Bjarki - 11.05.1901, Blaðsíða 3
Í’ríðja árið, — síðastl. fardagaár — voru gjald-
endur til sveitasjóðanna 1082, en tala þeirra er þáðu
af sveit 77, þar af 13 heimilisfeður og 9 munaðar-
laus börn. Þá voru að meðaltali 93 kr. 93 a. lagð-
ar hverjum þurfalíng, eða alls kr. 7232,71.
Til menntamála er alls eingu varið fyrsta árið,
nema í Seyðisfjarðarhreppi hinum förna (Seyðisfj
kauptúni kr. 811,10). Annað árið er eingu varið til
mentamálanna í neinum af hreppunum, en þriðja
árið kr. 183,48 í fjórum hreppum: Vopnafj.hr. 70
kr., Borgarfj.hr. 56 kr. 48 a., Loðmfj.nr. 17 kr. og
Seyðisfj.hr. 40 kr.
i fardögum 1894 nemur skuldlaus eign allra hrepp-
anna 20591 kr. 95 au.; þó ber þess að
gæta, að mikið af því sem talið er í »eftirstöðvum«
í sveitasjóðunum það ár, mun hafa verið >pappírs-
sjóður*, enda lækka eftirstöðvarnar um 13000 kr. á
árunum frá 1894—96, en fara sfðan eðlilega smá
hækkandi. í fardögum i896nemur eign hreppanna:
41135 kr 75 a. og í síðastl. fardögum er hún komin
upp í 70715 kr. 53 a.
Á. J.
ÓLAFUR OG ÞÍNGRÆÐIÐ.
Ólafur Davíðsson er enn á flakki f Austra
og ekki smástfgur; hann leggur nú undir sig
hvern dálkinn á fætur öðrum. Hann er að
svara grein sem stóð í Bjarka í ágústmánuði
í fyrra og skyldu menn því ætla að hann hefði
íhugað málið rækilega. En eftir 7 — 8 mánaða
alvarlega umhugsun heldur hann enn að nokkru
leyti trygð við »minnihlutaþíngræðið« og óhug-
ur hans á »meirihlutabarðstjórninni« er ekki
nærri horfinn.
Hann reiknar nú svona: f’íngræði og ráð
meirihluta þíngsins er sitt hvað. Að þessu
hafa mótstöðumenn hans ekki gáð. íþeir vilja
hafa þfngræði og láta meirihlutann ráða. Og
svo bríxla þeir Olafi um, að hann sje andvíg-
ur þíngræði. Nei, nei; það hefur Olafur aldrei
verið. Hann vill hafa þíngræði, en það sem
hann hefur haft á móti er »meirihlutaharð-
stjórnin«, eða það, að meirihluti þíngsins ráði.
Og úr því að hann vill að þíngið ráði, en vill
ekki lofa meirihluta þess að ráða, þá er ekki
annað eftir en »minnihlutaþíngræðið«. Þó er
svo að heyra sem hann hafi nú orðið fundið
einhvern hæng á því Iíka. En þíngræði vill
hann hafa. Það er klárt.
Hann ritar lángt mál til þess að skýra hvað
þíngræði sje, og kveðst þó ekki hafa rúm til
þess að segja um það mál allt sem sjer búi í
brjósti. En mjer virðist íslenska orðið taka
vcl ftam það sem í hugmyndinni felst. Þíng-
ræði er það, að þíng þjóðarinnar ráði lögum og
lofum í landinu, að atkvæðaafiið í þínginu sje
hið sama sem æðsta valdið. Þetta er hug-
myndin í því stjórnarfyrirkomulagi sem við
köllum »þíngbundið«, hvort heldur það er
þíngbundin konúngsstjórn eða lýðveldi með
kjörnum forseta. Þar sem þfngræði er, víkja
stjórnirnar, eða ráðaneytin, þ. e. mennirnir,
sem eiga á eigin ábyrgð að framkvæma vald
þíngsins með stjórnarathöfninni, úr sætum, þeg-
ar þeir eru á annari skoðun en þíngið. Og
þetta byggist á því, að frarrtkvæmd&rvaldinu
sje óheppilega fyrir komið í höndum þeirra
manna sem cru löggjafarvaldinu andstæðir í
skoðunum, að ekki sje heppilegt að þeir menn
framkvæmi lög og fyrirskipanir þíngsins, sem
ef til vill álíta að þetta fari f þveröfuga átt
við það scm vera ætti. I orðinu þíngtæði,
eða »parlamentarismus«, felst sú hugmynd, að
völdin sjeu hjá þínginu, og ekkert annað. Þótt
stjórnin væri á gagnstæðri skoðun við þíngið,
væri þíngræði eingu að síður, ef þfngið hefði
ráðin, þ. e. ef stjórnin setti stimpíl sinn á
allar gjörðir þíngsins og framkvæmdi fyrirmæli
þess. En samvinna milli þíngs og stjórnar er
auðsjáanlega ekki sem heppilegust þegar svo
stendur á. '
Þetta er nu sagt um þíngræðið almennt.
Um skilníng Ólafs á því í sambandi við Val-
týskuna og Rángármiðlunina skal síðar talað,
ef einhverntíma sjest fyrir endann d honum í
Austra.
Seyðisfirði 11. maí 1901.
Veður hefur verið hlýtt undanfarandi, sunnanátt
og regnskúrir við og við. Niður við sjó er farið að
grænka, en snjó leysir nú óðum úr fjöllum.
