Bjarki


Bjarki - 16.04.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 16.04.1901, Blaðsíða 2
54 ensku, frönsku og þýsku, en segir að allt bendi f þá átt að þörfin verði æ meiri og meiri fyrir eitt alheimsmál. Hann bendir í þessu sam- bandi á hina sameiginlegu herför norðurálfu- þjóðanna til Kína og hið alþjóðlega vísinda- mannamót, sem nú í vor átti að halda í Par- ís. Annaðhvort segir hann, verður þá að gera eitthvert af hinum útbreiddu höfuðmálum að alheimsmáli, eða þá að búa til nýtt mál, sem hvergi er tafað. Fram undir miðju þessarar aldar virtist franskan eiga mesta framtíð sem sameiginlegt mál;. nú aftur á móti enslcan, Hún er nú lángútbreiddust allra Norðurálfutúngna; þá rússneska, þá þýska, þá franska, þá ítalska., þá spánska. En enskan hefur auk þess það framyfir hin málin, að hún. er sambland af germönskum og rómönskmn málum. Fyrir nokkrum árum bjó Scbleyer prestur í Konstans, til nýtt mál og nefndi >volapyk«. Það átti að verða alþjóðlegt mál bæði í riti og ræðu, þessvegna ljet hann ekkert hljóð koma þar fyrir sem ekki finnst í öllum málum; r-hljóðinu var t. d. kastað burtu, af því að það er ekki til f máii Kínverja. En hann gætti þess ekki að jafnvel í Þýskalandi eru tii höfuðmáliskur sem ekki gera nákvæman grein- armun á hörðum og linum samhljóðendum. Volapyk hafði þvf samt sem áður of mörg hljóðtákn j.afnvel fyrix þjóðverja eina. 1899 bjó þýskur maður, Julíus Lott, í Wien,. til nýtt mál, sem hann ætlaðist til að notað yrði við sýnínguna í París. Hann lagði lat- ínuna til grundvallar, klippti af henni allar endíngar og jók hana með greinum og for- setníngum f stað fallendínga. MáL hans varð þá ekki ólíkt »lingva franca« sem sjómenn nota sem sameiginlegt mál um strendur Miðjarðar- hafsins. Sæi Cicero gamli þetta mál, mundi hann snúa sjer við f gröfinni. Á þessari ný- latínu koma út tvö tímarit, eitt í Ameríku, »Præco Latinus« og eitt f Róm, »Vox Urbis«. I Wien og Berlín er farið að kenna latínu á þennan hátt. Aðalgallinn á latínunni sem heimsmáli segir höfundurinn sje mismunandi framburður þjóð- anna. Það kæmi fram t. d. ensk-latína, fransk- latína og Rússa-latína og öll þau mál ættu Germanir bágt með að skilja. þetta er aðeins höfuðefni greinarinnar. tlöf. hyggur að annaðhvort enskan eða latínan sjeu líklegastar til að verða, alþjóðamál. Ábyrgðarfjelög. það hefur nokkuð verið um það rætt að koma á innlendri ábyrgð á húsum til trygg- íngar gegn eldsvoða, og nú í fyrra mánuði stendur grein í Isafold, scm eindregið heldur því fram, að alþíng ætti að fara að gera gáng- skör að því, að þetta kornist á. Húseignum fjölgar óðum í landinu og margt af þeim er óvátryggt, því það er á valdi eigendanna, hvort þeir vátryggja hús sín eða ekki En kæmist á innlent brunabótafjelag er sjálfsagt að gera mönnum að skyldu að vátryggja. Skýrslur eru eingar til um það, hve míkið nú sjc borgað í brunaábyrgoargjald af öllu landinu, til útlendra ábyrgðaffjc'laga, og ekki heldur ,um það, hve mikið þau hafi orðið að borga að samlögðu inn í landið undanfarin ár. En víst er það, að stórbrunar hafa eing- ir komið hjer fyrir leingi undanfarandi. Hús- brutiar haía helst komið fyrir á einstökum hús- um og bæum til sveita, Má því telja víst að landið í heild sinni borgi meiri penínga út en inn koma. Og sama mun verða raunin að þyí er snert- ar líftryggíngar manna, þær eru nú óðum að fara í. vöxt og má telja það miklar framfar- ir. En spurníngin er, hvort ekki væri hagur að því að landsjóðir tæki að sjer þær ábyrgð- ir> eða að stofnuð yrði innlend lífsábyrgð með ábyrgð landssjóðs. Fróðlegt væri að hafa skýrslur um það, hve mikið væri greitt í lífs- ábyrgðargjöd af öllu landinu árlega<ng hve mikið væri borgað inn. þær skýrslur hefur aðeins bvert fjelag út af fyrir sig. En víst er, að hjer er um mikið fje að ræð- a, sem verður því meira og meira sem lff- tryggíngar fara meira í vöxt. »Kurteisi.