Bjarki - 09.07.1898, Side 2
ioð
Jeg bið svo alþýðukennarann að
fyrirgefa, að jeg álítekkí »skaðlaust«
heldur nauðsynlegt að svona skól-
ar haldi áfram starfi sínu. En það
væri líka nauðsynlegt að námstím-
inn væri leingdur, eins og ráðgert
cr með Möðruvallaskólann, og skól-
arnir gerðir sem bestir til að menta
okkar alþýðumenn. Við höfum
þess fulla þörf. þekkíng samfara
dáð og dreingskap er nauðsynleg
til að efla framfarir og fjelagsskap.
Jcg vona líka að margír, sem þeg-
ar hafa geingið, á okkar ófullkomnu
gagnfræðaskóla, sýni það með auk-
inni mentun og einlægum vilja og
áhuga, að þeir hugsa um að vinna
scm mest gagn bæði líkamlega og
andlega. Margir af þeim eru úng-
ir enn, og er ekki gott að segja, hvað
úr þeim kann að verða. En ckki
get jeg dulist þess, að mjer finst
þeir yfir höfuð ekki eins framgjarn-
ir cða framtakssamir eins og vænta
mætti. Guðmundur Friðjónsson er
Möðruvellíngur og til mikils sóma
skólanum og landinu í heild sinni.
það er framfaramaður. Og viljeg
segja að einmitt hann sje gott
sýnishorn af miklum hluta þeirra
pilta sem gánga á Möðruvallaskóla.
Skoðanir hans cru öilum kunnar,
og hugsunarháttur hans, einurð og
hreinskilni líkar mjer svo vcl, að
jeg get ekki geingið framhjá hon-
um alveg þegjandi. Hann hefur
áhugann betur vakandi en flestir
hinir skólageingnu bræður hans;
hugsunarhátturinn er hinn sami, en
áhuginn gerir mikið að verkum.
Gagnfræðíngar! Minnist Guðmund-
ar Friðjónssonar, og gáið að því,
að sama er af yður heimtandi og
honum. Hann hefur lært á sama
skóla og ieingið sömu fræðslu.
Aðeins getið þið ekki gefið ykkur
sjálfir skáldskapargáfuna, en þið
getið hugsað og framkvæmt og lát-
ið mikið að ykkur kveða samt.
Jeg enda svo með þeirri ósk, að
sem flestir úngir menn er gánga á
gagnfræðaskóla og hvaða skóla sem
tr, sjái svo sóma sinn, að þeir
neyti allra krafta til að verða nýt-
ir og uppbyggilegir menn, heldur
en leggjast í leti og ómensku. f’að
er ekki sæmandi úngum mönnum.
Jeg á sjcrstaklega við þá sem
gánga á alþýðuskólana. Við höf-
um nú meiri þörf fyrir fróða og
framgjarna alþýðumenn, sem hafa
þrck og dörfúng og sjálfstæði til
að koma hvervctna fram sem ó-
háðir og einarðir menn, heldur en
stúdentar, sem hugsa bara um að
ná í vel launuð embætti, þó að
sumir þeirra verði, sjeu og hafi
■ orðið ágæsismenn. Svo er fyrir
þakkandi. En það cr vissulega
leiðinlegt að sjá stundum einstaka
embættismenn ráða öllu á fjöl-
mennum fundum einúngis vcgna
þess að þar vantar alþýðumenn,
er geti látið til sín taka.
J.
——l'liilll íll I---
Sólín birtíst
hliðum hárra fjalla.
(úr >Einbúaljóðum<)
--> «-'
Niðri’ í djúpi dimt við hlær,
degi tekur að halla;
en sólin birtist hlíðum hárra fjalla.
Grúfir þoka á gráum heiðum,
grátin hánga lauf á meiðum.
Eftir kvikum Ægis leiðum
einn á báti maður rær.
— Niðri’ í djúpi dimt við hlær —
Iiin til lands hjá búngu-breiðum,
brettum jökul skalla,
sólin birtist hlíðum hárra fjella.
Ið ytra þokan sortnar og sígur,
sollið tár um vánga hnígur,
upp til himins andvarp stígur,
alda bátsins hliðar slær.
— Niðri’ í djúpi dimt við hlær —
Inn í dölum fuglinn flýgur,
fyrstu raddir gjalla.
Sólin birtist hlíðum hárra fjalla.
Stígur gufa af svörtum sandi,
seilist upp að þoku bandi;
sólar vermdur sunnan andi
sænum inn við strendur nær.
