Bjarki


Bjarki - 01.07.1899, Blaðsíða 1

Bjarki - 01.07.1899, Blaðsíða 1
Eit.t biað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). BJARKI Auglýsingar 8 aura línan; mikill af- sláttur et oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. IV. ár. 26 Seyðisfirði, Laugardaginn 1. Júli Póstar. -— »:« — I. Júlí. Norðan- og sunnanpóstar fara. 9- — Vesta norðan fyrir land, um Epkifj, og utan. 9- — Norðanpóstur kemur. 9- Aukapóstar fara til Mjóafj. I-oðmfj og Borgarfj. 12. . Ceres frá útl. norður um allar hafnir til Rvíkur. 12. — Vopnafjarðarpóstur fer. 56. — Hólar á norðurleið. 21. — V kíngur frá úth, norður um til Sauðárkróks 2 6. — Víkingur frá Sauðárkr., suð- ur um firði og utan. 29. Hólar á suðurleið. 29. — Norðan- og sunr.anpóstar fara 31- Egill frá úti. til Eyafjarðar. — — —— Af þingmálafundunum. Stjórnarskrármálið. Á þeim fjórum þíngniaiafundum sem jeg hef vcrið hjer á nú, hef- ur mest verið raitt um stjórnar- skrármálið; það hefur því, eins og vant er, tekið bróðurhlutann af tímanum. Stefnur hafa varía verið nefndar í þvt' máli aðrar en Valtýska og Benediska, nema hvað ýmsir hafa iagt það tii, að Iáta málið hvíla sig um stund eða lúka því á einhvern viðunanlegan hátt. Peir sem vildu láta málið bíða hafa faert fram þœr ástæður, að þetta þras væri ekki einúngis á- rángurslaust, og sárleiðinlegt, held- ur dræpi bað áhuga á öllum mái- um öðrum. Þessi skoðun hcfur mikið til síns máls og hefði vei getað haft sín áhrif á fundina og þíngið, hefði ekki ýmsir formælendur herinar eftir alt saman grcitt atkvæðí með Bene- diskunni, sem þeir þó urðu að játa að væri vísasti vegurinn til að gera þrasið, tfmaspillinn og ósam- iyndið sem allra lángvinnast. Aftur á„ móti voru þeir menn sjálfum sjer samkvæmir að öllu leiti sem vildu fá cnda á málinu á hvern sómasamlegan hátt sem auðið yrði, ef ekki tækist að láta málið bíða. Benedikts sinnar vörðu einkum gáfum sínum og lærdómi til að finna að frv fiá 97 og sýna hve lítil- fjörlegt það væri. Benediskuna sjálfa ncfndu þeir lítið ncma þeir værn til ncyddir á cinhvern liátt og var þá jafnan borið fram ágæli hennar, en vt.rast að tala eitt o-rð um það, hvernig við ættum að fara að því að öðlast þau gæði. Ræðurnar móti Valtýskunni voru flestar leiðinleg og Ijeleg upptugga af öðru skárra, setn aðrir höfðu sagt áður og jeg man ekki eftir neinni ræðu í þá átt, sem heil brú væri í, nema tölum Olafs verslunar- stjóra Davíðssonar á Vopnafirði. Hann dró fram skarpt og glam- ur_ °g gjálfurlaust öll aðalatriðin, se.n færð hafa verið og færð verða fram á móti stjórnartilboðinu frá 1897, og skal því snöggvast litið á ástæður hans. I fyrsta lagi kvaðst hann ekki skilja að oss lægi svo mikið á að hrapa að stjórnarskrárbreytíngu. Ur því ræðumaðurinn fylgdi ein- beitt frv. Ren þá þýða þessi til- vitnuðu orð auðsjáanlega að hann 'iorfi ekki í, þó næsti mansaldur gángi í rifrildið, og sje það ein- lægur vilji Vropnfirðínga að skástu kraftar pjóðarinnar vcrði að rifast um þetta fram eftir næstu öldinni í stað þess að hugsa um atvinnu- vegi landsins og menníngu — ja, þá er aungu til þcss að svara. Sum- um öðrum hcfur þó fundist að við vera orðnir nógu lángt aftur úr öll- um þjóðunum í kríng um okkur þó við gerum okkur ekki leik að því, að hafa af okkur verk að ó- þörfu. Aftur á móti var sú tillaga Pjet- urs Guðjohnsens mjög sanngjörn, að við notuðum tækifærið ti! að fá hlje á baráttunni undir eins og við ættum kost á einhverju því, scm talist gæti betra en það, sem við hefðum nú. þó eklci væri það hrein Benediska. 