Bjarki - 17.06.1901, Blaðsíða 1
Eitt biað á viku. Verð árg < t.t
borgist fyrir i. júlí, (erlKudis 4 kr
borgist fyrirfram).
JARKI
Uppsögn skrifleg, ógild nema komin
sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
VL ár. 23
Seyðisfirði, mánudaginn 17. júni
1901
Sundkensla.
Sundkennsla, ókeypis fyrir bæjarbúa, byrjar
um 20. þ. m., hjer í ban ím, sundkennari verður
Ólafur Jónsson frá Hallgeirsstöðum við Eyjafjörð.
Ætlast er til að dreingir frá 8—16 ára verði
kennsiunnar einkum aðnjótandi. Allir sund-
nemendur verða að hafa sundstakka eða sund-
brækur.
í’eir cr vilja koma dreingjum að, snúi sjer
sem fyrst til bæjarfulltrúanna Jóns í Múla eða
f’orsteins Erlíngssonar.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 14. júní igor.
Jóh. Jóhannesson.
Hjer með tilkynnist heiðruðum viðskifta-
mönnum mínum á Islandi, að jeg hefi afhent
til innheimtu útistandandi skuldir við verslun
mína á Seyðisfirði til herra kaupmanns St.
Th. Jónssonar á Seyðisfirði.
þórshöfn á Færeyjum 8. maí 1901.
Magnús Einarsson.
Samkvæmt framanskrifuðu umboði er hjer
með skorað á alla þá sem skulda herra kaupm.
Magnúsi Einarssyni í Þórshöfn á Færeyjum
sfðan hann rak verslun hjer á Seyðisfirði, að
borga skuldir sínar tafarlaust til mín í næst-
komandi sumar- og haust-kauptíð. f’eir sem
ekki verða búnir að borga þær fyrir þann tíma
eða semja við mig um borgun, meiga búast
við að skuldirnar verði innheimtar með lög-
sókn á þeirra kosnað.
Seyðisfirði 2. júní 1901.
S t. T h. J ó n s s o n.
Bánkamálið.
Eins og skýrt hefur verið frá hjer í blað-
inu áður, hefur til skamms ti'ma verið gott út-
lit fyrir að samníngar tækjust með þeim mönn-
um sem sótt hafa um leyfi til hlutafjelags-
bánkastofnunarinnar hjer og íslenska ráða-
neytinu. En stjórninni hefur nú sviplega snú-
ist hugur. Eftir að ráðgjafinn hefur lýst því
yfir við leyfisumsækjendurna, að hann hafi
mikinn áhuga á því máli, og eftir að samið
hcfur verið um máltð aftur á bak og áfram
þángað til að málspörtum ber lítið scm ekk-
crt á milli, skýrir ráðaneytið leyfisumsækjend-
unum frá því 8. f. m. að það viiji ekkert við
málið eiga framar, geri ekkeit tií að koma því
á framfæri.
Telja má víst, að hjcr sjeu það tillögur lands-
höfðíngja sem að miklu ráða. Þeíta er árángurinn
af fctð hans á fund ráðgjafans að því er bánka-
málið snertir.
i'egar leyfisumsækjcndurnir höfðu lagt mál-
ið íyrir íslenska ráðaneytið haustið '99, sendi
ráðaneytið það stjórn þjóðbánkans danska ti!
umsagnar. Ilún ransakaði málið ýtarlega og
gerði ýmsar athugasemdir við frumvarp þeirra,
sem var að öllu samhljóða frumvarpi því sem
samþykkt var í neðri deild alþíngis 1899.
Margar af þessum athugasemdum vildu leyfis-
umsækjendurnir taka til greina, kváðust fyrir
sitt leyti geta geingið að þeim breytíngum sem
þar var farið fram á.
I álitsskjali sínu telur stjórn þjóðbánkans
hiutafjelagsbánkastofnunina nauðsynlcga hjer til
þess að bæta úr peníngaeklunni. Og hún tel-
ur sjálfsagt að stofnun slíks bánka yrði til
þess að efla framfarir í landinu. Um skoðan-
ir þeirra manna sem halda því fram að rjett-
ara sje, að efla landsbánkann, lætur stjórn þjóð-
bánkans það álit í ljósi, að ef til vill muni
hættulaust að auka seðlaútgáfu hans þar tii
hún nemi 1 miilj. kr. En mjög hættulegt sje
að halda leingra á þeirri braut.
Alit stjórnar þjóðbánkans á málinu er því í
aðalatriðinu hið sama og álit þíngsins. Hún
telur bánkastofnunina nauðsyniega fyrir landið.
En stjórn þjóðbánkans er hrædd um, að
þessi bánkastofnun geti komið í bága við hags-
muni þjóðbánkans sjálfs. Hann hefur einka-
rjettindi til scðlaútgáfu í Danmörk. Þau rjett-
indi telur þjóðbánkinn skert, ef íslenski bánk-
inn feingi leyfi til að iiafa útibú, eða sjálf-
stæða bánkadeild, í Khöfn, sem dreifði þar út
seðluro sem keppinautur þjóðbánkans. Stjórn
þjóðbánkans mótmælir því, að nokkurt útibú
frú íslenska bánkanum sje í Khöfn, en leggur
til, að í þess stað hafi hann þar umboðsmann,
sem að öllu leyti sje háður stjórn bánkans í
Rvík, en megi eingin bánkastörf reka á eigin
ábyrgð.
