Bjarki


Bjarki - 05.02.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 05.02.1898, Blaðsíða 1
Eítt blað í viku minst. Árg. j kr. borgist fyrir i. Júlí, (crlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikili af- slátttur ef oft cr auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. III. ár. 5 BRJEp til Þorsteins Erlingssonar frá Jóni Jónssyni i Múla. —o— (Niðurl.) í>að er eins og flestir, sem mikið fjalla um stjórnarskrármálið, sjeu svo óstiltir á geðinu, að jeg býst jafnvel við, að þú sjert nú orðinn fokreiður við mig; en þið ritstjór- arnir hafið altaf »vígi örugt«, er þið þurfið að bera vopn á móti öðrum; og eigi cr það huglausra rnanna að gánga undir vopn þín, er þú ber þau fram úr Bjarka- skjóli. — En þó ætla jeg að gefa þjer enn meira höggfæri á mjer, en þegar er orðið. Jeg ætla að sína þjer vopn mín og verjur; er það þó eigi hættulaust, því vera má að þú sjert svo fjölkunnugur, að þú kunnir eggjar að deyfa. Jeg ætla sem sje að senda þjer í þessu brjefl ágrip af mínum eigin hugleiðíngum um stjórnarskrármál- ið. — Uggir mig að þjer getist eigi að skoðunum mínum; en til dyranna er hreinlegast að koma eins og maður er klæddur. Valtysstefnan, með sjerstaka'ráð- gjafann í ríkisráðinu, geingur að sumu leyti í þveröfuga átt, eins og margsinnis hefur sagt verið og synt fram á. Innlenda stjórnin þ. e. framkvæmdarvaldið verður minna en nú er. Ráðgjifinn verð- ur leingstum að sitja i Kaupmanna- höfn, heimili sínu. jþótt hann sitji í Reykjavík tveggja mánaða tíma annaðhvert ár, má hver sem vill gera sjer glæsivonir um það, að hann geti til leingdar haldið nauð- synlegum kunnugleik á því, sem mest er um vcrt að góður stjórn- andi þekki; en það er ekki ein- óngis athafnir og skyldurækni lunna opinberu starfsmanna þjóð- fjela„sins, ega opinberar fram- kvæmdir til eflíngar aimannaheiU> eða efnahagur og meðferð fjár- muna og stofnana þjóðarinnar, og er þó þekkíng á öllu þessu afar_ nauðsynleg. En það cr einkum þekkíng á hugsunarháttum fólksins, á hfskjórum þess og kröfum og á 1 m'^““'yt>þrounarhreyfíngum með- al þjóðarinnar __ þ„, , t • rvi betur sem ™ S,J°rn t'Wr þctta alt, [,ví fxrar, cr hrta „m aS m skyldum sinnar köllunar, 0g j e g BJARKI Seyðisfirði, Laugardaginn 5. Febrúar treysti miklu betur til þess þeim manni, sem á hjer heima, andar að sjer íslensku lofti, og verður daglega fyrir áhrifum þjóðarand- ans, eins og hann kemur fram á ýmsan hátt, heldur en manni, sem er búsettur í öðru landi, hversu góður Íslendíngur sem hann er. Fyrsta greinin í minni trúar- játníng er heimastjórn. En svo segið þið: Heimastjórn fáum við fyrst og best með því að láta sjerstaka ráðgjafann útvega okkur hana. En hvernig á hann að fara að þvi? — Er það ekki danska stjórnin, þessi afturhalds- stjórn, sem ræður fyrst og fremst, hverjum manni ráðgjafastarfinn er falinn? Segir það sig ekki sjálft, að hún skipar þann einn mann til þess, sem er henni hugþekkur og fylgir hennar stefnu •—- ekki okkar? En henni getur mistekist valið, og hún getur óvörum lent á manni, sem okkur er hollur, eða við getum með áhrifum alþíngis snúið ráðgjafanum á okkar mál, munt þú segja. En mun þá ekki stj órnin losa sig við þann ráð- gjafa? -— Jú, henni verður varla skotaskuld úr því. — Þú segir í 50. bi. að við getum feingið ráð- gjafann nauðugann til að fylla okkar flokk. Mjerjjþætti vænt um að fá að heyra, á hvern hátt það yrði. — Jeg býst við að þú treyst- ir á ábyrgðina, sem Valtýsstefnan lofar okkur. — En jeg fæ ekki betur sjeð, en að sú ábyrgð sje ckki annað en hljómandi málmur og hvellandi bjalla undir því stjórn- ar fyrirkomulagi, sem ykkar stefna miðar til, og ekki einu sínni lík- legt að »eventuel< mál gegn ráð- gjafanum verði dæmd af pól- itískum dómstóli. Nei, ráð- gjafinn ykkar verður í raun og veru valdlaus; ríkisráðið ræður í reyndinni öllu, og hann vcrður líka í reyndinni ábyrgðarlaus, á sama hátt og landshöfðínginn er nú. — Seta hans á þíngi verður ckki þarfari fyrir löggjafarstarfið cn seta landshöfðíngjans þar cr nú, °g öll aðalbreytíngin verður sú, að það af framkvæmdarvaldinu, scm nú er hjer heima í höndunV lands- höfðíngja, flytur sig búferlum til Danmcrkur. Ráðgjafinn