Bjarki


Bjarki - 16.02.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 16.02.1901, Blaðsíða 2
22 til sin taka opinberlega. Á dögum hennar rótfestist hin þíngbundna konúngsstjórn í Einglandi, en á dögum Victoríu drottníngar nær hún mestri fullkomnun. Þótt stjórn hinna þíngbundnu konúngsríkja sjc auðvitað meir f höndum ráðaneytanna en konúnganna, þá geta þó konúngarnir að sjálf- sögðu haft þar mikil áhrif, ef þeir vilja. Og Victoría drottníng vildi skilja hvert mál sjálf áður hún gæfi nafn sitt til framkvæmda þvf, Sem dæmi um það, að hún þoldi ekki að ráð- gjafarnir geingu fram hjá sjer f stjórnarstörf- unum, er viðureign hennar við Palmerston lá- varð. Plann nennti ekki að ræða málin við drottnfngu og tók upp þann sið, að leggja þau ekki fyrir hana til undirskriftar fyr en á síðustu stundu, þegar hann vissi að einginn tfmi var eftir til yfirvegunar fyrir drottníngu. Hún kærði þá Palmerston, sem var utanríkis- málaráðgjafi, fyrir ráðaneytisforsetanum, og uf- anríkismálaráðgjafinn varð að skuldbinda sig til að koma upp frá því öðruvfsi fram við drottnfnguna. En að hann yrði að víkja úr sessi kom eingum til hugar, því meiri hluti neðri málstO'funnar fylgdi honum að málum. Eftir tillögum Beaconsfield’ lávarðar tók Victorfa drottnfng upp í titil sinn »keisara- drottníng af Indlandi.* Hann vildi láta titil- inn bera einhvern vott um heimsveldi Breta. Þegar Victoría kom til ríkis rjeðu Bretar % bygðra eða byggilegra landa á hnettinum og 168 milljónum manna. Nú ráða þeir J/4 og mannfjöldinn f öllu hinu breska ríki er 400 milljónir. Auk þessa hefur ríkið á dögum Victoríu drottníngar tekið stórframförum í versl- un og iðnaði og auðmagnið hefur margfaldast. En yfir síðustu ríkisstjórnarár hennar slær Búa- stríðið nokkrum skugga. Eftir Viktoríu drottníngu hefnr tekið rfki á Einglandi elsti sonur hennar. Hann er nú sextugur að aldri og hefur í stað skírnarnafns síns, Albert, tekið sjer nafnið Edward, eða Játvarður VII. 24. f. m. fjekk hann titilinn »konúngur Bret- lands hins mikla og írfands, keisari af Indiandi.« En margt er enn eftir ógert áður hann hafi fullkomlega tekið við konúngstigninni. Til þess þarf lángan viðbúnað á Einglandi og fer allt fram að sið miðaldanna. Victoría drottníng var kölluð til konúngdóms 20. júní 1837, en ekki krýnd fyr en rúmu ári síðar. f’egar prins- inn af Wales tók móti konúngsnafninu hjelt hann eftirfarandi ræðu: »Aldrei hef jeg til ykkar talað f jafnsorg- legum kríngumstæðum og nú. A mjer hvílir hin sorgiega skylda að skýra ykkur frá láti drottn- ingarinnar, minnar elskuðu móður. Mjer er kunnugt um hluttöku ykkar og allrar þjóðar- innar, jeg þori jafnvel að segja alls heimsins, f hinum óbætanlega missi sem olrkur hefur nú að höndum borið. Jeg þarf varla að taka það fram, að jeg mun framvegis gera rr.jer allt far um að feta í fótspor hennar. Og nú, þegar jeg tekst á hendur það hlutverk, sem skyldan leggur rrjer á herðar, er það fastur ásetníngur minn að vera þíngbundinn stjórnari í orðsins straungustu merkíngu, og til æfiloka vil jeg vinna að vellíðan og framförum lands míns. Jeg hef ákveðið að tika upp nafnið Edward, sem sex af forgaungumönnum mínum hafa borið. Æliun mín er þó ekki að Iítils- virða með því nafnið Albert, sem jeg hef erft I eftir minn sártsaknaða, mikla og vitra föður, sem jeg ætla að almennt sje þekktur undir nafninu Albert hinn góði, en jeg vil að hann eigi það nafn einn. Að lokum vil jeg láta þá von f Ijósi, að parlamentið og öll þjóðin vilji styrkja mig til þess að fullnægja hinum þúngu skyldum, sem hjeðan af hvíla á mjer og jeg ætla að verja öllum kröftum fyrir, það sem eftir er æfi minnar.