Bjarki


Bjarki - 20.04.1899, Blaðsíða 3

Bjarki - 20.04.1899, Blaðsíða 3
nokkuð af klæðum sfnum, sumir nær alt. Logn var, til allrr.r hamíngju, um nóttina, og samt var mesta þrek- virki að Aldan varð varin. Eldur- inn náði snöggvast næsta húsi, en varð slökt. Stefán hafði víst vátrygt bæði hús og muni og fær að því leiti skaða sinn bættan að mestu en atvinnutjón bíður hann töluvert. Það hefur sannast að eldurinn hcfur stafað frá viðarkoli sem haft var við kveikfngar í verkstofunni. Snjóflóð hljóp hjer um dag- inn á Lifurbræðsluhús Imslands kaupmans hjer úti á ströndinni og tók burtu nokkur þeirra. Þar út frá er íbúð á sumrum en hús- in standa auð á Vv.tium. Óvíst er enn þá hve mikill skaðinn er, því ekki hefur orðið rannsakað hvort katlarnir standi cftir með undir- stöðunni eða hafi eyðilagst líka. f’ó katlarnir sje hcilir, er skaðinn minst 2000 kr., en sje alt eyðilagt má óhætt tclja hann 5000 kr. í’ar hefur aldrei farið snjóflóð í manna minnum. Inflúensa er á húsvitjunar- ferð sem stendur hjerna um bæinr. Flcnsan kemur víða við, en er annars væg og hefur ekki orðið þúnghent á neinum að minsta kosti ennþá. Leikirnír. Leikfjelagið ljek í síðasta sinn nú á Sunnud. var og gaf þá ágóðann vinnufólki Stefáns Jónssonar sem föt sín misti við brunann. Þetta var fallega gert af leikendum og hugult; hitt var ekki nærri eins gerðarlegt af bæarbúum að sækja Ieikinn svo slælega að á- góðinn varð að eins rúmar 50 kr. Bæði átti málefnið gott skilið og leikendurnir ekki síður. Varaskeifan, eftir Eirik Bögh er mjög skemtilegur leikur 'og jafri- best leikinn af þeim leikjum sem jeg hef sjeð hjer. Hann myndi í þessu gerfi vera talinn erlendis. mjög virðíngarvcrður af viðvan- íngum. Kláus (Sig. Grímsson prentari) er [)erla, og furða hvað margir þjónar eru til í hon.im. Húlfer (Sig. Fin.ibogason prentari) mjög góður líka. María mey (Þorbjörg Guðnadóttir) og frú i’horel (Sig- ríður Jensdóttir) hafa báðar sýnt það í þessum leik að þær eru efni í mikið myndarlegar leikmeyar báðar tvær. Frank (Antc.n Sig- urðsson), Torel (Jónas Helgason) og Ilage (Benjamín Jónsson) sóma sjer allir mikið vel og sjerstaklega er Anton betri hjer en nokkru sinni áður. I heild sinni verður ckki með sanngirni hcimtað rneira hjer en þcssir leikendur veita. Saungurinn er furðugóður, og einkar virðíngarvcrt hve Á. na sýslu- skrifara Jóhanssyni hefur tekist að undirbúa leikendurna á svo stutt- um tíma og leiðbeina þeim. Slíkt er einginn hægðarleikur þegar all- ir leikendur eiga að sýngja og það mikið og margskonar. Annars er saungurinn veikasta stoð leiksins og varla nema einn leikandinn (Hallur Magnússon) á róm, sem frambærilegur sje í saungleik. Þýðfngin, sem leikfjel. hefur náð í af leiknum, er aðdáanlegasta handaskömm á allan hátt, og kvæð- in meislaralega eyðilögð og útskit- in. Sýslumaður fór með Hólum í nótt norður til Vopnafjarðar á uppboðsþíng. Ætlar að koma aft- ur landveg. Jón Jónsson frá Múla pönt- unarfjelagstjóri fór og heim til sín um tíma; kemur aftur í næsta mán- uði Tnýra og Hólar komu og fóru samkv. áætlun. Farþegja og frjetta mun getið næst. Brjef af Fjöllum. Iljer á Fjöllum hefur nú verið stirð tíð síðan 1.4. Mars; fyrst norðaustan hríð fram að Páskum en síðan dimmviðriskafald í logni og frostlausu á degi hverjum; þó sá til sólar á annan í Páskum og varð hlýtt um miðjan daginn cn svo eru því meiri moksturshríðar á eftir og sjer eigi hvern enda það hefur. Hjer kvíða- samt aungvir heyleysi og eigi heldur í Suður- Þíngeyarsýslu, því þar hafa verið góðar jarðir í allan vetur vfðast hvar. Kránksamt hefur verið fremur í Þíngeyarsýslu í vetur einkum hafa nokkur börn dáið úr barna- veiki. Hjer á Fjöllum hefur einn maður legið síðan 5. Desember f voðalegri veiki; hann er allur út- steyftur í sárum og kaunum sem Job. Þau batna annað slagið og taka sig svo upp á ný með mestu harmkvælum. Þessi maður heitir Kristján Kristjánsson og á heima á