Bjarki


Bjarki - 27.09.1901, Page 1

Bjarki - 27.09.1901, Page 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erleodis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógiid nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VL ár. 36 Seyðisfirði, föstudaginn 27. seftbr. 1901 ISLAND. Ræða Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót á þjóðminníngardegi Vopnfirðinga 25. ágúst igoi. — :o: — L'að hefur orðið hlutverk mitt að biðja yður, góðir menn og konur, sem hjer eruð saman komin, að minnast Islands. Það er víát ekk- ert Ijett verk, að tala nokkuð, scm ekki hefur verið áður sagt um þetta margrædda efni. En það er víst Ijttt verk, að vekja í brjóstum yðar tilfinníng fyrir Islandi, Fjallkonunni görnlu, móður vor allra, sem borið hefur oss á brjóst- um sjer, frá því vjer vorum börn, því sú til- finníng er víst vakandi hjá okkur öllum. Móðurástinni hefur lengi verið við brugðið, að hún væri hin innilegasta og hreinasta til- fínning, sem mannlegt hjarta hefði að geyma, og barnaástin, ástin barnanna á móðurinni, er líka hin blíðasta tilfinníng mannlegs hjarta. Hvert gðtt barn finnur til þess, að það er skylda þess að gjöra alt. sem það getur, til að bæta böl móður sinnar, gleðja hana og styðja, styðja hana til að ala upp börnin sín, bræðurna og systurnar, svo móðirin gæti notið sem best hæfileika sinna og komið fram sem dáðrík móðir og kjarkmikil, er hafi barnalán og sje stolt af því. Það geta ef til vill verið deildar skoðanir um það, hvort Island sjc svo góð móðir, að börnin hennar eigi að helga henni alla sína bestu krafta. »Hún agar oss strangt með sín ísköldu jel, en á samt til blíðu, hún mcinar allt vel,« kvað Stcingrímur, og það eru ekki bestu mæðurnar, sem láta alt eftir börnunum, kennrf þeim ekki að þekkja annað, en að lífið sje tómur leikur. Bestu mæðurnar eru þær, sem ala upp kjark og dug í börnunum, gjöra þau ao sem nýtustum og bestum mönnum. Við minnumst Islands á þessum degi, á þess- ari stund; við minnumst þess best með því að stíga á stokk og strengja þess beit, og efna það heit, að bæta sem best úr öllu böli Islands, öllu böli sjáfra vor, beita kröftum vorum samhuga og samhentir til að efla heill og sæmd Islands og hinnar íslensku þjóðar. Hinn ógleymanlegi forvígsmaður vor Jón Sigurðsson sagði einu sinni: »Ef vjer viljum, að nokkur þjóðsrandi lifni hjer á landi, þá þarf að koma því inn í hvert íslenskt bjarta, að eitthvað sjc gjörandi fyrir sæmdina. Og hver er sá, sem ekki vill, að þjóðarandinn Iifni?« bætti hann við. Mjer er það í barns- minni, að jeg las þessi orð, og jeg vildi óska þau lifðu í hjarta hinnar íslensku þjóðar. Við minnumst Islands í dag. Við höfum svo oft súngið og syngjum væntanlega enn í dag: sEIdgamla IsafoId« o. s. frv. Það er hvcrjum manni eðlilegt að hugsa um það, sem honum er kærast, á merkilegum tímamótum, að nugsa I um framtíð þess, hvort það muni nú líða undir lok -ti næsta tímabili; einkum er þetta eðlileg tilfinníng barnanna, þegar þau hugsaummóður ; og föður. Það er því mjög eðlilegt, þó okkur ! detti í hug, þegar vjcr syngjum »Eldgamla IsafoId«, hvað eldgamall þýðir f almennu máli. Það þýðir að vera kominn að fótum fram, kominn að grafarbakkann, og það er eðlilegt, þó okkur verði nú að hugsa um það á alda- mótunurn, hvort Island og hin íslenska þjóð sje nú komið að fóturn fram, eigi eingrar við , reisnar von, hvort það sjeu tóm dauðamörk en ekkert lífsmark yfir Islandi og hinni ís- lensku þjóð. En lítum þá yfir liðna öld að síðustu aldamótum og athugum ástandið þáog bcrum saman við ástandið nú, þó ekki þyki glæsilegt. Pá var nýafstaðið eitt hið mesta harðæri, móðuharðindin; þá fjell fjöldi af börnum Islands úr húngri og hor, og það cr eitt hið sárasta sár, sem móðurhjartað getur þolað. Þjóðin var þá vonlaus, hafði aungva trú á sjálfri sjer, hafði amlóðans og ölmusu- mannsins auðvirðilega hugsunarhátt. Þjóðin var gleymd og einskis metin af öðrum þjóð- um. I’íngið okkar fræga og fornhelga hvarf þá alveg, meðal annars af því að þínghúsið lá við falli, og þjóðin hafði ei kjark til að end- urrcisa það á hinum fornhelga