Bjarki - 17.01.1901, Síða 3
7
bænum haldnar barnasamkomur með jólatrjám, í
Bindindishúsinu á Öldunni og í Þórshamri á Búð-
areyri. í Bindindishúsinu komu saman talsvert á
annað hundrað börn og í Þórshamri um 70. Á
báðum stöðunum var mikil gleði á ferðum. Fyrir
þessum samkomum hafa geingist ýmsar heldri kon-
ur í bænum.
Útsala Thorvaldsensfjelagsins í Rvík á íslenskum
handiðnaði, sem nú birtist skýrsla um hjer í blað-
inu, er þess verð að vakin sje eftirtekt á henni.
Á skýrslunni sjest að útsalan hefur geingið vonum
betur og má því búast við að töluvert verði úr
þessu fyrírtæki þcgar fram í sækir. Fjelagið hefur
stofnað til þess í því skyni að útvega markað fyrir
íslenskan handiðnað og þá um leið að stuðla að þvi,
að hann aukist og verði sem útgeingilegastur.
Ýmsar greinir handiðnaðarins hafa verið hjer í aft-
urför nú á síðari átum, svo sem allur útskurður í
trje og horn, sem mikið var áður tíðkaður hjer á
landi, og jafnvel má segja hið sama um silfur- og
gull-smíðar. Fyrirtæki Thorvaldsensfjelagsins, að
koma á föstum útsölustað fyrir íslenskan handiðn-
að, ætti að verða til þess að meira líf yrði í hon-
um eftirleiðis, en verið hefur. F’jelagið tekur sjálf-
sagt á móti munum til sölu hvaðan sem þeir koma
af landinu.
Eins og lög gera ráð fyrir ávarpar Austri lesend-
ur sína með greinarstúf nú í r. tbl. þ. á. IJað er
Iýsíng á atgervi hans og afrekum á síðastliðnu ári.
En mönnum kemur ekki saman um það, hvort grein
sú eigi að vera^skrifuð í alvöru cða háði, enda er
ekki gott að ráða framúr því. Sje hún skrifuð í
háði, þá má segjá, að hún hafi tekist furðanlega vel;
en sje hún rituð í fullri alvöru og einfeldni, þá er
höfundurinn meir en í meðallagi vitgrannur maður.
Sjálfslýsingin minnir á ýmislegt af sama tægi sem
haft er eftir Sölva sál. Helgasyni; hann kvað meðal
annars um sjálfan sig:
Jeg er gull og gersemi
og giinsteinn elskuríkur;
jeg er djásh og dýrmæti
og drottni sjálfutn líkur.
En afrekin sem blaðið telur sig hafa unnið á ár-
inu eru þau, að það hafi átt í ritdeilum um alþíng-
iskosníngarnar og Garðarsfjelagið. Og auðvitað
hefur það, að sjálfs síns sögn, unnið frægan sigur í
báðum!!
Bjarka eru þessi mál og ummæli ekki með öllu
óviðkomandi og því er rjett aá minnast lítið eitt á
þau.
Fyrst og tremst skrifaði Austri sjálfur sáralítið
um þíngkosníngarnar. I'nð lítið sem sagt var í blað-
inu uin það mál, kom frá öðrum, sem rituðu á eigin
ábyrgð Og með fullum nöfnum. Og svo eru grein-
arnar eflir aðalpólitíkus blaðsins á árinu eitthvert
hið auðvirðilegasta rugl sem sjest hefur í blöðunum
um sama efni. í öðru lagi eru sigurvinníngar Austra
í þessu máii þær, að hjer úr Múlasýslum áttu sæti
á þíngi fyrir kosníngarnar fjórir flokksbræður blaðs-
ins; eftír kosníngarnar eru að minsta kósti þrír
þíngmenn Múlsýslúnga í mótflokkinum, eða stjórn-
arbótarmenn. Grobb blaðsins um frammistöðu sína
i þessu máli hlýtur því að vera annaðhvort háð eða
heimska.