Samkvæmt þessu vill stjórn þjóðbánkans
einnig láta takmarka seðlaútgáfurjettinn miklu
meir en gcrt er í frumvarpinu. Hún vill
tryggja, að Island verði ailtaf að nota seðla
sína innanlands. Hún segir, að viðskiftaþörf
Danmerkur heimti nú sem stendur c: 45 kr.
á hvern mann í landinu. ísland þurfi ekki svo
mikið. Væru ætlaðar 40 kr. á hvern mann ætti
viðskiftaþörfinni að vera vel borgið. Þetta verða
samtals 3 irillj.
En þessari athugasemd neita leyfisumsækj-
endurnir, segja að meiri penínga þurfi tiltölu-
Iega til þess að fuilnægja viðskiftaþörfinni hjer
en 1' Danmörku, því þar sjeu ávísanir og víxl-
ar miklu meir notað og koroi í stað pcníng-
anna.
Þetta tvennt er aðallega það sem skilið hef-
ur á milli skoðana þjóðbánkastjórnarinnar og
leyfisumsækjendanna á málinu. Þjóðbánkinn
danski vili girða fyrir að bánkastofnunin hjer
geti að nokkru leyti komið í bága við hags-
muni sjálfs hans.
En fyrir Isiand játar hann hiklaust að bánka-
stofnunin sje nauðsynleg.
Leyfisumsækjendurnir hafa verið mjög eftir-
gcfanlegir í öllum samníngum við ráðaneytið.
Þeir vilja fyrir sitt ieyti taka meir eða minna
til greina ailar athugasemdir þjóðbánkastjórn-
arinnar. Þar á meðai færa saman tímabilið
sem einkarjetturinn til seðlaútgáfu á að veit-
ast þeim. Frumvarpið tekur til 90 ár. Stjórn
þjóðbánkans stíngur upp á 25 árum. Þeir
taka þá 40 ár sem meðalveg.
En þegar lítið sem ekkert virðist á vanta
til fullkomins samkomulags, þá snýr stjórnin
við, vill ckkert við málið eiga framar.
Það er tvennt sem ræður. Fyrst það, að
hagsmunir Islands geti hjer ef til vili að ein-
hverju leyti komið í bága við hagsmuni þjóð-
bánkans danska. Ráðgjafi Islands telur sjer
fyrst og fremst skylt að sjá um, að þetta geti
alls ekki fyrir komið. Hann er gæslumaður
þjóðbánkans.
I öðru lagi ræður undirróður hjer heiman að.
Landshöfðíngi hefur spillt fyrir málinu. Ráð-
gjafinn er nú að taka höndum saman við hann
og afturhaldsliðið í stjórnarskrármálinu og því
fylgja svo önnur mál.
En alþt'ng verður að taka málið fyrir í sumar,
þrátt fyrir undirtektir stjórnarinnar, og leiða
það til lykta fyrir sitt leyti. Leyfisumsækj-
endurnir hafa lýst því yfir, að þeir sjeu mál-
inu alls ekki fráhuga enn, heldur bíði þess,
að betur skipist. Þeir hafa ráðgert að koma
til Rvíkur enn í sumar til viðtals við þíngið.
íslensk umboðsverslun á Skotlandi.
Jafnframt og jeg vísa til auglýsíngar, sem
staðið hefur frá mjer í Bjarka, leyfi jeg mjer
að leggja sterka áherslu á, að þær vörur, sem
mjer kunna að verða sendar til að selja, sjeu
vandaðar af fremsta %negni.
Bændur kvarta oft yfir því, að þeir hafi skaða
af að framleiða sumar vörur (jeg á sjerstak-
lega við smjör, ull og ýmsar tóvörur) og á-
vita kaupmenn fyrir, að þeir borgi illa, en í
rauninni borga þeir oft betur en varan er
verð, og líða því líka skaða. Þetta er eitt
meðal annars sem gerir ísienska verslun þvíng-
aða, áhættumikla og óarðberandi, auk þess
sem það orsakar oft miður gott samkomulag
milli kaupmanna og bænda. Það virðist því
vcra full þörf á, að leita víðar en geit hefur
vcrið eftir markaði fyrir ísl. afurðir og jafn-
framt breyta og bæta vörurnar þannig, að þær
sjeu seljanlegar fyrir hærra verð.
Fiestar ísl. vörur eru, þvf miður, mjög ilia
úr garði gerðar vegna vankunnáttu og óvand-
virkni framleiðcnda. Viðkvæðið hjá mönnum
er, að þetta sje nógu gott 1' Danskinn, ívrir
glíngur og glys, og þá irunu menn víst ekki
gcra Skotanum hærra undir höíði. — Þetta cr
svo skaðlegur hugsunarháttur sem framast má
i verða, og þarf að útrýma honum hið bráóasta, ef