Bjarki


Bjarki - 02.06.1900, Blaðsíða 2

Bjarki - 02.06.1900, Blaðsíða 2
86 hlutabrjef sín á fundinum 26. Júlí í fyrra, þv/ um þetta gátuð þjer og getið ekki enn í dag haft nokkra hugmynd. Hefðuð þjer viljað segja satt, þá gat það þó verið yður leiðbeiníng að jeg afhenti fundar- stjóra hlutabrjef okkar öll saman með hreinskrift minni af lögunum og var það óræk sönnun þess að konsúll Hansen hafði þá, að minsta kosti látið þau frá sjer. Það sem þjer segið um Deep Sea fjelagið satt og ósatt kemur þe.ssu máli ekkert við. Það fjelag kemur Garðari ekki hót við nema að því einu leiti sem það er lán- ardrottinn Garðars. Stjórn þess og málefni skifta oss ekki grand. Þjer talið mikið um ásælni ein- stakra manna f fje fjelagsins, en þjer gleymið þeirri einu fjárkröfu sem jeg hef sjeð gerða ósvífna og ásælnislega f garð fjelagsins og hún cr sú þegar þjer notið meira hlut atkvæða á aðalfundi í fyrrá til þess að samþykkja 410,000 króna gjöf handa yður sjálfum úr fjelagssjóði eins og aukagetu auk árslauna, hluttöku í arði, fcrðakostnaðar og als annars. Asælni yðar er jöfn fyrir því þó við gætum ónýtt greiðslu fjárins. Jcg lái yður ekki þó yður sje tfðrætt um leppana íslcnsku því þeir hafa orðið yður ómjúkir, en ckki fer það orð vel í yðar munni, þvf þjer vitið, að þjer eruð eini maðurinn af öllum Garðarsmönnum og skiftavinum sem hafið reynt til að gera stjórn Garðars að leppum, kúga hana og troða undir fótum. Að tveir eða þrír Scyðfirðíngar róa d sama borð, er ekki meira en mað- ur væntir af löndum sínum og forn- kunníngjum. Þjer vitið best sjálf- ur að við höfum ráðið öllu því sem við vildum bæði á fundum og ut- an funda í vetur — á því hafið þjer mátt kenna. Því þegar scm við Hansen Ronsúll komum til Lundúna og þjer feinguð grun um að stjórnin ætlaði að heimta glögg skil allra yðar athafna, og hlýðni af yður sem lög vor standa til, þá ráðist þjer á okkur eins og óður maður cða viltur, einkum á Han- sen konsúl af því honum var kunn- ast um störf og hag fjJagsins og hæfileika yðar, og þegar þjcr hvorki mcð smjaðri njc gullnum heitum gátuð skilið mig frá honum til að vera í sukkinu með yður og eftir að jeg hafði snúið yöur svo útaf á Great Eastcrn hótel að yður má rcka minni til, þá reynið þjcrmeð óhróðri hvar sem þjcr gátuð að gcra bæði okkur og landa okkar tortryggilcga bæði ÍLondon og Höfn, þar sem þjer vöruðuð menn við að hafa skifti af okkur vcgna þess að alt væri ólög og ósannindi sem við segðum og sögð- uð að við yrðum reknir frá stjórninni á aðalfundinum 12. Apríl með smán, því þjcr ættuð þar ráð á hverju atkvæði. Og svo þegar til kemur hafið þjer ekki einu sinni sjáífur hug til að koma á fundinn þó þjer væruð þar svo að segja f næsta húsi og þorðuð ekki að tala við okkur og agenta okkar nema í teie- fón og afsögðuð þá að láta nokkurn mann vita hvaðan þjer töluðuð við okkur og ljetuð aungan mann held- ur vita hvar þjer bjugguð hvorki í London, Hull, Grimsby, Amsterdam nje Kaupmannahöfn af ótta fyrir þvf, að þjer yrðuð settur í höft fyrir ráðsmensku yðar. Það er ekki yður að þakka að við rökfum svo spor yðar utanlands að þjer gátuð ekki flekað með lyg- um neinn þann sem oss skifti nokkru um; og þó þjer hafið kannske feing- ið hjer á yðar mál svínahundinn (Svinehunden) á Vestdalseyri, sem þjer kölluðuð svo í