Bjarki


Bjarki - 03.09.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 03.09.1901, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). 'Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI, ár. 33 Seyðisfirði, Þriðjudaginn 3. seftbr 1901 Hjeraðsmenní Nú er útgert um það, að jeg kaupi fje á fæti í haust. Jeg hef lofað að útvega manni frá Belgíu, Mr. Poel, sem kom híngað í sumar, 2000 sauði og verður fjeð sótt þ. 13. október. Jeg borga mönnum minnst 12 aura pundið og verður uppbót á því eftir atvikum. Sauðir verða líka keyptir á móti peníngum, en þá uppbótalaust. Af þvt jeg hef ekki teingið nægileg loforð fyrir eins mörgu fje, eru viðskiftamenn mínir, sem hafa gefið mjer loforð, beðnir að láta sem mest, og eins hinir, sem jeg ekki hef haft tal af í sumar. Eins og vant er hef jeg vigtarmenn í hvcrjum hreppi, og skulu þeir tilnefndir seinna. Menn verða lausir við fjeð á nsbstu bæjum fyrir ofan fjallið eftir nánari auglýsíngum, og verð- ur það rekið þaðan upp á mína eða kaupanda ábyrgð Og kostnað, en ekki verður tekið á móti fjenu þar fyr en þann 6. október, eða í fyrsta lagi um leið og pöntunarfjeð verður rekið ofanyfir. Peníngaborgun fyrir fjeð fer fram þegar skipið er komið. Seyðisfirði 13. ágúst 1901. Sig. Jóhansen. Bánkamálið. Alit meirihl. nefndarinnar í neðri deild. I 23. tbl. Bjarka var skýrt frá skoðunum stjórnar þjóðbánkans danska á blutafjelags- bánkastofnunkmi og ágreiníngi hennar við leyfisumsækjendurna. Síðar hefur verið skýrt frá írumvarpi því sem nú er flutt á þíngi og í hverju aðalbreytíngarnar sjeu þar fólgnar frá frumv. síðasta þíngs. Nefndin er, eins og þeir Arntzen og War- burg, ósamdóma stjórn þjóðbánkans um það, hve inikið fjármagn bánkinn þurfi að hafa til þess að fullnægja viðskiftaþörfinni, hyggur að þjóðbánkastjórnin setji takmarkið of Iágt og færir fyrir því hinar sömu ástæður sem þeir, scm sje, að hjer á landi muni ekki þurfa minni, hcldur jafnvel tiltölulega við íólksfjöldann meiri penínga til að fullnægja viðskiftaþörfinni en t. d.. í Danmörk og öðrum löndum sem leingra eru á veg komin í framförum. Þetta stafar af strjálbyggð og örðugum samgaungum. í^ó cr upphæð stofnfjárins færð niður samkvæmt tillögum þjóðbánkastjórnarinnar og hið nýa frumv. segir, að hlutafje bánkans skuli »fyrst um sinn eigi nema minna 2 milljónum króna«. Seðlaútgáfan er beimiluð 2ljz millj. og kveðst nefndin að svo komnu ekki vilja gcfa rjett til meiri útgáfu, þótt hún sje þcirrar skoðunar að landið mundi geta þolað mciri seðlaupphæð. Hún tclur bráðnauðsynlegt að þcgar sjeu stolnuð ! útibú á Akureyri, lsafirði og Seyðisfirði og á- j h'tur að ekki sje hægt að komast af með j minna en 200 þús. kr. til að byrja með á hverjum staðnum fyrir sig. Nefndin rckur sundur allar tillögurnar, sem fram hafa komið um aukníng landsbánkans og kemst að þeirri niðurstöðu, að sú leiðin til að bæta úr peníngávandræðunum sjc ófær. Og af því að ýmsir munu enn vera á þeirri skoð- un, að sá vegurinn sje betur valinn en hlutafje- lagsbánkastofnunin, þá skulu tekin hjer fram aðalatriðin í röksemdafærslu ncfndarinnar. Fyrsta tillagan er sú, að landsbánkinn sje með lögum skyldaður til að leggja frá árlega í trygga gleymslu ákveðna upphæð, t. d. 30 þús. kr. í gulli, er hann mætti gefa seðla út á. Nefndin kveðst ekki sjá að hagur bánkans eða ástæður að öðru leyti sjeu svo lagaðar að hann sje megnugur að leggja frá fje svo að nokkru nemi. Slíkt væri mjög seinfær vegur til umbóta á peníngaástandi landsins og mundi alls ekki ráðlegt meðan sparisjóður er samcin- aður bánkanum. Næsta tiliagan cr, að farið sje íram á það við stjórn Dana og ríkisþíngið að það .borg- aði Islandi út 750 þús. kr. gegn því að rík- issjóðstillagið yrði fært niður úr 60 þijs. kr. árlega í 30 þús. kr. og yrði þeirri upphæð varið til tryggíngar seðlaútgáfu. En ncfndin telur árángurslaust að fara fram á það, að