þíngstað. Lög- gjöfin var öll sniðin eftir dönsku sniði. Málið okkar, skærasta gullperlan í okkar þjóðlcgu eigu, var lítilsvirt, blandað og bjagað. Og svona rnætti margt fieira telja. En nú þó rr.argt sje veikt og bogið hjá oss, þá getum við samt litið vonglaðir fram á byrjandi öld, þegar við athugum muninn á hag landsins nú og um sfðustu aldamót. Við getum glaðir sagt: Lof sje guði, það eru ekki dauðamörk yfir Islandi eða hinni íslensku þjóð. Á þess- ari síðastliðnu öld hefur verið eins mikið harðæri eins og á næstu öld á undan, en einginn mannfellir orðið. Það er gleðileg um- bót. Nú er vöknuð tilfinníng hjá oss og kröftunum beitt til þess að verða sjálfstæð þjóð. Erlendar þjóðir eru farnar að veita oss eftirtekt og viðurkcnna margt gott í þjóðéðli voru, bæði að fornu og nýju. Löggjafarþíngið okkar er endurreist og löggjöfin, þó f ýmsu sje ábótavant, orðin miklu þjóðlegri. Málið okkar er búið að ná aftur sínum gamla gull- aldarhljóm hjá fjölda af landsins sonum og dætrum. Island hefur á liðinni öld alið marga aíbragðssonu, sem hafa vakið þjóðartilfinníng vora belur en aðrir landsins synir á fyrri öld- um. fað hefur-á liðinni öld alið málsníllíng- ana Sveinbjörn Egilsson, Hallgrím Skeving og Konráð Gíslason, scm leystu málið úr gömlum læðingi. ísland hefur á liðinni öld alið brenn- heita föðurlandsvini, eins og Baldvin Einarsson, fyrstu hrópandi riTdd í eyðimörkinni, sem kallaði um vor þjóðlegu rjettindi. Það hefur alið Tómas Sæmundsson, einn hinn heitasta og hreinhjartaðasta Islendíng, sem vakti-sannleiks- ást og fegurðartiifinníng landa sinna. »Léngi mun hans lifa rödd, hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir, þá Isafold er illa stödd,« og Island hefur á liðinni öld alið manninn, sem nefndur hefur verð «sómi þess, sverð og skjöldur,« manninn, sem safnaði í eitt öllu þvf besta, sem brotist hafði um i hjarta þjóðar- innar, og hennar bestu sona. Það hefur alið Jón Sigurðsson, manninn, sem bar svo hátt vort þjóðlega merki, að það fellur aldrei niður, meðan nokkur ærlegurís- lenskur blóðdropi rennur í ís- lenskum æðum. Jeg gæti nefnt mörg fleiri nöfn, en það yrði oflangt mál. Jcg má ei dvelja Icngúr við þennan samanburð alda- mótanna. Jeg býst við ýmsum þyki jeg líta ofljósum augum á ástandið. En jeg tala á þessari stund eins Og vonarinnar barn, eins og Islands barn, utan við allar æsíngar, alla flokka- drætti. Við eigum að gleyma tlokkadráttunum, eig- urn að Iáta göfuglyndið ráða. Við lítum oft | til fornaldar vorrar, minnum oft á hana, þegar | brýna á þjóðarinnar hug og dug. En við getum einnig lítið til fornaldarinnar og sýnt dæmi sáttfýsi og göfuglyndis. Jeg skal minna á eitt, ‘minna .á fornöld Vopnfirðiriga. Hjer voru tveir hjeraðshöfðingar, Þorkell Geitisson og Bjarni Brodd-Helgason. Þeir voru frændur,en voru missáttír, og þeir og ættmenn þeirra bárust á banaspjótum. Þeir háðu mannskæða orustu, horfðust í augu með heiftarhug. Þork- ell særðist; sárið hafðist illa við, og vcgur hans hallaðist að öllu leyti. Þá rann Bjarna reiðin. Göfuglyndið sigraði í sálu hans. Hann sendi læknir til að græða Þorkel og bauð honUm hey og mat, þegar hann skorti það.— En það var Þorkell of stoltur til að þiggja. En þá kom fram konan hans, Pórunnj dóttur Einars spckingsins á Þverá, og talaði sáttar- orð við mann sinn, svo þeir sættust, og unnu síðan í bróðerni saman að heill hjeraðs síns. Hjer er glöggt og fagurt dæmi íyrir karla og konur Islands. Göfuglyndið á að sigra. Kon- urnar eiga að bera klæði á vopnin, tala sáttar- orðum; þegar flokkahatrið og æsingarnir vilja kefja það, sem göfugt er. Karlmennirnir eiga að gleyma drambinu, flokkahatrinu og eigin- girninni, en láta göfuglyndið ráða. Við eigum að vinna saman Öll eins og börn einnar móð- ur, börn Islands. »Landið er fagurt og frítt,« kvað skáldið góða. Þcssi orð hafa svo oft bergmálað í brjóstum vor Islendinga, bcrgmála cflaust f brjóstum yðar á þessari stund. Lítið hjerna inn yfir sveitinu, sem er sýnishorn fagurrar íslenskrar sveitar. Lítið á Krossavíkurfjallið og

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.