fyrra, Skafta ritstjóra, og danska hundinn (den danske Hund) á apótekinu, sem þjer titluðuð svo, konsúl Ernst, þá er það lítill sigur, því þjer voruð einn til frásagnar og oss í ljettu rúmi hversu þar skipaðist. Sjerstaklega var það dreings- bragð af yður að breiða það út í Danmörku, eins og hjer, að Esbjerg hefði sigit ólöglega undir dönsku flaggi, þar sem þetta var einmitt hirðuleysi yðar að kenna og þjer höfðuð aðeins getað haldið því svo leingi með því að Ijúga á víxl í Lundúnum og á Seyðisfirði. Til allra hamíngju hafði okkur þó lánast áður að leiðrjetta skamm- arstryk yðar og lögleysur að því er hægt var, fyrir staka mannúð og velviid danska konsúlsins í Hull, danska generalkonsúlsins í I.ondon og fslenska ráðaneytisins f Kaup- mannahöfn, sem við reyndum alla að dreingskap og óhlutdrægni og mjög óiíkt því sem þjer lýstuð þeim hjá Fenwirk Stobart & Co á öðrum fundi okkar þar. Það tjón sem þjer hafið gert fjc- laginu með því að vanrækja að það feingi fullan lagarjett yfir eignum sínum, með því að neyða það til að leggja löghaid á sfn eigin skip til þcss að fá umráð yfir þeim, með því að hcfta alla samvinnu milli vor og yðar og með ótal fleiru, það tjón hirði jeg ekki um að ræða hjer. Það á hcima fyrir dómi cn ekki í blaði. Og ógnanir yðar bíía okkur ekki. Þeir títu- prjónar stúngu grunt þá, þegar þjer höfðuð mcira afl til að beita þeim en þar sem þjer liggið nú. Litlar skaðabótakröfur vega og lítið á móti því þegar þjer heituðust að eyði- lcggja okkur, Seyðisfjörð, fjclagið og alla veröldina. Jeg sleppi yður svo að þessu sinni og get þess urn leið, að jeg hef auð- vitað orðtð að láta bitna á yður alt þjtð sem nafn yðar stendur undir hvort sem þjer eigið það sjálfur eða ekki. Jeg skal líka geta þess, að jeg er ekki viss um að öll þau verk yðar sje gerð af varmensku eða strákskap sem sýnast að bera slík merki, því mjer hefur oft verið fast ur grunur á því í vetur að yður væri stundum ekki með öllu sjálf- rátt, hvað svo sem til þess ber. Þó okkur svíði það auðvitað sárt ef þjer skylduð halda áfram að senda okkur tóninn í blöðurn, inn- lendum eða útlendum, þá er okkur það þó auðsjen huggun að þjer gleymið ekki á meðan að það eru »strámennirnir« íslensku sem hreiðr- að hafa um yður í fletinu þar sem þjer liggið nú. Þorsteinn Erli'ngsson. Botnvarpan og Austri. Austri segir í síðasta blaði að »mörg vitni beri að Garðarsskipið Esbjerg hafi dregið botnvörpu hjer úti í fjarðar- mynninu nýlega<. Um þennan drátt eða þessi vitni hefur annars ekkert heyrst, nema ef vera skyldi að það væri sömu vitnin sem Ernst konsúll ljet kalla fyrir rjett um daginn um vörpu- drátt Esbjergs og svo ógiftusamlega tókst vitnisburðurinn, að sögunsaður þeirra kvaðst, eftir því sem sagt er, fyrir rjettinum hafa skrökvað þessu að þeim að gamni sínu, af því hann vissi að þeir væri spiónar. Lað merkir njósnarsnatar. Einginn kastar þungum steini á únga menn þó þeim verði að hlaupa svo á sig í ógxtni. En ef svoer, sem grun- ur leikur á, að eldri menn hvetji ýngri menn til slíks, þá er það ekki ve! gert, því að kæra menn fyrir lögbrot að ó- sekju varðar sektum eða fángelsi eftir hegníng|rlögunum. Annars er bráð nauðsyn fyrir þessa Vígilantíumenn eða Velvakendur að kveikja betur hjá sjer. Núna sjest ekki að þeir hafi annað að vaka við en grútarkolu og geta svo átt það á hættu að fá þau ein laun ættjarðarástar sinn- ar og umhyggju fyrir okkur öllum að þeir verði kaliaðir óþefir eða koiupiltar eða jafnvel kolapiitar, og væru það sorgleg laun. Annars er það skn'ngileg tilviljun að hjer hefur heldur gla-.