Bjarki - 23.02.1901, Blaðsíða 4
28
borgunTalla góða verslunarvöru án þess að
binda mig við það verð, sem aðrir kaupmenn
kunna að setja á hana móti vöru.m sínum. —
Það er mjög varúðarvert að kaupa, nokkra
aðra skiivindú én AlexÖndru, því viðgerð eoa
stykki í þær fást ekki hjer á landi og géta
eigendur þá átt á hættu að vjelarnar verði ó-
brúklegar þegar minst varir.
Allar pantanir, hvaðan sem þær koma, verða
afgreiddar og sendar strax, ef hægt er.
Seyðisfirði, I901.
Aðalumboðsinaður fyrir Island,
St. Th. Jónsson.
Yfir 150 bændur á Austur- og Norðurlandi brúka
þessa skilvindu og allir hafa þeir skrifað viðlíka og
ijjer segir:
Herra sýslunefndarmaður og prestur Björn f>or-
láksson skrifar mjer:
Jeg, sem í tæpt ár hefi látið brúka Alexandra-
skilvinduna á heimili mínu, álít, að ekki sje til nauð-
synlegri hlutur fyrir búandi menn, þar sem nokkur
mjólk er til muna, en hún. Hún borgar sig furðu
fljótt og því fyr sem búið er stærra. Jeg vil ráð-
leggja hverjum sveitabónda að reyna að eignast
skilvindu sem fyrst. Hver sem hefur það í hyggju
en dregur það t. d. í tvö ár, hefur tapað verði
einnar slíkrar skilvindu.
Dvergasteini í Seyðisfirði.
Björn Þorláksson.
Kaupmaður og sjálfseignarbóndi Jón Bergsson á
Egilsstöðum segir svo um skilvinduna Alexandra
eftir að hafa brúkað hana eitt ár:
Þó það slys skyldi vilja til, að skilvindan mín
(Alexandra) eyðilegðist nú þegar, þá mundi jeg
kaupa mjer strax aðra. Svo nauðsynleg álít jeg að
hún sje á hverju heimili.
Prestur og hreppsnefndaroddviti Porsteinn Hall-
dórsson í Mjóafirði, sem keypt hefur litlu Alex-
öndru nr. 13, segir:
Jeg þakka yður fyrir skilvinduna; h,ún er lítið
reynd enn, en líkar vel það sem af er; er nægilega
stór fyrir heímili sem ekki hcfur því meiri mjólk.
f’ínghól í Mjóafirði.
Þorsteinn Halldórsson.
Hreppstjóri Einar Eiríksson á Eiríksstöðum skrif-
ar ásamt fieiru :
Vel líkar mjer skilvindan frá þjer og ekki yðrar
mig eftir því kaupi.
Eiríksstöðum á Jökuldal.1'
Einar Eiríksson.
Hreppstjóri Sölvi Vigfússon skrifar mjer á þessa
leið:
Mjólkurskilvindan Alexandra, sem þú seldir mjer,
líkar mjer í alla staði vel, og vildi jcg heldur missa
bestu kúna úr fjósinu en hana. Frágángur og út-
lit vindu þessarar er svo ákaflega fallegt, að jeg
vildi gefa 20 kr. meira fyrir hana en aðrar sams-
konar er jeg hefi sjeð.
Arnheiðarstöðum í Fljótsdal.
Sölvi Vigfússon.
Sýslunefndarmaður Halldór Benediktsson segir:
Mjólkurskilvindan Alexandra er jeg keypti hjá
þjer reynist ágætlega og hlýtur að borga sig á hverju
meðal búi á fyrsta ári þegar til alls er litið.
Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Halldór Benediktsson.
Óðalsbóndi Jón Magnússon skrifar ásamt fleiru:
Jeg skal taka það fram að skilvindan Alexandra
er jeg keypti hjá yður held jeg sje sá besti hlutur
sem komið hefur í mína ejgu.
Skeggjastöðum á Jökuldal.
Jón Magnússon.
Búfræðíngur Runólfur Bjarnason áHafrafelIi keypti
fyrst aðra tegund af skilvindum, en seldi hanastrax
og keypti aftur Alexöndru nr. 12 og líkar stórum
betur við hana.
Liðlegt þriggja manna far þægilegt óskast
til kaups með sanngjörnu verði. Ritstj. vísar á
kaupanda.