« Játvarður konúngur VII. var sem ríkiserfíngi vel kynntur af þjóð sinni. Það er ságt um hann, eins og móður hans, að ekkert sje bægt um það að segja, hvort hann hallist fremur að flokki Torya eða Wigga. Hann er fremur lít- ill maður vexti og orðir.n töluvei/t feitur aú á efri árum. Á ýngri árum var hann íþrótta- maður mikill og gleðimaður, þótti jafnvel svall- ari. Á síðari árum Vic.toríu drottníngar hefur hann komið fram við flest hátíðleg tækifæri fyrir hennar hönd og hefur sú framkoma hans hvervetna aflað honum álits. Fyrir 38 árum giftisfc hann Alexöndru prinsessu frá Danmörk, dóttur Kristjáns konúngs IX. Elsti sonur þeirra, hertoginn af York, hefur nú feingið tit- ilinn »prins af Wales«. Búar. Sagt er að hugir Einglendínga sjeu nú farnir að snúast til friðar við Búa og stúngið hefur verið upp á, að ráðaneytisforseta Canada verði feinginn til að gera um málið. Orsö.kin til þess er uppþot í ýmsum enskurn blöðum, sem bera þær sakir á stjórnina, að hún hafi svikið kjósendur við síðustu kosníngu, til þess að afla sjer fyigis. Hún ljet þá svo sem Búa- strfðið væri svo gott sem á enda kljáð, en undir eins og kosníngar voru um garð geingnar kom það í ljós að mikið vantaði á að enn sæi fyrir endir ófriðarins. Stjórnin varð að kalla þíngið sarrian og bað um stórar fjárveitíngar til hernaðarins og kvað þjóðheiður Bretiands liggja við, ef ekki feingist. Chamberlaia ólm- aðist eins o.g Ijón meðan á kosníngunum stóð, en Salisbury gaf sig þar lítið fram. Nú skella einnig allar ákúrurnax á Chamberlain. Smá- orustur standa enn í Suður-Afriku og viija for- íngjar Búa fyrir eingan mun gefast upp. Sendi- menn þrír, sem nýlega voru sendir úr Trans- vaal til de Wets með þau erindi, a& han.n var beðinn að gefast upp,. voru teknir Inöndum, eftir boði hans. Tvo Ijet hann berja,, en þeir voru, báðir Búar; hinn þriðja, sem var breskur þegn, ljet hann skjóta. Þegar Kitchener lávarður tilkynnti í Præ- toríu að Játvarður VII. væri orðinn konúngur Breta skýrði hann frá, að hann hcfði tekið upp í titil sinn »æðsti stjórnandi Transwaals.« Krúger gamli er nú á batavegi. Kinðl. Þar virðist nú útlit fyrir að friðar- samníngur fari að komast á. Þó er ekki út- gert um það enn í hverja hegníng forgaungu- menn uppreistarinnar skuli dæmast, ekki held- ur, hve hátt gjald Kínverjar skuli inna afhönd- um í stríðskostnað. Sagt er að það muni að minsta kosti verða einn milliard og takist, í samráði við bandaþjóðirnar, með tolli á inn- fiuttum vörum. Sjerstakur samníngur var í bruggi með Rússum og Kínverjum: Rússar sleppa öllum skaðabótakröfum, en fá í þess stað yfirráð yfir Liaotung-skaga um ótakmark- að árabii; cnnfremur yfirráð yfir Manshurí- járnbrautinnt. L.i-IIung-Ciiang cr veikur og talað um, að hann leggi niður völdin. Nordenskjöld hefur beðið sænsku stjórn- ina um 35000 kr. fjárveítíngu tri suðurheim- skautsfarar. Fellibylur Og flóð, hið mesta sem kom- ið hefur fyrir ( manna minnum, gerði stór- tjón á vesturströnd Noregs, frá Kristjanssand til Tromsö. 