Bjarki


Bjarki - 08.11.1901, Side 2

Bjarki - 08.11.1901, Side 2
Samgaungumálin á þingi. Fyrir hiind sameinaða gufuskipafjelagsins kom P. Christjansen, sem áður hefur verið skipstjóri á »Lauru«, til Rvíkur í sumar til að semja við þíngið um framlcinging samnínga þess við gufuskipafjelagið. Þeim samníngum var þó slegið á frest til næsta reglulegs þíngs, 1903, og segir svo í nefndaráliti samgaungu- málanefndarinnar um viðureign hennar við fulltrúa gufuskipafjelagins: » . Herra Christjánsen skýrði nefndinnt frá því, að svo hefði samist milli ráðaneytis- ins íslenska og gufuskipafjelagsins, að samn- íngur sá, er þessir málsaðilar gerðu sín á milli 5. nóvbr. 1897, og gildir til I. jan. 1903, skyldi framleingdur fyrir það ár og gilda til 1. jan. 1904, svo framarlega sem alþíngi veitti 50,000 kr. til að gufuskipaferðanna árið 1903, og nýr samníngur kæmist eigi á milli þíngs- ins í sumar og umboðsmanns þess, er fjelagið sendi til að semja við þíngið. Þá skýrði hann og frá því, að fjelagið hefði svo lítinn arð af fje því sem það hefði sett í gufuskipaferðírnar íslensku, að það sæi sjcr eigi fsert að endur- nýja samnínginn um þær leingur en eitt ár nema skilyrðunum yrði breytt eins og hjer segir: 1. Að tillagið úr Iandssjóði verði fært upp úr 50,000 kr. í 55,000 kr. á ári. 2. Að farmgjaldið fyrir vörur þær sem flytjast frá útlöndum með milliferðask’pum fjelagsins, en eru fluttar úr þeim yfir í strand- ferðaskipin og í þcim til viðtökustaðanna, verði hækkað um 25°/u. 3. Að farmgjaldsskráin yrði endurskoðuð og gerð sjálfri sjer samkvæmari án þess að farmgjaldið hækkaði yfirleitt. Auk þess telur fjelagið það æskilegt fyrir sig, en skaðlaust fyrir landsmenn, að Vesta í fyrstu ferð sinni frá Reykjavík fari sunnan um land til Austurlandsins og þaðan beint út, í stað þess að fara norður um land og rekja alla viðkomustaðina, þar sem reynslan hafi •sýnt, að ekkert hafi verið til að flytja með skipinu frá Vestur- eða Norður- landi í þess- ari ferð; að smærri viðkomustöðum þessa skips { 10. ferð í báðum leiðum yrði fækkað; og loks, að farþegum í 1. farrými á millilanda- skipunum yrði gert að skyldu að kaupa kost- inn um borð á ferðunum kríng um landið, einkum vegna þess, að of mjög sæki af far- þegum af öllum stjettum á i.farrými, þar sem skammt væri milli landa og lágt fargjald. Ef þessi breytíng á skilyrðunum kæmist á, kvað hr. Christjansen gutuskipafjelagið hins- vegar mundu gánga að því, að skipin færu fram hjá Færeyjum í I., 4. og 6. ferð hingað upp; að skipið kæmi við á Austurlandi í miðs- vetrarferðinni á uppleið; og að nokkrum við- komustöðum væri bætt við á fcrðaáætlun stratidferðaskipanna.« Nefndin vildi ekki framlcingja samníngana með þessum skilyrðum leingur en til nýárs 1904, eins og ráðaneytið hafði gert, taldi einkum farmgjaldshækkunina viðsjárverða, sjer í lagi af því, að jafnframt var farið fram á, að viðkomustöðum skipsins á uppleið í 10. ferð verði fækkað. Hinsvegar reyndi nefndin að fá, að svo miklu leyti scm unnt var, framgeingt óskum þeim um breytíngar á ferðaáætlunum sem fram höfðu komíð og hún áleit vera til bóta og lofaði Christjansen, að allar þær ósk- ir skyldu verða teknar til greina er aðeins fóru fram á breytíngu á viðkomum strand- bátanna t hinum einstöku ferðum án þess að viðkomurnar fjölguðu. Enn fremur lofaði hann : 1. Að »Ceres« eða »Vesta« skyldi vcrða Iátin koma við í Christjansand á síðustu ferð frá Norðurlandi tii Khafnar 2. Að »Laura« skyldi koma við í Stykkis- hólmi í 1 ferð, þegar viti va;ri reistur á EIl- íðaey. 3. Að strandferðabátarnir skyldu verða látnir koma í Ker á Hjeraðsflóa’og Hlaðsbót á Vesturlandi 2 sinnum til og frá Rvik. 4. Að strandferðabáturinn skyldi verði lát- inn koma við 1' Breiðuvík á Vesturlandi einu sinni til og frá Rvík. 5. Að strandferðabáturinn skyldi koma einu sinni oftar en nú á Hvammsfjörð á leið til Rvíkur. Hins vegar gaf nefndin það effir, að far- þegum á I. farrými á millilandaskipunum verði gert að skyldu að kaupa kost um ‘borð á ferðunum kríngum Iandið og, að endurskoða mætti farmskrána og gera hana óbrotnari og sjálfri sjer samkvæmari án þess að farmgjald- ið verði hækkað. Lög frá 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landsjóðs Ijet þíngið standa, feldi frumv. frá stjórninni um, að nema þau úr gildi. Er því