Bjarki


Bjarki - 09.04.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 09.04.1901, Blaðsíða 3
5i 3?eir verða sjálfsagt margir sem um hann sækja. En sagt er að síra Jón Helgason búist við að hafa mikil áhrif á þessa styrkveitíngu og telji sjálfsagt að guðfræðíngar verði látnir gánga þar fyrir öðrum, af því að stofnandi sjóðsins var guðfræðíngur. En gjafabrjefið gefur einga heimild til að taka guðfræðínga fram yfir aðra Þar er ekkert orð sem bendi í þá átt að gef- andinn hafi ætlast til þess. Og guðfræðíngar standa, eins og skiljanlegt er, ver að vígi en aðrir til þess að takast á hendur heimspekis nám. Ef gefandinn hefði ætlað styrkinn guð- fræðíngum fremur öðrum, þá hefði hann vafa- laust látið gjafabrjefið bera það með sjer, og þá hefði hann líka lagt veitíngu styrksins í hendur biskups og prestaskólakennaranna, en nú er hún lögð í hendur landshöfðíngja eftir samráði við stiftsyfirvöidin. I Khöfn eru nú tveir stúdentar, sem hafa gert heimspeki og fagurfræði að höfuðnáms- grein sinni, annar stúdent frá '94, hinn frá '96. Eðlilegast virðist að tvær fyrstu styrk- veitíngarnar lentu hjá þeim. En hvort sem styrkveitíngin tekst nú heppi- lega eða óheppilsga, þá á Hannes Arnason skilið að hans sje minnst með heiðri og Iofi fyrir gjöfina. Aldamótaspádómar. — :o: — Stjörnufræðíngurinn Sir Norman Lockyer í Lundúnum hyggur að aðaluppgötvanir stjörnu- fræðinnar á 20. öldinni verði innifaldar í því að menn fái nánari þekking á sólblettunum og áhrifum þeirra á veðurlagið. Þær uppgötvan- ir hyggur hann að Ameríkumenn muni gera, því hvergi eru störnuturnar jafnvel útbúnir að verkfærum og þar. Hann heldur, að áður öld- inni lýkur verði nákvæmlega hægt að seigja fyr- ir hvernig veðurbreytingar múni verða á hverj- um stað, svo að koma meigi í veg íyrir mik- ið af þvf tjóni sem þær nú valda. Störnu- fræðtngarnir geta þá t. d. sagt mdverjum fyr- ir, hver ár þar muni verða uppskerubrestur sakir regnleysis o. s. frv. Rafmagnsfræðingurinn Sir W. H. Preece, sem ásamt Marconi hefur gert merkilegar upp- götvanir viðvíkjandi loftfrjettaskeytunum, hygg- ur að þau verði fyrsta stórnýúng aldarinnar. Þó segir hann að þau muni aldrei geta kom- ið algerlega f stað frjettaþráðarins Verkfræðíngurinn sir J. W. Barry segir að Eíngland verði á 20. öldinni að fá nýan vinn- ukraft í stað kolanna og gufunnar. Hann tal- ar um að hefta frárennsli regnvatnsins í fjöll- um Skotlands og Wales og búa til úr því fossa til þess að knýa áfram rafmagnsvjelar. Hann trúir ekki á það, að menn komist upp á að nota aflið sem felst í aðfalli og útfalli sjávar- ins sem vinnukraft. Samgaungutæri innan stór- bofganna hyggur haun muni íaka miklum breyt- ingum, vegirnir verði lagðir í loftinu og niðri í jörðunni; einnig telur hann víst, að hreyfan- lagar götur verði algeiagar, líkt og sú Sem nofuð var vió Parísarsýi ínguna í sumar. Sir W. Cfookes, eðlisfræðíngur, hyggur að flugvjelar og loltsiglingar verði algeingai á þessari öld. Tilraunir Zeppelíns greifa í þá átt telur hann mjög mikils verðar. Mr. J. W. Swan, fræðibróðir hans, telur mest um vert að ný aðferð