Bjarki


Bjarki - 27.09.1901, Page 2

Bjarki - 27.09.1901, Page 2
142 Bustarfjallið, ímynd af hreysti og tápi íslensks ])jóðeð!is. Lítið á sljetturnar hjerna inni í svcitinni, sem eru sýnishorn af fslensku gróðrar- afli. Skoðið Bustarfellskóginn, smátt en fag- urt einkenni íslcnskrar náttúrufegurðar. Lítið á það, jafnaldrar mínir, sem munið cftir því frá æskuárunum, að þessir fögru blettir voru gráir og ófrjólegir móar, þá ómar í brjóstum yðer : >-Landið er fagurt og frítt«, og þá ef- ist þið varla um gróðrarmagnið í íslenskum jarðvegi, enda þar sem hann sj'nist ófrjóvastur. — Okkur vantar dáð og dug til að rækta landið okkar, sem skyJdi. Okkur vantar trú og von, trú á sjálfa oss sem þjóð, trú á land- ið okkar. Tökum saman höndum á upprenn- andi ö!d. Reynum að verða sjálfstæðir menn, hver útaf fyrir sig, sjáífstæð þjóð í heiid sinni. Vinnum af göfugum hvötum. Lifi í brjóstum allra sama tiífinníngin sem Iýsir sjer í orðum skáldsins : »Nýtt hvað í mjer er, Island, helga’ jeg þjcr. Fyrir þig er Ijúft að lifa og deyja.« (J. ()!,) Jeg vildi gjarnan tala meira. En tíminn leyfir það ei. »Guð blessi gamla Island« á upprennandi öld. Lifi íslenskur kjarkur, dáð og dugur. Hljómi íslenskt mál frá vörum frjálsra manna á komandi öld. I.ifi íslenskur landbúnaður, og sanni orðin: »Fagur er dal- ur og fyliist skógi* Lifi íslenskur sjávarútvegur, og verði að á- hrínsorðum það sem kjarkmikia, vonglaða skáid- ið okkar kvað: »Þrek er í höndum, íslensk orð, eru það sem skipa’ að herða’ á strengj- um« Lifi göfuglyndi og bróðurást á íslandi! Leingi lifi Island og hin íslenska þjóð! McKinley er dáinn af skotsárinu. Hann var, þegar á hann var ráðist, staddur í Buffaló á stórri sýningarsamkomu, sem haldin var þar fyrir al!a Ameríku. Arásin yar gerð í sýningarhöllinni innan um fjölda fóiks. Forsetinn stóð á hækk- uðum palli og öðrumcgin við hann forstjóri sýningarinnar, en hinumeginn skrifari hans. Höllin var nýlega opnuð og múgurinn þusti inn úr ölium áttum og fram hjá palli þeim, sem forsetinn stóð á. Margir heilsuðu honum, og hann var í góðu skapi. Menn þykjast hafa tekið eftir, að maður sá, sem heilsaði forseta næst á undan morðingjanum, hafi óvenjulega leingi haldið í höncl hans. Morð- inginn ruddi sjer braut að pallinum með ol- bogaskotum á báðar hliðar, þar til hann stóð ekki meir en alin frá forsetanum. Hann hafði vafið bindi um aðra höndina. Forsetinn rjetti fram höndina til að heilsa honum, en í því riðu af tvö skot. Innan í bindinu hafði morð- inginn haldið á skambyssu. Forsetinn stóð litla stund þegjandi og bliknaði; síðan gekk hann að stól sínum, settist niður, hallaði sjer áfram og fól andlitið f lófunum. Menn geingu til og hnepptu frá honum vestinu. Hann bað menn vera rólega og sagði, að sárið mundi ekki hxttulegt; sjerstaklega bað hann um; að frjettin um þetta yrði ekki ýkt, þegar hún væri flutt konu sinni. Ilun lá þá sjúk og var ekki með honum í Buffaló. Önnur kúlan hafði hitt .brjóstbeinið og numið þar staðar; hún náðist strax. Ilin fór á ho!, gegnum magann og fannst ekki fyr en laungu síðar. Eins og nærri má geta varð ákaft uppþot í höllinni. Morðínginn var strax gripinn og honum fleygt flötum. l’ó heppnaðist honum að losa höndina með skammbyssunni sem snöggvast, og þegar hann sá, að forsetinn hafði ekki fallið, miðaði hann á hann þriðja skotinu. Svertingi einn hindiaði þó þetta og Iaust morðíngjann svo mikíð högg, að í fyrstu var haldið, að það hefði riðið honum að fullu. — Morðínginn hcitir Feon Czolgosz, af þýsk- pólskum ættum, fæddur í Detroit. Hann seg- ist einga vitorðsmenn hafa með sjer. Af lestri stjórnieysíngjarita segist hann hafa saínnfærst um, að stjórn Bandaríkjanna væri aiveg öfug við það, sem vera ætti og álitjð, að bcinasti veg- urinn til að bæta um þetta væri að myrða forsetann. Hann lætur einga iðrun í ljósi yfir verki sínu. Rannsóknir og fangelsanir margar hafa farið fram til þess að leita eftir meðsek- um mönnum f morðinu, en allt er það enn árángurslaust. McKinley er fæddur 1844 í Ohio. I borg- arastríðinu 1861 — 65 gekk hann vcl fram og varð majór. Nokkrurn árum sfðar scttist hann að sem málaflutningsmaður í fæðingarstað sfn- um. 33 ára fór hann að gefa sig við stjórn- málum, var þá valinn til þíngs og sat þar 13 ár. Hann heyrði til repúblikanska flokkn- um og var ákafur tollverndamaður. Sem fram- sogumaður fjárlaganefndarinnar kom hann á nýjum tolllögum 1890, sem bera nafn hans. Hann var um tíma landstjóri f Ohiofylkinu. 