Bjarki - 13.09.1901, Blaðsíða 2
134
P. Br., G. G.) ssmbykkti búnaðarþingið með
6 samhljóða atkvæðum, að taka skólann að
sjer, leggja bonum 600 kr. styrk næstu 2 ár,
°g leggja fyrir stjórn. fjelagsins að taka málið
tii rækilegrar íhugunar og athu'ga hvernig
slíkura skóla yrði best komið fyrir, og sækja
um nægilegt fje til að gera hann sem best
úr garði.
3. Um sjúkdóma búfjár urðu talsverðar
umræður og voru samþ. þessar tillögur: a.
Búnaðarþíngið veit i Austuramtinu 150 kr. til
að standast kostnað við útbýtíngu á bóluefni
gegn bráðafári. En bóluefni var stjórn fje-
lagsins falið að sjá um að útvega eftir því
sem kostur væri á. b. Samþ. var að skora
á landstjórnina að hlutast til um að rannsök-
uð yrði og ráð fundin við skitupest í sauðfje,
sem á síðari árum hefur farið mjög í vöxt.
Mest mun veikin hafa gert vart við sig í
fíngeyjarsýslum, enda var álitið heppilegast
að ransóknirnar færu þar fram. c. Samþykkt
var að láta fara fram prófrannsóknir á berkla- '
veiki í kúm. Sjerstaklegu var bent á Múla-
sýslurnar, þar sem berklaveikin er mjög út-
breidd og samskonar ransóknir hafa farið fram
áður.
4. Samþ. var áskorun til landsstjórnarinnar
að hlutast til um að sem fyrst yrðu skipaðir
dýralæknar f hverju amti.
5. Athugað var erindisbrjef ráðanauta fje-
lagsins, sem stjórn þess hafði samið. Nefndin
í- því máli (framsögum. Páll Briem) gaf ýmsar
bendíngar um það mál og var sú tillaga samþ.
að fela stjórninni nýtt erindisbrjef, sitt fyrir
hvorn ráðanautinn, og leggja þau fyrir næsta
búnaðarþíng. Meðal annars skyldu ráðanaut-
ar fjelagsins kynna sjcr ástand og fyrirkomu-
lag búnaðarfjelaga þeirra er njóta landssjóðs-
styrks, kynna sjer búnaðarskólana, gera til-
lögur um þá, hafa á hendi ritstjórn búnaðar-
ritsins, annast skriftir og reiknínga fjelagsins,
sjá um gróðrarstöðina í Rvík o. fl.
6. Búnaðarþíngið lýsti því yfir að það
væri fúst til að leysa framvegis af hendi hlut-
verk hins íslenska Garðyrkjufjelags, ef það
óskaði að hætta störfum sfnum.
7. Samþykkt var að fela stjórn fjelagsins
að íhuga og láta rannsaka, hvernig best yrði
komið fyrir mjplkurkennslu á Hólum.
8. Stjörn fjelagsins var falið, að halda á-
Iram rannsóknum á byggfngarefni, cf þess er
kostur og undirbúa það mál (P. Br.)
9. Að gerð sje tilraun til að koma á fót
verslun með jarðyrkjuverkfæri og búnaðará-
höld helst í hverjum landsfjórðúngi (St. St.)
10. Stjóra fjelagsins er falið að gera til-
raun til; að koma á fót tímariti fyrir fiskiveið-
ar í sjþi og vötnum, með fjárstyrk frá fjelag-
inu, (P. Briem).
11. Eftir tillögu Páls amtm. Briem sam-
þykkti búnaðarþíngið, að skora á stjórnarnefnd-
ina, að taka til íhugunar, hvort ekki væri hægt
að fá hentugri verkfæri fyrir bændur, cn þeir
hafa nú, sjerstaklega felur búnaðarþíngið stjórn-
arnefndinni að útvega álit hugvitsmanna urn,
hvort eigi mundi hægt að laga einhverja
sláttuvjel svo, að hún verði hentug á túnum
og eingjum hjer á landi.
