á hann var lögð, og hvernig hann bar það allt saman. Pessar hugsuðu samrmður, þar scm hann hafði einn orðið, urðu mcð tímanum nálega hin eimistu afskifti hans af vinum og ættíngum; og hversdags umstángið við börnin hjúin og heim- ilíð, skiftist á við messugjörðina á helgum, störfin í sveitar- nefndinni og svo viðtijl við menn á skrifstofunni, sem hann var farinn að hafa stutthalaleg upp á síðkastið. En hvorki þetta allt saman nje heldur neitt einstakt af því var nóg handa sjera Daníel að hugsa um. Ilann var bæði víðlesinn og svo ótrauður starfsmaður að náttúrufari, að vilji hans og hæfilegleikar hlutu að knýja hann lángt út fyrir það örlitla verksvið, sem hann í lítillæti sínu hafði valið sjer á þessum útkjálka. Hann hafði á sínum úngu árum varið tfmanum til að afla sjer þekkíngar, og tekið með áhuga þátt í öllu sem þá var helst á prjónunum í Norðurálfunni, og nú skyldi einginn geta sagt það á hann, að hann legðist í leti og ómensku, þó hann væri einbúi á útkjálka. Og enn mátti svo heita, að ckkert mál kæmi svo á dagskrá, í hvcrju efni sem var,. að hann vissi ekki eitthvað um það og legði sinn dóm á það. I’ví þó hann væri svona lángt í burtu, þá var þó eins og allt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.