Bjarki


Bjarki - 25.06.1900, Blaðsíða 2

Bjarki - 25.06.1900, Blaðsíða 2
q8 II. Mig nafngreinið þjer í sambandi við samgaungumál vort, og kveðið upp yfir mjer sem þíngmanni smán- andi fordæmíngardóm. Jeg hefi vandlega leitað að ástæðum hjá yÍ- ur fyrir þeim dómi, en eingan vott nokkurrar ástæðunefnu fundið ann- an en svohljóðandi ummæli, >að jeg mundi nokkuð dýr, ef þíngið hlypi eftir hverri »flugu< er jeg reyni að koma í menn í þessaátt<. Þetta, sem þjer nefnið »flugur< eru án efa tillögur mínar og að- gerðir í samgaungumálum. Hverjar eru þær svo? 1. að fá numin úr gildi vegalög, er hefðu haft ókleyfan kostnað í för með sjer og voru því ófram- kvæmanleg, með því þau ákváðu akvegalagníng eftir öllum aðalpóst- leiðum, en fá í þeirra stað fram- komið lögum, sem baka landinu miklu minni kostnað, með því ak- vegir eftir þeim eru aðeins 9 til- tölulega stuttir spottar. Hafa þessi lög um vegi frá 1894 reynst framkvæmanleg og hagfeld, enda hefur vegagerð á landi fieygt stór- kostlega fram sfðan þau komu til sögunnar. En yður þykir víst alt of miklu fje hafa verið til vega- gerðar varið. Slíkt er álitamál — en hitt er víst, að því aðeins hefur þjóðin, þíngið og stjórnin verið samtaka í þeim fjárveitíngum og framkvæmdum, að lögin hafa þótt stefnurjett, framkvæmanleg og hag- kvæm. Eða ímyndið þjer yður, að jeg hafi ráðið mestu um fjárveit- íngar til vega? Sje svo, þá er meira en mál komið fyrir yður til að losna við svo bjánalega ímyndun og er nær fyrir yður að átta yður á hvort þjer munduð taka með þökkum svívirðíng eina fyrir aðra eins nytserndar og sparnaðar umbót á vegalögum landsins. 2. Næsta fiugan, sem suðar og sýngur f'höfðinu á yður er án eía sú tillaga mín, að þíngið veitti ein- stökurn mönnum er þcss .beiddust beimiltl með iögum til þess, að leggja -— vel að merkja fyrir þeirra eigin penínga — járnbraut (mjó- braut) frá Reykjavík inn á miðju stærsta undirlendisins og landbún- aðarsvæðisins á landinu; en lands- sjóði ætlað að leggja tiltölulega lítinn styrk, þá er regiuiegar vagna- lestir væru farnar að gánga eftir braútinni. Ekki varð skortur á meinsmönnum þessa fyrirtækis, en með því eingin skynsamleg ástæða fanst gegn málinu var gripið til ósanninda, hveptsni og sviksamlegs ritháttar og þannig komst sú ránga írnyndun inn í fjölda alþýðumanna er ekki lásu þíngtíðindin, að jeg scm fiytjandi þessa heimildar frum- varps tii járnbrautarlagníngar, og þeir er það studdu, hafi viljað láta Iandssjóð Ieggja á sinn kostnað járnbrautina, og að hana hafi átt að leggja til Heklu. Framhjá þessu saurblaðaþvaðri og þarmeð fylgjandi háði og áreitni í minn garð gekk jeg með þegjandí fyrirlitníng, áleit jeg draug þenna mundu deyja út með því móti, enda bauð mjer svo við óþverra þessum, að jeg hliðr- aði mjer hjá að snerta við honum úr því að járnbrautarmálið, sem þá var búið að drepa, ekki þurfti framar varnar við. Nú með því þjer hafið vakið drauginn upp aftur og magnað hann með ummælum yðar um »járnbrautarlagníng til Heklu« og pólitiskum smánar- orðum um mig — hvort sem því tiltæki yðar veldar eintóm illgirni eða fáfræði jafnframt, þá neyðist jeg til að senda þenna uppvakníng yð- ar heim aftur, að hann hirti