Bjarki


Bjarki - 02.05.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 02.05.1902, Blaðsíða 2
2 , i hæfileika Olafs Davíðssonar. Hann segir þar ) svo og snýr máli sínu til Austra : »Og segðu lionum (Ó. D.) svo að lokum fyrir mig, að þótt jeg, sem svo margir aðrir, hefði um stund álit á honum sem vænlegu þingmannsefni, þá sje hann nú fyrir fullt og allt búinn að snúa mjer í því máli, og svo hygg jeg að fleirum fari. Maður, sem hræðist þingræði, en vill þó ekki kannast við að hann sje afturhaidsmaður, sem margir honum miklu fremri menn hafa látið sjer sæma að vera og heita, — maður, sem skortir svo mjög stillingu, sem hjer er raun á orðin með Ólaf og sem kappkostar að viðhalda »kúnstugum« ríg og flokkadrætti, sá maður mundi eiga óþarft erindi á þíng. — Olafur þarf ekki að segja meira en hann er búinn, til þess að hver óvalinn les- andi Austra geti gert sjer ljósa grein fyrir pólitiskum hæfileikum hans. Þú mátt fullyrða við hann, að hann megi þessvegna hætta að skrifa um pólitík.« « Brjef úr Vopnafirðí. Ur Vopnafirði er skrifað : ». . . Hjer er nú snjór til landsins, ísarek útifyrir og yfir höfuð illt útlit. Sumstaðar að verða heylaust og allslaust orðið við verslanirnar hjer í kaup- staðnum. I staðinn fyrir nauðsynjavörur, sem menn þurfa að fá, er nú troðið þar upp á menn þingmannaefnum, sem menn kæra sig ekki meir en svo um. Þeir eru nú þrír í boði hjeðan til þingfara: Jón frá Sleðbrjót, Ólafur Davíðsson og Jón læknir. Þeir Ólafur og Jón læknir halda saman og hafa að sögn fyrir hvern mun viljað fá Jón frá Sleðbrjót til að draga sig í hlje, en árángurslaust. Á fram- boði Ólafs er þó sá hængur, að hann hefur enn ekki, að því er jeg frekast'veit, fengið leyfi húsbænda sinna til að bjóða sig fram. Það mun vera almennt álit á Vopnfirðing- um, að þeir yfir höfuð sjeu neyddir til að kjósa þá sem verslunarstjóri 0rum & Vullfs heimtar að kosnir sjeu. Það er nú satt, og því er miður, að margir eru háðir versluninni og að þeim böndum er óslælega beiít. En eins al- mennt er þetta þó ekki og orð er á gert. Jeg fyrir mitt leyti kýs hvorki Olaf Davíðsson nje Jón lækni, og jeg veit, að marga kjós- endur hjer í hreppi iángar til að endurkjósa Jó- hannes sýslumann og þykir sein er, að rjett væri að muna honum þar dugnað hans á síð- asta þingi í því að fá fjárveitingu til hinna bráðnauðsynlegu vegagerða hjer. Um Jón frá Sleðbrjót og síra Einarana báða veit jeg, að þer fá allir eitthvað af atkvæðum hjeðan úr hreppi. Ur því jeg er nú farinn að skrifa Bjarka, þá skal jeg minnast á mál, sem mig hefur oft lángað til að hreift væri við í blöðunum. Þetta er fjárkaupamálið okkar frá í fyrra. Jeg er einn af mörgum sáróánægðum með afdrif þess þarflega fyrirtækis, því jeg bjóst við að mörgum mönnum og hreppunum í heild sinni gæti orðið það að góðu gagni. Málið er svo vaxið, að hreppurinn tók lán til fjárkaupa í fyrra og átti að auka með þvf bústofn bænda. En þegar lánið var var feing- ið og búið að skifta því, heimtar verslunar- stjórinn fje bænda af þeim upp i skuldir við verslunina. Síðan kaupir lánssjóðurinn þetta sama fje og leigir aftur bændum, en peninga- lán hreppsins geingur til lúkningar verslunar- skuldunum í stað þess sem upphaflega var til ætlast, að því yrði varið til að tjölga fje f hreppnum. Austri er gefinn hjer um hreppinn af versl- un Ör. &. WuIIfs, en lítið þykir flestum til þeirrar gjafar koma. En það tjáir ekki, þó menn segist ekkert kæra sig um blaðið og ekki viija þyggja það; það er sent samt, og mái manna er, að verslun Ör. &. W. eigi ekki lítinn þátt í útgáfu Austra, þvt eins kvað vera farið að við Þórshafnarverslunina hjer fyrir norðan.* SMÁPISTLAR. Eftir Dr. X. 7. TRÚIN OQ SKYNSEMIN. Margir menn hafa veitt því eftirtekt, að þeg- ar um trúmál er að ræða gilda skynsamlegar ástæður næsta lítið. Þetta gerir allar viðræð- ur um þau efni óvanalega erviðar. Fyrir öllu því sem guðsorð nefnist, eða á að vera sam- kvæmt guðsorði, lúta menn djúpt af gömlum innrættum vana, hversu fráleitt sem það kann að vera. Þó er þessi tröllatrú að rjena með ári hverju, sem bctur fer. Sem sönnun fyrir þessu er lítið dæmi. Mað- ur nokkur las upp fyrir greindum og góðum hjónum, vel menntuðum, einn sálm úr nýu sálma- bókinni, sem lá fyrir framan hann. Þau settu óðars upp alvörusvip og hlustuðu eftir, svo að í eingu mátti sjá annað, en að þau hlust- uðu á hið uppbyggilegasta guðsorð. Sálmur- inn sem iesinn var, var þó einginn annar en hið ágæta drykkjukvæði H. Hafsteins: »Guð ljet fögur vínber vaxa*. Hugmyndin um að þetta væri gott guðsorð, ef til vill eftir Val- demar Briem, og stæði í sálmabókinni lokaði alveg augunum fyrir innihaldinu. Að þetta er alís cigi einstakt dæmi, sjest á því, að þessi sama tilraun hefur verið gerð með fleiri menn og oftast farið á sama hátt. Það mun oft ganga svo, að þar sem trúin kemur inn, geingur skynsemin út, þó ekki sje þaí algild regla. 