Bjarki - 16.06.1900, Blaðsíða 1
Erít btað á vifeu minst. Arg. 3 fcr.
fcorgist fyrir i. Júlí, (erlendis 4 kr.
borg.ist fyrirfram).
ARKI
Augtýsfngar 8 aura Ifnan; mikill af-
siáttur ef oft «r auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir x. Október.
Seyöisfirði, Laugardaginn 16. Júni
V. ár. 24
Póstar.
*7. — Hólar á norðurtóið.
19. — 'Norðanpóstur kemur.
S. d. VopnafJ.póstur fer.
20. — Eg’li að norðan, suður um
fjörðu og utan.
21. — Sunnanpóstur kemur.
22. — Ceres frá útlöndum um Norð-
fjörð, norður um til Rvíkur.
30. — Hólar á suðurleið.
ínga frá útlöndum (óákveð-
inn dagur).
Uppboðsauglýsing.
Eftir beiðni herra verslunarstjóra
Gríms Laxdals verður haldið opin-
bert uppboð á Vopnafirði Laugar-
-daginn 7. Júlímánaðar næstkomandi
og þar seldar ýmsar vörur tilheyr-
andi Vopnafjarðardeild pöntunar-
fjelags Fljótsdælfnga o. fl. t. a. m
álnavara og önnur kramvara, kað-
all, fjárbað, járnvara og kryddvara,
tómir kassar, tunnur o. fl.
Söluskilmálar verða birtir á und-
an uppboðinu sem hefst kl. iof. h.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu
15. Júní 1900
Jóh. Jóhannesson.
Útlendar frjettir.
Með skipi Garðars, Snæfelli, komu
ensk blöð til 9. þ. m. og færðu
þessar frjettir helstar:
Brctar tóku Prætóríu (borið fram
Pretóríu) 5. þ. m. mótstöðulaust
frá Búa hendi, eins og sagt var
fyrir f síðustu frjettum í Bjarka.
Það er nú fullyrt að Búar hafi
aldrei ætlað sjer að verja borgina,
þvf þó þar væri gott til varnar þá
var Búum það auðvitað lítil ánægja
að sitja þar umkríngdir og láta
svclta sig þar inni en geta eingan
geig gert Bretum á móti.
Síðan Búar sáu vanefni sín að
stöðva Breta við Vaalfljótið hafa
þeir látið sjer nægja að tefja þá
og ónáða á leiðinni til Jóhannes-
borgar og Prætóríu sem þeir hafa
sjeð sjer fært. Fyrir sunnan og
vestan Jóhannesborg urðu æði skæð-
ar smáorustur áður Bretar tæki
borgina og í einní þeirra segjast
Bretar hafa mist 75 menn. En
þegar þeir nálguðust Prætóríu fór
Búaherinn óðum að hafa sig á burt
og flutti með sjer mikið af faung-
unum bresku. En svo nálægt voru
Búar þar klóm Roberts að þegar
breska liðið kom í borgina voru 3
vagnalestir á járnbrautarstöðinni og
tóku Bretar 2 þeirra hlaðoar kol-
um og ýmsum vörum, ein slapp
burt. Bretar segjast líka hafa náð
þar um 100 herfor/ngjum sem
fángnir voru, en þær 5 eða 6 þús.
manna sem Búar höfðu tekið fángnar
höfðu þeir á burt með sjer.
Forsetar ríkjanna, Kriiger og
Steijn, voru farnir þaðan daginn
áður svo Bretar náðu þeim ekki,
en kona Krugers og kona Botha
yfirforíngja Búa voru eftir í húsum
sínum og láta Bretar auðvitað bæði
þær og hús þeirra í friði.
Forsetarnir og Búaherinn hjeldu
austur eftir járnbrautinni sem
liggur frá Prætóríu til Middelborg-
ar þar sem Kriiger kallar nú að-
seturstað sinn, og þaðan til Lyd-
enborgar heiða að land.amærum
Portúgala og er getið til að þeir
muni ætla að setjast að á þeim
heiðum og hafi haft með sjer fáng-
ana til þess að neyða Breta til að
halda á eftir sjer og eyða fje og
mönnum, þvf ella hefðu Bretar vel
getað látið sjer nægja með að taka
alt Iandið og halda aðeins .vörð
sunnan við fjöllin þángað til Búar
yrðu Ieiðir á útilegunni og fegnir
að hverfa heim til búa sinna og
kvenna. Auk fánganna tók Búa-
herinn með sjer nær 30 milljónum
króna í gulli.
Óvíst er ennþá hvort Kruger
gamli sest með Búahernum á Lyd-
inborgarheiðar eða hcldur áfram
um lönd Portúgala til Delagóafló-
ans og fer þaðan á einhverju af her-
skipum Norðurálfuríkja til Hollands,
og það síðast talda þykir jafnvel
líklegast.
Stórtíðindi hafa fá orðið þar syðra
síðan seinustu fregnir komu í Bjarka.
Þó tóku Búar í Óraníurikinu ridd-
arasveit af Bretum 30. Maí; sú sveit
var 4—500 manna.
Bretar leyna því ekki að þeim
er bölfanlcga við það ef Búar setj-
ast á Lydenborgarfjöllin.