— Niðri’ í djúpi dimt við hlær —
Hreyfíng sem á legi og Iandi
litar dæld og hjalla;
sólin birtist hlíðum hárra fjalla.
Lyftist þoka af legi í blænum,
ljósgrá móða fylgir sænum.
ángan ber af grundum grænum.
Gleðin rís við skraut og saung
— Hlær við dimt í hamra þraung —
Ut til Ieika börn af bænum
blær og geisli kalla.
Sólin birtist blíðum hárra fjalla.
Innangola af landi líður,
laugar alda bátsins síður.
jafnt og liðugt skeiðin skríður,
skjótt úr hafi frónið rís.
— Er þá sigur vonar vís?— —
Móts við glóey blærinn blíður
beri þig dagana alla.
Sólin skín í hlíðum hárra fjalla.
Sigurjón Friðjónsson.
Smátt og stórt.
—:o:—
Lað mun vera nýnæmi hjer eystra,
og reyndar víðar hjer á landi, að sjá
hesta gánga fyrir piógi, en svo lángt
er )>ó nú komið hjer uppi á Hjer-
aði. Jónas I’álsson búfræðíngur frá
Ólafsdal hefur verið fcinginn þaðan að
vestan fyrir tilstilli Runólfs Bjarnason-
ar á Hafrafelli og húnaðarfjelags Fella-
manna, og færði hann með sjer plóg
og öll áhöid. Með Jónasi hefur unnið
að plægíngunni Jón Stefánsson Líng-
eyíngur, og hefur mönnum að sögn
geðjast vel að starfi þeirra, en nauð-
synlegt telja þeir að mennirnir gætu
verið 6 saman að vinnunni, svo hest-
aflið yrði notað að fullu.
Eiðaskóli kvað og nú hafa feingið
sjer plóg frá Ólafsdai.
I’restafundur hefur nýiega verið haid-
inn á Sauðárkróki og höfðu sótt fund-
inn prestar úr Húnavatnssýslu og
Skagafirði; hafði og staðið til að ey-
firsku prestamir yrðu með, en af ein-
hverjum orsökum ekki orðið af því.
Átti þessi fundur víst að undirbúa
ýms mál til almennrar prestastefnu.
Ýmsar iausafregnir hafa farið af að-
gjörðum þessa fundar, þar á mcðal að
undirbúin hafi verið áskorur. tii stifts-
yfirvaidanna um að leysa nokkra presta,
frá embættum sínum, suma sakir ó-
regiu og aðra af því að þeir hefðu svo
mörgu öðru að sinna og þjónuði Mamm-
oni gamia meira en æskilegt væri.
Nöfn ýmsra presta hafa verið nefnd
hjer tii, en valt að hafa slíkt eftir, en
ekki væri það iila hugsað af einhverjum
prestinum sem þennan fund hefur sótt
að gcfa einu eða fleirum af blöðununi
sannar fregnir af þessu, svo menn sjeu
ekki að dylgja með þetta, og úthrópa
nafngreinda menn kannske orsakalaust.
Fyrst fundarmenn hafa ekki haft
hljótt um slíkt, ættu þeir að skýra
blöðunum frá þessu, svo ekki verði
spunnið út úr því meira en komið er.
í í’jóðviljanum únga stend-
ur þessi saga.
Áverkar, — stakur prakk-
a r a s k a p u r. 14. þ. m. var það
kært fyrir sýslumanni H. Hafstein, að
aðfaranóttina 12. þ. m., er faktor Sophus
Holm á Flateyri var staddur einn í
verslunarbúð sinni, hafi verslunarmað-
ur Haldór Haldórsson frá Fórustöðum
í Onundarfirði komið þar inn, ráðið á
hann, veitt honum 4verha, jarðvarpað
honurn, troðið hann fótum, nefbrotið
hann, og leikið hann að öðru Ieyti mjög
illa, svo að Holm fjell í ómegin. — En
meðan faktorinn lá í yfirliðinu tjáist
Haldór hafa bundið hann, og skilið
svo við hann bundinn í yfirliði og iag-
andi í blóði. — Fór sýslumaður Haf-
stein vestur í Önundarfjörð r^. þ. m.
með gufubátnum >Ásgeir litla«, og
fóru þeir þá einnig vestur vcrsiunar-
eigandinn Á. G. Ágeirsson, og versl-
unarmaður Sophus J. Nielscn, scm
gcgnir verslunarstjórastörfunum þar
vestra meðan Soph. Holm liggur.
