Bjarki - 29.11.1901, Blaðsíða 3
179
Jökulsá á Dal.
Jeg hef oft komið að Jökulsá,
•en jafnan er eins og jeg hlakki til:
að horfa' o’ní jietta heljar gii,
þar sem helið og lífið vcgast á.
íJegar boðar og hringiður bvltast fram
og beljandi straumur öskrar hátt.
í’að er engi sú vættur sem af honum nam
inn 'aldna, dynjandi hörpuslátt.
En, því cr mjer rjctt eins og titri hver taug?
Er töfrandi seyðmagn að binda mjer skó?
Var það Plútó, semæddi.sem fram hjá flaug,
sem fyllti mig hryllíng — og dáun þó ?
Og þó er hver taug eins og stríður streingr
er straumrastar-ólgan í guðmóði rís;
og hugur minn við því ferlíki frýs
er með feyknum og býsnum á löndin hún gengr.
Hefðirðu staðið á hamrinum þá,
þegar hrönnin í gljúfrinu stýflar á,
og jakarnir byltast á ýmsum endutn,
•og orgið og smeliirnir grenj ast á.
i>jer hefði víst tundist það svipur hjá sjón,
að sjá þctta magnaða vatna-ljón;
og trauðlega skipað því flokkinn með fjendum
þó feriega slundum hún vinni tjón.
J’á er móður á Jöklu.—Jeg segi þjer satt —
hún sinnir því lítið þó gilið sje bratt;
þá bólgnar hún upp, uns hún liggur á löndum
og löðrunga geldur í tekjuskatt.
Og þó eru tekjurnar rjettar-rán,
við ráninu geldur hún spott og smán,
því eignunum sópar hún hörðum höndum;
hún er ekki’ á því að fá sjer lán.
IJá mylr hún jakana’ og spreingir spöng
og spyrnir því gegn um hanira göng.
En i gljúfrinu Loki bröltir í böndurn
svo bylur í hverri klettaþröng.
Og aldanna bergrisinn harður og hár,
hamarinn sjálfur, feliir tár;
hann skeliur þá jakarnir reisast á röndum
og rekast á snasir og flugagjár.
Og áin— hún rýkr þá rjett eins og mjöll
og rífr úr gljúfrinu hcijar fjöll.
í’aðerallt einsog IJór sje meðhamar í höndum
að hamast þar við að berja tröll.
Og freyðandi brimföxum þyrlar hún þá,
svo þýtur í ólgunni djúpinu frá
og úlfgráum fjöllum i hrikaleik hlcður
á hamfara strauminum út að sjá.
I’að er rjett eins og lífsöfl vor leggast í dá
ef vjer liggjum á bjarginu’ og horfum á
inn fár-ramma kraft sem í trölladómi treður
um týsterku vígin og spöngunum hleður.
í>að er hjer,aðþú kveður þinn aflrauna-óð,
það er eins og þú minnir á frjálsborna þjóð,
því einíng og frægð, það er fáninn í stafni,
og »fram« er þín kenníng í þeirra nafni.
Og enn er jeg hrifinn, jeg ann þinni dáð,
-sem ei vcrður sundrúng nje smámunum háð;
en braut þína járnköld að takmarki treður
og tign þína varðveitir staðtestu meður."
ÓLAFRJ EERGSSON.
Nábúarnir.
Eftir P. Rosegger.
J>etta er sagan um það, hvernig blindur úrhani
forðaði veitingamanni frá hryllilegum dauða.
í Stiegelstock sókn bjuggu tveir íátækir
smábændur uppi í Alpafjöllunum innanum eyði-
bvli og úngan skóg. f’eir voru síðustu menn-
irnir sem hjeldu byggðinni þar við. f’eir voru
aldavinir, en höfðu mjög gaman aí að stríða
hvor öðrum á allar lundir —- í græskulausu
gamni auðvitað. Herramaður einn hafði keyft
allar jarðir þar í grendinni og bændurnir reyndu
báðir að koma sjer sem best við hann; þeir
feingu hjá honum brenni og fleira, sem þeir
þurftu með og hvor um sig vildi ná i það
sem best var. Nábúarnir hjetu báðir Rampel;
annar var kaliaður Rampel í Austurbænum,
hinn Rampcl f Vesturbænum. Einu s;nni sagði
Rampel í Vesturbænum við Rampel í Austur-
bænum: »Heyrðu, Rampel, mjer hefur dottið
eítt í hug, sem landsdrottni okkar hlýtur að
þykja gaman að. Nú skal jeg segja þjer nokkuð,
jeg ætla að fara inn í hallargarðinn einhverja
nóttina, kalla og segja, að eldur sje uppi og
vekja ailt fólkið. Hann hefur engan nætur-
vörð og honum þykir vænt um að sjá að
einhver gái að húsinu í þessstað. Jeg ætla að
gera þetta einhverntíma í næstu viku; nú ætlar
bölvuð gigtin að drepa mig.«
Rampel í Austurbænum hafði áður fyrri
verið eins sjeður og greindur maður og Ram-
pel í Vesturbænum. En svo hafði hann dottið
ofan af lofti og komið niður á höfuðið. Hann
hafði reyndar komið niður á hálmbýng, cn þó
lei: svo út sem höfuðið hefði liðið skaða
við byltuna, því eftir það sá hann ekki
við nábiia sínum. Hann hugsaði nú með
sjer: þetta ætlar þú, Rampel í V'esturbænum,
en gættu að, að jeg verði ekki fyrri til. Og
nóttina eftir fór hann inn í hallargarðinn og
hrópaði af öllun kröftum: »F.ldur uppi, eldur
uppi !« Allir gluggar og allar dyr opnuðusf
eftir litla stund og herramaðurinn kallaði niður
og spurði, hvar eldurinn væri.