Ritdeilum blaðsins út úr Garðarsfjelaginu er svo
varið, að landhlaupari, sem hjer var á flækíngi í
vor, C. B. Herrmann, og þóttist ætla í mál við fje-
lagið, fleygði nokkur hundruð krónum í Austra til
þess að hann styrkti sig til málshöfðunar. Undan
þeim áburðí hafa sprottið greinar blaðsins um Garð-
arsfjelagið. Nú hlýtur Austri fyrir laungu að vita,
að allt sem guilkálfur hans, Herrmann, sagði honum
um hagi ijelagsins í vor eru og voru ósannindi;
stjórn fjelagsins Ijet þá elta hann land úr landi, en
hahn fór leingi vel huldu höfði, og loks, eftir að til
hans náðist, hefur fjelagið látið lögsækja hann.
Líka hlýtur Austri að vita, að orð hans um fjelagið
gera því hvorki til nje frá. Fjelaginu hlýtur að standá
algerlega á sama um, hvað hann segir um það.
Meðal annars má hann Vita það af því, að fjelags-
stjórnin hefur á einga hátt reynt að fá hann til að
þegja, og hefur þó Bjarki fyrir satt, að húntelji sjer
það innanhandar með nokkurra króna tilkostnaði.
Skriftir Austra um Garðarsfjelagið hafa ekki frem-
ur áhrif á hagi þess en spángól ónefndrar ferfætlu
móti túnglinu hefur á gáng þess.
Frammistaða Austra undanfarið ár í þessu máli
hefur verið sú, að hann hefur fyrir penínga frá út-
lendum manni og illa kyntum reynt að níða niður
í áliti almenníngs stærsta og helsta framfarafyrir-
tækið sem enn hefur verið ráðist í á Austfjörðum.
Og það er ekki honum að þakka, þótt orð hans um
þetta mál hafi eingin áhrif haft og geti eingin á-
hrif haft.
F'lestir kannast við sðgurnar af Don Quixote
(frb. Don Khíkóte). Það er »fígúra« úrgömlum,
spönskum .róman. Hann var uppi á riddaratímun-
am og stóð sjálfur í þeirri ímyndun að hann væri
stórhetja, þóttist alltaf vera í hernaði og altaf vinna
sigur. En þetta var tómur hugarburður sjáitshans.
Maðurinn hafði aldrei í hernað komið og var í raun
og veru hin mesta gauð og ónytjúngur. Hann reið
um á höltum horjálki með rekuspaða eða lurk í
hendi og hjelt sig vera alvopnaðan riddara á státn-
um gæðíngi. Nú er Don Quixote kunnur um allan
heim fyrir fíflshátt og narraskap.
En Skafti Jósefsson er Don Quixote Austfirðínga
og horjálkur hans er Austri.
Rottur hafa flutst híngáð til Seyðisfjarðar árið sem
leið og hafast mest við í pakkhúsum Wathnes á
Búðareyrinni. þær hafa aldrei verið hjer áður og
þykja illir gestir. Ætti nú bærinn að fá fjelagið
Vigilantíu til þess að takast á hendur að útrýma
þessum ófögnuði og leggja til oru3tu mótí hinum
ferfættu víkíngum: Iyfsálann, vegandi á báðar hend-
ur með sínum eflda eikarstaf, og svo þjóðhetjuna
Skafta Jósefsson, knýandi sporum hinn gammvakra
góðfák, Tíukróna-Brún. Er bað verðugt ætlunarverk
slíkum afreksmanni og tækifærið gott fyrir hann til
þess að sýna vaskleik sinn og sigursæld. Mundi
þess verða leingst getið allra afreksverka hans, ef
hann feingi yfirstígið þessar rángjörnu ferfætlur.
Leikfjelag Seyðisfjarðar hefur nú tvisvar Ieikið, á
Sunnudagskvöldið og í gærkvöld, >Frænku Charleys*.
Aðsóknin hefur verið góð, einkum í gærkvöld.
