Bjarki


Bjarki - 17.09.1898, Blaðsíða 3

Bjarki - 17.09.1898, Blaðsíða 3
H7 hafði almenníngsorð sem vandaður maður og besti dreingur. Fregnin um botnverpíngana, Urania og Forward, sem Heimdallur tók hjer síðast og sektaði, hefur náð ensku blöðunum 2. þ. m. Hún er telegrafer- uð til þeirra frá Kaupmannahöfn. 1. Seft. eftir brjefi af Seyðisfirði. í blöð- unum ensku er aðeins getið um upp- töku varpanna og sektina (1000 kr.) en ekki um upptöku veiðinnar. Fregn- in er aðeins sögð í 5 línum og aungu þar við aukið. Doktórarnir Valtýr Guðmundsson og Finnur Jónsson hafa verið á málfræð- íngafundi í Kristjaníu, sem haldinn var þar nú í fyrra mánuði. Þar flutti Dr. Finnur tölu um handrit Snorra eddu og fjekk áskorun um að gefa hana út að nýu. Stefán kennari Stefánsson af Möðru- völlum fór og þángað líka. Var hann sagður vel hraustur orðinn og algróinn, svo maður á þá von á því bráðum að sjá hann aftur kominn hraustan heim. Hólar festu í hval fyrir norðan Lánganes um daginn, en festin slitnaði og vildi skipstjó ri þá ekki meira við hann eiga. Þann hval rak svo Iitlu síðar á Núpskötlu, (náiægt Presthólum) sem er eign í>órarins Hálfdánarssonar, fyrv. hreppstj. á Bakka. Gufuskipafjelagið »ThingvaIIa« í Khöfn, sem mest hefur flutt fólk til Ameriku af Norðurlöndum, hefur 10. Ág. sclt allar eignir sínar sameinaða gufuskipafjel. danska, eða rjettara sagt, að sameinaða fjel. kaupir og Ieysir út öll hlutabrjef Þíngvallafjel. f>að sýnist nú ekki ætla að líða á laungu áður en fáni sameinaða fjelagsins verði einn um hituna í Danmörku, keppinautalaus. 17. Seftember. Veður er nokkuð óstöðugt en ekki kalt. Gæftir óhægar og fiskur lítill þessa viku. Af fiskigufuskipunum er Egeria hjer nú ein eftir. Bjólfur fór til Vestfjarða I. Seftember og Elín nú í vikunni til útlanda. Gestkomandi eru hjer í bænum þessa dagana: þeir bræður sjera Magnús í Vallanesi og Helgi bróð- ir hans; sjera Geir Sæmundsson með konu sinni og móður og Stefán læknir Gíslason með konu sinni. Bjarni Sæmundsson fiski- fræðíngur er hjer og í bænum með konu sinni; hann kom norðan af Vopnafirði í fyrra dag. Helgi Jónsson hefur nú lokiá rannsóknum -sínum hjer í þetta sinn og ætlar nú með Vestu til Rvíkur og svo áfram til Khafnar. Inga, gufuskip Gránufjel. kom að norðan í fyrra dag af Sauðárkrók og Akureyri. Skipstjóri sagði tíð- indalaust að norðan og fiskilítið á Eyafirði meðfram af beituleysi; hafði þar þó orðið síldarvart í net. Ilcyfaung eru sögð í allra besta lagi af Hjeraði en óþerrasamt nú síðast og nókkuð úti sumstaðar. SKIP. M o s s, gufuskip Tuliniusar, kom bingað á Mánudaginn og fór aftur á Eriðjudaginn. Hann tók hjer saltfisk hjá Andr. kaupm. Rasmussen. Með skipinu kom sunnan af Fá- skrúðsfirði Hansen konsúll. Hafði far- ið þángað á uppboð sem haldið var þar á strönduðu skipi frönsku. E 1 e k t r a, seglskip Jóhansens versl- unar fór hjeðan á Þriðjud. suður til Breiðdals með vörur. S k i r n e r skip Thostrups verslunar kom híngað nú í vikunni frá útl. Til Kaupmannahafnar. Nokkrir úngir og hraustir menn geta feingið far m j ö g ó d ý r t með mínu trausta og hrað- s k r e i ð a seglskipi >William Wright* sem áætlað er að leggi af stað hjeðan fyrri part Október. Seyðisfirði í Seftember 1898. MagnCis Einarsson. Bókmentafjel. bækur 1898 . . 6,00 Þjóðvinafjel. 1898 . . 2,00 Sálmabókin 5. prentun ib. . . 2,00 Matt: Jooh: Skuggasveinn 2.útg. 1,25 — •— Vesturfararnir . . 