12. Búnaðarþíngið lýsti því yfir að æski-
legt væri að scm fyrst yrði skipaður vísinda-
lega men'.aður ráðanautur fyrir fjelagið, (P. Br.) I
13. Búnaðarþíngið fól stjórnarnefndinni að
íhuga hvort, styrk þeim, er búnaðarfjelög lands-
ins fá úr landsjóði, mundi betur varið á annan
hátt, en nú á sjcr stað, (E. Þ.)
Fíh.
Ú R BRJEFI
frá Vopnfirðfng.
— o—
Vopnfirðingar hjeldu þjóðminníngardag 23.
ág. Eftir að presturinn hafði lokið guðsþjórr-
ustugjörð í fundarhúsi hreppsins, söfnuðust
gestirnir saman á túninu hjá veitíngahúsi Jóns
Jónssonar og setti Jón læknir Jónsson hátíð-
ina og bauð alla velkomna, og mælti fyrir
minni konúngs. — Síðao mælti Jón frá Sleð-
brjót fyrir minni Islands. — Jón læknir talaði
svo' aftur »um landsins gagn Og nauðsynjar«
og kvað það liggja næst að tala um framfara-
mál hreppsins, og brýndi fyrir mönnum ýmis-
legt, sem hann taldi sveitina varða mestu.
Því það væri landsins gagn og nauðsyn að
hver sveit sinnti sem best sínum framfaramál-
um. — Sr. Sigurður Sivertsen mælti fyrir
minni bænda. Sýndi hann fram á að bænda-
stjettin væri hið sama fyrir þjóðfjelagið eins
og höndin fyrir líkamann og hvatti bændur
til að bera virðíng fyrir sjálfum sjer, og kosta
kapps um að vera sem best vaxnir því að
standa t stöðu sinni, og inna af hendi skyldu-
verk sín, taldi hann til þess, að leggja sem
mesta stund á praktiska menntun, og hafa
göfugan og kristilegan hugsunarhátt. Olafur
Ðavíðsson mælti fyrir minni alþ. Rakti hann
í fám orðum sögu og stríð og startsemi hins
forna alþíngis fyrir þjóðrjettindum Islands og
minntist svo hins endurreisía löggjafarþíngs
vors, og kvað það að mörgu leyti feta í fót-
spor hins forna þíngs að halda uppi þíng-
rjettindum voruin, þó ýmsar misfellur kynni
að þykja þar á. Sagan mundi á sínum tíma
dæma það rjettara en vjer sem ofnæni stæð-
um atburðunum. •—• Grfmur Laxdal vcrslun-
arstjóri hjelt fjöruga ræðu fyrir rninni kvenna.
Ymsar fþróttir voru reyndar svo sem glim-
ur, kapphlaup og stökk^ og þótti að því góð
skemmtun. I verðlaun fyrir glímur fjekk Ein-
ar Methúsalemsson á Bustarfelli, sá sami er
vann verðlaunin í fyrra bæði í Vopnafirði og
Seyðisfirði, á þjóðminníngardögunum þar. —
Næstu verðlaun fjeklc Guðlaugur Pálsson, smið-
ur frá Eyjafirði, og þótti hann glíma ágætlega.
Veður var kalt um daginn, og dró það úr
skemtuninni. — Annars munu flestir hafa verið
allvel ánægðir með hátíðahaldið og óskað þess,
að þjóðin dignaði ekki svo að hún teldi eftir
sjer að gera sjer glaðan dag í minníng föður-
landsins —- og til að hrista af sjer hvers-
dagsrykið.
BÚar. Afirlýsíngu Kitcheners lávarðar,
sem um var getið í síðasta blaði, hafa aðal-
forírgjar Búa ailir svarað svo, að þeir mundu
halda vörninni áfram. Kryger kvað þá yfir-
lýsíng hafa þau ein- áhrif að mótstaðan yrði
cinbcittari frá Búa hálfu. Hann segir að cinu
íriðarskiiyrðia scm Búar gángi að sjeu enn.
sem fyrri fullkomið sjálfstæði beggja Iýðveld-
anna. Hann hefur og lýst yfir, að þar sem
.sagt hafi vcrið að lýðveldin hafi myndað sam-
særi til þess að eyða með öllu yfirráðum
Breta í Afríku, þá sje það lýgi. Þetta segist'
hanu »bera fram fyrir augliti almáttugs guðs
og stefna sem vitnum þeim Salisbury og
Chamberlain; þeir viti vel, að þar fari hann
með sannleikat.
