Bjarki


Bjarki - 14.01.1899, Side 2

Bjarki - 14.01.1899, Side 2
6 gcrt ólið ef clcki væri víð gert, en ólíkt hættulegri væru þó slíkar greinir ef þær kæmi í betri blöð- unum. En eins og þegar er getið væri það önnur illgirnin frá, að gefa öðrum blöðum sök á þessu eða hinni dönsku þjóð. Greinirnar í »Köbenhavn« eru tvær. Hin fyrri kom 28. Nóv. og hljóðar svo: Island. I. Maður, sem nákunnugur er á- standinu á Islandi, hefur skýrt oss frá því sem hjer fer á eftir, og er það einkar vel til þcss fallið að vekja athygli manna og ríkisþíngs- ins sjerstaklega. I dönskum blöðum má títt sjá ummæii eftir íslsnskum blöðum, sem kveina undan því hörmúngarástandi Isiands, sem það verður að þola af enskum botnverpíngum. Við þeWa er svo hætt harmatölum yfir því, hve illa Danmörk ræki friðun landhelgi sinnar. í>etta mál nota svo íslensku blöðin til að vekja ó- vild til Danmerkur, og væri þessi biöð lesin í Danmörku, þá myndu menn iðulega sjá þar eina greinina annari eiturmagnaðri í vorn garð. Hjer eru því gildar ástæður til að rannsaka þetta mál nokkru nán- ar, svo dönsku þjóðinni og ríkis- þínginu sjer í lagi verði ekki vilt- ar sjónir. ÍJ v í s 11' k m e i n 1 ý g i og varmenska sem Danmörk verður fyrir í þessum ákær- um á fáa sína líka. Sannindin eru þessi, að botn- verpíngar veiða alstaðat innan land- helgi, og að þeir geta það svo ó- hindrað, er af því, að Islendíngar eru í bandalagi við Bretana og tá hlut í arðinum fyrir það að vera á njósn og vara þá við varðskipinu Heimdalli. A þessu hefur geingið árum saman, og þeg- ar í fyrra lánaðist foríngjanum á Heimdalli að fá lagasönnur á þessu. En sökudólgurinn var sýknaður. Frá þeim tíma geingur þetta at- hæfi opinberlega og alstaðar, en þángað til höfðu menn þó verið dálítið varkárri. Við vörpuveiði eru lagðar töluverðar sektir, sem auka á hættuna, en hún er nú hje- gömin.i einn þegar svona er umbúið. Botnverpíngarnir og Islendíngar haga nú öllu sín á miiii sem hjer segir: A sumrin eru lúður og kolar í háu verði á Einglandi, en þá er allur fiskur annar verðh'till og eink- um þorskur. Lúður og kolar eru aftur á móti eingin verslunarvara á Islandi, en þar á móti eru menn þar ákaflega sólgnir í þorsk; úr hon- um búa þeir til saltfisk. Bretar taka því lúðuna og kolann en miðla Isietidíngum þorskinum og til Iauna hafa þeir sett verði á landi sem geta gefið merki í tíma þegar Heimdallur nálgast og gera svo það að auki, að scgja Hcim- dalli ekki frá lögbrotum Bret- anna. í>ó landhelgissvæðíð sje vítt, gæti Heimdallur þó nokkurn veginn auð- veldlega stöðvað vörpuveiðara á fjörðunum, þó hann gripi þá ekki sjálfur að lagabrotinu. A skipun- um eru raðtölur sem lesa má af landi. Og þó þau reyndu að breiða yfir tölurnar, þá mætti þó skjóta út báti þegar veður leyfir og lesa nafn skipsins, því þau fara tnjög seint meðan þau draga vörpurnar. Verði það þá vottfast að skipið hafi botnorpið, þá getur varðskipið tekið það, þegar það hittir það síðar. Væri nú nokkur alvara í þessum hrinum Islendínga um ónýta laga- vernd, þá yrði þó fyrst að gera þá kröfu á hendur þeim, að þeir yrðu þó sjálfir