Bjarki - 13.12.1901, Blaðsíða 3
hefur íjelagið yfir að ráða. Veturinn er ætl- |
^aður til undirbúníngs, en flutníngar frá nám-
unum eiga að byrja strax með vorinu.
íslenskur maður, sem átti tal við greifann á
Færeyjum í haust, spurði hann meðal annars
eftir hvort hann þekkti til kolanna hjcr á
Austfjörðum. Greifinn kváð já við því og
ihafði kynnt sjer tilraun þá, sem Tuliníus stór-
kaupmaður hafði gert méð þau. Ilann sagði, að
Austfirsku kolin mundu ekki tilúlfiutnfngs, en
sjálfir gætu Íslendíngar vel notað þau í stað
þcss að kaupa kol að; hjer vantaði aðeins
duglegan mann til að gángast fyrir að koma
því í framkvæmd.
Tietgen, einhver hinn frægasti og mesti
maður sem Danir hafa átt, andaðist ig. f. m.
Hftnn var fa;ddur 19. rnars 1829 i Odense,
varð verslunarmaður og lagði einkum stund á
álnavöruverslun. 20 íra gamall fór hann til
Manchester til að fullkomna sig í þessari versl-
unargrein. Hann dvaldi þar nokkur ár og
nam mikið af Einglendíngum. Par sjer hann
fyist, hve tíðar samgaungur eru þvðíngar-
miklar og hve lángt Danmörk þá er á eftir
tímanum í þeim sökum. Hann kom aftur til
Danmerkur sem vörubjóður fyrir enskar stór-
verslanir, ferðaðist nokkur ár víða urn landið
í þeim erindum og kynntist viðskiftalífinu í
Danmörk. 1855 .settist hann að sem stór-
kaupmaður í Kaupmannahöfn, en var þó aðeins
fulltrúi fyrir enska kaupmenn. Tveim árum
síðar var rrívatbánkinn stofnaður og Tietgen
varð forstjói i hans, þá ekki þrítugur, og sýnir
það, hvc mikið álit hanr. hafði þegar feingið.
Fyrirtækið þreifst vel og T. gerði margar nm-
bætur á dönskum bánkamálum. T. hefur síð-
an átt meiri eða minni þátt í nær ölium hin-
um stærri framfarafyrirtækjum í Danmörk og í
hinum stærstu hefur hann verið aðalmaðurinn,
ráðið stofnun þeirra og fyrirkomulagi og síð-
an stjórnað þeim. 18Ö6 stofnar hann »sam-
einaða gufuskipafjelagið* á þann hátt, að hann
fær alla þáverandi skipaútgerðarmenn í Khöfn,
til að taka höndum saman og gánga í eitt
fjelag. I’að er kunnugt, hve stórmikinn áráng-
ur sú fjelagsstofnun hefur haft fyrir samgaung-
ur og viðskiftalit í Danmörk og nálægum lönd-
um. Sama ár átti hann mikinn 'jiátt í stofn-
uti sporvegafjelags Khafnar. En árin 1868 —
70 kcmur hann fótum undir það fyrirtæki sem
er aðalverk hans og mcst þykir til koma, en
það er stofnun »stóra norræna frjettaþráða-
sambandsitis.c
1871 — 74 stofnaði T. fyrirtækið »Bur-
meistar & Wain,« sem nú vcitir þúsundum
manna atvinnu. Hann er stofnandi Tuborgs
ölgerðarhúsa, Thíngvallafjelagsins, Pappirsverk-
smiðjanna dönsku og margra fíeiri fjelaga og
fyrirtækja. Frá 1880— 90 vai vcgur l'. mest-
ur, en síðustu árin var hann heilsulítill og gat
því ekki starfað eins og áður. 'í'. er vafalaust
með rjettu talinn einhver hinn mesti fjármála-
fræðíngur sem uppi hefur verið á síðastl. öld.
Sjálfur átti hann eingar eignir, en hafði há
laun eða lífeyri frá hinum stóru fjelögum sem
hann liafði komið á stofn.
