Bjarki


Bjarki - 25.06.1900, Blaðsíða 1

Bjarki - 25.06.1900, Blaðsíða 1
ffiiít foíað i vika minst. Arg. 3 kr. borgist fyrir í. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsingar 8 aura ifnan; tnikiil ai- sláttur et oft er auglýst. Uppsögrv skrifleg fyrir 1. Október. V. ár. -£4 Seyðisfirði, Mánudaginn 25. Júni 1900 Opið brjef til Þorgeirs i Vík, frá Jens Pálssyni. • Herra Þorgeir í Vík! I hallmælagrein yðar til fyrirfar- andi þínga (t biaðinu Austra nr. 17 og 18) með fyrirsögninni »Of- an úr sveit - utan frá sjó« hafið þjer ekki lofað mjer að eiga ó- skiftan hlut með öðrum þíngmönn- um, heldur nefnt mig sjerstaklega og hreytt að mjer, einum ailra þíngmanna, strákslegum hrakýrðum. Til þessa hefi jeg jafnan þagað við gaspri misviturra iandsmálaglamrara um tillögur mínar til latvdsmáia og afskifti mfn af þeim. Nú mun þó kurteislegra að bregða þeim vana úr þvt þjer hafið haft svo mikið við mig, umfram aðra þíngrrenn, að Ieggja mig í einelti. Þjcr tnis- virðið ekkt við mig, að brjef mitt verður stutt, jeg hef annríki þessa ■daga og brestur tfma til að rita lángt mál. Fyrst vil jeg minnast ofurlítið á hið pólitiska innihaid greinar vðar og síðan bera hönd fyrir höfuð mjer. I. í fyrsta kafla ritgjörðarinnar lítið þjer yfir ig. öldina og segið fram- farir vorar harla litlar bæði í raun og veru og hlutfallslega við aðtar þjóðir. Mismunurinn á vorum hög- um og nágrannaþjóðanna hafi verið tninni í byrjun aldarinnar, en sje að verða æ meiri og meiri, vjer sjeum stöðugt og óðfluga að drag- ast aftur úr. Kappsiglíng vor á braut framfaranna móts við þeirra sje sem »amlóðasiglíng á opnum bát með ónýtt lið og illa stjórnað* móts við hamhleypu siglfng á ör- skreiðum gufuskipum með koslalið, er vel er stjórnað. Hún er ekki björt framtíðin sem þjer setjið löndum yðar fyrir sjónir, Þorgeir góður, með þessari stað- hæfing yðar, það er hvorki meira nje minna en algert vonleysi og þar af leíðandi annaðhvort uppgjöf í sinnulejfsi út í eymd og dauða, eða flótti af landi brott, sem þier með henni innrætið landslýðnum, meðan þjer ekki bendið á sönn skýlaust dugandi ráð til að halda í við nágrannaþjóðirnar, en það ráð finst bvergi í grein yðar En svo vil jeg spyrja yður, hvern siðferð- islegan rjett hafið þjer til þess, að koma fram mcð jafn ógnandi stað- hæfíng án þess jafnframt að færa óyggjandi vörn fyrir henni ? En til þess gerið þjer einga tilraun, þvert á móti eru ummæli yðar rnjög vill- andi. Af þeim verður ekki annað sjeð, en að vjer Íslendíngar höfum notið sjálfforræðis jafnmörg ár aldar- innar eins og nágrannaþjóðirnar og að þvf leyti staðið jafnvel að vígi. En lángt er frá að svo sje, þar sem vjer höfum notið aðeins vísis til sjálfforræðis einn fjórðúng aldar, er. þær fulikomnara og miklu ieing- ur. Þannig takið. þjer hvatvíslega til skiiyrðaiauss samanburðar það, sem eigi er sambærlegt. Til þess að þessi fuilyrðíng yðar geti verið forsvaranleg þurfið þjer að sanna að nágrannaþjóðunum í rjettri til- tölu við auðmagn, landskosti og fólksfjölda hafi farið nieira fram í oíi- um greinum sansantöldum á fyrsta aídarfjórðúngi sjálfsforræðis þeirra, heldur enn oss hefur faiið, að eign- ir þeirra, fratnleiðsia andleg og lík- arnieg, verslunarmagn og mentun hafi tiltöiulega aukist meir hjá þeim en oss Þá virðist þjer og blindur á báðum augum . fyrir því, að á síðara helmfngi þessara 25 ára vors þjóðbúskapar hafa mestallar fram- farirnar orðið, því þeim, sem á síð- ustu þíngunum hafa setið og þeim framförum hafa til vegar komið, hallmælið þjer harðlega. Þá er þjer hafið varpað fram þessari órökstuddu fuliyrðíng yðar, spyrjið þjer: »hverju er um að kenna?