Bjarki


Bjarki - 08.11.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 08.11.1901, Blaðsíða 3
i67 Niðurfallssýki. 1 Kringsjaa stendur nýlega grein um þennan sjúkdóm. Iíann er ekki algeingur. Þó kemur hann fyrir hjá öllum stjettum manna. En það sem merkilegast er við hann er, að ýmsir af mestu mönnum veraldarsögunnar hafa þjáðst af honum. í fornritum Grikkja er talað um þennan sjúkdóm. Þeir kenndu hann öndum. Aristoteles segir frá, að munnmælasögurnar segi að Herkules hafi haft þénnan sjúkdóm. En fyrst fara þó verulegar sögur af sjúkdómnum hjá Kambyses Persakonungi sem dó eptir sjö ára ríkisstjórn »til mikillar gleði öllum sem til hans þekktu.< Herodót sagnaritari virðist hafa skoðað þennan sjúkdóm sem undirrót ýmsra athafna Kambysesar; hann segir: »1*30 er mælt að Kambyses hafi frá fæðingu haft sjúkdóm þann sem nefnist »hin helga sýki,«og það er ekki ólíklegt að Iíkamsþjáningar þær sem hún olli honum hafi haft áhrif á sál hans.» Hvort Alexander mikli hafi haft þessa sýki vita menn ekki með vissu, en það er víst, að hálfbróðir hans, Arkidaios, hafði hana. Sömuleiðis er það víst um Júlíus Cæsar. Frá því skýrir Plutark; hann segir: »Cæsar var magur og veikbyggður; hannþjáðist afhöfuðverk og hafði niðurt'allssýki. Þó ljet hann það ekki á sig Já á þann hátt, að hann hlífði sjer, en notaði herlífið sem læknismeðal, lifði á óbreyttu fæði og svaf undir berum himni.» Þá skýrir hann frá, að meðan stóð á orustinni við Tapcsus hafi sýkin einu sinni scm optar komið yfir Cæsar; hann fann að hún var ná- læg og ljet bera sig burt frá bardaganum áður hanrt missti meðvitundina. Kaligula Rómverjakeisari og Brittannicus, bróðir Nerós, höfðu veikina og fleiri í þeirra ætt Frá síðari tímum hafa menn sannar sögur af hcnni hjá Alfreð mikla Eingilsaxakonungi og frá nýustu tímum hjá Napoleon Bónaparta. Það er víst, að hjá honum varð hennar opt vart, meðal annars ept- ir orustuna við Aspern 1809. Þá þj'kir það sannað af guðfræðingnum Krenkel, að Páll postuli hafi haft sýkina. í 2. Korintubrjefi 12. kapítula talar postulinn um, að »eingi!l satans Ijósti sig þúngum höggum, til þess að hann ofmetn- ist ekki«. Krenkel segir, að þar eigi hann við krampasýki, sem hann hafi þjáðst af til dauðadags. Krenkel bendir í þessu sambandi á sjónina, sem postullinn sá á leiöinni til Damaskus og hafði þau áhrif, að hann snerist til trúarinnar á Krist. Þeir, sem þjást af niðurfallssyki, sjá alls konar sjónir, meðan veikin er að koma yfir þá; margir heyra þjótandi hljóð, sjá eldkúlur eða virðist allt logandi umhverfis o. s. frv. Áður hefur verið talið víst, að Múhameð hafi haft þessa veiki, en nú efa menn það. Þar á móti er það víst um Frans af Assisi, stofn- anda hinnar alkunnu múnkareglu, og um hinn gáf- aða en drottnunargjarna páfa, Píus níunda. Sje veikin á mjög háu stigi, svekkir hún skyn- semina og sjúklingarnir verða fábjánar. Dæmi um það er Karl digri Frakkakeisari. Vinur minn, stjórnleysinginn. Sönn saga frá Ítalíu, eftir E. Rasmussen. Hann hjet Communardo Braccialarghe. Faðir hans var stjórnleysingi. En Communardo var ekki einn af þeim sem í blindni vilja fóttroða allt sem nú er ríkjandi, eyðilegga allt, eins og ýmsir af