Milner, fulltrúi ensku stjórnarinnar þar syðra,
er nýlega kominn til Kapborgar úr ferð í
Einglandi. 1 opinberri ræðu sem borgmeist-
arinn hjelt við móttöku hans fullvissaði hann
Milner um eindregið fylgi borgarinnar við-
stjórnarstefnu hans og bresku stjórnarinnar.
Miliner svaraði að viðtökur þær sem hann
hefði mætt í Einglandi væru sjer ótvírætt vitni
um það, að enska þjóðin og enska stjórnin
viku ekki hársbreidd frá fyrri stefnu sinni þar
syðra. Foríngi Afríkusambandsins, Merriman,
hefur verið settur fastur á búgarði sínum, lát-
inn lofa hátíðlega að hreifa sig þaðan eklci.
Horfurnar um endalykt stríðsins eru enn
hinar sömu og áður. Fó kreppir auðvitað
alltaf meir og meir að Búum, en þeir njóta
styrks frá Kap-Hollendíngum og hættan um
lángvinnt framhald ófriðarins stendur nú hvað
mest þaðan.
Rússakeisari hefur verið á ferð vestur um
lönd, hefur fundið Þýskalandskeisara og ráð
fyrir gert, að hann haldi til Parísar. Talað
hefur vcrið um að hann muni bjóðast til
málamiðlunar milli Breta og Búa, en hitt þó
líklegra, að hann blandi sjer ekki fram í þau
mál. Þeir Salisbury og Chamberlain hafa og
oft látið í ljósi, að þeir taki eingum máia-
miðlunum úr nokkurri átt.
Kina. Stjórn Kfnverja hefur allt til þessa
dregið á lánginn að skrifa undir samnínga þá
sem stórveldin hafa farið fram á. Þó hefur
hún nú geingið að því ao banna innflutníng
skotvopna til Kína og líklegt að allir samn-
íngar sjeu fuhgerðir nú.
Valdersee »veraldarmarskálkur« sem svo hef-
ur verið kallaður síðan hatin fjekk yfirforust-
una yfir sambandshernum í Kína, hefur borist
stórmikið á síðan hann kom heitri til Þýska-
lands nú fyrir nokkrum vikum, og látið mjög af
framgaungu sinni. Jafnvel Þjóðverjum sjálfum
þykir hóflaust hversu stórorður hann er. Hann
telur sig og Þjóðverja hafa gert mest eða allt
þar eystra. Ensku blöðin segja aftur á móti,
að aðgerðir hans og Þjóðverja mundu hafa smá-
ar orðið í Kína, ef þeir hefðu ekki verið banda-
menn Einglendtnga; Þjóðverjar mundu nau:r-
ast hifa komið hcr sínum austur, ef þeir hefðu
ekki notið að kolabúra Breta á leiðinni. Vald-
crsee er mikill vinur Vilhjálms keisara og sagt-
að hann hafi mikinn hug á að ná í ríkiskansl-
araembæítið.
Tyrkir. Hjá þeim lítur ófriðvænlega út
nú sem stcndur. Frakkar hafa kallað heim
sendiherra sinn, Constans, frá Konstantinópel,
vegna þrætumála miili hans og soldáns. Það
reis í fyrstu út af sölu á hatnárkvíurn sem
Frakkar áttu þar eystra og Tyrkjastjórn hafði
gert samnínga um að kaupa. En þegar til
koni gat hún ekki borgað. Út úr því spunn-
ust svo fieiri væríngar milli bennar og scndi-
hcrrans' og er allt óútkljáð cnn. Svo fjárvana
er nú. Tyrkland, að cmbæUistnönnum þar hafa,