Bjarki


Bjarki - 30.03.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 30.03.1901, Blaðsíða 3
 47 hlífa karlinum við stórútlátum eða lángri fángels- isvist vegna þess að Skafti er nú orðinn hjer sveitlægur, og er það óneitanlega rjett gert. Bjarki hefur verið beðinn fyiir eftirfarandnínur: Vjer verðum að játa, að oss kom það mjög á ó- vart er vjer Iásum það í Austra í vetur, að sýslu- skrifara Árna Jóhannssyni á Seyðisfirði var þarborin lýgi og annar ódreingskapur og það látið í veðri vaka að hann hefði gjört Svarfaðardal — fæðíngar- sveit sinni — vanvirðu og kinnroða. f’ví þá er vjer þekktum hann á ýngri árum, var hann siðprúður únglíngur og vandaður í alla staði, að því er oss var kunnugt. Vjer vitum nú raunar ekki hver á- hrif það kann að hafa haft á hann, að bendlast við flokkadrátt þann og deilur sem helst til tíðar hafa verið híngað til á Seyðisfirði; en bágt eigum vjer með að trúa því, að hann sje nú orðinn svo breytt- ur, að hann verðskuldi vitnisburð þann sem mót- stöðumenn hans gefa honum. Lísur þessar viljum vj,er undirritaðir biðja hinn heiðraða ritstjóra Bjarka að birta í blaði sínu. Svarfaðardal 20. febr. rgioi. Kristján Eldjárn Þórarinsson, prestur á Tjörn. Jóhann Jónsson, sýílunefndarm. á Ytrahvarfi. Halldór Hallgrímsson, hreppstjóri á Melum. Tómas Hallgrímsson, prestur á Völlum. jón Runólfsson, hreppsn.oddviti á Hreiðarsstöðum. Seyðisfirði 30. mars 1901. Veðrið hefur verið stillt og kalt, eina nóttina 12 stiga frosti. í gær var frostlaust og hríð. ínga kom að norðan á þriðjudagsmorgun og fór áleiðis til útl. sama dag. Með henni var Ben. Sveinsson frá Borgareyri og frú Elín Einarsdóttir frá Akureyri. Dálítill síldarafli hafði verið nirðra. ís varð ínga hvergi vör viA. Þær frjettir bárust með Ingu að sr. Magnús í Laufasi væri nýlega dáinn. Otto Tuliníus kaupm. á Hornafirði hefur keyft verslun Chr. Jónassens á Akureyri og flytur norð- ur í vor. Sr. Eiríkur Gíslason á Staðastað er kosinn prest- ur að Prestbakka við Hrútafjörð. 14. f. m. strandaði enskur botnverpíngur á skeri framundan Ragnheiðarstöðum í Árnessýsiu. Einn maður bjargaðist á sundi, en hinir fórust, þar á meðal einn islendíngur. Skipið hjet Cog Patrick. Eftir verðlagsskrá, sem gildir í N.-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstað frá 16. maí 1901 til jafnleingd- ar 1902, er meðalverð á hverju hundraði og hverri alin í eftirfarandi landaurum. í fríðu.................93 kr. 13 au. al. 78 au. - ull, smjöri og tólg . , 38 — 20 —■ — 48 — - ullartóvöru . . . . 98 — »--------82 — - fiski.................63 — 66------------53 — - lýsi................. . 21 — 97 — — 18 — - skinnavöru . . . . 51 — 03--------43 — En meðalverð alllra meðalv. 64 — 33 — — 54 — Leikið hefur verið tvísvar undanfarandi: »Práng- arinn« óg »Lindarförin< eftir Holberg. Aðsókn hefur verið töluverð og leikirnir báðir yfir höfuð tekist vel. í prángaranum leika þau höfuðrullurnar Hallur Magnússon,, Stefán Stephensen, Guðný Vil- hjálmsdóttir og Sigríður Jensdóttir. Sig. Grímsson prentari leikur þar mjög vel skríngilegan karl. í Lindarförinni leikur Jón Guðlaugsson aðalpersónuna og leysir það vel af hendi; er það þó töluvert vandasamt hlutverk. Læknarnir eru einnig vel leiknir af þeim Jónasi Helgas. og Halli Magnúss. 