14Ó
sjer hallar þögul jörð. r
Og yfir öllu er friður
og einglar halda vörð.
Nú kyssir daggardropinn
í dalnum rósarblað;
nú ríkir eilíf ástin
í öldnum Márastað.
»Allah, jeg þakka þjer«, hugsaði Boabdil, »enn eru kvæði
ort og súngin í Granada og listamennirnir byggja þjer veg-
leg musteri; þú stráir lærdómsins og spekinnar Ijósi f sálir
vorar — mikli Allah, lát friðarins trje vaxa mitt á meðal vorr
svo að alt sem er háleitt og fagurt mcgi þrífast í skugga
þess, vökvað og döggvað frá spekinnar og tistanna lindum.
Allah, heyr þú bæn þjóns þíns —«
Og konúngurinn breiddi faðminn móti aílri fcgutð Gran-
adaborgar.
Þá heyrði hann fótatak nálgast, sneri sjer við, en sá eing-
ann — jú, þar kom hann fram; það er A1 Matomid, einn af
ætt Zegrieranna, og hefur nú yfirgefið hertoganti af Cadiz.
Hann lýtur konúnginum djúft og segir: »Voldugi soldáu,
Allah verndi þig og ætt þína um þúsundir ára —«
»Hver var það sem saung hið fagrá lag með gfíarnum?*
spurði konúngur —
»Það var Aben Hamar, eínn af Abenzerrajum, óvin —«
»Vinum þínum; það er vilji soldáns þfns«.
»AI!ah blessi þig, þinn vilji er minn vilji og þínir óvinir
eru einnig mínir óvinir!«
»Matomid! Abcn Hamar er mjcr trúr þegn —«
• 37
vernd Allahs, óhamíngjan cr sem öldur fljótsins; hinn veika
hrífa þær með sjer, hann sckkur og hlýtur að deyja; en þeg-
ar þær grípa hinn sterka, stritar hann á móti, klýfur öldurnar og
bjargast. Og sjá, þegar hann stígur upp úr hinu tæra vatni,
þá er hann hreinn og þveginn, tíu sinnum hreinni en áður.
Svo fer einnig þeim sem hamíngjan snýst á móti. Sjc hann
sterkur, reynir hann krafta við har.a, og þá rís hann tíu sinn-
um hreinni en áður upp úr óhamíngjunnar laugarkeri. Svo
mun þjer gánga, soldán; þú munt sigra og nafn þitt mun
skína sem stjörnuf himinsins. Líttu á, þú ert þcgar kominn
vel á veg; hin fagra Granadaborg, setjn þú nú lítur frammi
fyrir þjer, er eign þín, á Biba-rambla halda riddarar þínir æf-
íngar, og frá öllum heimsins löndum safnast híngað riddarar
til þess að l*rá af þeim; við skóla þína eru saman komnir
listamenn, skáld Og iærdómsmenn frá Qarlægustu löndum til
þess að nema hjer iistir og vísdóm; frá Sýrlandi Egyltalandi,
Afríku og Asíu streyma kaupmenn og kramarar til borgar þinn-
ar til að versla; þúsundir rjetttrúaðra hermanna standa reiðu-
búnir og bíða skipana þinna. En bídduekkixtf leingi, soldán,
horfðu á hertogann af Cadiz, hinn svarta skugga mitt f hirð-
ljóma þínum; láttu ekki skuggann vaxa, Ijósið ekki deyja!«*
»Væri hann eini skugginn — það eru fögur orð sem þú
hefur sagt, en veistu ekki að sá tími mun koma að þúsundir
bífiugna sjúga fegurstu blóm Granadaborgar — líttu á, þær
fiögra kríngum mig d gyltum og giitrandi vængjum, en eitur-
broddurinn er hulinn. Sá tími mun koma að hann stíngur
*) Á dögum Boabdiis konúngs var í Granada bókasafn, vísinda-
fjelög og háskóli. Þar voru þd 70,000 hús (nú 10.000), 400,000 íbú-
ar (nú So,ooo) og 60,000 henr.enn,