Bjarki - 22.10.1898, Blaðsíða 3
163
dreingskap, en farið fram með al-
vöru og stillíngu, þá skaltu sjá að
fjelagslífið batnar og rjettsýni og
dreingskapur eykst.
Ráðið er: að þeir sem vilja
bæta lífið vinni betur saman.
Með því að Guðmundur trje-
smiður Erlendsson á Búðareyri hjer
í bænum hefur framselt bú sitt til
gjaldþrotaskifta, er hjer meí sam-
kvæmt lögum 12. Apríl 1878 og
opnu brjefi 4. Jan. 1861 skorað á
alla þá, sem telja til skuldar hjá
honum, að lýsa kröfum sínum og
færa sönnur á þser fyrir skiftaráð-
andanum á Seyðisfirði áður cn
liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3).
birtingu þessarar innköllunar.
Bacarfógetinn á Seyðisf. 17. Okt. 1898.
Jóh. Jóhannesson.
Skiftafundur
í þrotabúi Guðmundar Erlendsson-
ar verður haldinn hjer á skrifstof-
unni Laugardaginn 29. þ. m., kl. 4
e. h.; verður þá tekin ákvörðun
um sölu á munum búsins.
liæarfógetinn á Seyðisfirði 18. Okt.'98.
Jóh. Jóhannesson.
Ný Bókbandsverk-
Stofa á Fjarðaröldu.
Heiðruðu bæarbúar og nærsveita-
menn!
Jeg undirskrifaður tek b æ k u r
í band, og alt er að bókbandi
lýtur fyrir svo lágt verð sem unt
er. Jeg mun leysa það svo vel af
hendi að þið fáið hvergi betur
innbundnar bækur á Austurlandi
cn hjá mjer.
Seyðisfirði 12. Okt. 1898.
Sigurður Sigurðsson.
íbúðarhúsið ,,NÓatÚn“ á Seyð-
isfjarðaröldu, 9 X 10 ál. að stærð,
er til sölu. Húsinu fylgir eldavjel
og 2 ofnar svo og lítill kálgarður.
Góðir borgunarskilmálar.
Seyðisfirði 11. Okt. 1898.
Kristján Jónsson.
eir sem kynnu að óska að fá
vetrarmann, til að annast hús-
vcrk og þvíuml., snúi sjer til Jóns
Guðmundssonar í Nóatúni.
N ý k o m i ð cr til Antons
Sigurðssonar nokkuð af als
konar skótaui: BarnaslRjtau, kvenn-
skótau og karlmansskór.
Alt með besta verði.
Sömuleiðis fást yfirleður af ýms-
um gerðum og margt fleira handa
skósmiðum.
Seyðisfirði 29 Seft. 1898.
ANTON SIGURÐSSON.
B æ r i n n „Jaðar“
í Seyðisfjarðarkaupstað er til sölu.
Semja rná við
ARNA SIGURÐSSON.
Hillevaag ullarverksmiðjur
við STAVANGER i NOREGI -^pSf
hafa hinar nýustu og bestu vjefar, vinna láng best,
fallegast Og ó-d-ý-r-a-S-t; ættu því allir sem ull
ætla að senda til tóskapar að snúa sjer til umboðsmanna þeirra, sem eru:
í Reykjavík hr. bókhaldari Olafur Runólfsson,
- Stykkishólmi — verslunarstjóri Ármann Bjarnason,
- Eyafirði — verslunarm. Jón Stefánsson á Svalbarðseyri.
Seyðisfirði 24. Júní 1898.
Sig. Johansen.
c
p
o
_3. »STAR
3
3
3
p
O*
r+C
-! "!
£ ■ -
fD r+
LÍFSÁBYRGÐARFJELAGIÐ »S T A R.
»STAR<
»STAR<
»STAR<
gefur ábyrgðareigendum sínum kost á að hætta við
ábyrgðirnar eftir 3 ár, þeim að skaðlausu.
borgar ábyrgðareigendum 90 prósent af ágóðanum.
borgar ábyrgðina þó ábyrgðareigandi fyrirfari sjer.
tekur ekki hærra iðgjald þó menn ferðist eða flytji
búferlum í aðrar heimsálfur.
»STAR< hefur hankvæmari lífsábyrgðir fyrir börn, en nokkuð
annað lífsábyrgðafjelag.
»STAR< er útbreiddasta lífsábyrgðafjefag á Norðurlöndum,
Umboðsmaðui á Seyðisfirði er verslunarmaður
Rolf Johansen.
0)
JD.
cr
§|
TrO*
7TCD
C
03
If
C cn
C H-
T P
p-
' OQ
p
co
3
Brunaábyrgðarfjelagið
»Nye danske Brandforsikr-
ings Selskab<
Stormgade 2 Kjöbenhavn.
Stofnað 1864 (Aktiekapital
4,000,000 og Reservefond 800,000).
