Bjarki


Bjarki - 24.09.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 24.09.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. BJARKI III. ár. 38 Seyðisfirði, Laugardaginn 24. Seftember 1898 Útlendar frjettir. Ná til 16. þ. m. Seint geingur það fyrir Dreyfusi og Frökkum. I>á 16 daga sem liðið hafa frá því Henry játaði á sig brjeffölsunina og alt þángað sem síðustu frjettir ná má segja að alt sitji þar í sömu vandræða og óþokkasúpunni. í>að er ekki alvcg nákvæmt sem stóð í Bjarka um daginn að falsbrjef Henrys hafi felt Dreyfus forðum. í>að var njósnarbrjefið, sem nú er hjer um bil sannað að Esterhazy hefur skrifað og svo ýms leyniskjöl, sem rjeðu fyrstu dómsúrslitum Dreyfus- ar. t>að var fyrst í hitteð fyrra þegar málið var tekið upp aftur að Henry bjó til falsbrjefið til þcss að Dreyf. fjelli fyrir kvið- dómnum og Zola yrði dæmdur, og sfðan hefur það verið aðalskjalið sem sekt Dreyfusar hefur verið bygð á. Einginn skilur í því hvernig á því getur staðið að ráðaneytið Iætur ekki tafarlaust taka málið upp nú. Blöð um allan heim ræða um þetta fram og aftur og hver kemur með sína getgátu. Alt þetta mál er nú að verða svo dularfult og nærri því ægilegt að það er farið að gánga fram af mönnum. það var svo að sjá, sem Cavaignac hafi ekki af sjálf- vilja tekið Ilenry. Alt bendir til að útlendir crindsrekar hafi neytt hann til að rannsaka það mál. bvo spyrnir hann með höndum og fót- um á móti endurskoðun málsins þrátt fyrir játníngu og sjálfsmorð Henrys, og þó má segja að öll þjóðin einum rómi heimti nú upp- toku málsins á ný. En Cavaignac vill hcldur fara frá völdurn en láta undan. Hann sagði af sjcr 5. þ. m. og slaungvar því út um lcið að sekt Drcyf. sje svo cflaus að óðs mans æði sjc að þa$ mál upp að nýu. En það er ekki þar mcð búið. Nýi hermálaráðhcnann sem í hans stað kom, Zurlinden yfirfor- 'ngi, kemur inn í ráðaneytið með þeirri föstu fyrirætlan að taka upp mahð. það sögðu allir, og er eingin ástæða til að cfa það, því hann var valinn einmitt mcð það mál fyrir -jugum. Nú þegar á á að herða sýnist Zurlinden að vera jafn ragur og hinn til að taka upp málið og þó hefur hann bætt því ofan á það sem áður var komið að hann hefur vikið du Paty de Clam yfirforíngja frá völdum fyrir að hafa stolið leyndum brjefum og brúkað önnur svik til að hjálpa Esterhazy út úr óþokkapörum hans. Ráðaneytið hjelt hvern fundinn á fætur öðrum um þetta 14. og 15 þ. m. en ekki var orðið endilegt ennþá um hvað gert yrði. Cava- ignac og tvö eða þrjú æsínga blöð með honum eru nú orðnar einu pípurnar á Frakklandi sem æpa á móti Dreyfusi. Annars eru þar nú orðin svo algerð hamskifti að jafnvel lýðurinn á götunum er far- inn að hrópa »niður með herráðið* »niður með herinn«, og með því að sagt er að Brisson ráðherra- forseti sjc fastráðinn í að hætta ekki fyr en hann fær hermálaráð- gjafa sem tckur málið upp eða tekur sjálfur hermálin, þá er varla hugsanlegt að það verði lagt fyrir óðal hjeðan af. En alt þetta er svo dularfult að menn eru að geta þess til að brjef frá konúngum og keisurum muni vera í þessum skjölum og Frakk- land lendi því í ófriði ef þau sjeu birt, aðrir halda að bæði Dreyfus og kanske margir háir herforíngjar hafi svikið leyndarráð Frakka í hendur Rússum og þeir aftur Iátið Þjóðverja fá feita bitann, og því sje bæði sambandið við Rússa bú- ið og herinn allur í svívirðíngunni ef skjölin sje birt. Þetta eru a't tilgátur og sjálf- sagt vitlausar, en eitthvað verða menn að halda þegar ósturlaðir menn hafa svona endaskifti á öllu sem menn eru vanir að kalla rjett- læti og heilbrigða skynsemi. Emile Zola er í Sviss og hefur sent þau orð heim að hann komi í Október. Drottningin í Austurriki var myrt ÍO. þ. m. í Genf á Svisslandi, Hún var þar á sumar- skerr.tiferð og var stödd úti fyrir hóteli þegar maður kemur að henni c,g rekur þjöl fyrir brjóst henni °S & hol svo að sagt er að odd- urinn geingi ót um bakið. Morð- ínginn var þegar fángaður og bíð- ur nú dóms og dauða. Ekki verður betur sjeð en að maður þcssi sje