yðar innra mann mað þeim sannleika, er jeg hef hjer sagt yður um þetta mál. Síðan ætla jeg honum að róta við yðar steinsofandi samvisku með þeirri spurníng, hvers virði járnbrautarfyrirtæki þetta, — ef það hefði komist í framkvæmd og þrif- ist —, hefði orðið fyrir landbúnað- inn, sjerstaklega væntanleg sam- lags-mjólkurbú og smjörgjörðahús í Árnessýslu; það er rjettkjorin spurn- íng handa yður, manninum sem kennið rjettilega, að vegurinn til að afla þjóðinni fjár sje sá, að »láta ekkert tækifæri ónotað .til að efla og styrkja þá atvinnuvegi, sem best geta þrifist í landinu,* og »að gufu- aflið hafi skapað framfarir nágranna- þjóðanna«, en skammið mann svo fyrír, að taka þessa kenníngu til greina, — úthúðið m^nni einmitt fyrir trúa og ótrauða fylgd við hana. — Ekki efast jeg um að þjer mun- ið ennfremur gefa mjer að sök, að jeg studdi eina úrræðið, sem dug- að hefur til þess, að komast að skaplegum samníngum við hið sam- einaða gufuskipafjelag um hentug- ar og fullnægjandi ferðir til lands- ins frá því og umhverfis það, ferð- ir sem nú þegar gera bæði lands- og sjávarbúnaði vorum, verslun vorri og annari atvinnu ómetanlegt gagn, og þykja alsendis ómissandi. Ekki spöruðu vanhyggnir orðhákar að hrakyrða þá þíngmenn er í landskipsutgerðina vildu ráðast, og svo þíngið í heild fyrir þetta dýra úrræði; otuðu þeir kostnaðargrýl- unni stöðugt að landsmönnurr; en lítið mintust þeir á árángurinn, að ferðir jukust, tillag til hins samein- aða gufuskipafjelags sparaðist, að vöruflutnfngsgjald þess færðist nið- ur um lO°j0 og loks, að vjer feing- um hjá því með viðunanlegum kjör- um ferðir þær er nú höfum vjer, og eru fullnægjandi. Styrkurinn sem veittur var hjerna um árið til uppmælíngar Hvammsfirði er ef til vill ein afþessum samgaungu»flug- um< sem þjer eignið mjer og telj- ið hættulega landinu; sje svo, læt jeg mjer það liggja í ljettu rúmi því jeg er viss um að þjer verðið einn um þann bjánaskap. Jeg hef í þetta sinn haldið mjer á svæði samgaungumálanna, eins og þjer gefið mjer tilefni^til. Ef þjer leggið mig aftur í einelti inn á önnur pólitisk svæði, þá er jeg til- búinn til að mæta yður þar. Jeg ætti ekki að þurfa að tjá yður að jeg er yður samdóma um, að vjer eigum og þurfum u m fr a m alt að efla aðalatvinnuvegi vora og alla þá atvinnuvegi sem þrifist fá í landinu; jeg skil ekki hvernig yður getur dulist að jeg með öllum tillögum mfnum t sam- gaungumálum eins og fiestum tillög- um á þíngi hef haft einmit það mark og mið að efla atvinnuvegi og hagsældir alþýðuroann a, og efast jeg um að nokkur þfng- maður hafi einskorðað starfsemi sína meira við það markmið. Það er þess vegna jafn óviturlegt sem ósanngjarnt af yður að fordæma mig sem þíngmann og atyrða frá þessu sjónarmiði. Eða hvaða vit er í því hjáyður, að vera að niðia mjer og vilja bægja mjer frá þíngi, en gefa mjer þó í sömu greininni svohljóðandi eindregin meðmæíi: »Kjósið þá menn á þíng næst, sem umfram alt bera atvinnuvegi vora fyrir brjóstinu, eru fastir fyrir og láta ekki kaupa sig með.fje eða fögrum loforðum«. Læt jeg svo grein yðar, þetta hrúgald af sleggjudómum og mót- sögnum eiga sig; hef ekki tíma til að róta frekara við henni. Jeg