Bjarki


Bjarki - 23.04.1898, Page 2

Bjarki - 23.04.1898, Page 2
62 fylgja í stjórnarskrármálinu. Hann segir, að stefnan eigi að vera sú, að »auka vald landshöfðíngja«. En þegar til kastanna kemur og hann fer að setja fram tillögur sínar, þá kemur það upp úr kafinu, að það á aðeins að auka vinnukraft landshöfðíngja, en ekki að n e i n u 1 e i t i að auks v a 1 d hans. Alt »valdið« á eftir sem áður að vera kyrt hjá stjórninni í Khöfn og ráðgjafinn meira að segja að sitja kyrr í ríkisráðinu (bls. 58). Framan til í ritlíngnum hamast hr. B. M. á móti setu ráðgjafans í ríkisráðinu, en ef aukinn er vinnu- kraftur á skrifstofu landshöfðíngja, þá >skiftir það minstu*, þó hann sitji þar, og því á ekkert við því að hrcyfa. Alt á með öðrum orð- um að vera alveg eins og það er nú, nema að landfógetaembætt- ið og amtmannaembættin eiga að leggjast niður, og í stað þeirra á landshöfðfngi að fá fleiri skrifstofu- þjóna (bl. 54—5. þetta segir B. M. sje sama sem »að efla og auka innlenda valdið* (bls. 58). En hvernig hann getur gert sjer von um, að nokkur skynsamur maður trúi því, að »aukinn vinnu- kraftur« sje sama sem »aukið vald*, það cr mjer með öllu óskiljanlegt. Iíann má álíta landa sína meira en meðalbjána, ef hann heldur að þeir gleypi slíka flugu. B. M þykir það hart (bls. 18), að jeg skuli á al- þíngi hafa kallað slíkt »að tala út i loftið«, en jeg held, að öllu væg- ari orð sje þó ekki hægt að brúka um aðra eins staðleysu og þetta. Ekki svo að skilja, að jeg hafi neitt á móti því í sjálfu sjer, að auka vinnukraft á skrifstofu lands- höfðíngja. Öðru nær. Jeg hef fyrir laungu hreyft því máli og á- lít Jiað gott. En mjer hetur aldrei til hugar komið; að það gæti kom- ið í s t a ð þeirrar stjórnarbótar, sem Íslendíngar krefjast, heldur að það ætti að vcra henni samfara. 2. Bæði hr. B. M. og sum Llöðin heima á íslandi hafa tekið jiað fram, að það kæmi töluverð ósamkvæmni fram hjá mjer f því, þar sem jeg hefði síðastliðið s u m a r sagt, að Danir mundu brátt verða leiðir á því, að hafa ráðgjafa íslands í ríkisráðinu og láta hann hlutast til um dönsk mál, en n ú segi bæði jeg og »Corpus jur:s« (í Isafold), að eing- in atkvæðagreiðsla fari fram í rík- isráðinu. Wí verður ekki með öllu neitað, að þetta virðist ríða dálítið í bága hvað við annað, og Jiykir mjer því ástæða til að skvra dálítið hvernig á því stcndur, þótt »Bjarki« hafi þegar gctið sjer til hins rjetta í því efni. þegar jeg kom heim til þíngs í sumar, þá var jeg — eins og fjöldi manna á Islandi enn — ekki betur að mjer en svo, að jeg h j e 1 t, að atkvæðagreiðsla færi fram í ríkis- ráðinu, þegar ráðgjafana greindi á um eitthvert mál. Ymsir lögfræð- íngar sögðu að svo væri, og mjer varð það á að trúa þeim. Seinna sögðu aðrir lögfræðíngar mjer, að þetta væri ekki svo, en fulla vissu um það fjekk jeg fyrst eftir að jeg kom til Khafnar. Jeg leitaði þá upiilýsínga um þetta atriði hjá mönnum, sem einginn vafi get- ur á leikið að viti það, og fjekk þá að vita að alt, sem »Corpus juris« hefur skrifað um það mál, er hárrjett. Greinar hans komu út um sama leyti heima á Islandi, en jeg hafði þá ekki enn sjcð þær. Þó þetta þvf í rauninni hafi verið nægilega skýrt í Isafold, álít jeg þó rjett að skýra frá, hvcrnig af- greiðsla mála fer fram í ríkisráð- inu, eftír því sem mjer