Bjarki


Bjarki - 25.10.1901, Síða 3

Bjarki - 25.10.1901, Síða 3
159 flóðs og *fjöru’myndast oft hringstraumar, sem fyrri á öldum vöktu mikla eftirtekt. Hvergi þekkjajnenn jafnmikla hríngstrauma i hafinu og við vesturströnd Noregs. Einnig eru þeir við Skotlandseyjar. Orsakir þeirra á báðum stöðunum er hreifíng flóðöldnnnar því þeir lagá sig eftir henni, koma fram með vissu milli- bili. I fornöld fóru miklar sögur af hríngstraum- unum í sundinu milli Sikileyjar Og Ítalíu, Scylla og karybdis, en þeir straumar myndast af öldu- hreifíngunni og laga sig eftir veðri og vindi. A meðan rncnn ferðuðust um hafið á opnum smábátum var eðlilegt að sjómönnum stæði stuggur af þessum straumum; nú sneiða menn ekki svo mjög hjá þeím vegna straumkvikunn- ar, heldur vegna skerja og hamra sem ætíð eru í nánd við þá. I fornöld þekktu formenn Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja, straumana við vestur- strönd Noregs' og sögðu af þeim margir ýkt- ar kynjasögur. Hafa sjómenn á síðari tímum haldið að þar væri átt við Moskeyjarstrauminn við Lofoten í Noregi, en hinn stærsti og mark- verðasti af þessum sraumum við strendur Noregs er Saltstraumurinn við Bodey,sem mynd-' ast við það að hafið fellur um flóð og fjöru ýmist út eða inn í Saltenfjarðarlegið. I.íkar straumhreyfíugar myndast þegar flóðalda hafs- ins brýst inn í mynni stórra fijóta, svo sem Amazonfijótsins, Gangesfljótsins o. s. frv. En allt annars kyns eru hinir miklu haf- straumar, sem breiðist yfir stór svæði og halda úthöfunum í sífelldri hreifingu. Af þeim eru einkum tvö straumbönd merkileg bæði vegna leingdar, breiddar, straumhraða og mismunar- ins á hitastigi þeirra og hafanna umhveris. tessir straumar hafa mjög niikil áhrif á lofts- iag og veðráttu í þeim hlutum hnattarins, sem þeir fara um. Annar af þessum staumum er £ Atlantshafinu, hinn í Kyrrahafinu. Elafstraumunum er eins varið og vindunnm. Erá kuldabeltinu liggja kaldir straumar til hita- beltisins og þaðan aftur heitir straumar í gagn- stæðar áttir. Oft fara tveir straumar í gagn- stæðar áttir þannig, að annar liggur. ofan á ílinum. Sumir straumar eru stöðugir eins og staðvindarnir, fara alltaf í sömu átt, aðrir eru breytilegir, sumir með reglulegum skiftum eins og hafrænan og landvindurinn, sumir án allr- ar reglu. Ereytilegar stefnur frá aðalstefnunni taka þessir straumar í þraungum sundum og fjörðum. Sem dæmi. um úthafsstrauma má nefna Golf- strauminn, sem er heitur straumur og Norður- íshafsstrauminn, sem er kaldur. Þessi íshafs- straumur rekst á Golfstrauminn og verður þá að beygja niður á við, því Golfstraumurinn er heitari og flýtur því ofan á. Flóð og fjara og straumar þeir sem standa í sambandi við þau eru dæmi um strauma með reglulegum skift- om. Sem dæmi um óreglulega strauma eru straumarnir í Eyrarsundi, Stórabelti og Litla- foelti. Þeir eru jafnaðarlega sunnanstraumar, sem orskastaf því að fljót ogár, sem í Eystra- salt falla, bera fram miklu meira vatn en upp getur gufað inni í Eystrasalti. En í stöðug- um vestanvindnm þreyngist hafið inn í Katte- gat og fyllir það svo að í sundunum verðiir norðanstraumur. En hinir stóru úthafsstraumar eru eins reglu- íegir og óbreytilegir og fljótin og árnar, sem eftir landinu falla. Orsakir þeirra eru alltaf hinar sömu. Siglíngaþjóðirnar, einkum Ameríkumenn, hafa gert mikið til að ransaka straumana og búa til straumkort. Þau eru nú siglíngamönnum nær ómissandi. Það flýtír ferðinni að hafa strauminn með sjer og oft geta menn fundið af hita Og stefnu straumsins, hvar þeir eru, þegar annað getur ekki hjálpað. Pekking okkar á hafstraumunum er miklu ófullkomnari en á vindunum. Það er erfiðara að ransaka straumana. Stefna straumanna sjest best á því, hvernig jurtir og trje og aðrir hlutir, sem fijóta, berast með þeim milii fjar- liggjandi staða. Sunnan úr hitabelti berast trje með hafstraumunum norður til Noregs, Is- lands og Spitsbergen og suður á móts við írland sveirna ísjakar, sem straumarnir hafa flutt norðan úr höfum. Til að ransaka stefnu Og hraða straumsins hafa menn oft þá aðferð, að kasta flöskum í hafið með miða í, sem á er skrifað hvar og hvenær flöskunni sje kast- að út. En lángflestar af þessum flöskum mis- farast og nákvæmar mælíngar fást ekki með þeirri aðferð. Sú aðferð sem algeingust er við ransóknir hafstraumanna er hitamæh'ngin og þó getur hún ekkert sýnt viðvikjandi straumhraðanum. En hitamælíngar f úthöfunum til og frá sýna mönnum hvar hinir heitu straumar oghinir köldu straumar fara um og hvar þeir mætast. En þessar mælíngar verða að fara fram bæði í