Bjarki


Bjarki - 17.01.1901, Síða 1

Bjarki - 17.01.1901, Síða 1
Eitt blað á viku. Vcrð árg. 3 kr. wgist fyrir i. júlí, (erlfindis 4 kr. borgist fyrirfram). I Uppsögn skrifleg, ógild ncma komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI, ár, 2 Seyðisfirði, Fimtudaginn 17. janúar 1901 Kosningarlögin. í 1. hefti Eimreiðarinnar f. á. er prentaður fyrirlestur eftir Pál amtmann Briem um breyt- íngar á kosníngarlögunum. Þar er farið fram á gagngjörðar breytíngar á núgildandi kosn- íngarlögum. eru nú öll líkindi til að þeim iögum verði að einhverju leyti breytt á næsta þíngi, en hitt má telja víst, að flestum þyki breytíngartillögur amtmannsins alltof stórfeingjiegar til þess að þær verði teknar upp allar í einu. Blöðin hafa enn ekki rætt þmr að nokkru ráði nema Isafold og hún hefur aðeins getað fallist á tvö atriði í þeim, en það er kjörstaðafjölgunin og leynileg at- kvæðagreiðsla, En breytíngartillögur Páls Briems eru þessar: 1. Að kjörstöðum sje fjölgað, svo að þeir verði að minsta kosti einn í hverjum hreppi. 2. Að atkvasðagreiðsla sje leynileg. 3. Að allt landið verði eitt kjördæmi. 4. Að hver kjósandi gefi aðeins einum manni atkvæði. 5. Að atkvæði þírcgmannsins hafi á þínginu hlutfallslegt gbdi við atkvæðafjölda þann, sem hann er kosinn með. ,6. Að kjósendur greiði atkvæði með ákveðn- um þíngflokki og atkvæðið teljist flokknum til gildis þótt þíngmannsefnið falli við kosn- ingar. 7. Dcyi flokksmaður á þíngi kcmur samflokks- maður í hans stað, sá er næstur honum gekk að atkvæðafjölda við síðustu lcosn- íngar. * 8, Gángi þíngmaður úr flokki sínum, þá sje hann þíngrækur. Allar þessar tillögur eru vel rökstuddar í fyrirlestrinum og ættu þeir sem vilja kynna sjer málið ýtarlega að lesa hann. Þó er ekki þar með sagt, að breytíngar þessar mundu í Iieild sinni reynast hagkvæmar eða tímabærar hjer hjá okkur eins og nú stendur. Og þá er að líta á hverja grein fyrir sig. 1. Fjölgun kjörstaðanna er sjálfsögð breyt- íng, og væri landið allt eitt kjördæmi og færu kosníngar að öllu leyti íram eins og Pall Briem hugsar sjer, þá væri líka sjálfsagt að hafa að minsta kosti einn kjörstað í hverjum hreppi. En sje kjördæmaskiftíngunni haldið, þá verð- ur einn agnúi á þessari kosníngaraðferð, og hann er sá, að endurkosníegar verða mjög erfiðar. Kosníngin færi svo fram, að kjör- stjórar hreppanna sendu aðalkjörsljóra (sýslu- manni) atkvæðaskrár eða kjörseðla hver úr sínum hreppi. Hjá honum yrðu atkvæðin síðan talin saman. Og oft hlyti að fara svo, að einginn feingi í fyrsta sinn nægan atkvæðafjölda Og yrði þá að stofna til bundinna kosnfnga um þá sem flest hefðu atkvæðin. En þetta er umstángs- mikið þar scrn samgaungur cru eins erfiðar og hjer á landi. t'ó cr óvíst að önnur aðferð ' verði fundin heppilegri en þessi, því mikið er í það varið að kjósendum sje gert hægt fyrir að neyta kosnfngarrjettar síns. Sú uppástúnga, að sá sje rjett kjörinn scm flest fær atkvæði, án tillits til þess, hve mörg þau sjeu — hún er ótæk. Því hún getur, eins og allir sjá, haft það í för með sjer, sjeu at- kvæði töluvert á tvístríngi, að sá hljóti kosn- ínguna sem meiri hluti kjósendanna síst vildi hafa. Það væri breytíng til bóta, þótt kjörstöðum yrði ekki fjölgað mcir en svo, að þeir yrðu jafnmargir þjóðkjörnum þíngmönnum, eða 30, en um lcið væri landinu skift í 30 kjördæmi og yrði svo að eins einn þíngmaður kosinn í hverju. Nú eru kjördæmin og kjörstaðirnir aðeins 18 á öllu landinu, og 12 nýir kjörstaðir gerðu mörgum hægra að sækja kjörfundi en nú er. 2. Leynileg atkvæðagreiðsla er nauðsynleg og sjálfsögð breytíng. Hún gerir öllum hægt að neyta kosníngarrjettar síns óháðir og er nú lögleidd í flestum eða öllum löndum sem hafa þíngbundna stjórn. 