« og haldið því fram, að landið, »okkar ástkæra ísafold« sje ekki á nokkurn hátt um það að kenna, að vjer höfum orðið og sje- urn að verða svo mjög á eftir ná- grannaþjóðuRum., Samkvæmt þessu er það yðar kenníng, að Island þrátt fyrir hnattstöðu, stærð og ásigkomulag, sje fyrir 70 þúsund fátæklínga jafn hagkvæmt framfara- land eins og DanmöVk, Nor|egur, Svíþjóð og Skotland fyrir sínar milljónir margfalt auðugrj manna. Þeg-ar þjer eruð á álykti narleið yðar kominn út í þessa afskaplegu vitleysu, þá er eins og þjer hafið eitthvert veður af, að þjer sjeuð að komast í bobbá, cn út úr hon- um skríðið þjer jafnharðan um þá bina alkunnu haildhægu smugu, að kenna þíngi og stjórn um alt sam- an. Af allri grein yðar upp frá því er augljóst, að þjer meinið bara þíngið, þótt þjer nefnið stjórnina með, svona upp á stáss. Þíngið á að fá skell hjá yður, til þess eru refarnir skornir. Annan kafla greinar ýðar byrjið þjer með strákslegu sparki til sjera jóns Bjarnasonar í Winnipeg; þjer viljið gera fyrirlestra hans að agentaritlíngum og þ j e r bregðið h o n u m um að hann »komist heimskulega að orði«. Jeg aumkv- ast yfir yður. Að öðru leyti leiði jeg þennan »vesturheimska« útúrdúr yðar hjá mjer, enda mun ekki vesturfarirnar hjeðan af að óttast, úr því þjer — sjálfur Þor- g e i r í V í k — hafið slegið því föstu, að ísland sje »jafnvel ekki verra en sjálf Can.ada* og úr því þjervitið »að öilum skynber- andi mönnum, að undanteknum agentunum, muni bera saman um, að hjer sje vel lífvænlegt*. Eftir þessu fara til Vesturheims hjeðan þeir einir menn, sem ekki eru skynberandi, og virðist ekki mikil eftirsjá í þeim. Þjer segið næst að oss vanti eitt: penfnga, en út frá því, að oss skorti hvorki vit nje viíja til að brúka þá, segist þjer gánga sem gefnu, en svo atyrðið þjer þíngið með óralaungurn romsum einmitt fyrir það, að það hafi vantað bæði vit og vilja til að verja fje lands- ins vel og rjett. Þjer segið að nágrannaþjóðirnar afli sjer fjárins með því, að láta ekkert tækifæri ónotað til að efla og styrkja þá atvinnuvcgi, sem best geti þrifist í landinu, en þegar til slíks hafi komið hjá oss, þá hafi þíngið þagað og ekkert viljað hafa mcð það að gera, fleygt í atvinnu- vegina smábitum »eins og beini í sníkinn hund til þess að koma þeim af sjer«. »Þegar landbúnaður og sjávarútvegur hafi verið nefndir á nafn, þá hafi þíngheimur að mestu þagnað«, en »sjc farið að tala um járnbrautariagnfng austur að Heklu, eimskipa útgerð, akbrautir, setu ráðgjafans í ríkisráði •■g önnur »stór«-mál, þá kjafti á hverju þíng- peði hver tuska«. Utundan þess- um ógeðslega vandiætíngabúnfngi yðar g.ægist þcssi alþekta fjarstæð- iskraiá »vjer viljum hafa menníng, framfarir, viðgúng atvinnuvega vorra, hagstæða verslun, en um nauðsyn- legustu skilyrði fyrir allri þessari framför varðar oss Íslendínga ekki lifandi ögn. Vjer skulum ekki láta pss henda sömu heimskuna, sem ailar aðrar þjóðir að þykjast þurfa að fást um nokkur framfara og menmngarskilyrði. Jafnframt því að hrakyrðast um að þíngið hafi ekkert gert af viti nje að gagni fyrir atvinnuvegina, skorið þjer á bændur, að heimta að þíngið veiti og verji stórfje, eftir vorum mælikvarða tii þeirra. — Það þarf áræði, mjer liggur við að segja fífldirfsku, til að koma fram með slíka áskorun, jasfn gagn- tekinn af vantrausti á þínginu — jafn frfandi því vit.s og grunandi það um gæsku sem þjer eruð, og það þarf ósvífni til að fordæma jafnhrottalega og þjer gerið aðgerð- ir þíngsins til viðreisnar atvinnu- vegunum, en benda ekki á neitt ráð til að koma þeim upp með þessu áskilda »stórfje« annað en það eitt að friða hvali, jafntvísýnt og óframkvæmanlegt sem það ráð er. En Hvað ér jeg að fara? Scgir það sig ekki sjálft, að þjer eigið við þfngið eins og það var, meðan jeg og aðrir voru þar, en ekki við þfngið sem verður, þegar þjer er- uð kominn á það með allan yðar vitsmunaforða — vitra þíngið, sem skáldin munu kveða um : »Þar stóð hann Þorgeir á þíngij þá er »stór- fjenu« stefnt var að lýði,* þar var hann »Þorgeir í Vík«,sem þjóðina frelsaði úr neyð«. í þriðja kafianum ránkar yður við því, að þíngið hafi þó veitt allmik- ið fje og gert allmargt aðalatvinnu- vegum vorum til viðreisnar, og kannist meira að segja við, að sam- gaungubætur síðustu þínga á sjó og landi sjeu þeim líka óbeinlínis til viðgángs. En yfirlit yðar yfir að- gerðir þfngsins, aðalatvinnuvegum landsins til efiíngar, bendir á, að yður sje ekki Ijóst, það er þjer rit- ið um, með þyí þjer sleppið að geta annara eins höfuðatriða eins og sjómannaskólans og Ræktunar- sjóðs Islands, en samt sem áður hefðu þau atriði sem þjer nefnið átt að knýja yður til að sjá, að ummæli yðar um þögn og afskífta- leysi þíngsins um atvinnumálin eru staðlaust bral'.yrðabull.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.