BÚHer hershöfðingi, sem í fyrstu st/rði
her Breta í Búastriðinu, fær misjafna dóma
fyrir frammistöðu sína þar. Yfirforingjatignin
183
var tekin af homim haustið 1899, eftir að hann
haíði farið' hvcrja óförina á fi'aiíwr annari, og
fengin í liendur Roberts lávarði, eu næstur
honum að völdum gekk Kitchener, sem er
orðinn yfirforingi. Eins og kunnugt cr tók
Buller Ladysmith. En itokkrum mánuðum
seinna var hann kaliaður heim frá stríðinu og
var honum þá tekið mcð mestu virtum
af stjórninni þegar heim kom. Þar á móti
rjeðust vms Lundúnablöðin með »Times« í
broddi fylkingar á Buller og fundu honum
ýmislegt til saka, en það fremur öllu öðru, að
hann hafði ráðið White hershöfðingja, sem
leingst varðist í Ladysaiith, að gefast upp, þótt
whitc ekki gcgndi því. Buller tók þessar árás-
ir mjög óstinnt upp, cn þessu síðastnefnda
gat hann ekki neitað. Deiian hefur nú endað
svo, að hann er settur frá stöðu þeirri sem
hann hefur haft í hernum og á að líkindum
ekki framar uppreisnar von.
Búar. I Suðurafríku eru stöðugt smá bar- ,
dagar og róstur. F.ins og áður hefur verið
um getið í Bjarka varósamiyndi milli Kitcheners
yfirhershöfðíngja Breta og stjórnarinnar. Hún
virðist nú hafa látið að miklu að kröfum hans
og gefið honum miklu frjálsari hendur en áð-
ur tii að reyna að leiða ófriðinn til lykta á
hvcrn þann hátt sem hægt sje. Dauðadómar
eru nú stöðugt upp kveðnir yfir Búum þeim sem
Bretar ná á vald sitt.
Li-Hung-Chang, hinn heimsfrægi undir-
konungur í Kína, sem mest afskifti hcfur haft
þar 3f málum Norðurálfumanna, andaðist kvöld
ið 6. f. m. Iíann var fæddur 1821 og því
áttræður eftir okkar reikningi, en eftir aldurs-
reikningi Kínverja 81 árs, því þeir tclja mann-
inn eins árs þegar fiann fæðíst. Lí var síðari
hluta æfi sinner voldugastur allra manna í
Kína. 1 [ann var aí lágum stigum og ruddi
sjer sjálfur braut til æðstu valda. Hann gekk
í æsku menntaveginn og varð doctor 1845 en
1853 komst hann í þjónustu ríkisins og hækk-
aði síðan stöðugt í. tign og áliti. Hann sat
leingstum í Tíentsín og hafði þar hirð um sig.
Ilann var vinveittari menningu vesturlanda en
margir aðrir embættismenn Kínverja og fyrir
nokkrum árum ferðaðist hann um Norðurálfu
og heimsótti alla hina helstu stjórnendur þar.
Hann þótti oft viðsjáll í viðskiftcfm, en vit-
maður hinn mesti.
Snjókoma var mjög rr.ikil í mánuðinum
sem leið bæði í Danmörk og Norcgi. Járn-
brautarlestir tepptust og frjettaþræðir eyðilögð-
ust.
Jarðarför Sigurðar sál. Einarssonar
fór fram föstudaginn 6. þ. m. að viðstöddum
flestum sveitunga hans, auk nokkurra annara,
þrátt fyrir það þó veður væri eigi gott.
Samkvæmt ósk og vilja hins látna fóru ekki
fram athafnir þjóðkiikjunnar við það tækifæri,
að því leyti að hinn látni var ekki moldu ausjnn
á háttu þjóðkirkjunnar (með því að hann
heyrði eigi þjóðkirkjunni til), og fann sóknar-
presturinn af þeim ástæðum ekki vald hjá ser
til að leyfa að hann væri jarðsettur í grafreit-
um kirkjuonar. Hann var því jarðsettur nálægt
Ire’mili sínu á Hánefstaðaeyri og hélt hcrrat*
Davíð Östlund h'kræðuna eftir beiðni ekkjunn-
ar.
