Bjarki


Bjarki - 16.06.1900, Page 2

Bjarki - 16.06.1900, Page 2
94 okkar um þetta sje jafngóð fyrir þv(, hvort vissum útlendum tíma- ritastjórum hafi tekist að fylgja henni út í æsar eða ekki. Mestur hlutinn af grein hans er sem sje um þýðíngarHtil aukaatriði f þessu máii. Hann játar, að »ágætustu tfma- rit« erlendis leggi kapp á að ræða málefnin frá sem »ólíkustum sjónar- miðum*. það er með öðrum orð- Um, að þau tfmarit sem hann tel- ur ágætust erlendis eru ekki ein- skorðuð »stefnu«-rit. Og þó er hann að halda vörn uppi fyrir stefnu- festu tímaritanna »Rev. o. rev.«, »Kringsjaa« og »Tilskueren.« En vafalaust er það. að bæði Steed og Tambs Lyche hafa verið sömu skoðunar og við E. H. um það, hvernig tímarit ættu að vera. Stefnufcsta eða tstefnuleysi sjálfra þeirra í lífinu kemur þvf ekkert við. En vfst er það, að ekki hefur Steed Verið talinn stefnufastur maður í öllum málum, T. Lyche þekkir víst hvorugur okkar af öðru en »Kringsjaa«. Maðurinn var hvorki frumlegur nje mikilhæfur rithöfund- ur. En hann hafði lag á að gefa út tímarit, sem náð hefur mikilli hylli og alment er talið hafa haft töluverð áhrif í Noregi, af því það veitti inn í landið nýjum, útlendum mentastraumum. En E. H. er fyrsti maðurinn sem jeg hef heyrt telja »Kringsjaa« »mjög svo ákveð- ið» stefnurit. Það er einmitt stefnu- leysið sem Norðmönnum hefur þótt einkcnna það tímarit og þar í landi hafa ýmsir fundið því það til for- áttu. Bókmentaþættirnir í »Tilskuercn« segir E. H. að gefi því tfmariti stefnu og eru það undarlega öfug ummæli, þar sem tveir helstu bók- mentafræðíngar Dana, sem þó vitan- lega hafa í verulegum atriðum mis- munandi skoðanir á þeim bókmenta- stefnum sem nú eru vakandi í Danmörk, G. Brandes og V. Vedel, rita um bókmentir nær því í hverju hefti. Og ritdómar birtast þar einnig iðulega eftit aðra rnenn. I’ótt umræður fari þar ekki fram um ritdóma Vedels, þá er það að líkindum ekki afþví, að ritið mundi ncita þeim viðtöku, væru þeir frá merkum rithöfundi, t. d. G. Brand- es, heldur af því, að ritdómar eru sjaldan gerðir að deiluefni. Niðurl. Á ferð. 23. Maí til 13. Júní. Eyjafjörður: Tíðarfar hefur Verið hið sama á Eyjafirði eins og á Austfjörðum nú í vor. Ostöðug tíð, snjór og kuldi þángað til 24. f. m. að um skifti til bestu sum- arblfðu. Nú er grastíð hin besta og tún orðin eins og fagurgrænar flauelsbætur á gráu »búkskins«-fati. Fiskiafli hefur því nær einginn verið á báta fyr en 5. þ. m. Nokkru fyr höfðu Olafsfirðíngar aflað tölu- vert og fiskiskip Eyfirðínga hafa aflað vel; sömuleiðis gekk hákarla- veiðin með betra móti, hæðst á 4. hndr. tunn. lifrar á skip síðan 14. April. Eitt hákarlaskipið, »Hrfs- eyjan«, kom nýlega inn með 155 tn. lifrar og gekk til þeirrar veiðar als hálfsmánaðartími. í’að kvað gera um 120—130 kr. í hlut. — Fyrirdrátt stunda Eyfirðíngar (Ak- ureyríngar) mjög mikið en lftið hefur aflast þar nú á þann hátt, nema einn sólarhríng er síld aflað- ist þar töluverð. Annars hefur sfld ekki aflast þar f vor nema á óverulegum reitíngi og nú var þar síldarlaust. 