8. BÆNIN OQ ÞEKKINQIN. Frá elstu tímum og jafnvel all.t til þessa dags hetur mannkynið haldið hegningarsvipu hinna reiðu guða á lofti, þegar einhver ósköp hafa geingið á. Hún var talin orsökin þegar eldingin leiftraði í skýunum, þegar drepsóttir geysuðu yfir löndin, þegar jörðin titraði í jarð- skálftum, eða voðaöfl náttúrunnar ljetu á ein- hvern hátt til sín taka. Skjálfandi af ótta byggðu vesalings mennirnir hinum reiðu guð- um musteri, færðu þeim hverskonar fórnir og með tárin í augunum sendu þeir bænir sínar til himins ; móðirin bað með skjálfandi hjarta fyrir dauðu barni sínu, fátæki faðirinn um daglegt brauð fyrir barnahópinn, húngurmorða öreiginn um eina máltíð. Einu úrræðin voru baenir, brennandi bænir til guðanna, sem stýrðu þessu og var í lófa lagið að snúa öllu til hins besta, grátbænir til þeirra sem rjeðu yfir lífinu og dauðanum. — — — Þetta voru trúerinnar úrræði og þau sefuðu efalaust sársaukann, svöluðu um stundarsakir hinum brennandi tilfinningum mannshjartans, en einn galla höfðu þau: Allt fór sínu fram eft- ir seui áður; •ldingin leiftraði jafn ægilega sem fyr og til húngruðu mannanna fjell aldrei nein máltíð af himnum ofan. Bænum mannanna var eigi svarað einu orði. En trúin lokaði svo flestra augum, að þeir sáu þetta eigi, eða vildu eigi sjá það. Ef svo vildi til, að eitthvað breyttist til hins betra var það þakkað áhrifum bænarinnar, en þó eigi væri því að fagna, þá var ríki hugmynda- flugsins nógu auðugt til þess að finna einhverja utvegi svo hugsa mætti að bænir manna yrðu uppfylltar, ef ekki í þessu lífi, þá hinu megin grafarinnar — ef ekki á þann hátt, sem beð- ið var um, þá þveröfugt við það, og þó svo væri, þá.mátti ætla, að jafnvel það hlyti á ein- j hvern óskiljanlegan hátt að vera fynr bestu. Allra hjörtum fullnægði þetta þó eigi. í stað þess að loka augunum og biðja reyndu ýmsir til að halda þeim opnum og afla sjer þekkingar og fræðslu um sjálfa sig og nátt- úruna umhverfis, reyndu til að uppgötva hverj- um lögum þetta hlýðir og hvernig megi færa sjer þau í nyt. Þessir menn áttu erfitt uppdráttar, þeir voru taldir trúleysingjar og guðníðingar, ofsóttir á allan veg og margir þeirra urðu annaðhvort að fara huldu höfði eða jafnvel láta lífið fyrir of- sóknum frá trúarinnar sjónlausa skara, en þrátt fyrir það smáfjölgaði þeim, svo að á vorum dögum eru það þeir, sem bera flestar framfarir mannkynsins á herðum sjer og eru þess hugs- andi heili, sem öllu stýrir. Þekkingin hefur komið í stað bænanna og þetta hefur umturnað öllum fyrri hugmyndum. Nú þekkja menn, að eldingin orsakast af rafur- magni og hafa komist upp á að teyma hana eftir vild og jafnvel gjöra þetta volduga náttúru- afi að þægum og starfsömum þjóni, sem lýsir borgir og býli þegar kvöld er komið, knýr áfram vjelar og flytur orð manna og fregnskeyti yfir láð og lög. Hvervetna befur þekkingin svift fáfræðinnar og trúarinnar þokuhjúp af náttúrunni og sýnt oss hlýðin, lögbundin en eigi að síður dularfull og dásamleg náttúruöfl, þar sem menn áður hugðu reiða guði eða illa anda. Það er eins Og svalandi andvari hafi sópað burtu gráum þokumekki, sem huldi skrúðbúið hjerað og Jjafnvel himinsins lýsandi sól. — Eftir því sem ljós þekking og skynsamleg yfirvegan kom meira og meira í stað bænanna og tilfinningalífsins taumlausu eldgosa, eftir því fjekk mannkynið meira Og meira af óskum sínum uppfyllt, meira og meira vald yfir flestu því sem það áður hafði óttast og eigi skilið eða á nokkurn hátt ráðið við. Mannkynið hafði fundið þá bænaaðferð, sem eigi eingaungu fylgdi fyrirheit um bænheyrslu heldur einnig bænheyrslan sjálf. Vísinda-og uppgötvana-menn í hverskonar list- um og fræðigreinum eru nú hinir einu sönnu prestar, meðalgángarar milli hinnar voldugu náttúru og hins fáfróðari mannkyns. Þeir hafa friðkeyft það undan voðavaldi, sem allir stóðu fyr varnarlausir fyrir. Þeirra volduga kirkja hefur verið náttúran sjálf og þakið hinn stirndi himinn, en hið allrahelgasta hafa verið vinnustofur efnafræðinganna, eðlisfræðinganna, stjörnufræðinganna og hinna annara forvígis- manna sannleikans og þekkingarinnar. (Að mestu eftir Próf. W. Graham.)

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.