14 þ. m. strauk sakamaðurinn Jóhannes. Jóhann- esson úr gæsluvarðhaldi frá Kjarna í Eyjafirði. Þeir ættu að fá sjer þar »klókan mann, einn eða tvo« til þess að hafa upp á honum. Dómur var upp kveðinn yfir honum, 18 mán. betrunarhúsvist. Fyrirspurn: Eiga ekki bændur og aðrir sem gjalda til allra stjetta heimtíng á að fá að lesa alþíngistíðindi þau sem hreppunum eru send? Svar: Jú. Útgáfa þfngtíðindanna er kostuð af almenníngsfje, en, kaupehdur hafa þau sárfáa; til þess eru þau send í hvern hrepp á Iandinu, að allir þeir sem vilja geti kynnt sjer þau ókeypís. Besta fyrirkomulagið virðist vera, að þau væru látin gánga bæ frá bæ og hefði hver bóndi rjett til halda þeim í ákveðinn tíma. Fundarboð. I fiskiveiðahlutafjelaginu »GARÐAR« verður auka-aðalfundur haldinn á skrif- stofu fjelagsins á Búðareyri á Seyðisfirði laugardaginn 13. apríl. kl. 12 á hádcgi. Þar verða 1. lagðir fram reikníngar og íhuguð starf- semi fjelagsins síðastliðið ár. 2. Gert ákvæði um, hvort halda skuli fje- laginu áfram eða ekki og þá, hvernig eigum þess skuli ráðstafað. Hlutabrjef verða að afliendast til geymslu í Ned. Ind. escompto matchappy, Amsterdam, eða hjá þ. hr. Barldey & Co. Lombard street London E. C. eða í sparisjóðnum á Seyðisfirði. Þeir sem mæta á fundinum sýni skilríki fyr- ir hlutaeign sinni með vottorðum frá einhverri af þessum stofnunum. Seyðisfirði 21. mars 1901. Stjórn fjelagsins I. M. Hansen, framkvæmdarstjóri. St. Th. Jónsson. K. Kristjánsson. Eir 3. — 4. h. þ. á. og Eimreiðin VII. ár i.h. eru komnar í bóka- verslun L. S. Tómassonar. Á G Æ T U R saltaður m ö r fæst við versl- an Andr, Rasmussens, á 25 a. pd. F r e r. í v i f f u r bís. 5 14. 1. a. n. Malagnennas fyrir malaguenna. — 6 IO. 1. a. n. samræmi tónana- f. samræmi við tónarsaL — II 7. I. a. n. varsemi f. varasemi- ■— 22 14. I. a. o. að því f. þvf, að. — 25 13. 1. a. n. seguedille L seguidilla. — — 7. I. a. n. fæturnar f. fæturna. —— 101 9. 1. a. o. auðnunni f. auðninni. — 134 5. 1. a. n. og rjetta f. rjetta. — 150 3. I. a. o. hrópu f. hrópuðu. 177 ®g hvíslar aftur: »Senora, jeg veit að þjer eruð þarna; þjer getið ekki leingur iieitað mjer um bæn mína. — Þú fegursta blóm Granadaborgar, án þín er Andalusíæ fyrir augum mínum einsog blómlaus auðn!« En hann fjekk ekkert svar. 1 kríng var dauðaþögn. Greifafrúin hafði staðið á fætur; hún stóð á svölunnm einsog myndastytta í túnglskininu. Hann kastaði höfðinu á bak aftur og bar höndir.a fyrir augun. Nú sá hann hana og sagði: »Senora — þakk’yður fyrir að þjer komuð; verndareingill minn hefur heyrt bænir mínar. Nú kem jeg að taka móti hamíngju minrai; jeg hef þráð hana, mig hefur þyrst eftir henni, þyrst einsog fordæmdan mann í ríki óhairíngjunn- ar. Jeg bið yður, — jeg kasta mjer fyrir fætur yðar; þjer samþykkið, þjer getið ekki annað; jeg sje það á augum yðar, senora, fegursta kona í alíri Granadaborg, þjer elskið mig, segið þjer það.« En hann fjekk ekkert svar. Hún stóð hreifíngarlaus; svo lyfti hún hendinni og lagði hana á brjóstið. »Svarið þjer mjer«, hvislaði Mansanvini, »eða á jeg að deyja?« — »Nei, þjer eigið að lifa; Spánn má ekki missa yð- ur —«. »En þjer, megið þjbr það.?« spurði hann. »Jeg má það, já«, svaraði hún. »Og hversvegna megið þjer það?« spurði hann aftur eftir stundarþögn. — »Og hvernig getið þjer spurt að því — Carilloættin setur eingan bleft á nafn sitt—« Hann kastaði gítarnum niður í götuna svo að streingirnir brustu. »Mín ætt setur aldrei blett á Carilloættina« svaraoi Mansanvini. »Senora, þjer gáfuð mjer áðan lífið — nú dauð- ann —« Hún laut fram yfir grindina, tók nelliku úr hári sínu, Ijet hana talla niður og hvislaði: »Mansanvini, hamíngja yðar er hamíngja Spánar, munið þjer það Hún Ijet aftur fall-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.