Bjarki - 20.04.1899, Page 2
58
f'að cr eingínn efi á því að fátt
dregur oss Islendínga meira niður
í skarnið og gerír oss lífið leitt
cn vondu húsakynnin
Það beygist fieira en bakið á
þessu fegurðarsnauða ljóslausa ráng-
alalífi. Til þess á mikið af móður-
sýki, taugaveiklun o. fl. rætur sín-
ar að rekja, en þeir kvillar gánga
hjcr fjöllunum hxrra.
þó furðanlegt sje er fjlkið oft
hið gervilegasta, sem í bæum
vorum býr, andlega og Ifkamlega.
það sýnir af hve góðu bergi vjer
erum brotnir. Það er líkast gömlu
góðu málverki í ljótri smekklausri
umgj'jrð.
Sannleikurinn er sagna bestur.
Hann hefur sjaldan verið sagður
oss betur en í þessum orðum
skáldsins:
Mín ástkæra þjóð þú ert enn í
peysu
þú crt ennþá að byrja þá laungu
reisu
úr amlúðans baðstofu gegn um
gaung
grafin af moldvörpum Iág og þraung!
(Framh.)
Eimreiðin
V. ár. I. h. nýkomið.
þetta hefti Eimreiðarinnar cr
bæði mikið að vexti og stórmcrki-
legt að ýmsu leiti. Heftið er tvö-
falt, eða rjettara sagt, að ritstj.
hefur steyít hjer saman I. og 2.
hefti þessa árg. í eitt.
Meðal annars eru tvö mikil mál
og mcrkileg rædd ítarlega í heftinu.
Annað þeirra er:
Skólinn og fornmálin.
það er tala Gertz háskólakennara
um takmörkun forntúngnanámsins í
latínuskólunum. Hún var haklin
við siðaskifta hátíð háskólans 17.
Nóv. í haust. Gertz ræður þar til
að nema Grískuna burt með öllu
úr skólum en takmarka latínuna.
Hann er sjálfur grískukennari við
háskólann og mikilsmetinn vísinda-
maður og orð hans öil þ.ví mjög
þýðíngarmikil og eftirtektaverð.
Hann telur Grískuna nú orðna
aðeins hlekk um fót nemenda og
tímaþjóf frá nýrri og nauðsynlegri
námsgreinum og hann telur kenslu
í Grísku, eins og hún er nú, gjör-
samlega þýðíngarlausa fyrir mentun
og menníngu skólasveina. Og fyrir
vísindin segir hann það sje aungan
veginn missir, heldur miklu fremur
gróði, að hún sje aðeins kend \ið
háskólana.
Latínuna vill hann þar á móti
aðeins takmarka nokkuð. »Hún
hefur haft svo mikil áhrif á allan
grundvöll mentunar vorrar, að vjer
getum ekki litið lángt aftur f tím-
ann, án þess að þarfnast hjálpar
hennar til þess að skílja þá for-
tíð, sem vjer enn stöndum í nánu
sambandi við« — segir höf.
Við ræðu Gertz skeytir svo
ritstj. áliti meira hlutans f kenslu-
ráði Dana og er hvorttveggja mjög
fróðlegt að lesa, bæði sakir mann-
anna sem gánga hjer fram á völl-
inn, og líka sakir hins, að þetta
mál er nú orðið áhuga- og kapps-
mál hjer hjá oss bæði í blöðum og
löggjöf. Ritgjörðin er mentandi
fyrir hvern mann að lesa og svo
Ijós að hver maður skilur.
Stjórnarskrármálið.
I þeirri ritgjörð rekur Dr. Valtýr
fyrst allar þær stefnur, sem komið
hafa fram í stjórnarskrármálinu og
getir það einkar Ijóst og greini-
lega og bendir svo um leið á þá
agnúa, sem geri stefnurnar óhyggi-
legar eða óhafandi. Menn þckkja
stefnurnar. 1. Algcrður skilnaður.
2. Frestandi synjunarvald. 3. Bene-
diktskan (gagngcrð endurskoðun) 4.