ðst nú síld og fiskur síðan þessi botnvörpudráttur á að hafa farið fram. Af því Austri segir að Garðars- skipin gleypi síldina hjer jafn óðum það lítið sem aflast, svo Seyðftrðíngar fái ekkert, þá viil Bjarki leiðrjetta þessa missögn bróður síns á Vestdals- eyrinni, sem auðsjáanlega er sprottin af ókunnugleika, þvf Garðarskip veiða nær eingaungu með botnvörpu, eins og Austra mun ráma í, og botnvörpur j brúka ekki beitu að jafnaði, síld eða i annað. Eitt skip, Mattíasar Þórðar- sonar, þarfnast beitu og fjekk einn strokk um daginn af 12. sem veiðst hafa hjer. Hitt hafa Seyðfirðíngar feingið og á skipi Mattiasai* munu vera mest Seyðfirðíngar og síldina ljet af hendi Stefán kaupm. Jónsson, einn af stjórnendum Garðars. Legar Austri er nú búinn að snur- fusa þetta ti! eins og hans náttúru er eiginlegt, þá verður úr því þetta: Að Garðarsskip gleypi síldina jafnóðum og hún fiskast og taki hana frá Seyðfirð- íngum. Seyðisfirði V e ð r i ð: Sd. -f-12; sól, logn. Md. -j- 7; hvarflandivindur. Ld. -j- 8; iogn, skýað. Mid. -j- 11; sól, logn. Fid.-f- 12; vind- ur s. Föd. -f- 14; sól, sunnanblær. I-d. -f- 10; logn, þoka, væta. Fiskreitíngur hefur nú verið dá- lítill þessa dagana. Síld var minni á Eyjafirði en sagt var og varð æði dýr þeim sem þángaðleituðu. Sýslumaður kom aftur nú með Hólum. Brúðkaup. Lau Jón prófastur Jónsson alþíngismaður á Stafafelli og Guðlaug Vigfúsdóttir, systir Sölva hreppstjóra á Arnheiðarstöðum og þeirra bræðra, hjeldu brúðkaup sitt hjer í bænum í gær. Sjera Einar á Desjamýri, bróðir brúð- arinnar, gaf brúðhjónin saman. Lau hjeldu svo heimleiðís með Hólum. Trúlofun sína opinberuðu við sama tækifæri þau fröken Magnea Einars- dóttir prests að Desjarmýri og Andr. kaupmaður Rasmusscn hjer í bænum. Tau fóru svo með Hólum ti! Eski- fjarðar. Sjera Geir Sæmundsson brá sjer um daginn snöggva ferð norður með Vestu til Akureyrar til að skoða sig um í nýja brauðinu. Hann koro aftur með Hólum í gær og kvað sjer hafa litist ágætlega á sig þar nyrðra. S KIP. Hólar í gær að norðan. Farþ. auk sýslumanns og sjera Geirs þær frúrnar Tórdís I-Ielgadóttir frá Hofi í Vopnafirði og Sofía Daníelsdótt- ir frá Skeggjastöðnm, Ögmundur kenn- ari Sigurðsson og inargt fólk fl. Hjeð- an tóku sjer far sjera Þorsteinn Hal- dórsson og Bened. Sveinsson til Mjóa- fjarðar. Fleira fólk fór með skipinu. Bókmentafjelagsfundur r Hafnardeildinni var haídinn g. þ. m. Fundurinn var haldinn í samkomu- salnum á Borchs kollegíi að vanda. Ekki veit jeg hvort nokkrum núlif- andi mannt er kunnugt hvernig sá cinkarjettur deildarinnar er tilorð- inn að halda fundi sína þar, en þaroa hafa þeir verið baldnir urrs lánga tíma. Má geta til að þa& hafi'einhvemtíma þótt hktnnindi að fá þar húsnæði kauplaust og hita, enda er staðurinn ágætlega tilfall- inn, rúmgóður, bjartur og, í borg- armiðju. Nú var fundurinn ekkt svo fjöl- sóttur og mun kyrrari en á árun- um þegar orustan stóð um heim- fl u t n í n g I I a fnar dei.I d a r i n n a.r.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.