5. þ. m. feingu Svarfdælíngar hlaðafla í fyrsta sinn á vorinu. Var þá fiskigánga komin þar alt í einu svo stórkostleg, að menn muna vart eftir annari eins. Bátarnir komu sökkhlaðnir í land, sumir með seilar á eftir, aðrir með kipp- að og afhausað og alt var þetta rigaþorskur svo stór, að elstu menn muna eigi eftir öðrum eins. Eftir verði sem verið hefur á blautfiski feingu Svarfdælíngar og Ólafsfirð- íngar fyrstu afladagana, hluti er gerðu frá 9 til 15 kr. og jafnvel 22. 37 fiska hlutur á einum bát var álitinn að gera 16 kr. Enn cr ekkert verð ákveðið á fiski þar. Lítilsháttar reitíngur af sfld aflað- ist í Sv.dal um Hvítasunnuhátíðina og nokkuð kvað vcra þar af síld á íshúsinu, en annars óttuðust menn mjög beituleysi. A Akureyrarspítala lágu nú 15 sjúklíngar, auk þess hafði læknir- inn þar, Guðm. Hannesson, margra sjúklínga að gæta, bæði í bænum og í grendinni. Alment heilsufar var þó talið í góðu lagi. Inflúensan var um garð geingin, en hafði víða haft óþægileg og ill eftirköst, sjer- staklega þar sem veikbygðir áttu í hlut. Þó varð hún ekki mörgum að bana. í Svarfaðardal dóu úr henni 5 mcnn á efra aldri. Þar í dalnum eru um 100 bæir og um iooo mans. Sveit þessi er ein hin fegursta af bygðum Islands og hefur tekið talsverðum framförum í síðustu 10 ár, bæði hvað snertir húsabyggíngar, jarðabætur og brúa- gjörðir. Bindindismálefnið hefur og eignast þar allmarga stuðníngs- menn. Svarfdælir hafa orð á sjer fyrir gestrisni, greiðasemi og frá- bæra meðferð á skepnum; þó hafa þeir orðið fyrir því óláni, að fjár- kláðinn hefur þreyngt sjer þar inn á allmarga bæi. A Hálsi í Sv.dal drápust nýlega 2 kýr, önnur á bás en hin í haga, af völdum eitraðrar húðar. Slys þetta var álitið þannig tilkomið, að maður sá er tók hey handa kúnum, gckk um heyið á skóm úr húðinni. Kýrnar drápust mjög snögglega og voru brendar upp með húð og hári. Bóndinn á Hálsi, Jón Jónsson, hafði af sömu atvik- um feingið spillfngu f andíitið og var þegar fluttur til Sigurðar læknis Hjörleifssonar. Hvernig honum reiddi af hefur enn ekki. frjetst. Haldóra Sigurðardóttir, fóstur- dóttir sjera Jónasar á Hrafnagili, var þann 7. þ. m. á ferð ofan á Akureyri, fjekk snögglega slag, var flutt heim meðvitundarlaus, raknaði aldrei við og dó degi síðar. Um miðjan Maí síðl. dó Jón Þor- kelsson bóndi á Svaðastöðum í Skagafirði. Hafði hann að sögn setið að drykkju að kvöldi dags með kunníngja sínum, sofnað útaf frá drykkjunni og ekki vaknað framar til þessa lífs. Jón var ná- lægt hálfáttræður og kvað hafa verið maður mjög einkennilcgur, gamail í anda og forníegur, að aungu leyti fylgt með samtíð sinni í háttum og siðvenjurr og algjör- Iega neitað sjer um öll þægindi lífsins, nema hann kvað hafa verið hneigður fyrir vín og keyft það óspart. T. d. er sagt að hann hafi keyft og eytt 6—7 tunnum af brennivíni sfðastliðinn vetur. Jón bóndi mun hafa verið einn hinn ríkasti maður á Islandi. Við lát hans fundust eftir hann rúmar fjórtán þúsundir í dönskum gull- peníngum og sagt er að til muni hafa vcrið að minsta kosti annað eins í silfri, jaf'nvel áiitið af kunn- ugum