Miðlunin frá 89. 5. Milliþínga-
ncfnd og 6. Valtýskan. Höf. sýnir
stutt og Ijóslega hvers vegna allar
5 stefnUrr.ar fyrst töldu sjc óhyggi-
legar eða óklcifar eða hvorttveggja
og síðasta leiðin cin líkleg til
hcillavænlegs árángurs. Að síðustu
telur höf. þær mótLárur sem Val-
týskan hefur mætt og sýnir fram á
veílur þeirra.
Aðalinntakið úr röksemdaleiðsl-
um höf. er almenníngi kunnugt úr
blöðum og þíngræðum, þær eru
aðeins styttri hjer en þar og greini-
legri og gefa ágætt yfirlit yfir mál-
ið. Við tvær af stefnunum, frv.
frá '89 og Benediktskuna bætir höf.
þó nýum atbugasemdum og upp-
lýsíngum sem sjerstaklega verður
að nefna.
þess var getið í Bjarka í vetur
eftir góðum heimildum að miðlun-
in frá 89 væri jafnófáanleg frá
stjórnarinnar hendi, sem Bend. frv.
eða jafnvel ennþá ófáanlegri. Dr.
Valtýr skýrir nú frá, að hann hafi
þ/tt á dönsku grein Jóns OI. í N.
Ö. um miðlunina og feingið það
svar frá ráðgj að frv. frá 89 væri
»aungu aðgeingilegra en Bene-
diktskan nema síður væri*. Hann
hcfur líka leitað eftir áliti nokk-
urra vinstriforíngjanna á miðluninni
og virðist hún hafa illan byr þar
líka, sem óhagkvæmt fyrirkomulag.
Rökscmdarlciðslan móti frv. Bened.
eða það sem nýtt er í hefini, er
hvergi nærri eins fróðlegt. Höf.
kemst þar út í alveg óþarfar laga-
skýríngar á rjettarspurníngum ís-
lands, gildi Stöðulaganna og stjórn-
skipulaganna dönsku hjer á landi,
og alla gömlu flækjuna, sem búið
er að margflækja og marggreiða
og flækja svo aftur. í’rátt fynr
rit og ræður Jóns heitins Sigurðs- |
sonar, Bencdikts Sveinssonar, og |
margra annara snjallra manna og
nú síðast Dr. Valtýs, þá mun al-
þýðu ekki vcra enn ljós þcssi
rjettargrundvöllur sem altaf w
verið að þrátta um og allir lög-
fræðíngar dansa svo liðugt á. I
meðvitund alþýðu mun þetta eitt
standa fast:
Stöðulögin gátu eingin rjettindi
veitt okkur, við áttum öll okkar
rjettindi óskert þá og eigum enn.
Þatj gátu eingin rjettindi tekið af
okkur heldur, þar verður afsal
okkar sjálfra að koma til. Stöðu-
Iögin eru aðeins viðurkenníng frá
konúngi og stjórn fyrir því hve
mikinn hlut af rjettindum okkar
þau vilja lofa okkur að njóta og
hvers þau ætla að meina okkur af
þeim. Móti þessu höfum við
tekið sem afborgun eins og við
tókum móti stjórnarskránni og cins
og við vonum að geta tekið á
móti stjúrnartilboðinu frá 1897.
Það er aðeins af hagsýnisástæðum
að við höfum síðan miðað allar
okkar kröfur við stöðulögin — af
því þau veita okkur' mikið og við
væntum ekki eftir meira í bráð.
I’að stcndur líka fast í skilníngi
okkar að ekki svo mikið sem citt
orð í stjórnarskrá Dana geti kom-
ið til greina við sjermál okkar.
Hún kemur okkur ekkert við sem
lög — aldrei samþykt, aldrei birt.
Konúngur getur í samráði við oss
bæði aukið sjcrmál vot og gefið
reglur fyrir sameiginlegu málunuin
aðeins að það komi ,ekki í bága
við stöðu han.s sem konúngs í
Danmörku sem er bundin stjórnar-
skrá Dana. ‘
Okkur skilst Iíka s'7o, sem kon-
úngur geti ákveðið að ráðgj Is-
lands skuli mynda ríkisráð í sjer-
málum vorum. Geti hann það ekki,
þá cr það af Iþví einu að hann
fullnægir þá ekki skilyrðunum til
að vera konúngur Dana ef hann
hefur þetta ráð, auk hins danska.