finnist til að framleiða rafmagn ódýrara en nú á sjer með eimkrafti cða vatns- krafti. Hinn franski efnafræðingur Berthelot hyggur að merkilegasta uppgötvun 20. aldarinnar verði sú, að menn læri að ná fæðu sinni- utan dýra- eða jurta-ríkisins. taka til fæðu kolefnið úr kolsýrunni, vatnsefnið úr vatninu og köfnunar- efni og súrefni úr loftinu. En til þess að þetta geti borgað sig verða menn að ná í mjög ódýran vinnukraft og þann kraft vill Berthelot fá sumpart utan að, beinlinis frá sólunni, sumpart innan að úr jörðunni, frá hitanum sem menn hugsa sjer þar inni fyrir. Takist verk- fræðíngunum að finna upp ráð til að bora eða grafa inn í jarðskorpuna 4 — 5000 rreter, segir hann að vatnið neðst í þeim brunnum verði svo heitt að þar fáist þrýstiafl scm geti knúið áfam allar vjelar heimsins. Og þegar krafturinn er feinginn er ekkert því til fyrir- stöðu að fæðuefnið verði framteitt á þennan hátt. Hver maður getur þá borið með sjer í vasa sínum fteðu til margra daga og neytt hennar hvar sem hann vill. Hnífa, skciðar og gaffla þurfa menn ekki framar að nota. Þessi fæða verður ekki dýr og hver og einn getur feingið hana eftir sínum smekk. Húngursneyð þekkist þá ekki framar. Alidyrin, sem nú eru, verða þá flest óþörf. Efnafræðíngurinn sír. H. RoscOe telur mest um vert fyrst um sinn að nota vatnsaflið, taka fossana í vinnu. Hann segir að verksmiðju- iðnaðurinn hljóti nú fyrst að flytjast frá kola löndunum til fossaiandanna. Og einga trú hefur hann á því að sjávarföllin geti komið í stað fossaaflsins. Annars hyggur hann að að- aiuppgötvanir aldarinnar verði gerðar í læknis- fræðinni, menn finni ný og ný meðöl til þess að koma í veg fyiir kviknun sjúkdóma og út- breiðslu þeirra. Seyðisfirði 9. apríi 1901. Nú um páskana hefur verið harðasti hríðárbálk- urinn sem komið hefur fyrir á vetrinum. Á mið- vikudaginn var blindbylur, á fimmtudaginn bjart og kalt, en á föstudaginn gerði aftur hríð og hefur verið nær stöðugt iilviður síðart, verst á páskadag. Snjór er hjer nú kominn miklu meiri en nokkru sinni áður í vetur og nær ófært umferðar. Á miðvikudaginn kom hjer inn dönsk fiskiskúta, Volunter, frá Bornhólm. Skipstjóri og eigandi er Friðgeir Hallgrfmsson, sem hefur um mörg undan- farandi ár stundað fiskiveiðar við Vesturlandið. Iiann rjeð hjer átta menn á skipið og hcldur síðan vestur fyrir land. Ágætur afli er sagður við Vestmannaeyjar og á Faxaflóa; fregnin höfð eftir hvalveiðaskipi, sem að sunnan kom. Á bæjarstjórnarfundi 30. f. m. voru þeir kosnir til að semja skipulagsskrá handa Styrktarsjóði Seyð- firskra sjómannaekkna: Jóh. Jóhannesson sýsium., Jón í Múla og Marteinn tíjarnason, Frá hvarfi Jóh. Jóhannessonar, sem peníngana sveik ut úr sparisjóði Éyfirðinga, er sagt svo af manni, scm nýlega er korninu að norðan: >Hann var í gatslu hjá hreppstjóranum á Kjarna, skarnmt frá Akureyri, og ’nafði fyrir fáum dögum heyrt dóm sinn. Að áliðnum degi kom ókunnur kvennaður og bað um Ieyfi til að taia við Jóhannes. Hún kvaðstvera úr Skagafirdi og á leið inn í Eyjnfjoið, að vissuin bæ, sem hún nefndi. í*au töluðust aðeins nokkur orð við. Legar