»Er ekki tólkið vaknað.?» kallaði Rampel.
»Hver kallar þarna niðri?» spurði herramað-
urinn.
»Rampel í Austurbænum, velborni herra.«
svaraði Rampel.
»Hann er fullur, kastið þið svíninu út!,«
kallaði herramaðurinn til vinnumanná sinna,
því þeir voru komnir út með stiga og vatns-
fötur, Þá fann Ramjjel, að fæturnir eru það
sem mönnunum cr best gefið og . þakkaði
guði fyrir, að hann komst hjá að Ienda í
höndurn vinnumannanna.
Hann orðaði þetta ekki við nábúa sinn, því
hann sá, að nú hefði hann leikið á sig og
hugsaði sjer að launa honum það svo lítið
bæri á. Einn dag sem oftar gekk hann heim
til Rampels í Vesturbænum, bað hann að finna
sig, dró byssu undan kápu sinni og sagði: »Nú
skal jeg sýna þjer nokkuð, jeg hef hjerna
byssu, en jeg get ekki skotið; gigtin er í fót-
unum á þjer, en í handleggjunurrt á mjer og
þessvegna get jeg ekki miðað rjett. En jeg
jeg hef tekið eftir úihana uppi f gilinu. i*ú
hlýtur að hafa^heyrt til hans á morgnana. Það
er skrambans ’aglegur fugl, en hann hlýtur að
vera blindur, því hann er alltafísömu trjánum
og rekur sig á trjátoppana. Það væri einginn
vandi að skjóta hann og veiðimennirnir í höl!-
inni gerðu það, ef þeir hefðu orðið varir við
hann. Jeg get útvegað kaupanda að stjelinu og
það er margra staupa virði. En þú verður a<’>
fara varlega vegna veiðimannanna. Byssunni
stýng jeg hjerna uppundir þakskeggið og hjer
eru högl og púður, taktu við.«
Rampel í Vestuibænum vissi að þetta gat
verið hættuspil og fór sjer hægt. Hanann
skal jeg ekki skjóta, hugsaði hann með sjer;
hjer býr eitthvað undir.
Þegar hann gekk til skógar næsta morgun
heyrði hann til hanans í gilinu. rá hugsaði
hann með sjer, að ekki væri nú nema gaman
að skjóta þrælinn. Hættulegt gæti það varla
verið; veiðimennirnir væru þar aldrei í grend-
iuni. Og svo fór, að þriðja morguninn fór
hann snemma á fætur, læddist upp í gilið og
skaut úrhanann. En áður en fuglinn var dott-
inn alla leið til jarðar hlupu tveir veiðimenn
að Rampel, þrifu í axlirnar á honum og drógu
hann með sjer fyrir rjettinn í Frochau.
A leiðinni sagði Rampel við veiðimennina:
»IJeyrið þið, þrælmenni, hvernig gat ykkur
dottið í hug að jeg væri að skjóta hanannj*
»þú getur þakkað nábúa þínum það,« svar-
aði einn af veiðimönnunum.
»Fari hann nú grábölvaður,« hugsaði Ram-
pel í Vesturbænum með sjálfum sjer. »Getur
það verið sattr Það skaltu fá launað, þótt
sfðar verði! Það kalla jeg grátt gaman.«
Hann fjekk sex vikna fángelsi fyrir úrhana-
drápið.
Þegar hann heyrði dóminn varð hann æfur
yfir því ránglæti scm ríkti hjcr. í heimi. Hann
reis upp og sagði með hvössum.róm: »Ilerr
ar mínir! Hverkyns rjcttvísi er það sem hjer
er í frammi höfð! Jeg fæ sex vikur fyrir einn
skítinn úrhana, en nábúi mínn, Rampel t
Austurbænum, sleppur alveg með hjörtinn.«
»Hjörtinn! Ilvaða hjörl! Hefur hann skot-
ið hjört.?« spurðu veiðimennirnir hver ofan i
annan. Næsta dag komu lögreglumennirnir’
með Rampel f Austurbænum og báðir nábú-
arnir voru leiddir fram fyrir rjettinn.
»Hver segir að jeg hafi skotið hjört.?« spurði
Rampel i Austurbænum; hann þóttist vissum,
a3 ekkert vitni gæti borið það.
»I’að gerir maðurinn þarna.« svaraði dóm-
arinn og benti á Rampel í Vesturbænum.
»IJann.?« sagði Rampel í Austurbænum og
dró orðið. Um það getur hann ckkert sagt.
Ilann hefur ekkert sjeð og ekkert heyrt. Hanu
var ekki við staddur.«
»Nú, hvar var hann þá.?« spurði dómar-
inn.
— »IJann var þá nótt að stela mjöli í
Schramsmyllunni.«
»Hver segir það.?« spurði Rampel í Vcstur-
bænum og stökk á fætur.
»Jeg«> svaraði Rampel í Austurbænum og
leit hnakkakertur framan f nábúa sinn.
»Pú! Láttu sjá og skilaðu kaupmanninum