Bjarki - 16.07.1901, Síða 3
io7
fluttur hefði verið til Suður-Afríku frá því I.
júní s. á. skyldi fluttur burt aftur, 4. að eing-
inn nýr her enskur yrði fluttur inn, 5. að þessu
yrði svarað innan 15. okt. Yrði svar ekki þá
komið, eða skilyrðunum neitað, þá yrði það
skoðað sem ófriðarboðun.
Steijn Oraníufoiseti fylgdi Reits, þótt ann-
ars væri ekkert ágrciníngsefni milli hans og
Eingiands. Hann Ivsti yfir, að eitt skyldi yfir
bæði lýðveldin gánga, Transvaal og Oraníu.
En Afríkusambandið í Kaplandinu var í vand-
ræðum með hvernig það ætti að taka í málið.
Schreiner, sem þá var þar við völdin, var
Transvaal hlynntur og eggjaði Millner á að
taka boðum Krygers í útlendíngamálinu. Ann-
ar at foríngjum sambandsins þar syðra.Hofmcyer,
tókst ferð á hendur til Prætoríu, fullvissaði
stjórnina þar um stuðníng frá Kaplandi og
skoðaði hcrnaðarútbúnað og víggirðíngar lvryg-
ers. I seftemberlok sendu 52 af þíngmönn-
um Kaplands og 5 ráðgjafar ensku stjórninni
skjal og lý.stu þar yfir velvild til Transvaal og
báðu um að ágreiníngsefnin yrðu feingin í
hendur nefnd til þess að hún rjeði fram úr
þeim. En rjett á eftir kom annað skjal und-
irskrifað af 53 þíngmönnum og lýstu þeir yfir,
að þeir væru fullkomlega samþykkir gjörðum
ensku stjórnarinnar. Að lokum lýsti Schreiner
því yfir, að Kapland yrði utanvið ófriðinn og
íylgdi hvorugum. Millner svaraði, að því rjeðu
Kaplendln'gar sjálfir, en járnbrautirnar mundi
enska stjórnin nota.
Fyrirliðar Búa voru ekki hræddir við ófrið-
inn. þeir voru vel undir hann búnir og sáu
að þeir mundu á skömmum tíma fá yfirstígið
her Einglendínga, þann senr í Afríku var. Að-
ur nýtt lið kæmi til ætluðu þeir að verða
komnir með her manna suður til Kaplands og
töldu þá víst að Hollendíngar allir mundu snú-
ast þar í lið með sjer. Reits treysti einnig á
Evrópuþjóðirnar, Frakka og Rússa, nú vxri
tíminn til að ná aftur Egyftalandi, vekja upp-
reist á Indlandi o. s. frv.
En allar þær vonir þeirra Búaforíngjánna
hafa að eingu orðið. Peim gekk vel nokkurn
tíma framanaf og það var mikið látið af þeim
sigrum. En þetta stóð ekki leingi. Að litl-
um tíma liðnum hrukku þeir alstaðar aftur á
bak. Þeir af fyrirliðum Búa sem ekki höfðu
feingist við herskap leituðu út úr landinu, aliir
nema Steijn forseti. Reits og Smuts skyldust
svo við Prætoríu, að þeir gerðu út meun til
þess að eyðileggja námana í Jóhannesburg.
þetta tókst ekki, því mennirnir sem verkið áttu
að vinna voru teknir fastir af yfirforíngja Búa í
borginni og daginn eftir tók Róberts lávarður
Prætoríu.
Endir.
þíngmálafundir. Skagfirðíngar hjeldu
tvo þíngmálafundi í vor, annan á Sauðárkrók,
hinn á Iíofsós. Á báðum þeim fundum voru
samþykktar í stjórnarskrármálinu tiilogur Ráng-
árrniðlunarinnar, nema að því er 61. gr. stj skr.
snertii, en nýrri grein bætt við þar svohlj.:
»að hlutfallinu milli þjóðkjörinna og konúng-
kjörinna þíngmanna í efri deild verði breytt
þannig, að þjóðkjörnir þíngmenn sjcu þar í
mciri hluta, Báðir fundirnir voru og samþykkir
stofuun hlutafjelagsbánka.