Fregnin, um lát bónda eins á Hjeraði, sem stóð
í síðasta »Bjarka« í blöðum þeim sem í bæinn fóru,
er ekki rjett. Frjettin var þó tekin eftir manni sem
nýkominn var af Hjeraði; hafði hann hana eftir
öðrum Hjeraðsmanni, sem hann hitti hjer neðra.
Fimm hvali hafði Ellefsen feingið er síðast frjettist
og voru tveir fluttir vestur óskornir, en hinir
inn á Mjó&fjörð. Bull í Norðfirði hafði þá feingið
11 hvali.
Afli er enn einginn hjer úti fyrir. Fiskigufubát-
urinn »EIín« hefur verið úti eina ferð og kom inn
með rúm 200.
Mjölnir kemur ekki upp híngað þessa ferð, heldur
annað skip frá Tuiiniusi, »Heimdal«; hans er von
híngað um miðja næstu viku.
Eignir Garðarsfjelagsins hefur skifta-
ráðandi nú verið að Iáta virða fyrirfarandi daga
og hafa þær allar verið virtar um 60,000 kr.
í Khöfn er nýlega komin út bók með titlinum
•Nyislandsk Lyrik., eftir Olaf Hansen. Það er safn
af þýðíngum O. H. á íslenskum kvæðum, sem sum-
ar hafa áður verið prentaðar i dönskum blöðum, og
pistlar um höfunda kvæðanna. Þar eru kvæði eftir
Bjarna, Jónas, Jón Thoroddsen, Gr. Thomsen, B.
Gröndal, Pál Ólafsson, Stgr. Thorsteinsson, Matth.
Jochumsson, Hannes Havsteen og Porst. Erh'ngsson.
Bjarki minnist síðar nánar á bóldna.
* ■
Kaupbætir.
Spánskar nætur, sögurnar sem verið
hafa neðanmáls í Bjarka leingi undanfarandi,
eru nú á enda. Þeir útsölumenn og eífistakif
kaupendur sem rjett eiga til að fá þær í káup’
bæti geta nú feingið þær sendar undif eins
og þeir hafa sent borgun fyrir yfirstandandi
árgáng blaðsins.
SnjÓ eftir A. Kjellancf, ásamt ffeiri söguiíí,
alls um 200 síður, geta menn feingið í kaup-
bæti, í stað hinnar bókarinnar, ef röenre óska
þess heldur.
Nokkur eintök eru þegar til af því setra út
hefur komið sfðan um áramót,
Aldamót, sjónleikur eftir Matth. Joch. 0,50
Búnaðarritið 14. 2. ..... 1,00
Huldufókssögur ib............1,20
Landafræði M. Hansens .... 0,75
Myndabók h. börnum...........o’so
Bernska og æska Jesú . . . 1,00
Reikníngsbók E. Bricms I. og II. eru
komnar í bókaverslan L. S. Tómassonar.
H-Á-L-F - F- L- Ö- S- K- U- R eru
keyftar á »Hótel Seyðisfjörð*.
Ljósmyndastofa
Eyjólfs Jónssonar
er nú opin daglega frá kl. 10 — 4. Þar fást
teknar auk venjulegra 1 j ó s m y n d a
»Platinotypier«
sem eru gljálausar myndir með flauelssvörtum
skuggum og nú þykja fínastar allra mynda og
eru hæðst móðins erlendis. Ennfremur
Bronssilfur myndir
stækkaðar í hvaða stærð sem óskað er eftir
allt að I — 2 álnir á kant.
Alltvandað verkog svo fljótt af hendi
leyst sem hægt er.
Prufumyndir sem eiga að sendast út verð-
ur að borga fyrir fram.
Þíngmálafundarboð.
Miðvikudaginn 29. þessa mán. verður hald-
inn þíngmálafundur fyrir Norðurmúlasýslu á
Fossvöllum og fundurinn settur kl. 2 e. m.
til þess að sýslubúum gefist kostur á að ræða
ýms mál sem vænta má, að komi fyrir á næsta
alþíngi, og koma fram með tillögur í þeim
efnum.
Meðal þeirra mála er til umræðu ætti að
taka bæði heima í hreppunum og á þessum
fundi, teljum vjer auk stjórnarskrármálsins og
bánkamálsins og ritsíæamálsins sjerstaklega fá-
tækramálið og vinnuhjúalagafrumvarp síðasta
þíngs og svo það, hvað mönr.um muni þykja
ráðlegast að gera fil pflíngar lapdbúnaði qg
sjávarútvegi.
Seyðisfirði og Kirkjubæ 2. maí 1901.
Jóh. Jóhannesson. Einar Jónsson.
STÓR OG GÓÐ ELDAVJEL er til sölu
Ritstj. vís^r á
Undirritaður selur ferðamönnum hjereftir
allan greiða, án þess að skuldbinda sig til að
hafa allt það, er um kann að verða beðið.
Kolstöðum í maí 1901.
Ólafur Árnason
— Alla þá heiðruðu skiftavini sem skulda
mjer, bið jeg vinsamlegast að borga mjer skil-
víslega nú í sumarkauptíðinni.
Sevðisfirði 29. mars 1901.
ÁNDR. RASMUSSEN.
Strokkar
frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku
ú 35 kr.
eru hjá St. Th. Jónssyni
Seyðisfirði.
|-'i _i ; „ f-yii blað höfuðstaðarins.fæst pant-
, , EL 1 Ul 1 ílc, j að hjá öllum póstafgreiðslu-
mpnnum á landuiu. Árstj- kostar 75 aura.