mönnum að hann muni hafa átt um 60 þúsundir í peníngum. Auk þess átti hann 30 — 36 þús. kr. í útlánum, milli 10 og 20 jarð- ir, um 200 sauðfjár og um 100 hross, eftir því sem fiann sjálfur vissi best, en í innanstokksmunum aðeins um 40 króna virði og er það ljósasta dæmi einkennileika hans í lifnaðarháttum. Kostir Jóns voru: áreiðanlegieiki f viðskiftum, einstok gestrisni og greiðasemi í að lána út fje sitt jafnvel vaxta- og tryggfngalaust. Jón var aldrei við konu kenndur og hafði sterka óbeit á öllu slíku, enda dó hann ókvæntur og barn- laus. Erfíngjar hans eru því fimm eftirlifandi systkyni og börn hins sjötta, sem var dáið á undan Jóni. Vesturfarar hátt á þriðja hundrað voru nú með Vestu á lcið til Skothnds, mcst börn og fólk á besta aldri. Auðvitað unnum vjer þessu lólki als góðs og óskum að það megi öðlast sem mesta vellíðan í sínu nýja heimkynni, en hitt dylst oss eklci að sorglegri farm en þennan og skaðlegri landinu getur ekkert skip flutt út og má búast við að það endi ekki vandræðalaust hvorki til sjávar nje sveita ef vesturfara- straumurinn fer nú að magnast aft- ur og rífa með sjer börnin og ný- uppkomna fólkið úr landinu. Þegar nú spurt er um orsakirn- ar til þessa mikla útflutníngs, þá má víst gera ráð fyrir að svarið verði sem fyr, að það sje alt agent- unum að kenna og má vera að sannleiks neisti sje í því, en meira er það ekki. Hitt er aðalorsökin að atvinna er hjer í mörgum grein- um svo óstöðug og ólífvænleg að hún heldur óánægjunni sfvakandi Og lokkar menn til að leita annars. Það dugar því lítið þó við heingd- um alla vesturfaraagenta ef þíng og þjóð halda áfram að eyða mestu af kröftum sínum og tíma i stjórn- arskrárstapp en láta alla atvinnu- löggjöf gánga í flaustri og handa- skolum og jafnvel spilla atvinnu- vegunum f stað þess að bæta þá- Löggjöfin á og að nokkru leyti þátt í þvír hve tilfinnanlega oss skortir fje til að vinna með, en mesta og versta skuldín hvílir á þcim mönn- um sem af skammsýni og öfund reyna til að drepa öll þau fyrirtæki sem líkleg gætu orðið til að veita arðsama atvinnu og markað fyrir ýmsar afurðir landsins. Það eru þessir menn, fremur öllu öðru, sem vjef eigum að gjalda þakkirnar fyrir það,að við verðum að horfa á eftir þessum farmi og öðr- um slíkum út úr landinu Lagarfljótsbrúín. Þær fregn- ir hafa borist híngað frá Höín nú með síðustu skipunum að Þórarinn stórkaupmaður Túliníus ætli að setja brúarefnið upp á Búðareyri við Reyðarfjörð og láta aka því mað hestum upp yfir Fagrada) í sumar, eða eitthvað ■ áleiðis upp á dalinn. Orsökin til þess að hann hefur hætt við að senda eínið upp á Hjeraðssanda kvað vera sú, að hon- um þyki lendíng þar óhæg og kostn- aðarsöm eins og hún líka er. Yms- ir geta þess þó til, að hin leiðin muni verða hæpnari og kostnaðar- samari, Og verður rcynslan að skera úr þvf, enda kemur það herra Túli- niusi einum við, sem tekið hefur að sjer allan flutnínginn. Hitt er vafalaust rjett ráðið að láta aka efninu upp yfir Fagradal að sumrinu þó það sje kostnaðar-

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.