dregur í sínar hendur scm mest af stjórn- arathöfninni; hann vcrður væntan- > lega likur öðrum mönnum í því, að þykja valdið allgott; og það að útkljá ýms framkvæmdarmál, verður hið eina v e r u 1 e g a vald, sem hann hefur. Danska stjórnin, sem skipar ráð- gjafann, hefur að öllu ráð hans í hendi sjer, og á ofurhægt með að neyða hann til að segja af sjer, eða koma honum af sjer á annan hátt, ef hann reynist henni, hús- bónda sínum, eklci þekkur. — En alþíngi Íslendínga getur ekkert að- gert, hversu sem hann reynist oss, nema ef hann brýtur stjórnar- skrána. — Viljið þið nú ekki sýna þá einurð að setja inn i frum- varpið ykkar, ef það á að rísa upp aftur, ótvírætt ákvæði um það, að ráðgjafinn verði að fara frá, ef hann hefur meiri hluta alþíngis á móti sjer? Svona kemur mjer þetta fyrir sjónir, og mjer er það sorgleg ráðgáta, hvað því veldur, að þú, og margir aðrir mætir menn, strit- ast af alefli við að vefa úr snjall- yrðum ykkar og ritfimni híalín í brækur, til að hylja blygðun þessa óburðar. Og svo — auk þess að hamast að þeim þíngmönnum, sem m'jti ykkur standa — sendið þið t 'minn, ýmist blíðan eða hótandi, til þjóðarinnar, að þessu eigi hún ekki og megi hún ekki hafna. Veistu ekki, hefurðu ekki tckið eftir því, að í gegnum allan þann sundrúngarinnar úlfaþyt, sem æ ofan í æ kveður og suðar á yfir- borði þjóðlífs vors, heyrist undir- tónn, þjettur og þrotlaus, eins og niður fjarlægra vatna, og innilegur eins og hjartaslag, er þú leggur eyrað við : H e i m a s t j ó r n, heimastjórn, heimastjórn. Þetta e r hjartaslag þjóðarinnar. Ef það hættir, þá deyr hún. Iíin cndurskoðaða stjórnarskrá, sem vanalcga er kend við Bcnedikt Sveinsson, og mun honum til heið- urs verða æ því meir sem leingur líður, tryggir okkur fullkomna heimastjórn, og hún tryggir okkur líka löggjafarvaldið, leysir okkur til fuls undan yfirráðum og afskiftum ríkisráðsins. Hún felur því í sjer alt það fylsta, sem við híngað til hö>fum kunnað að fara fram á. — Margt og mikið hcfur verið út á hana sett, einkum á síðustu árum; 1898. en jeg hef alt til þessarar stundar ekkcrt það hcyrt að henni fundið, er mikils sje um vert, nema aðeins eitt, og snertir það ekki efni henn- ar; skal jeg bráðum sk/ra frá hvað það er. — Flestir hafa fundið það að henni, að stjórnin yrði marg- brotin og dýr: En hvernig hugsa inenn sjer heimastjórn, sem ekki sje nokkuð margbrotin og nokkuð dýr ? Og eru kröfur vorar oss svo lítið áhugamál, að vjer teljum það skifta máli í nokkru verulegu, hvort stjórnin verður einum tíu þús. krónum dýrari eða ódýrari ? -—1 Nei, vjer verðum að gánga að því með opnum augum, að stjórn vor hlýtur ávalt að verða dýr, í sam- anburði við fólksfjölda vorn og efnahag. Það verður ávalt og alstaðar tiltölulega dýrara að stjórna fáum en mörgum, og þótt alt sje smátt hjá oss, þurfum við að hafa margbreytta hæfileika og krafta í stjórn vorri. — Vjer verðum t. d. að sjálfsögðu að kosta fleiri en einn ráðgjafa; stjórnarstörfin eru í eðli sínu svo margbreytt, að við getum ekki búist við að fá hjá einum manni sameinaða hæfileika til að gegna þeim öllum. Það þarf ekki nema að minna á bún- að, samgaungur, verslun, kenslu- mál o. s. frv. Já, stjórnin hlýtur að verða nokkuð dýr; en hver er sá, er ( raun og veru sjái eftir fje til þess að kosta innlenda stjórn ? — Jeg vona einginn, sem um það hugsar alvarlega; enda ber þess að gæta, að sú andhælisstjórn, er vjer nú höfum, kostar líka mjög mikið. — Aðeins eitt af þvi', sem fundið hefur verið að hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, er í mínum augum jit- hugavert, eins og jeg sagði áðan, en það er sú mótbára, að hún verði aldrei staðfest, að við get- um aldrei feingið þá stjórnarbót, cr hún áskilur okkur, hún gángi svo lángt í því, að losa oss und- an yfirráðum og áhrifum Dana, að þeir fallist aldrei á það. Danir telji sig og sje taldir að vera verndarmenn vorir og ábyrgðar- menn, gagnvart öðrum þjóðum, og verði því þá eigi neitað, að það sje sanngjarnt að þeir hafi eftirlit með lagasctníng vorri, til að firra sig þeirri hættu, er þeim kynni að stafa af því, ef vjer færum gálaus-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.