0,50 — ■— Hinn sanni Þjóðvilji 0,25 er nýkomið í bókverslan L. S. Tómassonar. Frá 27. Seftember hefur herra bókhaldari N. Nilsen á Seyðisfirði fult og ótakmarkað umhoð til að innheimta allar mínar útistandandi skuldir og skal ait sem hann ger- ir í þessu efni í alia staði eins gott og gilt og jeg hefði sjálfur gert. Seyðisfirði 16. Seftember 1898. Erl. Sveinsson. Farbrjef með VESTU. Sunnlendíngar og aðrir, sem ætla að fara með skipinu V e s t u þ. 18. þ. m. verða allir að kaupa farbrjef hjá undirskrifuðum í landi, og helst áður en skipið er komið, ef þeir vilja hafa vissu fyrir að komast með þessari ferð. Seyðisfirði 14. Seft. 1898. Stefán Th. Jónsson. Prjón ódýrtl Utanyfirpeysur stk. Kr. 0,65 Nærpeysur — —■ 0,50 Nærbuxur — — 0,50 Kvennpils — — 0,50 Karlmansvesti — — 1,00 Sokkar parið — 0,45 Þetta er stærsta sort; minni stykki af sama tæi eða öðru en hjer er nefnt, verða tekin fyrir klutfallslega minni borgun. Af- greiðsla svo fljót sem mögulegt verður. Þessi vildarkjör bjóðast frá 1. Okt. þ. á. til I. Maí n. á. Bakka við Seyðisfjörð 16. Seft. '98 MÁLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR 34 31 og færa mjer heitt púns undir svefninn, og á næturnar ljet hún dyrnar standa opnar á milli. En suðræna loftið og næðið gerðu mig fljótt heilbrigðan. Jcg var ekki einusinni kominn upp úr öðrum bekk þegar hóstakjöitrið, seni hafði hrætt for- eldra mína, var alveg horfið. Jeg varð þykkleitur og þrekinn og röddin hrein. Þegar jeg kom heim úr fríinu var varla tð móðir mfn ætlaði að þckka mig og þótti heldur en ekki vænt um. Þegar jeg kom aftur til B . . . og átti að setjast í næst cfsta bekk og kysti Rósu frænku, þá roðnaði hún eins og úng stúlka. Eflaust .anst henni mikið til uni híúnginn sem farinn var nð gægjast út á hökunni á mjer. Hún kont ekki inn á kvöldin til að hlúa að mjer og dyrnar milli herbergjanna voru lokaðar þaðan í frá' i‘-nnþá leið ár, yndislegt ár, besta árið af þcim þremur scm jeg var í B. . . það var eins og einhver hjartanleg við- kvæmni hefði aukist við innilegleikan sem okkar var á milli. Rósa frænka fór með mig aiveg eins og jeg væri orðinn kall- maður, og jeg vandi mig eins á að sýna henni aila þá kurt og lipurð sem karlmenn sýna kvennfólki, svo hvort var bráð- ánægt með annað. Þegar jeg kom hcim úr skólanum um ki. 5 á daginn, þá læddist jeg á tánum inn f línklefann, þar scm hun beygði sig yfir sauma sína og kysti óvörum á hálsinn á henni bara til þess að hafa gaman af fátinu scm á hana kom. 1 il að jafna þetta heimtaði jeg aftur, þegar jeg komst ofar bekkinn eða kom heim með sjcrstaklcga góðan vitnisburð, a< iá koss hiá hen ni að launum og hann gaf Rósa fiænka m j c i líka eftir hafa þó dregið mig dálitið á honum. Jcg þarf vís ckki að geta þess að fýsnir mínar vöknuðu als ekki á þein aidri hvorki við nábylið á nóttinni nje smágælur okkar. Þrát hálfóháður, þegar jeg fór að slæpast og eyða tímanum tiigángs- laust; og seinna hefur ekki geingið betur — eingin iaungun til að vinna, eingar sterkar tilfinnfngar, ekki neitt . . . Æ, ef rnað- ur gæti lifað eins og börnin, sfstarfandi, altaf í voninni um eitthvað, þó óákveðið sje, og með þeirri vitund, að »framtíðin« sje enn ekki byrjuð! Þetta er sú eina sæla sem mennirnir geta notið. En börnunum er ekki sagt það, og af sjálfum sjer renna þau ekki grun í það. A æskuárunum eru menn sælir, en þeir vita það ckki. Þegar æskuárin eru liðin, skilst þeim að þeir hafa verið það — en þá eru þeir ekki sælir framar. Hve margt af því sem skeði í fyrri daga og mjer fanst þá einskisvert, mundi mjer nú ekki finnast hamíngjan sjálf, ef tíminn væri svo miskunsamur að lofa mjer að lifa það aftur. Hvað jeg man það vel þegar jeg kom til B. . . bæar viá Gi- ronde! . . . Það er gamall bær og hefur áður verið víggirtur, cn lifir nú svo að segja ekki á öðru cn skólanum sem þar cr og er allfrægur um Suðvestur- Frakkland. Þángað var jeg sendur þegar jeg átti að fara upp í annan bekk. Jcg var fjórtán vetra, og raddskiftin og vöxturinn höfðu taisvert tekið upp á heilsuna svo að foreldrar mínir voru hræddir um, að hinn endalausi vetur þar norður í flæmska smábænum sem þau bjuggu, yrði mjer háskalegur. Náfiænka föður mín bjó í B. . . og bauðst til að lofa mjer að vera. Hún var ekkja, barnlaus og líklcga nokkuð yfir fcrtugt. Þegar jcg ski ifaði h:nni um ný- ársleytið kallaði jeg hana ætíð: »Elsku Rósa frænka mín.< Jeg er fæddur f hinum þúr.glyndislegu norðursveitum Frakklands og óx þar upp þángað tiljegkomst á fjórtánda ár- ið, en samt fanst n jer sveitin við Garonne eins og gamall kunn-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.