Bjarki


Bjarki - 02.06.1900, Blaðsíða 1

Bjarki - 02.06.1900, Blaðsíða 1
/ Eií.t biað á viku minst. Arg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikiii af- sláttur et oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. V. ár. 22 Seyðisfirði, Laugardaginn 2 Júni 1900 Uppboðsauglýsíng. Eftir ákvörðun skiftaráðandans í dánarhúi Jóns sái. Brynjóifssonar frá Hnefilsdal, verður fasteign tjeðs dánarbús, hálfjörðin Aslaugarstaðir í Vopnafirði 5,4 hndr. að nvju mati, ef viðunaniegt boð fæst, seld við opinbert uppboð, sem haldið verð- ur á Aslaugarstöðum , Fimtudaginn 5. Júlí næstkomandi kl. 12 á há- degi. Hálflenda þessi verður laus til ábúðar í fardögum 1901; borg- unarskilmálar ágætir. Skrifstofu Norður-Múias., 15. Maí 1900. Jóh. Jóhannesson. Póstar. 5. — Mjölnir á norðurleið. 10. — Norðan- og sunnanpóstar fara. 12. — Egiil frá útiöndum á norður- leið. 14. — Vesta norðan fyrir land, um Berufjörð og utan. S. d. Mjölnir að norðan, suður um fjörðu og utan. Til C. B. Herrmanns hins frávikna framkvæmdarstjóra Garðarsfjelagsins. f’jer hafið í tveim greinum í Austra lagt undir almenníngf dóm deilu vora Garðarsmanna og yðar. Jeg hefði helst pskað að vita af yður hjer á landi meðan jeg sagði íram vora sök, en jeg hef nú litla von um að [>jer vitjið Islands fram- ar og verð því að láta mjer lynda að senda yður litla sendíngu. Jeg skal árjetta hana dálítið ef v:ð finnumst hvar sem það kann að verða. Aðalinntak greina yðar er í stuttu máli þetta: Garðarsfjelagið er fje- þúfa stjórnarinnar og hinna ensku eftirlitsmanna; þessir menn allir reyna að gera fjelaginu tjón til hagnaðar sjálfum sjer. Þjer einn berjist fyrir velferð fjeiagsins yður sjálfum til fjártjóns. Nú skýrið þjer líka frá því, að þessir ensku eftir- litsmenn, sem eru að rýja fjelagið, sjcu aðaleigendur als hófuðstólsins og aðalstjórnendur fjelagsins. Hald- ið þjer ekki að mönnum þyki það dálítið skrítið að þessir ensku menn vilji eyða fyrir sjer 600,000 krón- um til þess að ná í lítilfjörleg ó- makslaun og haldi svo þar að auki í okkur stjórnina, til þess að fje- fictta fjelagið, cn sparki yður burt ' eins og hundi, sem einn viljið þó fjelaginu vel? í Austurríki kann þetta að vera gott alþýðufóður, en svo greiðvik- inn hefði einginn blaðstjóri orðið yður á íslandi, annar en ritstjóri Austra, að bjóða íslenskri alþýðu þetta — að fjóðólfi ólöstuðum. Fyrst þjer nefnið samníng okkar við Hewett um 5 °/0 sölulaun, þá hefðuð þjer átt að skýra frá hve mikið kostuðu þeir formenn og um- boðsmenn sem þjer móti vilja og vitund stjórnarinnar Ijetuð fjelagið ala í Hull og Grimsby til að ann- ast þau störf sem yður var skylt að vinna sjálfum, bæði fiskisöluna og annað. Og fyrst þjer nefnið þær Fenwick Stobarts & Co. Ltd., þá áttuð þjer að geta um, að þjer rufuð þann samníng sem þjer sjálf- ur höfðuð undirskrifað með okkur við þessa umboðsmenn vora, af því þjer þolduð ekki að neinn maður hefði eftirlit með sukki yð- ar í Hull og Grimsby. Pjer getið svo sagt um Ieið hvers vegna þjer sögðuð fulltrúum okkar ósatt frá launum Arnolds hins únga og fleiri upplýsír.ga munum vjer leita af yður í tómi. Þjer getið gert grein fyrir þessum smámunum, sem hjer eru nefndir, um leið og þjer gerið skil fyrir andvirðinu fyrir afla Snæ- lells næst síðast í HuII, því vjer höfum ástæðu til að ætla að það sjc einmitt teifarnar af þeim pen- íngum sem þjer ferðist nú með og leigið fyrir þorpara til að skaða fjelagið og óvirða stjórn þess og fulltrúa. Eftir því sem konsúl Hansen hef- ur farist við yður, þá er það ó- dreingilega á hann logið að hann hafi í orði eða æði farið fram á að neyða verkamenn Garðars til að skifta við sig einan. Hitt vitið þjer og við allir, að þjer þrásinnis í fyrra sumar knúðuð á oss að banna öllum verkmönnum Garðars alla verslun við þá Wathne og Thastrup af því þeir að yðar dómi væri mótstæðir fjelaginu, og hvcrn annan scm það væri, og sýriduð þykkju yðar er við neituðum slfk- um aðförum. Þjer verðið síðar spurður að því hvar fje fjelagsins hafi verið eitt í þágur einstakra manna og með hvaða rökum þjer dróttið óráð- vendni