Dreyfus. Ennþá einu sinni
ætlar Dreyfusmálið að hleypa Frakk-
landi í uppnám. Fjendur stjórn-
arinnar hafa borið það fram aö
maður nokkur á einni af stjórnar-
skrifstofunum hafi skýrt frá því, að
skjölin sem austurríkski flækíngur-
inn lagði fram síðast í máli Dreyf-
usar sje þýðfngarmeiri en sagt var
og stjórninni nú borið á brýn að
hún leyni þeim vegna hersins.
Svona er alt orðið öfugt nú, að
fjendur Dreyfusar og stjórnarinnar
beita þessum vopnum aðeins til að
fella þessa stjórn, vafalaust í þvf
skyni að steypa lýðveldinu og fá
konúng eða keisara.
Þeim bardaga lauk þó svo fyrst
um sinn að Galliffet hermálaráð-
herra sagði af sjer en annar kom
í staðinn sem André heitir. Síðan
hcfur þar verið kyrrara.
Kina. Þar hefur leynifjelag eittj
sem kallað er Boxarar, gert óspekt-
ir. Tilgángur fjelags þess er að
ryðja burt öUum trúboðum og víst
yfir höfuð öllum útlendíngum úr
Kína, og hefar það nú risið upp
víðsvegar um ríkið, drepið menn
og gert uppreist móti her stjórn-
arinnar svo hún hefur ekki ráðið
við neitt, og hafa því stórveldin
sett þar 700 manna á land og
Rússar 2000 að sagt er til að bæla
Boxarana.
Bramakóngurinn Mansfeld-
Bullner, tyrkneskur general konsúll
og margt fl. er nýdáinn og varð
ekki nema 58 ára. Sem von cr til
mun mönnum þykja það ijeleg
meðmæli með B ama og öðrum
leyndarlyfjum og bitterum þegar
sjálfir meistararnir deyja svona frá
öllu saman á besta skeiði. Þá er
ekki von að sullið leingi lífið í
hinum.
Timarit — blöð.
— —
í 19. tbl. ísafoldar hefur hcrra
Einar Hjörleifsson tekið til máls
útaf greininni, sem »Bjarki» flutti
í vetur, um tímarit, blöð o. fl. En
sú grein var skriluð móti mjög á-
kveðinni skoðun, sem hann hafði
áður látið í Ijós í Isaf. um galla
þá sem væru á hjerlendum tíma-
ritum nú sem stendur, að undan-
teknum kirkju- og trúmála-ritunum,
og þó einkum gegn ummælum hans
um stofnun nýs tímarits samkvæmt
tillögu Bókmeotafjelagsstjórnarinnar
{ vor sem leið, eða tímarits, sem
færi í líka átt og um hefur verið
rætt nú á síðustu þíngum.
Af ummælum hans, f þeim grein-
um í ísafold sem Bjarki hafði fyr-
ir sjer í vetur, varð ekki annað
slcilið, en að hann væri mjög ein-
dregið á móti stolnun þcsskonar
1900
tfmarits, sem hjer er um að ræða
og að hann teldi öll tímarit einsk-
is nvt sem ekki væru beinlínis gef-
in út til þess að þræla undir merkj-
um einhverrar fastákveðinnar skoð-
unar, eða »stefnu«.
En nú lýsir E. H. yfir því (ísaf.
að hann sje Bjarka að öllu leyti
samdóma í þessum efnum og er
Bjarka það auðvitað ánægja, eink-
um þar sem E. H. sannar að svo
sje með uramælum úr grein, scm
hann hefur ritað f Isaf. fyrir tvcim
árum. Þar er hann að rita um
Eimreiðina og segir meðal annars:
»Oss virðist sem einmitt það ætti
að vera aða'Ihlutverk Eimreiðarinnar
að taka sem flest af þessum mörgu
málefnum til rækilegrar íhugunar,
og þá helst fylgja dæmi hinna á-
gætustu útlendra tfmarita í því, að
fá málin rædd frá sem fiestum og
ólíkustum sjónarmiðum.«
Eins og allir geta sjeð, kemur
hjer fram beinlínis sama skoðunin
sem haldið var fram í Bjarka, bæði
á þvf, hvcrnig stjórna eigi tímarit-
um og Hka á því, hvernig bestu
tímaritum erlendis sje stjórnað.
Þar er ekki minsti munur á.
Enda segir E. H. að þángað geti
hann orðið Bjarka samferða, en
leingra ekki.
En sannleikurinn er sá, að hann
hefur orðið samferða alla leið, kom-
ist nákvæmlega að sömu niðurstöðu
í þessu máli.
Því um leið og hann játar að
tímarit, sem gcfa sig við að ræða
alfslensk mál, ættu að vera óháð
allri flokkaskiftfngu, ættu að »ræða
málin frá sem ólíkustum sjónarmið-
utn«, — þá gctur það ckki verið
skoðun hans, að tímarit, sem stofn-
að væri til þess að gefa okkur hug-
rnynd um áhugamál og þrætumál
umhcimsins, ætti að vera einskorð-
að stefnurit.
f>að næði eingri átt.
En það var einmitt þetta sem
hann hafði haft á móti tímarits-
stofnun Bmfjel.
Annars er lángt frá þvf að Bjarki
kæri sig um að vera að heingja hatt
sinn á það atriði.
Aðalatriðið er það, að E. II. e r
Bjarka fyllilega samdóma um það
hvernig tímaritum ætti að vera
stjórnað.
Og þá getum við líka vafalaust
orðið ásáttir um það, að hugmynd