á leið kvöldið kvartaði Jóhannes mikið um fótakulda og fór svo að hann hafði út þrenna sokka. Hatti sínum og yfirfrakka hafði hann einnig náð í framhýsi þar í bænum og hjelt svo burt vel útbúinnt> að fötum. Brjef hafði hann að sögn skilið eftir til sýslumanns Eyfirðínga og kvað nú mundi örðugra að hafa upp á sjer en í fyrra skiftið. Haldið er að hin pilsklædda vera, sem heimsótti Jóhannes, hafi verið karlmaður í dular- búníngi, einhver af kunníngjum Jóhannesar að vest- an, og haff komið til þess að hjálpa honum á flótt- anura. Að minnsta kosti hafði einginn Skagfirskur kvennmaður komið á bæ þann sem kona þessi hafði nefnt til sem áfángastað sinn.c ÝMISLEGT. —o — Kafskip, þ. e. skip sem gánga undh yfir- borði vatnsins. eru menn nú dálítið farnir að nota erlendis og búast við að þau verði al- mennt notuð áður lángt um líður. Sá sem mestar tilraunir og uppgötvanir hefur gert í þessa átt er Ameríkanskur maður, J. P. Hol- land. Nú sem stendur hefur hann sjö kafskip í smíðum fyrir stjórn Bandaríkjanna. Þýðíng þessarar uppgötvunar er meðal annars mjög míkil fyrir hernað á sjó. Eins og skiljanlegt er, er ekki hægt að verja skipafiota, sem ligg- ur á yfirborði hafsins, gegn óvinaher, sem held- ur til á skipum sínum niðri í djúpinu. Kaf- skipin geta skotist upp til yfirborðsins sem allra snöggvast, skotið á hin skipin og horfið að vörmu spori í hafið áður en náð verði að miða á þau. Kafskipin eru knúin áfram með rafmagnsvjelum og með þeim er einnig sjeð fyrir nýu og fersku andrúmslofti eftir því sem með þarf. Eingar sjóborgir eða sjóvirki geta staðist árásir kafbátanna. Með þeim má senda spreingiefni innundir hafnarvirkin hversu stór ofansjávarfloti sem til varnar er. Til ferða yfir breið höf halda menn að kafskipin muni naumast nokkrurntíma verða notuð. En til styttri ferða verða þau mjög þægileg, t. d. til ferðarinnar yfir- sundið milli Einglands og Frakklands. Þeir sem með þeim fara þurfa ekki að óttast sjóveikina. Því und- ir vatnsfletinum er alit kyrt og farþegarnir verða ekki varir við hreifíngar skipsins. Þeir vcrða líka lausir við hina óþægilegu lykt sem alltaf er af gutuvjclum eimskipanna. Kafskipin mega enn sem komið er ekki vera leingri en 50—70 metra. Væru þau stærri yrðu rafmagnsvjelarnar sem til þeirra þyrfti of þúngar. Menn hafa reynt að nota fijótandi loft til að framleiða hreifiafiið í stað rafmagns, en það hefur ekki tekist. Vísindalega þýðíngu geta kafskipin haft að því leyti, að hægra verður að kanna djúp höf cn áður hefurverið. Hve djúpt þau geti komist vita menn ekki. Sumir segja 130 metra. En þetta er komið . undir styrkleik skipanna og móístöðuafli gegn þrýstíngunni niðri í vatninu. Með þeim verð- nr miklu hægra en nú er að ná skipum, sem sokkið hafa, og öðrum munum af mararbotni. Hætta við meðferð kafskipanna virðist ekki vera mikil, því við ailar tiiraunirnar, sem gerð- ar hafa verið meðan á uppfundníngunni stóð, heíur aðeins einn maður látið lífið. Nýan spiiabánká, svipaða.i bánkanurn í Monte Cario, er nú talað um að stofna, en öil ríki

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.