Bjarki


Bjarki - 01.11.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 01.11.1901, Blaðsíða 3
163 rar kemur úr Jukatansundinu og fer meðfram ínorðurströnd Kúbu, en hinn, sem er miklu stærri, kemur innan úr Mekikóflóanum með- ram suðurströnd Bandaríkjanna og eykst mjög af útstraumi Missisippifljótsins. Straumhraði 'Golfstraumsins er mestur á sumrin. í Florida- sundinu er hann ein míla á klukkustund. Að- ur inn f sundið kemur er hann x/4 úr mílu en'eftir að útúr sundinu er komið 3/4 úr mílu og þeim hraða heldur straumurinn allt til 31. breiddarstigs. Þá mínkar straumhraðinn. Við Azoreyjarnar er hann 2— 3 mílur á dægri. Súðaustanvindar og austanvindar þreingja hon- um upp að strönd Amcríku og gera hann cmjórri, en stöðugir vestanvindar breiða hann •leingra til hafs. Suðurfrá, þar sem loft er hreint, er Golf- straumurinn dökkblár, en norðar er hann ljós- íblár. Takmarkalínur hans eru svo skarpar, að skip geta legið með annað stefni inní straumn- um, en hitt utan við hann. Meira. Viihelm Beck, stofnandi og foríngi innra- trúboðsins danska, andaðist 30. f. m. Allflestir Íslendíngar munu kannast við klerk þennan af nafni, en trúmálastefna hans, sem á síðasta mannsaldri hefur náð svo mikilli útbreiðslu f Danmörku, hefur lítfð sem ekke|t gert vart við sig hjer á landi, sem betur fer. I Dan- mörk drottnaði V. B. yfir sterkurn trúmála- flokki svo að jafnvel yfirboourum Iians, lúsk- upi og kirkjumálaráðaneytinu, stóð- stuggur af áhrifum hans og valdi. í lokksmenn hans kalia sjálfa sig »heilaga« : Trúmálastefna V. B. er gersamlcga fjandsamleg allri skynsemi; það er •myrk ofsatrú, sem fordæmir alla lífsnautn og gleði. Leikhús, danssamkomur og aðrar þess- konar skemtanir mega flokksmenn hans ekki sækja. Þeir trúa því að djöfullinn sje sífellt á flakki meðal mannanna á sálnaveiðum og að cinginn vegur sje til að komast hjá því að falla í klær hans annar en sá, að gánga inn í innratrúboðsflokkinn. Fjöldi skottupredikara fer um landið og æsir fáfróðasta hluta fólks- ins með þessum kenningum. Síðan Grundtvig leið hefur cinginn kirkj- •unnar maður í Danmörk verið jafn umsvifa- mikill og Vilh. Beck. »Nafn hans fyllir tölu- vert rúm í hinni dönsku kirkjusögu*, segir U. Birkedal prestur, sem ritar um V. B. í »PoIi- tiken*. »En hinsvegar er þa ð víst, að sem -andans maður var hann hvorki djúpskyggn nje sfrumlegur. Og eingrar þroskunar verður vart hjá honum með aldrinum. Ræður hans voru •hín síðustu ár hans eins og fyrir 40 árurn. Þar eru sömu hversdags myndirnar úr lífinu sömu grófu kraftyrðin, scm aldrei var haldið innan þeirra takmarka sern almennt era sett. Alltaf hamraði hann jaínt og þjett á sömu bugmyndunum, þeim sem voru þráðurinn í skilníngi hans á krislindóminum. AJltaf var fhann jafnómóttækilegur fyrir allt annað en það sem hann einn sinni hafði talið sjer trú um að væri hinn eini, óskeikuli sannleikur. Nán- ustu vinir hans játa, að hann hafi alls ekki getað skilið nokkurn annan hugsuaarhátt en sinn eigin og, að hann hafi hvorki gctað sjeð "skuggahliðar vina sinna nje fundið nokkurn neista af rjettlæti ( dómum mótstöðumanna sinna. Allt sem kom úr þeirri átt var í hans augum annaðhvort sprottið af íllsku eða heimsku. En það sem þrátt fyrir þetta sætti marga við hann var glaðlyndi hans, sem hann virð- ist hafa feingið í vöggugjöf frá einhverri vel- viljaðri veru. Það getur ekki hjá því farið, að án þess hefði hann eignast marga haturs- menn. En menn urðu að blægja, hvort þeir vildu eða ekki, þegar V. B. var að þvæla heimsins börn í sinni stóru blekbyttu. Þjóð okkar á svo fátt af einkennilegum, sjersteyptum mönnum, ekki síst innan kirkj- unnar, að við skulum viðurkenna hjá V. B. það sem viðurkenníngar er vert, jafnframt og við höldum stríðinu áfram gegn flokk hans og þeirri andastefnu sem nann hefurvakið.» Þá segir hann að innratrúboðsljelagið hljóti að klofna við burtför foríngjans; hinir ákafari í hópnum geta ekki leingi átt samleið með hinum spaklátari. Það er V. B. sem hefur haldið flokknum saman þrátt fyrir mikið innra stríð. Prestunum er orðið ílla við skottupre- dikarana. Nýa ráðaneytið er mjög andvígt innratrúboðinu og er ekki ólíklegt, að það leiði til þess að úr því myndist fríkirWja. V. B. var nær 72 ára gamall, fæddur 30. des 1829. Hann var prestssonur. A ýngri árum var hann gleðimaður. Hann ætlaði ekki að verða prestur, en Ijet það þó eftir föður sínum. 