með öllu viti sínu þó að verk hans sje svo ómannlegt og vitfirríngslegt sem mest má verða. Hann hefur að eins einu sinni sjeð drottnínguna snöggvast áður, og þekkir hana ekki einu sinni af afspurn, svo hefnd við hana getur morðið ekki verið. Hann segist og hafa myrt hana að- eins til að skjóta stjórnendum og dýrðlfngum mannfjelagsins skelk í bríngu og vekja athygli þeirra á þeirri eymd og þeim ójöfnuði sem hann og hans líkar cigi við að búa Af þessu hafa útlend blöð kallað manninn stjórnleysingja eða skipað honum í þá örmjóu grein af stjórn- leysíngjunum sem hugsa sjer að hræða viðkvæmni og meðaumkvun inn í brjóst valdamannanna með hryðjuverkum. Þetta eru ystu for- verðir mannlegrar örvæntingar og nauðvarnar sem halda enn í þá gömlu trúarsetníngu að einn eigi að deyja fyrir syndir annara og voga svo sjálflr lífinu til að fram- kvæma það. Þessi maður, Lucchesi heitir hann, segist aldrei hafa verið í neinu stjórnleysíngja fjelagi eða haft nein mök við þá og verk hans sýnir að hann segir satt, þv/ ekk- ert stjórnleysíngjafjelag hefði gert út mann til að myrða konu sem geingið hefur um lángan aldur eins og í draumi, beygð af sorg, og einmitt verið fyrirmynd flestra stjettarsystra sinna og bræðra til að ljetta neyð öreiga og aumíngja. Þetta verk yrði þeim því einmitt aðvörun um að feta ( hennar fót- spor. Svo vandræðalega vitskert er verkið. Sannindin eru víst þau að eymd- arhagur mansins frá bernsku hefur alið hjá honum hatur til mannfjc- lagsins, scm síðan hefur leitt hann til að níðast á konu, sem aungum datt í hug að hafa vörð um Lucchcsi er Itali að ætt, en fædd- ur í París og hefur aldrei sjeð eða þekt fóður sinn nje móður. Hann hefur síðar flæmst víða til að leita sjer atvinnu og þó oft verið at- vinnulaus. Hann var einu sinni sendur sem öreigi frá Austurríki til Italíu og þar hefur hann alið mest aldur síns og er þá varla von á uppeldinu betra í landi þar sem stiga.ncnn, yfirvöld og morðíngjar kúga, ræna og myrða menn í fjc- lagsskap, svc að morðin á ári skifta þúsundum, auk þeirra sem framin eru eftir hæðstarjettar og herjettardómum. Þjölina hafði Lucchesi keyft ný- lega, brýnt á hana hvassan odd og sett sjálfur á hana illa tálgað birki- skaft. Bretar þoka víða út kvíunum um þessar mundir. Hinn bresk- egyftski her þeirra vann nýlega al- gerðan sigur á kalifanum í Súctan við borg sem Omdurman heitir nálægt Khartum þar sem Mahdíinn vann Gordon um árið. Það er upp með Nílfljótinu suður af Egyfta- Iandi. Kalífinn Abdullah tók stjórn þar suðurfrá yfir hinum svokölluðu Dervisjum eftir dauða Mahdíans og hefur síðan verið þar æði áleitjnn bæði norður á við til Egyftalands sem Bretar verja og austur á við til Abissiniu og hefur gert ýmsan óskunda bæði í ránum og drápum og auk þess er honum borin á brýn þrælasala austur til Rauðahafshafn- anna sem kvað vera mjög viðbjóðs- leg og lítið betri t en kvennsala Norðurálfu og Amerikumanna til lauslætishallanna- í borgum sínum. Nú hafa Bretar »hefnt« Gordons, sem drepinn var þar syðra fyrir slóðaskap þeirra. Þeir hafa skotið niður milli 10 og 20 þúsundir mahómetskar flökkuhjarðar í staðinn og friðað Egyftaland um stund — þeim megin. Við Delagóaflóann, suðaustan á Afriku eru Bretar líka að ná und- ir sig einhverjum sneiðum- frá Portúgölum. Það er kallað kaup, en í hinu orðinu er þó talað um að Portógalir hafi »orðið að láta undan«, og er það dálítið skrítið orðatiltæki þegar talað er um kaup. Sjálfur flóinn kvað hjer vera aðalat- riði. Líkaer talið vístaðBretar fái það sem þeir heimta í Kína, því nú er sagt að alt fari líkalega með þeim og Rússum þar; og mun það þýða sama sem að deila bitanum í bróð- crni. Utlend blöð, bresk og þýsk líka þykjast nú sjá öll veðramerki til þess, að einhver samnínga sam- dráttur sje nú milli Breta og Þjóð- verja. Hvort það muni verða fóst- bræðralag til varnar og sóknar vita menn ekki, en í þá átt hyggja menn það gángi, að minsta kosti að nokkrum hlut. Kína og Japan kváðu nú líka

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.