1896 var hann kosinn forseti Bandaríkjanna, 1890 endurkosin með miklum atkvæðamun. A stjórnarárum McKinlcys hafa mikilvægar breytingar orðið í sögu Bandaríkjanna. Þau hafa tekið fram í heimspólitíkina á allt annan hátt en nokkru sinni áður. Byrjunin til þess er Cubustríðið. í fyrstu var látið ,svo, sem markmiðið væri það eitt, að frelsa Cubu und- an okí Spánverja. Það sýndi sig fljótt, að Bandamönnum var auðvelt að yfirstíga Spán- verja. En þeir Ijetu sjer eigi nægja að taka Cubu, þeir lögðu einnig undir sig Filipps- eyjarnar, nýlendur Spánverja í Asíu. Þar með var teningunum kastað, Bandaríkin tóku upp nýlendupólitík Norðurálfustórveldanna. Áður höfðu þau aldrei komið fram sem herveldi út á við. Síðan hafa þau tekið þatt í Kínastríð- inn _í bandalagi við herveldi Norðurálfunnar. En í Kína reyndi McKinley stöðugt að miðla málum. Það var fjarri því, að hann vildi .áta sýna Kfnverjum nokkurn yfirgáng með ht. n- aði. En hann vildi, að Kína yrði hindrunar- laust opið fyrir verslun og samgaungum. Pó hafði hann allt til þessa heima fyrir verið for- ingi tollverndunarmanna. En ræða, sem hann hjelt á Buffalósýníngunni, daginn áður en hon- um var veitt banatilræðið, sýnir, að hann var að undirbúa breytíngar í þessum efnum. Hann sagði, að Bandaríkjunum væri nú nauðsynlegt að opna sjer nýjar verslunarleiðir, nýja mark- aði, og að eðlileg afleiðíng af þessu væri sú, að þeir yrðu einnig að opffa dyr sínar fyrir útlendum varningi, þ. e. hætta verndartolla- pólitíkinni. Þessi ræða hans vakti mikla eftir- tekt. McKinley var um tíma á góðum batavegi og töldu læknar hans, að hann mundi verða jafn- góður að mánuði liðnum. Fjelög stjói nleysinga neita tasticga, að þau sjcu orsök í morðinu. Varaforsetinn, scm nú er tekinn við stjórn í stað McKinleys, heitir Koosevelt. Hann hef- ur áður verið lögreglustjóri í New-York Presthólamálin. Þau eru nú Ioks til lykta leidd. Og endalyktirnar hafa orðið samkvæmar óskum og áliti almennings. Einn- íg eru þær vafalaust hinar heppilegustu fyrir kirkjustjórnina. Sjera Halldór Bjarnason er settur aftur inn í embætti sitt. Þegar farið var að rannsaka atkvæðaskárnar frá safnaðar- fundinum þar nyrðra f sumar, sem gera átti út um málið, kom það upp úr kafinu, að mót- stöðumenn sjera Llalldórs höfðu fyllt út a*t- kvæðatöluna sín megin með nöfnum manna, sem ckki höfðu atkvæðisrje.tt. Þegar þau nöfn voru dregin frá, hafði sjera Halldór meirihlut atkvæða. Auk þess sendu nokkrir menn, sem ekki höfðu verið á fundinum, kirkjustjórninni síðar atkvæði sín, og voru þau öll með sjera Halldóri. Þessi mál hafa Ieingi staðið yfir og vakið almenna athygli. Þau hafa bakað sjera Halldóri mikinn kostnað og mörg óþægindi, sem aldrei verður fyrir bætt. En hitt er gleðilegt, að rjettur málstaður hefur þó að lokum unnið fullkominn sigur. Skólamál Vestur-íslendinga. —o— Eins og kunnugt er af blöðum Vcstur-Is- lendínga hafa ýmsir þeirra haft mikinn hug á að koma upp íslenskri menntastofnun þar vestra. Það eru einkum kirkjufjelagsmennirn- ir, sem barist haía fyrir þeirri hugmynd. Þeir hafa fyrir laungu rnyndað samskotasjóð með þessu markmiði. En samskotin hafa geingið mjög seint, svo ekki var fyrirsjáanlegt að hug- mynd þeirra yrði nokkurn, tíma að virkileika. Margir hjeldu því fram, að kostnaðurinn væri Íslendíngum ofvaxinn; hitt væri rjettara, að fá sjerstakan íslenskukennara skipaðan við ein- hvern af háskólum Canada. Og nú hefur þetta orðið ofan á. Skóianefnd Islendínga hefur gert samnínga við stærsta háskólann í Winni- peg, Wesley College, um, að íslenskur pró- fesssor verði settur þar í kennaraembætti. Hann á að veita nemendum skólans, þeim sem þess æskja, kennslu í íslenskum bókraenntum og íslenskri túngu. Þetta cmbætti hefur síra Friðrik Bergmann feingið. Kennslan í islensku á að kosta 30 dl. á hverju skólaári, eða því sem næst 1. dl. urr\ vikuna. Kennslan á að byrja 1. okt. næstkomaqdi. Stofnendur og eigendur þessa háskóla eru methodistar og er guðfræðisdeildin eingaungu handa methodistaprestum. A annað nám þar við skólann segir sr. Friðrik að trúmálin hafi eingin áhrif. Ritsíminn. Norsk blöð skýra frá þvi ný- lega, eftir þýsku blaði, »Kölnische Zeitung«,að afráðið sje að frjettaþráður verði laS^ur híng-

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.