1874 fjekk hann prestakall það sem íaðir hans hafði áður þjónað, Örslev, skammt frá Kaupmannahöfn, og hefur verið þar prest- ur í 27 ár. Hann hefur verið kallaður »páf- inn í Örslev«. Plann hafði verið gestrisinn mjijg og góður heim að sækja. Eftir messu- gjörðirnar satu venjulega til borðs hjá honum allt að 70 manns. Þegar svo stóð á hafði hann ekkert helgisnið á sjer, en Ijet íjúka skemmtisögur af allskonar tægi. Ki,tchener lávarður. Útlend blöð tala um þessar mundir mikið um afstöðu hans til ensku stjórnarinnar. Samkomulagið er þar ekki sem best. Það hefur jafnvel flogið fyrir að hann hafi krafist lausnar frá yfirforíngjastöð- unni. Hann þykist hafa of bundnar hendur, þar sem sjer sje ekki leyfilegt að beita öllum brögðum til að yflrstíga Búa og gera endir á stríðinu. Samkvæmt boðskap þeim sem hann hefur áður út gefið skoðar hann nú alla þá sem halda fram styrjöldinni af hálfu Búa sem uppreistarmenn og stríðið ekki framar háð sem reglulegt stríð milli tveggja óháðra þjóða. Hann vill fá leyfi til að refsa uppreistarmönn- unum með dauða, í stað þess að þeim sem til næst er nú aðeins refsað með stuttri fáng- elsisvíst, sem alls ekki getur verið neitt ægi- í leg í þeirra augum. Auk þess hefur hann heimtað að fá liðsauka af æfðum hermönnum í stað þess að til hersins í Afríku hefur verið sendur allskonar iýður, óvanur allri hermensku og þar á ofan óvalinn. í vor sem leið reyndi hann að fá enda á ólriðnum með því að fara að semja við Búa um friðarkosti. En enska stjórnin virti þetta að eingu og svo fórust allir friðarsamníngar íyrir milli hans og Botha. Þegar ráðin voru tekin af honum i því efni heimtaði hann nýtt lið og ætlaði þá að senda heim nokkrar at þeim hersveitum sem tekið •höfðu þátt f stríðinu frá byrjun og orðnar voru bæði þreyttar og leiðar á verunni þar syðra. Hermálaráðgjafinn Brodrick sinnti þessum kröfum leingi vel alls ekki. Að lok- um sendi hann þó nýtt lið suður. En þegar þángað kom, sýndi það sig að allur þorri þeirra manna var með öllu. ófær til að takast á hend- ur herþjónustu og varð Kitchener að senda þá strax heim aftur. Útúr öllu þessu spannst missætti milli her- málaráðgjafans og yfirforíngjans. Kitchener kvað vera harðdrægur maður og refsíngasamur og það er í fullu samræmi við framkomu hans annarstaðar, að hann heimtar nú að uppreist- armenn Búa sjeu umsvifalaust skotnir í stað þess að refsa þeim með stuttri fángelsisvíst. En þeir Salisbury, Chamberlain og Biodrick sem eiga að bera ábyrgðina gagnvart enska þínginu, þora ekki að láta eftir þeim kröfum hans. I haust dæmdi hann um 20 Búaforíngja, sem handteknir höfðu verið, útlæga, en ýms af blöðum Breta telja þá aðferð ólöglega. Búar. Einn af foríngjum Búa, sem lent hefur í höndum Breta, heitir Lotter. Á hann voru bornar þúngar sakir af Bretum og var mál hans tekið fyrir 27. f. m. Hann er fyrst og fremst ákærður sem uppreistarmaður. Þá var borií á hann, að hann hafi myrt vopn- lausa njósnarmenn, svertíngja, að hann hafi myrt breska dáta, að hann hafi spreingt járn- brautarlest í loft upp og, að hann hafi látið berja breska þegna með sviputn. Lotter kann- ast við síðustu á kæruna en heldur annars fram að hann sje borgari í Oraníu. Lotter var dæmdur til dauða og skotinn 12. þ. m. Tjaart Kryger, sonur Krygers forseta cr ný- lega dáinn í Prætoríu; hann hafði nokkru fyr- ir dauða sinn gefið sig á vald Breta. 26. f. m. stóð bardagi í 19 tíma milli Búa og Breta við Itala og sagt að Búar hafi þar misst 500 manns. Botha hershöfðíngi var sjálf- ur í þeirri orustu. Kína. 6. þ. m. ætlaði keisarinn og keis- araekkjan að leggja á stað frá Singanfu mað hirðina og halda aftur til Pekíng. Höllina, sem reist var til íbúðar fyrir hirðina meðan hún hjelt til í Sínganfu, á að rífa niður. Mörg- þúsund múldýrum og hestum var safnað sam- an til ferðarinnar víðsvegar að og Li-Hung- Chaþg boðið að taka 700,000 taelur til láns ti) ferðakostnaðar. Chang prins segir, að keis- araekkjan og keisarinn sjeu nú sammála um að nauðsynlegt sje að gera miklar breytíngar á stjórnarfarinu og að hreyfíngin í þá átt hafi aldrei verið jafnsterk og nú meðal æðri stjett- anna i Kína. Keisaraekkjan gamla kveðst ætla að gcra Puchin, erfðaprins, arfiausan af því að hann lifi hneixlanlegu lífi. Avarp Khafnarstúdentanna, semöll afturhladsblöð landsins eyða nú rúmi undir, er ósköp veigalítið og ómerkilegt skjal, en ann- ars meinlaust. En blöðunum scm það flytja gleymist að geta þess, að ávarpinu var eingu svarað af ráðgjafanum; hann stakk því undir stól og sagði að málið yrði íhugað seinna.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.