hefur verið fráskýrt, og skal um leið endur- taka það, að áreiðanlegri heimild en þá sem jeg hef fyrir mjer, mun ekki unt að fá. Þegar ráðgjafi ber upp eitthvert mál í ríkisráðinu, þá skýrir hann frá hvað hann ræður konúngi til að gera í málinu, en hinir ráðgjaf- arnir láta það vanalega ekki til sín taka, því sá eir.n þeirra, sem flytur málið og undirskrifar með konúngi, ber ábyrgðina. En þyk- ist einhver hinna ráðgjafanna (einn eða fleiri) sjá meinbugi á því, að ráða málinu þannig til lykta, sem sá ráðgjafi hefur ráðið til, er flutti það, þá skýrir hann frá athuga- semdum sfnum og til hvers hann ráði í málinu. Svo getur flutníngs- maður svarað og reynt að hrekja ástæður andmælanda síns (eða andmælenda ef fleiri eru), cn eing- in atkvæðagreiðsla getur þar nokkurn tíma fram farið, ]>ví í rík- isráðinu hefur konúngur einn atkvæðisrjett. Hann er forseti ráðsins og urskurðar hvað gera skuli, er hann hefur heyrt ástæð- ur með og móti. Getur hann þá alveg eins fylgt tillögum minni hlutans, þó í honum sje aðeins einn ráðgjafi, cins og tillögum meiri hlutans, þó þar standi sjö ráðgjafar saman. Fylgi hann nú tillögum þess ráðgjafa sem flytur málið, þá er ekkert við Jrað að athuga hvað hann snertir, en gángi úrskurður konúngs gegn tillögum flutníngsmans, þá er svo álitið, sem sá ráðgjafi hafi ekki önnur úr- ræði cn að biðja um lausn, Jiví hann hafi pá ekki lcingur fult traust konúngs. Þetta gildir í rauninni um hvcrn einstakan ráð- gjafa, en þó enn frekar um ráð- gjafa íslands en nokkurn annan, af því hann hefur sjerstöðu í rík- isráðinu. I dönskum málum fær ályktun konúngs fult g'ldi, ef hann getur feingið einhvern af ráð- gjöfunum til að skrifa undir með sjer, en í íslenskum málum gild- ir- ekki undirskrift neins ráðgjafa nema íslandsráðgjafans eins. Neiti hann að undirskrifa ályktun konúngs, þá getur hún ekki orðið framkvæmd meðan hann er ráð- gjafi. I þessu liggur mikil trygg- íng fyrir Islendínga, sem fæstir munu hafa nægilega athugað. En slíkur ágreiníngur í ríkisráð- inu, sem hjer hefur verið gert ráð fyrir, mundi því nær aldrei koma fyrir. I alíslenskum málum mundi hann aldrei koma fyrir, því þau mundu hinir ráðgjafarnir láta hlut- Iaus. Hann gæti því aðeins hugs- ast, ef málin að einhverju leiti snertu hag eða rjettindi Dana eða þá alþjóðarrjettinn. Alt til þessa dags hefur íslenskum málum aldrei verið ráðið öðruvísi til lykta í rík- isráðinu, en ráðgjafi Islands hefur lagt til. Gasprið um afskifti danskra ráðgjafa af alfslenskum málum í ríkisráðinu er ekkert annað en grýla, sem gerð er út til þess að skjóta fáfróðum almúga skelk i bríngu. En að slíkri grýlu mundu all- ar aðrar þjóðir bara hlæja. Það er aðeins hin alkunna íslenska tor- tryggni, sem sjer drauga um há- bjartan dag, þar sem aungvir sjá annað en hreint loft. Khöfn 21. Mars 1898. Valtýr Guðmundsson. Seyðisfirði 23. Apríl. Veður er hjer nú hreintsumarblíða. í fyrradag, Sumardaginn fyrsta, voru 13 st. R. í skugganum og svo gott veður að einginn maður úngur nje gam- all gat verið inni í húsum. Eins í dag. Farið að rnarka fyrir litbrigðum á túnum. íslaust alstaðar hvar sem til spyrst. Vesta sá aðeins lítið hrafl við Horn, Fað var rángt sem getið var til hjer í blaðinu að Rjúkan hefði snúið aftur hjer við fjörðinn 6/4, því Rjúkan kom ekki undir land fyrri