21. f. m. og fylgdu þrumur og eidíngar svo miklar að þvíiíkt höfðu menn aldrei fyr sjeð. Hafið flóði upp um götur bæ- anna. Hús skip og málþræðir eyðilögðust. Krtngum þrándheim var eldgángurimn svo mik- ill í loftinu um nóttina, að oft var albjart. I Lademoen kastaði heilum bát inn um glugga á húsi og inn í stofu. Víða braut brimið glugga. Daginn eftir var veðrið enn meira. Á eyjunum Fröien og Titran, sem liggja útaf Þrándheimsfirði lángt til hafs, urðu stórskaðar. Flök af bátum og skipum bárust hvervetna að ströndunum. Á Titran fórust 16 hús, á Haa- vigen, þar skammt fyrir norðan, mörg hús, í Mausund 10 hús. Vitar brotnuðu og eyði- iögðust. Á Herö fórust 34 menn. Margt af því sem farist hefur var óvátryggt og tapið er gífurlegt. Stjórn og þíng gángast nú fyrir opinberum samskotum til hjálpar þeim sem skaðann hafa liðið. GuII i Noregi. Blaðið »Verdens Gang» flytur þessa fregn eftir ingeniör, sem unnið hefur í fjöllunum f Tromsö amti f Noregi: Verkstjórinn við einn námanna þar fann gull- koxn í lækjarvatni sem hann hafði tekið upp í glas og ætlaði að drekka. Hann. rannsakaði þetta nánar og fjekk x/a gramm af skæru gulli úr einu vatnsfati, sem hann fylti með sandi. Enn er ekki opinberað, hvar þessi staður er, nánar en svo, að hanc er í Tromsö amti, en með vorinu verður tekið til óspiltra málanna með. ransóknir á þessu. Seyðisfirði 16. febrúar 1901. Veðriá hefur enn verið hið bcsta, stöðugar stillus með litLu frosti. »Egil!« kom í fyrrakvöld fcrmdur af kolum til her- skipanna. Hann hafði verið sex daga á leið frá Einglandi. Austri hefur enn feingið eitt flogið út úr niður- jöfnunarmálinu. Pað kvað vera krónunjálgur sem nú upp á síðkastið veldur þeim flogum, Til þess. að almenníngur geti sjeð, hvert málshöfðunarefnið var út úr svari meirihluta nefndarinnar, er hjet birtur orðrjettur &á kafiinn sem kæran reis út úr:; • Seyilisfjards Dampfiskettselskab — hefur eftir skýrslu fiskiskipstjóranna sjálfra áxið 190» fiskað um 260,000 fiska (stóra) sem ætti að vera í peningum að minsta kosti nokkuð yfir iqo„ooo kn.. Þó tifkostnaður sje auðvitað nokkur, þá er hann þó, með fjelagsins fáu og óclýru skipum — eins og kær- andi bendir á — ekkL nei.tt gífurlegur og sist ber- andi saman víð kostnaðinn við úthald hinna stóru, skipa Garðars. Þá verður og að taka tillit til þess. að fjelag þetta er sjálft framieiðandi og se.lur sjálft vörur sínar á útlendum markaði og hefur þar á of- an óefað hagnað at því að kaupa hásetahlutina með ábatavæniegum kjörum. Tæp 4°joo á fjelagi þessu, í útsvar viriúst því síst o.f hátt.« Lagajúfistinn á Vestdalseyri samdi út af þessn kæruskjal, sem hjer fylgir af Eftirrit. Meiri hfuti hiðurjöfnunarnefndar Seyðisfjarðrrkaup- staðar, þeir herrar læknir Kristján Kristjánsson, Árni sýsluskrifari Jóhannsson og Stefán 1. Sveins- son, al'lir til hcimilis hjer á Seyðisfirði, hafa í svari sínu 5. jant ar þ. á., upp á kæru fáktars Einars

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.