vona, að þjer virðið vel brein- skilni mína, og kveð yður svo reiði- laust. Útlendar frjettir — ;»;« ; — Erjettir með Vaagen og Ccres ná til 17. þ. m. en eru ekki at- kvæðamiklar. Búar þokast þetta hægt og bítandi undan Bretum en gera þeim árásir og ólið hvar sem þeir geta í klúngrum, giljum, skorðum og öðrum ófærum. Sagt var um miðj- an mánuðinn að sendiherra Banda- manna þar syðra hafi ráðið Búum til að leita friðarsamnínga við Brcta en Kriiger gamli hafi neitað. Bú- ar þokast nú úr öllum áttum til Lydenborgarheiða en stórorustur hafaþar ekki orðið neins staðar síðan seinustu frjettir komu, nema hvað Búller kvað hafa hrakið Búa úr fjalla- skörðunum fyrir austan og eigi þar nú opna leið. Roberts er kominn aðeins lítið norður fyrir Prætoríu. Boxar vatda mestu vandræð- um í Kína, brjóta járnbrautir, brenna kirkjur og heil þorp og hrópa dauða yfir öílum útlendíngum og hafa slitið öllum samgaungum við höf- uðstaðinn Pekíng. Stórveldin senda þar meira og meira lið á land en vinna mjög lítið á. Svosegir ensk- ur trúboði að morð þesst og hryðju- verk sje útlendingunum einum að kenna og ntðíngsað'förum þeirra við Kínverja undanfarin ár. í Höfn andaðist 29 f. m. pró- fessor Carl Lange, oftast kallaður Nerve- Lange, ágætur gáfu- og vís- indamaður og frægur læknir. Hann er og alkunnur fyrir það að hann var gerður Dannebrogsriddari eftir alsherjar læknafundina t Höfn 1884, en sendi krossinn aftur gefandan- um. Hann vildi ekk* gerast jafti hverjum Dannebrogsriddara. Ofrikisrnennírnir af botn- verpíngnum Royalist, sem illmensku- verkið unnu vestra, eru nú dæmd- ir við bæstarjett. Skipstjóri fær 2 ára betrunarhússvinnu, borgi 8000 krónur í skaðabætur og sje tækur úr ríkinu. Stýrimaður fær 15 daga vatn og brauð og eldasveinn 20 daga. Óþverrinn 't Austra. Á hrygðarmyndina í síðasta Austrat má einginn ærlegur maður beita vopni og Bjarki gerir það þá áuðvitað ekkr heidur. Nú sjá allir, hvar hjartað er t Austra og Bjarka finst ekkí muni fara á öðrum stað betur um það, en þar sem það er rrú komið. Sjálfshælnin er líka orðin svo mögur hjá Austra nú að mer.n hætta að hafa gaman af hennt úr þessu. Aftur er það rjett sjeð, að Austra- kempunnl er alveg óhætt að sletta á Jóhannes sýslumann ©g Kristján lækni, einkum ef kempan stendur nógu lángt í burtu,, því bæði 'Austri og aliir aðrir vita að hann verður aldrei virtur einu orði til svars úr þeini áttum. Mann undrar nærri því sú sjálfsaf- neitun Austra að hann skyldi taka aft- ur þetta um ásinn og »bótnuna< á Esbjerg úr þvi honum finst það ekki neitt athugavert, að menn ynno erð að því, að hafa sjeð ása eða »bómur« þar sem þær höfðu aidrei verið, og fanst framburður mannanna jafntryggilegur fyrir því. Á einu atriðinu hafa vandræðin leik- ið Austra ennþá verr en þurft hefði að vera; það er þar senr hann lýsir ritstj. Bjarka fygara að þvf, að Dr. Juris Ernst Möller sje málfærsfumaður við hæsta- rjett og grunar mig að ritstj. Austra hafi blaupið þar eftir þvaðri ennþá meiri skýjagfópa en hann er sjáltúr og gæti staðið svo á því, að Ernst apótekara hafi ekki hugsast að neinn maður gæti orðið málafærslumaður við hæstarjett

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.