Víðihóli, mesti greindarmaður og gleðimaður. Flann er kvæntur en hefir cigi barn átt. Kona hans hefur vakað yfir honum nálega nótt og dag, og aldrei farið úr fótunum. Læknirinn, Björn Blöndal, hefur .verið só.tur og segir hann að veikin heiti pemfigus, það sje nokkurskonar húðsjúkdómur, því maginn er heilbrigður svo maður- inn hefur matarlyst en getur sjald- an haft værð fyrir kvölurn. Lítið hafa meðul dugað og svo var hann nýlega tekinn til bæna af prestin- um, sjera Páli Jónssyni, en lítið mun það hafa breytt ráðstöfunum himnaföðurins og er þó opið upp úr kyrkjumæninum svo það er eing- in fyrirstaða fyrir bænarandvörpum prestsins. Annars trúa Fjaliabúar 146 hvað á, verður að hugsa um hina sem ekkert eigaL sagði hann, og Ijet dauðu kettina iiggja. Og hann var svo sem blessaður fyrir það af fátæklíngun- um, því þótt í Riga og öðrum stórbæum sje margir sem fussa að kattasteik, þá eru þar samt alltaf einhverjir, sem þykir hún herramansmatur — af því ekkert betra er til. Dirik og Tómasíus bjuggu, cins og sagt hefur vcrið, á korn- hlöðuloftinu, stóru hvelfdu kornhlöðulofti þar sem geymd var matargnægð handa mörg þúsund munnum. Ein gömul þreski- voð var öll rúmfót þeirra, þegar þeir völdu sjer ekki það sem hlýrra var og hægra, að bæla síg í mjúku og hreinu korninu. Á Ioftinu var reyndar þægilega hlýtt. Kornið má ekki frjósa, því þá ljettist það, og eigandinn fær ekki nóg fyrir það í næstu dýrtíð — Filip Petrovitz beið ætíð eftir komandi dýrtíð með að selja. En góður maður var hann, enda mintust þeir Dirik og Tómasíus gcstrisni hans, þcgar þeir lágu < korninu á kvöldin og ljetu brennivínsfloskuna gánga á milli sín. Þessir tveir vinir voru í allan máta ánægðir með tilveruna. A daginn stángaði Dirik upp brjefmiða og vindlastubba á götunni og Tómásíus rótaði í öllum sorpkyrnum og haugum bæarins. Arángurinn af dagsvinnunni var nógur til þess, að þeir gætu drukkið sig kenda í frægasta kryddbrennvíni á hverju kvöldi. 1 öllum stríðum aldarinnar höfðu þeir tekið þátt og unnið sjer ágætan orðstýr. Miinchhausen var barn á við þá í þvf að búa til hrcystisögur um sjálfan sig. 143 milli sefskúfanna stendur kona. Á öðrum handleggnum ber. hún eitthvað, áþekt því sem þr.ð væri lítið barn, en stór steinn hángir framan á brjóstinu, bundinn upp um hálsinn ineð snæri. And- lítið horfir við, túngKnu; svo þrcifaði hún fyrir sjer með íánni til þess að leita fótfestu. í’á fer hryllíngur um Iiana; hún dreg- ur að sjer fótinn og heldur svo áfram eitthvað af augum með barnið á handleggnum og steininn hángandi á brjóstinu; reynir aítur fyrir sjer — heldur áfram — aftur á Lak og áfraip — í túnglsljósinu. Prestur vakti ennþá við skriftir sínar. Hann hafði skift um texta og ætlaði í þetta sinn að leggja út af orðunum »kon- an skal vera manni sínum undirgefin « En alt í einu kom í hann einhver ónotageigur, þar sem hann sat þarna eiasamall í kyrðinni. Hann gat ekki að sjer gert að líta í kríng um sig, Gat nokkur verið þar inni hjá honum. Hann varð hreint og beint rayrkfælinn. Hana fór að hlusta — kom ekki eitthvað inn til hans utan úr nóttinni, eins og andvarp eða ’sluna frá manni stöddum í megnustu ángist, — svo var eins og einhverju væri kastað í vatmð rjett fyrir utan gluggann hjá honum. Hann hljóp að giugganum og leit út. Hann skygndist um; Iiann hlustaði — hann gat ekki orðið neins var. Þó gat liann ekki losað sig við þennan tómleika sem yfir hann var kominn. liann Ijet aftur handrit sitt, hann varð að eiga undir því að andinn kæmi yfir hann, Og hann fór í rekkju sína, mjúka og hlýa. •Daginn eftir stóð prestur í stól sínum og lagði út af því af mikilli andagift, hve iftið manninum gagnaði, að spyrna á móti broddunum, ; ð hnekkja skírum vitnisburði drottins. Tím- ans mentamenn, svo kallaðir, ætluðu sjer að víkja frá ótvíræð- um orðum drottins og haga öllu eftir eigin geðþótta með því

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.