en laungu síðar og fann þá hvergi ís fyrir sjer. Skipstjóri á íngu sagðist og ekki fullyrða neitt um það hvort ís hefði getað orðið sjer að ncinni fyrirstöðu við Glettínganes. Hann varð aðeins var við spángarkorn en gat ekkert sjeð víst fyrir þoku og dimmviðri og sneri því inn híngað til að fá frjettir og kol eins og getið var hjer í blaðinu. ís er hjer hvorki neinstaðar úti fyrir nje ínni á fjörðum og er rángt og illa gert að vera að hræða skip með tiihæfulausu blaðri um slíkt eins og Austri gerir. Maður viltist á leiðinni frá Seyð- isfirði til Mjóafjarðar; ætlaði að fara Skógarskarð og lagði af stað hjeðan á Laugardagskveldið. Var svo að villast allan Sunnudaginn og Mánudaginn og komst loks á Mánudagskvöld ofan Sörlastaðadal að Hánefsstöðum og var þá hálf rínglaður af hræðslu og meiðsl- um, því hann hafði hrapað lánga leið á einum stað í fjallinu. Búið var að sernla menn í dauðaleit en þess þurftí ekki við sern betur fór. Maðurinn var Eyjólfur Jónsson Waáge frá Hesteyri í Mjóafirði og er nú alheill kominn heim til sfn. Strákar tveir fóru á Miðvikudags- kvöldið í búð ímslands kaupmans hjer í bænum, tóku glugga úr kjallaranum og fóru svo þaðan upp í búðina. Lít- ilsháttar af peníngum tóku þeir úr búðarskúffunni, rúmar 2 krónur, og svo gúttaperka leikhnetti. Smáskildíngar fundust á gólfinu og fyrir utan húsið, sem þeir hafa týnt í dimmunni. Dreingirnir eru báðir börn fyrir innan fermíngu. Fremur aflalítið hjer, enda íllar gæftir síðustu; daga. Rjúkan (skipstj. Olsen) fór hjeðan 16. þ. m. og með henni Forst. kaupm. Jónsson áleiðis til Borgarfjarðar. Rjúk- an fór svo suður á firði. »Lyna« (skipstj. I. Larsen) kaup- skip Johansens verslunar, kom híngað að kvöldi þ. 16. þ. m., hafði ágæta ferð frá Noregi, fór hjeðan á Sumar- dagskvöldið fyrsta með vörur á Breið- dalsvík. Þaðan til Bretlands eftir kolum. Vesta kom híngað (18. Apríl og með henni ýmsir farþegar, þar á með- al H. Thejll veitíngamaður frá Stykkis- hólmi á leið til Hafnar, Jón Stefans- son frá Arnarvatni og Sölvi Björnss. frá Ekkjufelli, frú Maren Sigurðardóttir úr Borgarfirði, Gyðríður Guðnadóttir Ijósmóðir 0. fl. Vesta fór hjeðan aftur sama dag. Hjálmar kom híngað þ. 18. með eitthvað _aí vörum til Imslands; fór sama dag norður til Borgar- fjarðar og Lórshafnar með vörur. Með Hjálmari komu Friðrik Gíslason úrsmiður og ýngismær Sigríður Böðvars- dóttir. Hjáimar fór 7. Apríl frá Höfn. Rósa fór í morgun til Liverpool. Skirner til Skotl. eftir kolum. „H ó I a r“ strandferðabáturinn nýi kom híngað síðasta vetrardag. Með bátnum komu Jón Itermansson úrsmiður af Eskifirði, Stefán Val- týsson og Guðm. Sveinbjarnarson trjesmiður. Auk þess voru með skipinu kona St. Guðmundssonar verslunarstj. á Djúpavogi, Bjarni Sigurðsson kennari og margir ÍL svo að 2 farrúm var fullskipað. Jakobsen skipstjóri bauð nokkr- um bæarmönnum til kvöldverðar út á skipið og til að skoða Jiað. Þeim leist prýðisvel á skipið. Fyrsta farrúm hefur 16 farþegja rúm og er að öllu vel um vandað, að sínu lciti cins og á Lauru og Thyru. Annað farrúm er miiHu síðra en þó mikið vel viðunandi. Það rúm- ar 32 farþegja og er^ ætlast til að helmíngurinn megi vera kvennfólk, auk þess geta verið 4 sængur á Jegubekkjunurn. Farþegum á þilfapi er og sctlai

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.