Ekki kvað Haldór hafa feingist til
að meðgánga neitt, þykist hvergi hsfa
nærri komið, og var hann því fluttur
híngað með >Ásgeiri litla« aðfaranótt-
ina 16. þ. m., og þegar settur í varð-
hald í fángahúsinu hjer, ef ske kynni
að minni hans yrði ögn gleggra«.
Frjetst hcfur að Haldór hafi síðar
meðgeingið og verið sleft úr haldi, hafi
hann þá strokið til Suðurlands og sjest
síðast í Reykjavík og haldið hatm hafi
komist þaðan í trolara.
9. Júlí.
Vcður hefur verið nokkuð mislynt
þessa viku, og á Lriðjudaginri var noll-
köld norðannepja aðeins 9 stiga hiti á
R,, en bæðí fyrir og eftir mesta blíða
og iogn og hiti í gær, og fagurt veð-
ur í dag en lítið eitt andkaldara.
Gras þýtur nú upp í gróðrarveðrinu,
Byrjað að slá sumstaðar í Hjeraði og
gras sagt þar orðið í mcðallagi á túnum.
Lessa viku hefur verið hjer töluvert
margt af manninum. Jón Bergsson á
Egilsstöðum og Brynjólfur í Ási bróðir
hans; þeir bræður Sölvi á Arnheiðar-
stöðum og Guttormur alþíngismaðuri
Gunnar hreppstjóri á Ketilsstöðum,
Baldvin á Lorgerðarstöðum, Björn Æ
Vaði, Sigfús oddviti á Sandbrekku og
þeir bræður hans Jón hreppstjóri og
Guðmundur; þeir Jón og Guðmundur
Kjerúlf, Jónas á Bessastöðum, Vigfús
Lórðarson cand. theol. á Eyjólfsstöðunt
og ýmsir fleiri og sumir með húsfrey-
ur sínar og dætur. Steindór á Dal-
húsum hefur og verið í borginni, og
munu nú fáir Hjeraðsmcnn ókomnir.
SKIP.
5 kolaveiðarar komu 2. Júií og
fóru aftur þ. 4., - en komu svo híngað
inn aftur í fyrra dag til að afferma í
Cimbríu.
4. Júlí kom >E I e k t r a< seglskip til
Johansens með ýmsar vörur.
Vaagen fór 4. Júlí tii Rvíkur og
með henni bræðurnir Otto og Carl
Wathne.
C i m b r i a, millifcrðaskip kolaveiða-
fjeiagsins >Dan< (skipstj. Jörgenscn)
kom 7. Júlí og fór aftur í gær.
T h y r a kom að norðan í dag. Með
skipinu voru Bjarni Sæmundsson fiski-
fræðíngur, Helgi Jónsson, Jakob Líndaf
á leið tii Ameriku, Bachc og konur
Konráðs og Gísla Hjálmarssona, Elín
Tómasdóttir systir Kristjáns læknis,
íngibjörg Jakobsdóttir prests Bene-
diktssonar. Skólapiitarnir Þórarinn
í'órarinsson og Haldór Jónasson o. fi.
Frjettir ekki að norðan. Grasvöxtur
orðinn víðast í meðallagi og allgóður
fiskur víða á fjörðum nyrðra.
ikjóðminningadagur
Austfírðinga.
er ákveðið að vcrði haldinn a ð
Egilsstöðum 1. Sunnudag í Agúst
(7. Agúst) að færu veðri, ella
næsta SunnuJag á eftir.
Nánari auglýsíngar síðar. Fund-
urinn byrjar á hádcgi.
Munið eftir
að Arni Jóhansson svslu-
*
skrifari hcfur nú alla umi'nnun á
útsendíngu og fjárheimtu Bjarka.
Honum sendast því hjcðan af allar
pantanir, uppsagnir og athuga-
semdir við útsendíngu blaðsins,
andvirði þcss og innskriftarskýr-
teini. Arna er að hitta bæði á
skrifstofu bæarfógetan^ og í prent-
smiðju Bjarka austurendanum.
Aðeins alt scm að ritstjórn lýtur
greinir og auglýsíngar sendast til
ritstjórans.
Nærsveitamcnn geri svo
vel að vitja blaðsins í prcnt-
smiðju Bjarka t>g annast prcntai-
arnir þá afhcndíngu.
Gjalddagi á andvirði lijarka
\ ar 1. J ú 1 í. Munið eftir hotuam
núna á kauptíðinni og kom-ið með