Gat herra Östlund þess í byrjun ræðu simi-
ar að þó hann eigi stæði á sama trúargrund-
velli eða hefði sömu lífsskoðun og hinn fram-
liðni hefði haft, þá vildi hann þó leitast við að
tala um hinn® látna, að svo miklu leyti sem
þekking sín á honum næði til, sem væri eink-
um su, að hann hefði þekkt hinn látna sem
fijálslyndan, sannleiksleitandi og mikið starf
andi mann, sörstaklega hvað snerti það, að
mcnn feingju algjört trufrelsi hér á landi og
að ánauðaroki áfengisins yrði sem fyrst ijett
af þjóðinni. Þetta tvennt kvað hann mikilsvert
og að það mundi balda minningu Sigurðar
lcngi á lofti, og þakkaði honum í nafni sfn og
annara fyrir þessa starfsemi hans.
þeim mönnum til skýringar er eigi voru við
má taka það fram, að jarðartörin fór að öllu
siðlega fram, sálmar voru súngnir og sorgarinnar
eðliga þögn og rósemi gagn tók hvcrs manns
hug, að því er sjeð varð, Viðstaddur.
Seyðisfirði 13. des. 1901.
Veður hefur nú snúist mjög til hins verra, síðan
á Iaugardag nær sífelldar hríðar og dimmviðri, Snjór
cr töluverður kominn.
Saltfiskur kvað hafa fallið mjög mikið í verði í
útlöndum.
Barnaveiki hefur stúngið sjer niður á Akureyri
vetur.
A Akureyri vofu við manntal í haust rúm 1400
manns. í»ar af er taiið að um 200 sjeu aðkomandi
en 1200 heimilisfastir, af þeirn eru 550 á Oddeyr-
inni.
Egill kom hjer á miðvikudagskvöld, hafði feingið
stöðug mótviðri á leið frá fíoregi, og var_ því orð-
inn nokkuð á eftir áætlun. Vegna íllviðra gat hann
aðeins komið inn á þrjár hafnir á Suðurfjörðum,
Stöðvafjörð, Fáskrúðsfjörð og Eskifjörð.
Með Egli kom I. M. Hansen konsúli,- frá uppboði
Garðarfjelagsins á Hollandi; Kr» VVathne, Jón í Mula,
Christensen kpm. á Akureyri og A. Waage frá Khöfn;
frá Stavanger Berg, sonur A. C. Berg sútara hjer^
og sest hjer að við sútunarstofuna hjá föður súium;
frá Færeyjum Þórarinn skipstjóri Guðmuadsson með
sjómenn frá Rvík til að sækja fiskiskútuna »Mom-
ing star«, sem Ágúst Flygenring útgerðarmaður í
Hafnarfirði hefur keyft af Þórarni kaupmannj Guð-
mundssyni.
Frá Reyðarfirði kom Jóhann Ihorarensen fri
Kaupángi.
Jarðarför Sigurðar hreppstjóra EinarssOnar, seiu
um er getiðá öðrum stað hjer í btaðinu, er fyrsta jarðar-
förin sem fram fer hjer á landi án allra kirkjulegra
athafna, en dæmi eru mörg til þessa annarstaðar.
Ein jarðarför fór þannig fram í Kaupmatmahöfn í
fyrravetur, Sofusar Schandorfs skálds, og sögðu
dönslcu blöðin þá, að hann væri fyrsti maðurinn scm.
jarðsettur væri þar í landi án allra kirkjusiða.
Næsta blað kemur út um míðja næstu viku og þar
í útlendar frjettir sem ekki er rúm fyrir í þessu biaði.
Eáheyrt slys vildi til í Hýrafirðinum í haust.
Dreingur, 12 ára gamall, á Brekku í Sandn-sókn var
sendur út ti! að tjóðra styggt hross skammt frá bæn-
um. Ilrossið fældist og sást á hlaupum frá rwesta
bæ, sem er mjög skammt frá, og dró það þá eitt-
hvað í tjóðrinu. Þegar nánar var að gætt, sást að