flokksbrœðrum hans. Hann var mað- ur með hjartað á rjettum stað. Hann vildi hjálpa öllum, sem urðu fyrir órjetti. I fyrstu hafði hann verið kátari og fjör- ugri cn allir aðrir dreingir í fœðingarbœ hans. <Og þar var öllum vel við hann. Frá því hann var 12 ára var hann í fylgd með stjórnleysingj- um og hjelt rœður á leynifundum þeirra. Hann þekkti nákvœmlega allar kenningar þeirra. Hann var fullvaxinn 14 ára gamal . Hann sagði mjer, að þá hefði þjónustustúlka, sem var mjklu eldri en hann, narrað sig út í ásta- brall. Hún bjelt honum í því í hálft annað ár. Þá dó móðir hans og frá þeim tíma breyttist Communardo. Hann vaið nær óþekkilegur. Hinn káti og fjörugi dreingur varð hægur og hugsandi. 16 ára gamall fjckk hann ást á stulku, sem hjet Marianna og var dóttir efnaðs handverksmanns. I’au hittnst daglcga utan við múra bæjarins. Þar var mjög falleg útsjón til smábæjanna á hæðunum fjær og nær og út yfir Campagne, sem er frjósamasta hjerað á Italíu. Loftið er þar tært og hreint og ángandi af ilm frá gaggiablómunum. A kvöldin er himininn þjettstirndur og næturgalasaungarinu frá olíu- viðarlundunum fyllir loftið. Þar utanvið múr- ana kunni Communardó vel við sig. Þar sátu þau Marianna saman; hann sagði henni frá framtíðardraumum sínum, og hún trúði á hann. Þegar hann sagði mjer frá þessum æsku- æfintýrum sínum — það var nótt eina mörg- um árum síðar —, þá komu tárin fram í aug- un á honum. »Jeg hef aldrei kysst hana«, sagði hann, »aldrei nokkurn tíma.« Arið eftir var harm tekinn fastur. Hann hafði á opinberri hátíð tekið þátt í stjórn- leysíngjauppþoti og hrópaði: »Evviva l‘anar- chia!« þ. e.: lifi stjórnleysið! Aðrir, sem með höfðu verið, reyndu að komast hjá hegningu með alls konar ósannindum, en þegar að Com- munardo kom og dómarinn spurði, hvort þessi strákhvolpur væri líka stjórnieysíngi, svaraði Communardo: »Jeg þori óhræddur að kanuast við það — jeg er stjórnleysíngi og er stoltur af að vera það.« Hann var dæmdur í fjögra ára fángelsi. I fyrstu lamaði það kjark hanV Hann vissi hvað það mundi hafa að þýða að sitja fjögur ár í ítölsku hegníngarhúsi. Þegar lögreglu- mennirnir fluttu hann i fángelsið, sagði einn af þeim við hann: »Þú h»fur verið eins og grimmur úlfur ; njer eftir verðurðu spakur eins og lamb. Þú getur verið viss um, að við temj- um þig.« Þegar fángalæknirinn kom til hans um kvöld- ið, var annar skórinn hans fullur af blóði; svo höfðu lögreglumennirnir misþyrmt honum á leiðinni. Læknirinn kærði þetta. Forstöðu- maður fángahússíns kom til og spurði, hver hefði misþyrmt honum. Communardo kvaðst ekkert kæra sig um að honum yrði refsað og sagðist ekki vita, hver þeirra það hefði verið. Forstöðumaðurinn vissi að hið síðara var ósatt. Hann kallaði lögreglumennina saman og ávítaði þá harðlega. Síðan sagði hann þeim, að maðurinn, sem misþyrmt hefði verið, neitaði að kæra sökudólginn. Hann var færður til Brescia og sat eitt missiri í luktu fáugelsi. Hann var fángelsað- ur fyrir pólitískar sakir og hafði því leyfi til að lesa. Hann las frá morgni til kvölds; eftir að dimrdi, lá hann og hugsaði. Þessi tími af fángelsistímanum, sem öðrum þykir leiðin- legastur, þótti honum bestur. Miklu ver lík* aði