Tekur að sjer brunaábyrgð á
húsum, bæjum, gripum, verslunar-
vörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir
fastákveðna litla borgun (premie)
án þess að reikna nokkra borgun
fyrir brunaábyrgðarskjöl (police)
cða stimpilgjald.
Menn snúi sjer til umboðsmans
fjelagsins á Seyðisfirði
ST TH. JÓNSSONAR.
Eigandi: Prentfjel. Austfiráínga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
horsteinn Erlíng-sson.
Prentsmiðja Bjarka.
54
stýrimann, hest eða kindil. Ressi skáldskaparkýngi varð auð-
vitað til þess að auka áhrif ræðunnar ennþá meir; honum var
ospart klappað lof í lófa, en andstæðíngar stjórnarinnar gerðu
kurr nokkurn af því þeir þóttust sjá að þeir mundu Iúta í
lægra haldi. Það var tekið hrottalega fram í fyrir honum.
Heiftþrúngnar raddir mintu ræðumanninn á fortíð hans og
skapraunuðu honum með því að hreyta í hann hans eigin orð-
um frá fyrri tímum. Hann ljet þetta ekki á sig fá, en setti
upp á sig hæðnissvip, og hafði það bestu áhrif. Lófaklappið
margfaldaðist og ræðumaðurinn brosti í kampinn. Líklega datt
honuro í hug próförkin af »Stjórnarblaðinu< þar sem hann
mundi mnan skams, án þess að lara mcð verulegar ýkjur, geta
bætt inn í ræðu sína htngað og þángað milli sviga: »Stein-
hljóð í þíngsalnum<, »lángvarandi lófaklapp<. þess vegna
varð hann hátignarlega alvarlegur, þegar kyrt var orðið í saln-
um og hann var viss með sigurinn. Hann hjelt áfram ræðu
stnm og stikaði leingra áfram in.i f hina æðri politík á spóa-
fótum mærðarinnar og vitnaði til Rayer Collard.
En jeg heyrði ekki meira. Þetta svívirðilega leikspil póli-
tíska loddarans, sem offraði eilífum nieginreglum fyrir eigin
stundarhag, minti mig á tjald aflraunamannanna. Mærðin í
þessati laungu og leiðinlegu ræðu, átti auðsjáanlega að veiða
tilheyrendurna; en annars var hún gjörsneidd allri ærlegri hrein-
skilni og sannri tilfinníngu, og minnti mig því á brögð loddar-
ans sem öll voru komin með æfíngunni. Regingssvipurinn scm
ræðumaður setti upp, þegar aðfinníngarnar og háðúngarhrópin
dundu yfir hann, var voðaléga líkur hinum skeytíngarlausu hæðn-
isgrettum loddarans þegar hann fjekJc kjaftshög gin. Orðaglamr-
ið líktist hinum skræka hljóðfæraslætti á markaðstorginu.
51
svo sem fyrirgefið honum . . . þjer þekkið nú hvernig mæð-
urnar eru! . . . En þegar þeir sögðu manninum mínum frá
því, að hann sonur hans hefði stolið, þá varð hann alveg harns-
laus! . . . og það var víst áreiðanlega það sem reið honum
að fullu, blessuðum! . . . En síðan hef jeg ekki sjeð aumíngja
dreinginn rninn. í fimm ár hif jeg ekkert heyrt af honum.
Jeg reyndi að blekkja sjálfa mig. Jeg sagði: Reynslan hefur
vonandi gert hann að betra manni . . . Og svo þetta, þarna
rjett áðan ...
Og gamla konan kveinaði hástöfum, svo grátlegt var að
heyra. Fólk var farið að safnast í krfng. Nú talaði hún ekki
leingur til mín eða fólksins; hún talaði við sjálfa sig og sína
eigin sorg!
Andrjes, dreingarinn minn, sem jeg hef borið á brjóstinu!
loddara fífl í markaðstjaldi! barinn og svívirtur fyrir augunum
á öllu fólki! Honum bjargaði jeg þegar hann var veikastur á
fjórða árinu, og nú er hann ræfils flökkufífl I . . . Hann, indæli
dreingurinn minn, sem jeg var svo hróðug yfir, og Ijet nágrann-
ana dáðst að, þegar hann, óvitinn, var að stríplast í keltu minni
og hjelt á litla fætinum sínum í hendinni I . , .
Þannig mælti konan og var sárt að hlusta á harmatólur
hennar. En alt f einu tók hún eftir því að fólk var farið að
þyrpast í kríng um hana; hún leit forviða á áhorfendurna eins
og maður sem vaknar úr fasta svefni; en hún þekti cingan
nema mig, sem fyrst h.fði spurt hana og hún varð náföl í
framan.
— Hvað hef jeg talað? sagði hún. Lofið mjer að kom-
ast burtu.