O rge1 h ar m o n i a
hljómfögur, vönduð og ódýr
frá 100 kr. frá hinni víðfrægu verksmiðju
Östlind & Almquist í Svíþjóð, er hlotið hefur
æðstu verðlaun á fjöldamörgum sýníngum víðs-
vegar út um' heim, og ýms önnur hljóðfæri
útvegar L. S. Tómasson á Seyðisfirði.
Cocoa
er bestur og heilnæmastur drykkur.
Fæst hjá L. S Tómassyni.
Brunaábyrgðarfjeiagið
»Nye danske Brandforsikrings
S e 1 s k a b«
Stormgade 2 Kjöbenhavn
Stofnað 1864 (Aktiekapital
4,000,000 og Reservefond 800,000).
Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj-
um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum
o. fi. fyrir fastákveðna litla borgun (premie),
án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna-
ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald.
Menn snúi sjer tfí umboðsmans fjelagsins
á Seyðisfirði
ST. TH. JÓNSSONAR.
Strokkar
frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku
á 35 kr.
eru hjá St. Th. Jónssyni
Seyðisfirði.
Ritstjóri:
Þorsteínn Gislason.
Prentsmiðja Bjarka.
Nautaötin.
——; »I« -
Það er hátíð í Granada. f’úsundir fána blakta f sólskin-
ínu, niður frá svölunum á hverju húsi hánga skrautdúkar, á
torgunum ómar hljóðfærasláítur og saungur og göturnar eru
fullar af fólki. Vatnssalar, ávaxtasalar, hnífasalar, blæjusalar
og blómsturstúlkur — sýngja sína saungva innanum mannþyrp-
ínguna: *Senor fíkjur, senor appelsfnur, nellikur, hnífar, blæj-
ur og blóm«. Asnalestirnar komast með naurr.indum áfram um
göturnar, Gftanóar* frá Albaycinfjöllunum dansa fandango og
spá fyrir fólki, missýníngamenn sýna kunnáttu sína og skottu-
læknar standa uppi á stólum og bekkjum með meðalaglös og
smyrsiaöskjur og bjóða iækníng á ölium sjúkdómum: »Maríu-
tár, blóð hins heilaga Antoníusar, aðeins tveir realar**; takið
eftir, Maríutár fyrir tvo realal*
Öllu ægir sarnan á göturn og torgum. Þar gánga vamb-
*) Zigcunafiokkur i Grahada og þar í grendinni.
**) c. 3Ó aurar.
159
mikiir klerkar í svörtum eða biáum kápum, hermenn í ein-
kennisbúníngum, hvitklæddar meyjar, bændur með marglita
kiúta bundna um höfuðið og kápur á öxlunum; haltir, blindir
og máttvar.a beiníngamenn dragast meðfram húsunum, sitja á
strástólum við götuhornin eða liggja á tröppum kirknanna,
sýna sár sfn og eymd og biðja í Guðs nafni um öimusu. Lög-
reglumenn með byssur á öxlum og marghleypur í höndum
gánga innanum mannþraungina til að halda reglu á. En þeir
geta lítið látið á sjer bera innan um alian hávaðann. Ópin
og hlátrarnir blandast saman við hijóðfæraóminn og gleðióm-
urinn stfgur upp frá borginni móti hinum bláa, sólblikandi
himni, þar sem Verndareingill Spánar, hinn heilagi Jakob, sem
er dýrlíngur þessa dags, situr í hásæti sínu lítandi rneð vel-
þóknun niður yfir hin guðhræddu börn sín. Allt hátíðahaldið
er gert honum til dýrðar, svo hann hefur ástæðu til að vera
kátur. En ennþá er þó aðalviðhöfnin ekki byrjuð, sá hluti
hátíðarinnar sem tekur öllu hinu fram, bæði messunni í kirkj-
unni, skrúðgaungunni um göturnar, hljóðfæraleiknum um miðj-
an daginn og flugeidunum um kvöldið. Það er hið mikla
nautaat. Tveir frægir toreadórar, Gucrrita og Manzanvini,
sem eru afguðir ailra kvenna í Granada og fyrirmyndir allra
karlmanna, þeir eiga þennan dag að fclla sex efida griðúnga
til dýrðar fyrir sancti Jakob og til inntckta fyrir ýmsar vel-
gjörðastofnanir ríkisins. Og gleð þú þig, heilagi Jakob, því
það vcrða ekki einúngis nautin sem fyrir þig deyja, heldur
einnig vafalaust fjöldi hesta og svo að líkíndum eitthvað af
mönnum, sem annaðhvort deyr eða limlestist.
Allir aðgaungumiðar til nautaatsins eru útscldir fyrir viku
síðan; þar vcrður mjög fjölmennt.