honum, þegar missirið var liðið, og hann var settur í fángavinnustofurnar, innan um alls konar trantaralýð. Hann hafði numið málm- smíði og var nærri því orðinn listamaður í þeirri grein. Hjer var hann gerður að skó- smið. Iiann svalt. Maturinn á ítölskum fánga- húsum er eitt pu.;d af brauði og tveir potta af vatni daglega og um miðjan daginn súpu- diskur með makarónum, sóðnum í vatni, og 15 grömmum af fleski, sem bitað er útí. Þessi súpa er annars varla talin mannamatur, og oftast gat Commurardo ekki snert hana. Hann sá, að þeir, sem fluttir voru í fángelsið úr hjeruðunum 1' kríng, komu þángað feitir og bústnir, en vesluðust upp á skömmum tíma og dóu. Þeir dóu úr húngri. Hatur hans á öllu því sem kallað er stjórn og harðatjórn, óx við það sem hann sá, meðan hann var í fángelsinu. Einn dag fór hann til læknisins með gömlum, dauðveikum fánga. »Herra læknir«,sagði gamalmennið, »hjálpið þjer mjer. Jeg er að deyja.« »Ætli heimurinn missti mikið við það?« svar- aði læknirinn. »Við erum þó ekki rjettir og sljettir hund- ar«, sagði Communardo. »Nei, því betur — vegna hundannna», svar- aði læknirinn. Þegar hann kom út úr fángelsinu og heim til Macareta.fjekk hann fregn, sem kom honum illa. Marianna hafði veri honum ótrú. Hún hafði tekið saman við lögfræðisstúdent frá Apulíu, sem komið hafði til háskólans í Maca- reta af því að þar þurfti hann ekkert að borga. Síðan hafði hann yfirgefið bæði hana og há- skólann. Communardo brá, þegar hann hitti hana í fyrsta sinn, en hann heilsaði henni ekki, ljet eins og hann sæi hana ekki. Hún elti hann grátandi, neyddi hann til að hlusta á sig. «Nei«, sagði Communardo, »þegar jeg sat í fángelsinu, hljópst þú um með stúdentinum. Þú getur ekki veríð kona fánga — og jeg verð alltaf tángi.« Svo skildi hann við hana. Hann opnaði ekki brjefin frá henni, en sendi henni þau aftur. Hann talaði aldrei framar orð við hana. Jeg minntist einu sinni á það við hann, að þau skyldu sættast, því það var auðsjeð, að þeim leið báðum illa. En við það var ekki komandi; hann gat ekki látið undan í neinu. Þótt hann væri laus úr fángelsinu, átti hann enn að vera í nokkurskonar gæslunæstu tvö árin Hann varð að vera kominn í rúmið kl. 10 a kvöldin og hann mátti ekki taka þátt í nokkr- um opinberum samkomum, ekki yfirgefa bæinn, þótt ekki væri nema daglángt, án leyfis yfir- valdanna. Ef út af þessu brá var honum aft- ur víst fángelsið. Um þessar mundir kom upp ófriðurinn milli Tyrklands og Grikklands. Communardo gaf sig strax fram sem sjálfboða. Nóttina áður en hann fór gisti hann í fángelsi bæjarins. Hann hafði farið út að kveðja nokkrá af ætt- íngjum sínum og kunníngjum og Orðið nokkr- um mínútum of seinn til að hátta. , Hann var í einum bardagannm á fætur öðrum og kom heim úr stríðinu með kúlu í herðablaðinu. Hann hafði verið gerður að Garibaldinerlautinant á orustuvellinuin við Do- mokos. Þegar hann kom til Brindisi, var honum ásamt nokkrum af fjelögum hans, sem voru stjórnleysingjar,varpað í fángelsi, en þó voru þeir látnir lausir aftur. Þannig heilsaði föðurland- ið þeim, þegar þeir komu heim efiir góða íramgaungu. En fæðingarbær Communardos,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.