ríkissjóðstillaginu verði skilað sem höfuðstól í hendur Islandi, hvort heldur er hálfu eða öllu, og eigi heldur fram á það farandi, að ríkis- sjóðstillagið sje sett sem tiyggíng fyrir láni. Orsökin «r sú, að tillagið er áður veðsett á vissan hátt. Bendir néfndin þar á 6. gr. stöðu- laganna, sem ákveður, að verði nokkurt gjald lagt á póstferðir milli Islands og Danmerkur til hins sjerstaka sjóðs Islands, þá verði jafn- mikið drcgið af árstdlaginu; ennfremur á 25. gr. stjórnarskrárinnar, er segir, að greiða skuli fyrirfrarn af tillaginu útgjöld til binnar æðstu inn- lendu stjórnar Islands og fulitrúa stjórnarinn- ar á alþíngi, eins og þau verða ákveðin af konúnginum. — En þó nú svo yrði, að stjórn- in og ríkisþíngið vildi skila tillaginu á þenn- an hátt, þá kveðst nefndin ekki telja fje iands- ins þannig varið með hagsýni og álitur, að landssjóður hafi ekki ráð á að leggja svo mik- ið fje til hliðar frá öðrum nauðsynlegum út- gjöldum, þar scm þá líka tvísýni gæti á því verið, hvern arð eða árángur það mundi gefa landssjóðnum. í’á er sú uppástúnga, að taka lán í útlönd- um allt að I millj. kr. í gulli með atborgun á mörgum, t. d. 28, árum gegn veðsetníngu annaðhvort á jarðeignum landsjóðs eða þá toll- um landsins. Um lántökuna út á jarðeignir landsjóðs segir nefndin, að hún efist um, að lán fáist í útlöndum gegn slíku veði. Lán gegn veði í jörðum eins og þær gerast upp og niður á Isiandi mundi ekki verða álitið tryggt veð í útlöndum, og þótt það feingist, þá yrði ián það svo óverulegt að lítið munaði um það. Svo er og þcss að gæta, að því ó- tryggara sem veðið er í augum lá'nardrottins, því hærri vexti og styttri alborgunartíma mundi hann án efa heimta. Nefndin álítur því að slík lántaka geti ekki komið til greina. Hið eina, sem komið gcti til mála að veðsetja, sjeu tollar landsins. Og ncfndin kveðst ekki mundi hafa vílað fyrir sjer að leggja það til, að það ráð yrði tekið, ef það væri eina úr- ræðið í þessu máli, þótt óviðfeldið sje. En hvort tiltækiiegt mundi að ráðast í slíka lán- töku handa landsbánkanum er eingaungu und- ir því komið, með hverjum kjörum lánið fcing- ist. Ncfndin telur vafalaust að hægt væri að fá lán í útlöndum gegn veði í tollunum, en kveðst ekki geta gert sjer vissa hugmynd um, hve háir vextir mundu heimtaðir að slíku láni, nje heldur með hverjum afborgunarskilmálum það væri fáanlegt. Hún kvartar um, að af hálfu þeirra scm lialdið hafa fram aukníng landsbánkans hafi ekkert gert vevið til að leita upplýsingá um þetta efni. En það er auðsætt, að bánkinn yrði að lána fje sitt til landsmanna með því hærri vöxtum, því hærri vexti sem hann sjálfur yrði að greiða af sínu láni, og jwí styttri sem alborgunartíminn væri, til þess að hann auk þessarar afborgana- og vaxta- greiðslu gæti haft fje til að standast nauð- synleg útgjöld vió rekstur fyrirtækisins og hefði auk þess umfram eitthvað til þess að ieggja í varasjóð sem tryggíng fyrir óhöppum, sem upp á kynnu að koma. Utlánsvextir yrðu fyrst og frcmst ekki aðeins að vera þeim mun hærri sn lánsvextir, sem upphæð hinnar árlegu af- borgunar ákveður í samanburði við veltufje bánkans, heldur og að auki að fara eftir kostn- aði við bánkahaldið og gjaldinu til varasjóðs. Auk þess þá, að háir útlánsvextir gætu orðið tilfinnanlegur skattur á lánþyggjetidur, gæti það einnig verið óþægilegt fyrir bánkann að vera bundinn með útlánsvexti sína vegna lánsvaxt- anna, hvernig svo sem útlánsvextir í umheim- inum breytast. Að stofna bánka með lánsfje með skuldbundinni vaxtagreiðslu og árlegum afborgunum væri að sínu leyti eins og að stofna hlutafjelagsbánka, sem tækist á hendur skuldbindíngar um, að hann ábyrgðist að gefa hluthöfum sínum vissa ákveðna upphæð í vexti af hlutafjenu, svarandi til lánsvaxtanna, og auk þess áriegan arð, svarandi ti! hir.nar árlcgu

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.