að styðja að töku skip- anna. En þeir hjálpa þeim þvert á móti til að komast u n dan. Þegar við þetta ástand er að eiga, gæti ekki stórveldin einu sinni varið landhelgi sína. Þessar aðfarir Islendínga þarfn- ast aungra athugasemda. Og hjer er ekki að ræða um aðfarir eins mans eða tveggja. Nei, málega allur landslýður er samsekur f þessu. Með þessari aðferð ná menn drjúgum arði ómakslaust. Heimdallur þarf því að vaka yfir báðum, bæði Eingl- um og lslendíngum, og það má heita þrekvirki að hann getur ein- stöku sinnum leikið á báða og náð botnverpíngi. En þetta tekst auð- vitað aðeins endur og eins og því dynur hræsislegasta spott á Hcim- dalli og dönsku stjórninni frá ís- lensku blöðunum, og þetta nota þau sjer til að æsa meir og meir óvildina til Danmerkur. Það vxri fróðlegt að athuga að- farir Islendínga við Danmörku í heild sinni, en vjer látum oss nægja í þetta sinn að sýna almenníngi aðeins eitt dæmi í viðbót, sem er einkar fróðlegt .fyrir landbúnaðar- fulltrúa vora, Það kemur í næstu grein. Hjer verður Bjarki litli líka að nema staðar og geyma sjer bæði þá grein og eins svar Dr. Valtýs og Nationaltíðinda móti árásum þessum. I þýðíngunni hafa hjer aðeins fáein atriflisorðin verið sett gisnu letri, en í >Köbenhavn« er þriðj- úngur greinarinnar gisinn og glent- ur, svo að sem mest beri á. Ritstj Smátt og s.tórt. --» «-- Stjórnarskrármálið. Fjallkonan hefur prentað upp aðal- kaflana úr brjefi ráðgjafans,:,,sem Dr. Valtýr hefur birt, og bætir því við að frumv. Valtýs myndi hafa feingið aðrar undirtektir á þíngi síðast ef þetta brjef hefði verið fullkunnugt þá, og sparað margt rifrildi utan þíngs og innan. Eetta mun satt vera hjá Fjallk. og sama mun fleirum finnast út um landið. Friðarþíngið. Auk þess, sem boðskapur Rússakeisara sýnir Ijóslega hversu óbeit og andróður Sócialista og mannúðarmanna móti stríðum og herbúnaði, hafa grafið um sig í menta- löndunum, þá ætlar boðskapurinn lík- lega líka að votta betnr en flest ann- að, hve vitamáttlausir konúngar og keisarar eru nu á dögum í allri stjórn og hve ósjálfbjarga leikhncttir þeir eru í höndum þeirra flokka sem við völdin eru í iöndunum. Nikulás Rússakeisari er kailaður ein- valdur af því þar er ekkert þing til þess að takmarka vald hans, en það hefur verið sagt um hann fyrir laungu ekki síður en Alexander föður hans, að hann hlypi ekki leingra, en tjóðurband aðals og klerka leyfði honum. Þetta sýnist ætla að rætast nú. Meiri hluti útlendra blaða efar ekki að Nikulási hafi gcingið gott til og hann hafi haft einlægan vilja á að draga eitthvað úr herbyrði bæði Rússa og annara, en á sama tíma sem hann sendir út friðarboð sitt, þá hefurRússa- stjórn ekki minna en 20 herskíp í byggíngu víðsvegar um heim; stór og smá. Retta boðar ekki frið eða takmörk- un vopnanna. Enda er uú telegrafer- að frá Vínarborg til enskra blaða, eins og getið var síðast, að friðarfundurinn muni verða hjegómi einn og fýluför. Eað kvað jafnvel vera afráðið að þar skuli ekki einu sinni nefnd takmörkun herbúnaðar. Þetta er ókosturinn á öllu einveldi: Vilji harðstjórinn eitthvað gott er hann myrtur eða bundinn af sínu eigin Iiði. En vilji hann ilt — ja, þá hefur sjald- an skort liðsmenn. En þrátt fyrir alt: Þess verður þó getið sem gert er. Seyðísfírði. Veður hefur verið frcmur kalt þcssa viku og bæði fjúk og skaf- bylur með köflum. 