yfirborð- inu og eins niðri í djúpinu til þess að ákveða yfir- og undir- straumana og takmarkalínur þeirra. A straumkortum eru aðeins sýndir yfirborðsstaumarnir og fæstir þeiria ná lángt niður. Það leiðir af sjálfu sjer að straumarnir eru mismunandi í þrem hinum stóru heimshöfum, sem skilja álfurnar; þar ræður lögun hafanna. Atlantshafið nær frá heimskauti til heim- skauts, svo að hvorki hinir heitu nje köldu straumar hindrast á rás sinni af landi. Kyrra- hafið er alveg opið móti suðri og fellur þar saman við Suðuríshafið, en stendur aðeins í sambandi við Norðuríshafið um Behringssund- ið, sem er örmjótt. Indlandshaf er opið móti suðri, en norðan að því liggur Asía. Hjer skal nú gefið stutt yfirlit yfir hina helstu af hinum stöðugu straumum, eða aðalstraum- um í hinum stóru höfum. í Indlandshafi liggur straumur sunnan mið- jarðarlínu frá Vesturströnd Astralíu til vesturs að eynni Madagaskar. Það er hinn indverski miðjarðarstraumur. Austan við Madagaskar skiftist hann f tvær greinar, fer önnur í suð- vesturs, en önnur norður um Madagáskar og sameinast þar öðrum hafstraumi sem kem- ur úr Bengalflóanum, beygir síðan til suðvest- ur, og fellur milli Madagaskar og fastalands Afríku. Þar heitir hann Mozambiquestraum- urinn. Þá heldur hann suður með austur- strönd Afríku, suður fyrir Gróðrarvonarhöfða og heldur að líkindum áfram norðurmeð vest- urströnd Afriku undir nafninu Suðuratlantiski straumurinn. Önnur grein hans liggur frá suðurodda Afríku og suður í Ishaf. Hinn indverski miðjarðarstraumur er auðvitað heitur þar sem hann flytur vatn úrKfnverska hafinu og fer um hitabeltið. Frá Suðuríshafinu liggja straumar til norðnrs báðumegin Indlandshafs, beygja innundir miðjarðarstrauminn og-færa f djúpinu vatn til þeirra hafa sem hann leiðir vatn burt frá á yfirborðinu. Straumarnir frá suðurhcim- skautinu liggja fyrst til norðurs, en beygja síðan austur á við. Annars eru straumar ekki nákvæmlega ransakaðir í þessum höfum, síst Suðuríshafinu. I Kyrrahafinu eru þessir straumar merkast- ir: Frá Snðuríshafinu liggur straumur í norð- austur til Chili, greinist þar í tvcnnt og fer önnur greinin austur um Kap Horn og mynd- ar hin svonefnda Kap Hornstraum, sem held- þvert yfir Atlantshafið og rekst á hinn ind- verska miðjarðarstraum sem kemur austan um Gróðrarvonarhöfða. Elin greinin fer norður með Ameríku að vestan til Kap Blanco. Hann heitir Peruvianski straumurinn, eða Humbolts- strau-murinn eftir A. v. Humbolt, sem fyrstur fann hann. Frá Kap Blanco legst hann vest- ur til hafs um Galapagoseyjar og sameinast þar miðjarðarstraumí Kyrrahafsins; hann er þá 20° á breidd og fellur beggja vegna miðjarð- lfnu austur til Nýa-Hollands, Nýu-Gineu og Filippseyja. Úr miðjatðarstraumnum geingur breið grein suður í Ishaf, en milli hennar og suðurodda Ameríku er stórt svæði, sem kaldur straumur fer um og er þar svo líflaust í hafinu, að fisk- ur hittist þar aldrei, og fugl sjest aldrei yfir þessu svæði. Við' Filippseyjarnar skiftist miðjarðarstraum- ur Kyrrahafsins í tvær greinar; önnur, hin svo- kallaði Svartistraumur, fer norður með austur- urströnd Japan og kemst alla leið að vestur- strönd Ameríku [Nord-Bacifikstramurinn], fer svo suður með Kaliforníu og nær aftur miðjarð- stra"mnum. Það hefur borið við að fiskimenn frá Japan hafa á opnum bátum borist af þess- um straumi til Kaliforníu og hafa menn þóttst finna þar eina ástæðuna fyrir því, -að I-ndían- ar Ameriku væru upprunalega komnir frá Asíu. Lítil kvísi af þessum Svartastraumi fcr norður í lshat gegnum Behríngssundið, og úr norð- urhluta Kyrrahafsins koma kaldir straumar á móti Svartastraum. Einn af þeim fer inn í Okhotska hafið meðfram strönd Asíu og suð- ur í Kínverska hafið. Hann er kallaður Okhotski straumurinn. Annar kaldur straum- ur frá Behringssundinu fet suðurmeð strönd Alaska. Behríngssundið ar aðeins 12 metra djúft og geta því Ishafsstraumarnir ekki flutt ís þar i gegn. Svartistraumurinn flytur hlý- indi að austurströnd Asíu. Önnur grein miðjarðarstraumsins fer um Bandti- og Sunda-hafið og heldur áfram seui miðjarð- arstraumur tii austurstrandar Afríku. Meira. Peary. Nánari fregnir um norðurför hans segja, að hann hafði aðeins með sjerktvo|menn og var annar Eskimói. Peary hefur fundið norðurtakmörk Grænlands á 83 gr. 39 mtn. norðl. breiddar. Þaðan hjcldu þeir fjelagar áleiðis á lcið til pólsins á sleðum og bátum, en urðu að snúa aftur á 83 gr. 50 min n. br. Peary segist hafi gert mcrkar uppgötvauír viðvíkjandi ísnum. Nái hann ekki pólnum

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.