Sauðárkróksfundurinn taldi nauðsynlegt að
ábúðarlögunum yrði breytt svo: 1. að leigu-
liði fái við burtflutníng sinn frá jörðu endur,-
gjald fyrir þær jarðabætur sem hann hefur unn-
ið um sína ábúðártíð framyfir skyldu, hvort
sem hann hefur fyrirfram leitað samnínga um
það við landsdrottinn eða ekki. 2. að tilhög-
un á ábyrgð jarðarhúsa á leigujörðum sje breytt
þannig, að landsdro'ttinn sje skyldur að kosta
byggíng þeirra, en lciguliði aftur á móti greiði
áilega leiguliðabót fyrir fyrm'ngu húsa 3. Að
Jeiguliði sje losaður við þá skyldu að taka við
jarðarkúgildum með þeim kjörum sem þeim
fylgja nú, heldur gildi um þennan peníng sömu
ákvæði sem um annan leigupeníng.
Sami fundur vildi breyta MÖðruvalIaskólan-
um f þriggja ára skóla handa körlum og kon-
um, en afnema um leið kvennaskólana nyrðra.
Reykvíkíngar hjeldu þíngmálafund 25. f. m.
pg reyndust þar alveg öfugir í skoðunum við
þíngmann sinn í aðalmálunum. Þeir samþykktu
Valtýskuna og vildu fá upp öfiugan bánka með
nægu fjármagni, en felldu tillögu frá þíngmanni
sínum um aukníng á fjármagni landsbánkans.
Á þi'ngmálafundum á ísafirði, í Vestur-Skafta-
fellssýslu, Gullbríngusýslu, Vestmannaeyjum og
Rángárvallasýslu hefur Valtýskan einnig verið
samþykkt og Iíka stofnun hlutafjelagsbánkans,
með meir eða minna ákveðnum tillögum.
Öllum þíngmálafundum sem haldnir hafa
verið í vor og sumar hefur komið saman um
að breyta þyrfti kosníngarlögunum, fá leyni-
lega atkvæðagr., fjölga kjörstöðum o. s. frv.
Pdannsíns son.
Eftir PI. Kidde.
— o —
Guð sagði: Pví liggur i!!a á þjer, Jesús?
— það liggur ekki illa á mjer, faðir minn.—
— Það liggur illa á þjer, Jesús. En livað
geingur að þjer? —
— Æ, faðir rhinn ... —
— Kæri Jesús; nú cr krossgángan úti —
þu varst trúr tii enda, í niðurlægíng og pínu
— því liggur nú ekki vel á þjer í Paradís? —
— Æ, faðir mirin . . . •—
—- Jesús, segðu mjer cins og cr —-
— Faðir minn, jeg kann ekki við mig í
Paradís —
— Kanntu ekki vö þig í Paradis? Ivanntu
ekki við þig hjá föður þínurn, sem grjet yfir
þjer meðan þú varst á jörðunni? —
— Nei, faðir minn, jeg kann ekki við mig —
— Hvernig stendur á því? Hvað villtu, kæri
Jesús ?
-— Mig lángar burtu, faðir minn — —
— Lángar burtu? Jesús, hvert lángar þig?
Þú hefur geingið frá dauðanunr til It'fsins, frá
mönnunum og heim til föður þíns, heim í ríki
þitt —
-— Nei, faðir minn, jörðin, hún er mitt
ríki — — —
— Jesús, hvað segirðu — — —
— Mig lángar þángað, til Lassarusanna, til
allra aumíngjanna, tii hinna blindn, líkþráu, til
þeirra sem cru cinmana, syrgjandi, til allra
þeirra sem bágt eiga. Faðir minn, þcir kalla
á mig bæði daga og nxtur, kalla og spyrja,
hvort jeg komi ekki, spyrja og biðja . . .
— Já, Jesús, — en hinír . . .? —
— Jú, faðir minn, mig lángar til þeirra alira, !
til Símonar c>g Júdasar, til toliheimtumannanna
og fariseanna, til Genesaret og Getsemane-
lurtda. Sendu mig aftur þángað, faðir minn!
Serdu mig aftur frá Betlehem ti! Golgata,
Sendu mig til mannanna aftur. Þeir þurfa mín
og jeg þarf þeirra. Fáðir mínn, mannsins son
iángar til mannanna, til jarðarinnar!
Seyðisfirði 9. júlí 1901.