1 öðru lagi fann Olafur það að Valtýskunni að ráðgj. feingi þá bctri tíma en áour til að sinna oss, og afskifti hans af málum okkar híng- að til gcrðu slíkt ekki svo mjög æskilegt. En hann þyrfti aðeins að breyta erindisbrjefi landshöfðíngja og þá gæti hann vasast í hverju sem hann'vildi. En mættum við spyrja: Hver get- ur rneinað ráðgjafanum eins og nú stendur að breyta erindfsbrefi lands- höfðíngja og setja sjerstakan ráð- gjafa fyrir Island — scm hvorki beri ábyrgð á stjórninni nje hcld- ur láti albíngi sjá sig og verði þvi muti háskalegri en ráfðgjafi Valtýs- fn.mvarpsins. Væri ekki andstæðíngum stjórn- artilboðsins gott að athuga þessa mótbáru dálítið betur? Þá er það, að ráðgjafinn sje okkur hættulegur á þínginu; hann hafi þar þegar fastan stjórnarfiokk, og við sjeum pólitiskt óþroskaðir. Norðmenn hafi því rjettilega lokað ráðherra sína úti frá þíngsetu. Rjett er nú það. Ef við eigum að biðja forsjónina á annað borð að vernda sakleysisástand okkar og sjálfstæði með því, að láta okkur aldrei sjá framan í ráðgjafa, þá verð- um við líka að taka ráðgjafa Bencdiskunnar með á reikninginn, þvf háskaleg vcrkfæri gcta þeir orðið í hendi ábyrgðarlausum lands- stjóra, ssm danskur ráðgjafi getur velt úr völdum hvcnær sem hann þokar hænufet frá vegi stjórnarinnar. Og auk þess er landsdómurinn mjiig iitlu tryggari en ríkisdómur Dana, sem þeir hafa ekki þorað að láta dæma stjórnarskrárbrot ráðgjafa sinna. Auk þess þyrftum við líka nauð- symlega að biðja um opinberun um það, hvenær okkur væri óhæt.t að díta framan í ráðgjafa, því þó Olafur Davíðsson kunni einhvcrn tíma að treysta okkur til þess, þá er ekki víst að allir aðrir verði þá orðnir svo hugaðir_sem hann. Pá hafði þorsteinn Erlíngsson sagt að friður feingist með Val- týskunni, en það væri hæpið, því varla myndu forvígismcnn Benedisk- unnar leggja árar í bát. I’að-er þó ekki vfst að friðurinn verði svo skamniur Fimm ára friður ætti að veta vís, því þcir þíng- menn, sem samþykkja stjórnarskrár- brcytínguna ciga þá enn að sitja á tveim þíngum og ætti því að vera innan handar að láta Bcnediskuna ekki spilla tíma af þínginu að minsta kosti. Annars getur margt skipast á 5 árum. Það munu Vopnfirðíngar hafa rcynt eins og aðrir. Yms smáatriði tók Olafur Da- víðsson fleiri til, svo sem það, að rökrjett afleiðíng af kemvngu dr. Valtj’s í Eimreiðinni værí sú, að öll okkar lcggjöf kæmist undir rík- isþíng Dana og eins kvað hann ráð- gjafa ekki geta samið við þíngið ,nú, því lh væri þar nú ekki í um- boði ráðgjafans heldur á eigin á- byrgð. 1899 I Um hvorugt þessara atriða ætti 1 að vera þörf að fjölyrða hjer nje anparsstaðar. Þó mótbárur Olafs Davíðssonar sje hvergi nærri eins bjargfastar fyrir eins og þær geta verið áheyri- legar á fundi, rólega og prýðilega framfluttar, þá eru þetta þó einu hækjurnar, sem Benediskan og Val- týskumótstaðan hafa haltrað á í vor hjer um Norðurmúlasýslu. Eimreiðin. Nýkomið V. ár 2. hcfti. »Brot úr -sögu« eftir Guðmund Friðjónsson. . 1 rauninni er þc-tta hvorki saga nje brot úr sögu. Það er lýrik frá upphafi til enda, óm- andi vorljóð, laungunarljóð, ástar- ljóð og harmljóð sem töfra og fánga bæði með samræmi sínu -og and- ræmi og ötal hljóðbreytíngum, mörg- um svo hárfínum að mann stansar; Guðmundurerundarlega hljóðnæmur: I-Iann kann ótrúlcga mikið af scg- um og saungum allra barna yorsjns, alt frá þeyvindinum, sem hleypur á undan hinum systkynunum og er að leika sjer að því, að hrukka línið hennar Góu gömlu — og upp að þess- um »fiðruðu guðsböi'numt' eða eig- inlega guðs barnabörnutb, sem sýngja fegurst um miðnætursólína og fá skammdegi-húngur og skotsár að kvæðalaunum. Um öll þessi s.yskyn sfn sýngur Guðmundur fagurt og náttúrlega, svngur í þeirra rómum, óg órímað eins og þau. Næst því sýngur hann um unn- ustu sína, en nókkuð einglasaungs- lega, svo að maðut nærri hálfkvíðir fyrir að reka sigþar á sálminn: Eilíft lífið er æskilegt, ekki neinn giftist þá En fallegt er það nú samt hjá Guðmundi. Einna tilkomuminst er inngángsljóðið um leiði móður hans, og þar fer einna lakast bæði á samræminu og andræminu. A þessum fáu blöðum er mesti fjöldi af ágætum línum ’og findist manni þó ennþá meira úm þær, ef höf. hefði ekki skemt áhrif sumra hinna bcstu með því að einkenna þær. Slíkar línur þykir manni Kicst gamanið að finna sjálfuro. Petta er bcst í þessari Eimrcið. f’á kcmur »1 ausaleiksbarniðc nokkuð st'rskorið, eins og fleirí

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.