En það hefur einginn sýnt enn svo
við skiljum.
A þetta hefur verið drcpið hjer
af því að Bend. Sveinss. alþm.
færði mönnum hjer í gær bæklíng
eftir sig, svar til þessarar Eimreið-
ar greinar Dr. Valtýs, og geingur
bar í sömu átt cins og það sem hjer
var nefndur alþýðuskilníngur. Bækl-
íngur hans er flýtisverk, og ckki
greinilegur sumstaðar, en víða ó-
sannur í garð Valtýs. En þó Bjarki
telji skoðanir Bend. um ríkisráð,
stöðulög og gildi stjórnarskrár Dana
rjcttari en skoðanir Dr. Valtýs á
þeim atriðum, þá væri jafn misráðið
fyrir því að fara nú að taka upp
endurskoðun hans. Það hefur ver-
ið margsýnt og Síðast í þc'sari
Eímrciðargrcin, að slíkt yrði okk-
ur aðeins til skaða ’og^skapraunar
eins og nú stendur. Bjarkí er
og jafnhlyntur stefnu Dr. Valtýs
fyrir því, þó hann fjellist ekki á
þennan I.luta röksemda hans. Þær
koma málinu Iítið við og öldúngis
arð aust að þrát a um slíkt nú.
Hvað sem stöðulögum, grundvall-
arlögum og ríkisráði líður, þá vilj-
um við nú fá íslenskan ráðgjafa
sem komi á þíng og geti heyrt
þar röksemdir okkar og skammir
okkar ef á þarf að halda. I stað
þessa stjórnarskrárstapps viljum víð
fá ráðgjafann til að vinna að við-
reist atvinnuveganna með okkur o. fl.
Fleira er gott í Eimreiðinni en
þetta, svo sem »Framfarir náttúru-
vísindanna á síðustu árum,« »Stór-
veldi framtíðarinnar,« »1 I.ánasýslu
og Skuldahreppi (saga ef.ir Jónas
Lie) kvæði og lslensk kríngsjá.
Þar er sumt rjett sagt en sumt
ekki. Það er rjett að finna að
húsgángshrognamálinu á þýðíngu
Blástakka, en það er miður rjett
að »merkja,« í merkíngunni: að
taka eftir, sje »dönskusletta.« »Þá
mercþo þeir at sólargangýt; stend-
ur þar, og mun ekki vera Danska.
Seyðisfirði.
V e ð u r. Fremur kalt og stöðugur
snjógángur síðan Bjarki kom síðast.
Mid. (12. Apr.) -j-4 R.; snjóhragi, kyrt.
Fid. -þ 31 drífa, kaldi á austan. Föd.
1; snjókýngi, logn. Ld. 3 (hád.)
4- 5 (miðnætti); kulur utan. Sd. 1;
fjúkslitr., logn. Mád. o; bjart, kaldi au.
þd. -F 2; fjúkfýla, kakli nau. Mid.
-j- 5; kafuld fyrra hlut dags, bjart síðara.
í dag: -P 2 morg. -b 7, kl. 3. Forraveður.
Fiskur hvergi hjer eystra.
Verstu hörkur og heyvand-
ræði að heyra af hjeraði, og lítið
útlit fyrir bata. Norðanbylur hjer
nú með frosti á Sumardaginn fyrsta,
og fannfergi á allri jörá.
Húsbruní. íbúðarhús Stefáns
kaupmans Jónssonár brann hjer til
ósku nóttina milli 12. og 13. þ.
m. Þau hjónin sváfu með börnum
sínum uppi á loftinu yfir búðinni
og verkstofunni, og vöknuðu við
það um miðnætti að börnin vöru
farin að bera sig illa f svcfninum
af reyknum; þau þutu þá upp til
að bjarga sjer og börnunum og
mátti lítið tæpara standa, því eld-
urinn hafði konið upp í verkstof-
unni neðan undir, fylt þar alt með
drepandi svælu og braust þar
skömmu síðar út um gluggana.
Fyrir ötula framgaungu Stefáns og
manna hans og fljóta hjálp Öldu-
búa lánaðist þó að bjarga miklu
af búsgripum úr hinum enda húss-
ins og sængurklæðum af loftinu,
en mikið brann, og flestir mistu