Undanfarandi pokur og kaldara veður en áður.
Með »Ceres« komu að norðan um daginn Davíð
Sigurðsson snikkari af Akureyri, Hallgrímur Hall-
grírasson bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjaf., Forvaldur
Davíðsson kaupm. á Akureyri. Feir fóru hjeðan
norður aftur með Vestu. Kr. Jónasson kaupm. á
Akureyri fór út með Ceres.
Með »Vestu« fór hjeðan norður frú Jóhanna kona
Stefáns kaupm. í Steinholti.
Hólar og björgunarskipið Helsingör komu hjer á
föstudagsmorguninn. Viðgerðin hefur geingið vel
og komu skipin hjer inn til að fullgera hana, se-
menta botninn. Hólar fóru hjeðan í gær áleiðis til
Eyjafjarðar og eru taldir jafngóðir af skemdunum,
eða því sem næst. Helsingör fer suður aftur á mið-
vikudag. Fetta er fyrsta viðgerðin, sem hún hefur
verið beðin fyrir hjer við land.
Franska fiskiskipið, Jeanne d’ Arc, sem strandaði
hjer í vor og var selt á uppboði, hafa eigendurnir
látið gera við svo að það er nú talið sjófært.
Skipið heitir nú Olga Pálína og er norskt.
Fred W. W. Howell, hinn alkunni enski ferða-
maður, sem komið hefur híngað til lands nú mörg
sumur undanfarandi með ferðamannahópa frá Eing-
landi, drukknaði í Hjeraðsvötnum 3. þ. m. Hann
var þar á leið með ferðamannahóp og riðu þeir vötn-
in út og niður frá Miklabæ. Howell reið síðastur
og festist hestur hans í aurbleytu svo að Howell
losnaði við hann og færðist strax í kaf af straum-
inum. Líkið fannst tveim dögum síðar og átti að
jarðast við Víðimýrarkirkjur. Howell var íslands-
vinur mikil og gerði sjer allt far um að vekja eftir-
tekt á því í Einglandi og auka ferðastrauminn híng-
að. Hann var rithöfundur og hefur skrifað töluvert
um ferðir sínar hjer á landi og víðar og er eitt af
ritum hans »lcelandic pictures. Drawn vit pen and
penciU, mjög vönduð ferðabók.
Amtsráðsfundur Austuramtsins stendúr yfir þessa
dagana á Eiðum.
12. þ. m. giftu sig hjer á Vestdalseyrinni Pjetur
Stcfánsson, sonur sr. Stefáns áður prests að Hjalta-
stað og Sigríður Eiríksdóttii frá Bót í Túngu, Da-
víð Sigurðsson snikkari af Akureyri og Fórdís
Stefánsdóttir, systir Pjeturs.
Nýtrúlofuð eru stud. jur. Karl Einarsson og fröken
Elín Stephensen, dóttir Jónasar Stephensen póst-
S%reiðslumanns hjer.
Við þá sem skrifað hafa sig fyrir hlutum í Ullar-
verksmiðju hjer á Seyðisfirði hafa enn bæt&ú Björn
Jónsson á Hofi og Sigurður Jónsso.n í Hrappsgcrð i
hvor með 1 /3 hlut, Sig. Jónsson bóndi á Brimnesi,
Sig. Eiríksson bóndi á Brimbergi, A. Jörgensen bak-
ari, T. L. Imsland kaupm., Jóh. Vigfússon verslstj ,
1.. Imsland kaupm.. Vilhj. Hjálmarsson bóndi á
Brekku, Forst. Jónsson kaupm. Borgarfirði, hver með
1 hlut, Jón Gíslason í Möðrudal 2 h!., O. W. Erf-
íngjar 3 hL Alls eru, þá í dag komaar kr. 21,000
eða 42 hl.
Cand. mag. Ágúst Bjarnason hefur feingið fyrstu
styrkveitíng af gjafasjóðr Hannesar Árnasonar do-
cents, 2000 kr. í fjögur ár til þess að halda áfram
heimspekisnámi.
»Skovrestcr og Nyanlæg at Skov paa Island«
heitir bæklíngur, sem nýlega er út kominn, eftir
Flensbcrg skógræktarmann, sem ferðast hcfur hjer
um land undanfarandi.