að konsúl Hansen og ef þjer felið yður verður það blað spurt sem hefur flutt þau orð. fað eru tilgángslaus ósannindi að þjer hafið verið aðvaraður leyni- lega um það, að við ætluðum að setja yður af og það hrekkjabragð hafi því misheppnast eins og þjer segið, því sjón er sögu ríkari að yður var vikið frá svo rækilega og umsvifalaust að þjer þorðuð ekki að hreifa við því, hvorki í Einglandi, Hollandi nje Danmörku og þutuð svo í æði til Islands til þess, eins og þjersögðuðFrederik Salomon hæsta- rjettarmálafærslumanni, að úthúða okkur í blöðunum. fjer vitið sjálfur að við konsúl Hansen fyrir stjórnarinnar hönd á- mintum yður í tíma og sögðum yð- ur hvað í hófi væri ef þjer svikj- ust svo undan beinum skyldum yð- yðar við fjelagið sem þjer höfðuð gert. Og þegar þjer vilduð ekki eða líklega gátuð ekki uppfylt kröf- ur worar og vilduð hvorki tala við oss nje svara brjefum vorum, þá var yður tafarlaust vikið frá. Hjer gat því eingin aðvörun bjargað yð- ur. Ef þjer hafið gleymt þessu þá skal jeg með ánægju prenta bæði brjef stjórnarinnar og svar yðar um þetta efni nær sem þjer viljið. Þjer megið gjarnan kalla það svo fyrst yður þykir það meira í munni, að vjer höfum boðið yður fje til þess að fara út úrjfjelaginu, en þjer megið ómögulega segja að þjer hafið neitað því boði, því það cr ekki satt. fjer höfðuð lagt mál yðar alt í Rhodes hendur þá, og það var einmitt rjett áður en hann til- kynti okkur að hann vildi ekkert hafa saman við yður að sælda (brjef Rhodes er hjer líka í vörsl- um okkar); þjer höfðuð því gefið honum fult leyfi til að semja um þetta atriði líka. En að [vjer afsvör- uðum ckki strax að gefa yður svo sem hálfs árs kaup yðar var ein- gaungu af því, að þeir sem kunn- ugastir voru högum yðar skýrðu frá, að þjer væruð með öllu fjelaus maður og hefðuð ekki á öðru að taka en því, sem þjer feingjuð hjá Garðari. Það er strákskap yðar að kenna að þjer eigið ekki kost á þessu leingur og að Rhodes útskúf- aði yður. Jeg skal ekki þrátta um álif Hal- kiers hæstarjettarmálafærslumann* um þessar 5 grcinar sem þjer ber- ið fyrir yður. Þjer hafið verið þar einn til frásagna um málaefni okkar °g jeg þykist sjá að þar hafi ekki allt verið rjett hermt. Elia myndi hvorki Halkier nje neinn rjettsýnn maður annar hafa hagað svo orð- um sínum sem þjer hermið. Við höfum lagt drög fyrir að fá vitneskju um hve rjett þjer farið með orð Halkiers og má þá koma síðar að því. Orð Halkiers sem þjer látið þýða í síðari grein yðar líta alt öðruvfsi út, því þar segir hann aðeins að ef þjer segið það o'g það satt, þá virðist hitt líta svo og svo út — Já, efþjer segið satt —Þetta þykir mjer miklu líkara Halkiers orðum. Mig furðar ekkert á því, þó í yður fyki við bæjarfógetann hjer, fyrir þá ósvffni að vilja ekki setja fastar allar eigur Garðars tryggfng- arlaust frá yðar hendi; jeg hef sjeð sfga í yður af minni orsök, og þó á litlu standi hvort það var satt eða ekki sem þjer segið um af- skifti fógetans af fjelaginu þá hef- ur yður þó ' fundist eins cg fara betur að hafa það ósatt líka. Þjer þykist ekki muna að Jó- hannes sýslumaður skýrði bæði yður og stjórninni frá því þegar í stað að hann gæti við aungum pen- íngurr tekið fyrir revision því hann hefði ekkert reviderað. Auðvitað gat stjórnín eklci annað gert en á- vísa þessu fje til útborgunar því hún getur ekki breytt ákvörðunum aðalfundar. Hitt var auðvitað á valdi sýslumans, eins og hann gerði, þegar ekkert kom til revisiónar fyrir nýár, að láta þessar krónur bíða nýrra ráðstafana frá fjelagsins hendi og ef þjer berið kjark til að koma á næsta reglulegan aðalfund Garð- ars þá mun yður kostur að sjá með eigin augum hvað af því fjc verður. Að bæjarfógetinn hafi tekið við peníngum af fjelaginu fyrir ýmsar aðrar þjenustur er blátt áfram lýgi yðar herra Herrmann. Öll saga fjelagsins er í grcin yð- ar meira og minna umsnúin og ó- sönn. Vegna þess þjer segið oft rángt frá þar sem þjcr vitið það rjetta, þá er það máske ckki nema náttúrlegt að þjcr scgið það ósatt að Hansen konsúll hafi Ijeð okkur

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.