3. Uppástúngan um að Iandið verði allt eitt kjördæmi "hefur bæði kosti og galla. Því verður ekki neitað, að í sambandi við þær til- lögur sem á eftir fara, virðist hún og breyt- íngarnar í heild sinni fullnægja öllum rjettlæt- iskröfum. Kjördæmaskiftíngin -er ránglát, einkum eins og hún er nú hjer á Iandi. Vest- mannaeyjar eru fámennasta kjördæmi landsins, Reykjavík hið fjölmennasta, af þeim sem að- eins kýs einn þíngmann. Neyti nú allir kosn- íngarrjettar síns á báðum stöðunum, þá hefur atkvæði Vestmannaeyjakjósandans jafnrrukil á- hrif á löggjöf landsins og atkvæði 12 Rvík- ínga að minsta kosti. Afleiðíngin af þessu er , auðsæ, þegar litið er á landið í heild sinni: minnihlutinn getur auðveldlega sigrað, þ. e. minnihluti kjósendanna getur haft meirihluta í þínginu með sjer. Eða það getur farið svo, að stór minnihluti fái ef til vill eingan þíng- mann. Og hvorttveggja er ránglátt. Mismuninn á gildi atkvæða kjósendanna mætti nokkuð laga með nýrri kjördæraaskiftíngu, t. d. ef öllu landinu væri skift í 30 kjördæmi, sem öll va:ru jafn fólksmörg. En fólkstalai. breyt- ist, það fjölgar í einum landshluta en fækkar i öðrum, svo að ný kjördæmaskiftfng yrði þá jafnan að fara fram á nokkurra ára íresti. Líka er lángt frá því að fullkominn jöftiuður náist á þennan hátt, cða, að livert greitt at- kvæði fái rjett gildi. Því í einu kjördæminu getur þíngmaður orðið kosinn mcð öllum at- kvæðurr, í öðru mótflokksrnaður hans með einu eða tvcimur atkvæðum framyflr hclmíng. At- kvæði þessara tveggja þíngmanna hafa jöfn áhrif í löggjöfinni, en atkvæði stórs minnihluta í öðru kjördæminu vcrður að eingu. Fyrir þetta vcrður ckki girt með öðru cn því, að afnema kjördæmaskiftínguna, eins og Páll Priem fer fram á, og Iáta atkvæði fallinna þíngmanna- efna teljast til gildis þeim flokki sem þau ætl- uðu að fylgja. En á þessu eru mörg vandkvæði, sjálfsagt fleiri en mönnum getur dottið í hug fyrst í stað, hversu rjett sem það annars er í sjálfu sjer. Allur undirbúníngur undir kosníngarstríð- ið hlyti að verða miklu erfiðari fyrir fiokkana eftir en áður. Og þar á ofan er ekki hægt að hugsa sjer þessa breytíngu fyr en til eru fastir pólitískir flokkar með ákveðnum stefnu- skrám, en hjer er enn öll fiokkaskiftíng bund- in við einstök mál, eða jafnvel nú sem stend- ur við eitt einasta mál. En setjum nú svo, að flokkaskiftíngin væri orðin ákveðnari en hún er. Þá færi kosntng- arbaráttan á milli flokkanna helst svo frarr, að hver flokkutinn um sig hjeldi fram til kosn- tnga vissum manni í hverjum landshlnta fyrir sig; stjórn flokksins hlyti að taka til vissa menn af ölium framboðunum, sem hún ætlaði til þíng- setu, skifti svo landinu niður í kjördawni handa þeim og lofaði kjósendunum, að þessi skyldi fá atkvæði f öðrum landshlutá, ef hmn feingi atkvæðin hjer o. s. frv. A annan hátt en þennan gæti stjórn flokksins ekki haft nein bein áhrif á kosníngarnar. Og allir þeir kjós- endur sem væri trúir og fastir flokksmenn fylgdu beint ráðstöfunum flokksstjórnarinnar. Þá eru komin á atkvæðaskiftin^ sem-amtmaður hefur svo mikið á móti. Eða, ef- flokkstjórnin hefur eingin bein áhrif á kosnfngarnar, þá má t. d. hugsa sjer að allur fjtildi atkvæðanna lenti á sjálfutu flokksforfngjunum; atkvæði þeirra einna rjeði því, eftir uppástúngum P. Br., öllu á þínginu, eða rjettara, flokksforíngi mciri hlutans rjeði þar lögum og lofum; hinir þíng- mennirnir hefðu lítið sem ekkert að segja. En sú breytfng, að landið verði allt eitt kjördæmi, missir að miklu leyti þýðíngu sína, ef það er ekki tekið með, að atkvæði þíngmannsins hafi hlutfallslegt gildi við kjósendatölu hans. Allar mótbárur P. Br. á móti kjördæmaskift- íngunni -eru samt sem áður á- fullum rökum bygðar og í breytíngartillögum hans eru á pappírnum lciðrjettir út í ystu æsar allir gall- ar sem eru á núverandi fyrirkomulagi. En það er hætt við að kosníngarlög þau sem hann hefur hugsað sjer reyndust ekki enn sem komið er cins góð í framkvæmdinni, eins og þau annars væru í sjálfu sjer fullkomin og rjettlát. Þau væru sniðin handa þjóð á miklu hærra þroskastigi en Islendíngar hafa enn náð. En hægt cr að hugsa sjcr enn aðra breyt- íng á kjördæmaskiftíngunni en þá sem minst er á hjer á undan. Sú breytíng mundi kippa í lag rnörgum af þeim göllum sem eru á nú- veratidi kjördæmaskiftíng, en hinsvegar er hún laus við mörg af þeim vandkvæðum sem hljóta að verða á því að gera landið allt að einu

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.