7—9 st. frost í gærkvöld og 1' dag. Rasmussen póstafgreiðari er veikur ennþá, cn þó heldur ljcttara. Fyrir nokkrum dcgum borgaði aðalumboðsmaður lífsábyrgðarfje- lagsins Skandiu, Ernst lyfsali, til dánarbú* Snorra Wiium 4000 krónur. Snorri hafði líftrygt sig fyrir þá upphæð. G r u d e dvaldi hjcr meðan Eg- ill var nyrðra, og hefur gert samnínga við ýmsa jarðeigendur hjer um fjörðinn fyrir hönd fje- lags eins í Noregi um, að það fái einkarjett til að vinna málma og steina í löndum þeirra Samníng- arnir eru svo lagáðir að fjelagið hafi leyfi til að leita máima í lcnd- unum endurgjaldslaust, ensetjiþað þar máimgröft I gáng, gjaldi það 500 kr. einu sinni og svo 50 aura af hverri smálest sem unninn verð- ur hjer eða útflutt. Þessar 500 kr. verða að vera greiddar fyrir i.Jan. 1901. Samníngurinn ógildur ella. Hvað maðurinn hefur. fyrir sjer um málma auð hjer, er ckki kunnugt. Þjóðsagnir af Austfjörðum Safnað hefur Benedikt Sveinsson — »:« — Umskiftíngurínn. Einu sinni bjuggu hjón á bæ hjer eystra; þau áttu einn pilt barna. Fyrsta árið óx hann og dafnaði vel, en eftir það brá svo við að honum fór mjög lítið fram og gerðist fjarska óþægur, hljóða- gjarn og brekóttur, og að öllu leiti illilegur á brún og leiður í lund, og át óvcnju mikið af barni á hans aldri að vera. í’au hjón ýoru vel efnuð svo hann hafði nógan mat, þótt lítt seðjandi væri. Öllu heimilisfólkinu var dreingurinn hvum- leiður; bóndi skifti sjer lítið af honum, en móður hans tók mjög sárt til hans og hafði miklar ó- náðir af honum, því hvorki vildi fólkið neitt passa hann, enda trúði móðirin eingum fyrir honum, og kvað svo ramt að því, að hún gat eigi vikið sjer út af heimilinu árum sair.an, ekki svo mikið sem farið til kirkju og hrygði það hana mest, því hún var guðhrædd kona. Svona liðu fjögur ur dreingn- um fór lítið fram, en sama var ó- þægðin. Um þær mundir var vinnumaður hjá bónda, er öðrum fremur var illa talað til krakkans; kallaði hann umskiftíng og öðrum illum nöfnum, og þótti móðurinni miður að hann skyldi kalla bless- unina sína umskiftíng. Að öðru leiti Kkaði þeim hjonum mjög vel við vinnumanninn, hann var sívinnandi og glaður og mesti spilagosi, svo hanfi kom cllum, sem á heimilu voru til að hlægja þegar hann vildi og jafnvel konunni til að brosa, serp alla jafna var fremur dauf út af barni sínu, og útaf því að hafa eigi komið í kirkju 4 ár og ekk- ert útlit til þess cnn að hún gæti það. Einu sinni um sumarið er hún að randa að tala um að all- ir geti farið til blcssaðrar kirkj- unnar og heyrt guðs orð nema hún ein. Einginn vilji passa bless^ únina Sír.a á meðan. »Ja, jeg skal passa krakkagreyið á Sunnudaginn kcmur á rneðan þú fcrð til kirkju, ef þú vilt« sagði vinnumaður. Konan verður iifandi fcgin, þakkar honum fyrír, og segist muni þiggja

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.