« -—:o:— »Höftighed koster ikke penge*. Þetta orð »kurteisi« es svo oft viðhaft, að það virðist ekki ósenniíegt að það. sje brúkað síundum að óþörfu, enda er jeg fullviss um að það sje gert, eftir þeim skilaingi sem jeg legg f orðið kurteisi. Sú æðri og betri menntun, eða rjattara út- lenda menníngin, hefur í einum skilníngi flutt okkur kurteisi, eða ýmsa siði eða týskur, og má þar til nefna hegðun manna við ýms ólík tækifæri, máltíðir, heilsanir o. fl-. Það má heyra orðatiltæki eins og þessi: »Hann er ákafíega »penn undir borðum* og »sá er nú penn«, sá kann að taka ofan fyrir »dömunum«.. Það er orðið alsiða nú í kaupstöðunum að minsta kosti, að taka ofan fyrir hverjunr kjafti, sem raætir manni á förnum vegi, og það á ýmsan hátt,. og allt er undir því komið að vera sem »penastur« segir fólkið. Heldra fólkið, helst kvennfólkið, geingur allt öðruvísi en annað fóík, og mæti það einhverj- um sínum líka,. eru brúkaðar sjerstakar lcredd- ur við heilsanina, beygíngar og hneigíngar,. og er stundum viðbjöðs'.egt að sjá slíkaa tepru- skap og uppgerð hjá þessum »dægurflugum í djúpi tilverunnar.« Þetta cr það sem jeg kaila »vanans« kurt- eisi, sem hefur skapast í einhverjum tískubæ heimsins, t. d. l5arís og er í sjálfu sjer mcin- laus.. En það er önnur kurteisi, sem okkur rfður meira á að lxra, og það er framkoma okkar gagnvart almenníngi, æðri sem lægri og hvern- ig sem stendur á og kríngumstæður eru fyrir okkur eða þeim. Maður rekur s:g á menn í þjóðfjelaginu, sem hafa sest á efri hyllur þess, sem lýta með fyrirlitníngu á þá sem eru fyrir neðan, cn kunna mætavel að líta upp fyrir sig og við hafa kurteisisreglui við þá, scrn eru jafnir þeim eða ofar að mannvirðíngu. Þó þetta sje nú mikið að lagast með vax- andi rr.entun, er ekki laust við að þessu bregði fyrir, ekki svo sjaldan, t. d. kaupm. og búð- ann. sýni viðskiftamönnum s.ínu.m misjafnar undirtektjr eftir mannvirðíngu og hvernig þeir standa sig í re'kníngi o. s. frv. Auk venjulegra kurteisisregla ættu allir op- inberir starfsmenn þjóðarinnar að sýna alþýðu- mönnum lipurð í framkomu viðvíkjand: þvf sem þeir eiga að erinda. Þeir verð að gæta að' því að það eru þeir sem eru kallaðir til að- gánga á undan, þeir sem eiga að lyfta þjóð- inni á hærra stig í andlegum og veraldlegum- skilníngi, þeir sem eiga að binda um sárin á> líkama þjóðheildarinnar, og þeir sem eiga að* vinna að því, að það verði sem styst hið stað- festa djúp milli sín og alþýðunnar, svo báðir máispartar verð.i sem best samtaka; einnig líka. heiil þjóðarinnar hvílir á alþýðunni og. mer.tun og upplýsíngu hennar. K.urteisi er eingin venja, að mínu áliti, hún-, er bara að vera alúðlegur maður og koma vel fram án þess að fylgja nokkrum sjerstökumi kredduni við þá framkomu. Jeg heyrði mik.ils metinn mann og skáld’. okkar segja vi,ð annan mann: »Jeg á ekki. kurteisi til í eigu minni.« Hinum varð ekkert. annað að orði þegar hann heyrði þetta heldur en: »Nei, nú ertu að Ijúga.« Hann vissi fullvel, einsog jeg veit, að mað- urinn var kurteis f framkomu, en hann meinti auðvitað ýmsar vanans kurteisisreglur, og eins- það, að hann vildi koma til dyranna einsog. hann væri klæddur. Og það ætti; hver maður að gera. AlLur tepruskapur og fyrirlitníngarósómi' ætti sem fyrst að vera gerður útlægur úr' landinu og ekki eiga þángað afturkvæmt, ef við eigum að vera stimplaðir sem siðuð þjóð.. A 1 þ ý ð u m a.ð u,E.' Seyðisfirði 16. apríl' 1901. Síðus'u vikuna hcfur leingstum verið rigníng eða*. krapahríð.. Snjórinn hefur sígið mikið, en mjög er illt umfer-ðar enn. í dag er blíðveður... Vaagen kom á föstudagsnótt beint frá útl. með< koi, lór aftur á mánudagsmorgun til útl. Dálítinn íshroða v.arð hún vör við hjer úti fyrir. Við ísafjarðardjúp hefur verið mokafli í vetur og, v.or; einnig sagður góður afli á Suðurnesjum.. Sr. Magrsús Jónsson í Laufási andaðist 19, f. m. Llann var hátt á áttræðisaldri. 24. f. m. andaðist Tómas prestur Bailgrímsson á. Völlum í Svarfaðardal, rúmlega fimmtuguf. 18. f. m. drukknaði Kristján Gíslason áður bóndi á Ytra-Krossanesi í Kræklíngahlíð. Báti hvolfdi undir honuiu, á Krassanesböt.. Sr. Bjarni' Lorsteinsson á Síglufirði hfifur feingið 600 kr. styrk á ári í 3, ár af Carlsbergssjóðnum till þess að safna íslenskum þjóðiögum. Staðarprestakall í Snæfellsnessprófastsdæmi er nú laust og veitist frá fardögum 1901, Brauðið er roetið 1747 kr. 83 au. að frádregnu árgjakti til land- sjóðs, 300 kr. — Prestsekkja er í. brauðinu tneð 203, kr. 44. au, eftiríaunum. ITjeraðslæknir Páli Blöndal í Stafholtsey hefun feingið lausn frá. embætti. Aðalftuidur sparisjóðsins á Seyðisfirði var haldinm á bæjarþíngstdfunni. laugardaginn 13, þ. m. Lagð- ur var fram og samþyfcktur endurskoðaður reikn- íngur sjóðsins árið 1900. Stjórn, vafastjórn og end- urskoðendur voru endurkosnir. Reikníngurinn efi bír.tur á öðrum stað hjer í blaðinu.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.