hægt að taka tií þeirra hvenær sem á þarf að halda. Hafstraumarnir. Niðurl. Golfstraumurinn nær ekki niður að botni hafs- ins en flýtur ofan á kaldara vatnslagi. Sum- staðar hefur þetta kalda vatn brotist upp tii yfirborðsins og liggur þá upp þángað í laung- um og þunnum veggjum sem kljúfa strauminn og skifta honum í kvislar. Svo mikinn h»ta flytur Golfstraumurinn með sjer, að oft er loftið yfir honum allt að 129 heitara en loftið í kríng. Austanvindar flytja þetta heita loft innyfir strcndur Ameríku og því eru þeir þar mjög hlýir á vetrum. En þau hlýindi eru horfin um leið og lygnir. Golfstraumnum fylgja einnig miklar þokur. Golfstraumurinn er valdur að óveðrunum í norðurhluta Atlantshafsins. Honum eru að kenna hinir voðalegu fellibyljir sem fara um svæðið kríngum Azoreyjarnar, ná stundum til vesturstranda Evrópu og valda stöðugt skipa- tjóni og öðrum stórsköðum. Hvergi eru far- menn jafnhræddir við fellibylji og meðan þeir fara um Golfstrauminn. Það er cins og straumurinn seyði stormana til sín úr lángri fjarlægð. Stormar, sem hafa upptök sín suð- ur við Afríku kastast þvert yfir hafið til Golf- straumsins, þeytast í sveig með honum og kastast aftur austuryfir Atlantshafið og til stranda Evrópu. Einum þessum fellibyl, sem fór yfir 1848, er svo lýst, að hann stýflaðí útstrau m Golfstraumsins um Floridasundið svo að vatn- ið í Mekikoflóa hækkaði um 30 fet. Skipið »Ledburg Snow«, sem lá fyrir akkerum 1' sund- inu þegar stormurinn byrjaði, lá á þurru landi oegar honum slotaði og akkerið milli trjánna á Elíiots Kev [Koraley í Floridasundinuj. Þeg- ar straumurinn náði framrás um sundið aftur varð hafgángu.inn svo voðalegur útifyrir að einginn þóttist geta lýst því eins og var. 1780 hófst mikill fcllibilur við Barbadosey. Hús fuku og skip fórust, menn og skepnur tók á loft og kastaði dauðum niður. í*á fór- ust um 20,000 manna á ströndum Vestindia- eyjanna. Golfstraumurinn kemur til stranda Evrópu og hefur þar mikil áhrif á loftslagið í hinum norðlægari löndum. Ein grein Golfstraums- ins fer norður og Austur milli Færeyja og ís- lands, önnur norður fyrir vestan ísland. Það er Golfstrauminum að þakka að korn og skógar þróast ( vesturlöndum Evrópu allt norður að 70 brciddargráðu og að t. d. Kirsi- berjatrjeð getur þroskast norður í þrándheimi í Noregi, en myrtusviður og lárviður í görð- unum í Cornwall á Einglandi og í Suður-Ir- landi. Það er Goltstraumurinn sem heldur höfnum vestur-Evrópu opnum og ófrosnum all- an veturinn, þótt aðrar hafnir, sem miklu sunn- ar liggja, sjeu lokaðar af frosti. Þrándheimur, sem liggur á 63 þ'^0 n. b. hefur sama meðal- hita og Halifax á Nýa-Skotlandi, sem liggur á 44^/a0 nj b., eða 190 sunnar. I Reykjavík, sem liggur á 64° n. b. er sami meðalhiti á vetrum og í bænum Ultica í fylkinu New York í Bandaríkjunum, sem þó liggur á 430 n. b. eða 2 1° sunnar. Með tilliti til straumhraðans og útbreiðsl- unnar líkist Golfstraumurinn að öllu leytí á eða fljóti. Fyrst er hann mjór og straum- hraður, fer 20 — 30 mílur á dægri. En þeg- ar hann kcmur norður í At’Iantshafið og straum- flákinn er orðinn 150 mflur á breidd, þi er hraðinn ekki orðinn meiri en 9 mílur á dægri og við Azoreyjarnar aðeins 3 mílur. Sú grein Golfstraumsins sem norður fcr hverfur í hafinu milli Noregs og Spitzbergen. Hin greinin fer suður til Afríku og samein- as€ þar miðjarðarstrauminum, sem eins og áð- ur er sagt, er upphaf Golfstraumsins. Hin syðri grein straumsins fer þannig alveg í hríng. Inni í þessum hríng, sem straumarnir mynda, er kyrrt haf, hið svokatlaða »Golf de las dam- as« cða »Kvennahafið« og er kallað svo af" því að það cr svo lygnt og straumlaust að »kvenmenn geta þar ráðið stýrinu.* Annars er það venjulega kallað »Sargossohafið«. Það er alltaf þakið þángi og jurtum, sem kastast inn þángað af straumunum ( kríng, svo að siglíng um það cr jafnvel erfið. Þar lifir fjöldi sjódýra. Meðan Golfstraumurinn er mjóstur er hann 400 metra djúpur, en grynnkar auðvitað eftir því sem hann breikkar og breiðist út á yfir- borði hafsins. Gegnum Floridasundið fer á hverjum klukkutfma heit vatnssúla 8 mílur á breidd, 400 metrar á þykkt og i1/* mílu á leingd, kvíslast norður eftir og vermir norður hluta Atlantshafsins og löndin, sem að því 'iggja-

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.