Bjarki


Bjarki - 12.05.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 12.05.1902, Blaðsíða 3
3 Ólafs Davíðssonar þeim þokumekki sem yfir það lagðist eftir Rángárfundinn. Eins og allir vita er það nú Rángársamþykktin, með þeim viðauka, að ráðgjafi okkar skuli búsettur í Reykjavík, sem okkur stendur til boða f kon- úngsboðskapnum. En um Rángársamþyktina sagði Olafur Davíðsson rjctt á eftir að hún var gerð, að svo vond sem Valtýskan vseri, þá væri hún þó »smáræði hjá þeim voðagrip.< En býðst nú Ólafur ekki sem þingmannsefni einmitt til að greiða atkvæði með þessum »voðagrip« á næsta þingi? Frá sjálfum hoa- um hefur ekkert heyrst um þetta efni, en Austri hefur gefið t skyn, að hann muni vilja þiggja stjórnartilboðið. Er þá Ólafur kominn út úr þokunni og hættur að sjá »voðagripi* og fer- líki á þessum leiðum ? Austri lætur sem hanu sje hræddur um, að framfaraflokkurinn gángi á bak orða sinna, þegar á þing kemur, og vilji þá ekki þiggja stjórnarfrumvarpið væntanlega. En er nú ekki meiri ástæða til að óttast slíkt um menn eins og Olaf Davíðsson, sem áður hefur algcrlega fordæmt flest af þeim breytingaratriðum á stjórn- arskránni, sem nú eru í boði? Það er Ólafur sem þarf út úr þokunni til þess að geta boð- ið stjórnarfrumvarpinu væntanlega fylgi sitt, en ekki Jón frá S!eðbrjót.« a Yfirlýsíng. Blaðið »t*jóðólfur« hefur fleirsinnis í vetur borið á stjórnarmálaflokk vorn, sem harin kallar Hafnarstjórnarflokkinn, að hann hafi talsvert fje í sjóði (um 6000 kr.) sem hann hafi feingið frá bánkamanninum Warburg, og að fjc þetta sje ætiað til þess að breiða út skoðanir flokksins á stjórnarskrármálinu og bánkamálinu (sjá einkanlega Rjóð. I. jan. þ. á., viðaukabl., og 21. mars þ. á og víðar). Sami áburðurinn hefur verið tekinn upp í Austra og fleiri blöð, og er svo að sjá sem ritstjórar allra þessara blaða telji hann sannan; en hann er sýniiega settur saman til þess að svívirði og sverta flokk vorn. Fyrir því þykir oss vera tilefni til þess að lýsa því yfir fyrir vora eigin hönd og flokks- manna vorra, að ofangreindur áburður er tilhæfulaus lygi og að hver sá, er með hann hefur farið eða hjer eftir fer með hann, er opinber ósannindamaður. Reykjavík, Bessastöðum og Görðum 11. apríl 1902. Kristján Jónssoa. Björn Jónsson, Björn Kristjánsson. Jens Pálsson. Skúli Thoroddsen. Nýtt blaB er enn komið upp hjá íslendingura í i Vesturheimi. Pað heitir »Vínland« og kemur út í Minneota einu sinni á mánuði, á að flytja frjettir og fróðleik, en ekki að ræða stjórnmál. Aðeins 1. | tbl. er komið hingað og lítur það vel út og er fjöl i breitt að efni. Útgetandi er G, B. Björnsson, en ritstjórar Th. Thordarson og Björn B. Jónsson. I Skip. Hólar komu að norðan á laugardagog höfðu hjer litla viðdvöl. Töluverðan ís hittu þeir á leið- inni og komust ekki inn á hafnir nema Húsavík, I Vopnafjörð og Borgrafjörð. Með Hólum kom hing- að frú Ragna kona í’orst Jónssonarkaupm. í Borg- arfirði Mjölnir var kominn á Eyjafjörð þegar Hólar fóru þaðan. í dag kom fiskigufuskip Wathnesfjelagsins, Etin, • frá Noregi. »Stord«, kolaskipið sem hingað kom i fyrradag, fer hjeðan norður um land til Akureyrar og Xsafjarðar að líkindum í dag. Skip sðkk út af Skjálfandaflóa seint í f. m. Menn allir komust til lands. Skipið var að sögn fermt salti og átti að fara til Sauáárkróks. Sklpsflak fannst nýlega útifyrir Eyjafirði í haf- ísnum, sat það þar fast og varð því ekki ‘rann- sakað. manni sem jafn-mikió hefói fyrir þa5 gort. Hann ætti sjálfsagt að endurkjósa. Frá Rángvðllingum. »Rángárvallasýslu. 26. mars 1902. Einginn vafi er á að kosningarbardaginn verður hjer afarharður. Af hendi framfaraflokks- ins vonumst vjer fastlega eftir að þingmanns- efnin verði hinir fyrri þingmenn, Magnús sýslu- maður Torfason og Þórður hreppstjóri t' Hala, en áreiðanlegt, að gcgn þeim muni berjast af hinna liði síra Eggert Pállsson, frændi lands- höfðingja, Sighvatur gamli Árnason og Tóm- as Sigurðsson hreppstjóri á Barkarstöðum. Af þessum þremur mun síra Eggert hafa haft mestan byr, en ástæáulaus rógrein um sýslu- mann, sem migur hans birti 1' f’jóðólfi, hefur gert honum margan mann fráhverfan, sem áð- ur bar gott traust til hans. Er mjer pví óhætt að fullyrða, að þeir sýsiumaður og Þórður muni Verða hlutskarpari, að lfkindum með talsverð- um meirihluta«. »Út úr þokunhi«. Af Uthjeraði er skrifað: . . . »1 Austra stóðu þau ummæli nýlega, þar sem minnst var á lón frá Sleðbrjót scm þingmannsefni, að hann væri nú »kominn út úr þokunni*, en það mun eiga að þýða, að skoðanir hans hafi eitt- hvað breytst í stjórna-skrármálinu, og jafnframt er svo sagt, að þeir Olafur Davíðsson og Jón læknir »leiði hann á milli sín« til kosninganna. Mjer er nú ekki kunnugt um, að nokkur þoka hafi verið yfir skoðunum Jóns frá Sleðbrjót f stjórnarskrármálinu. Hann var einn af mönn- unum í Rángársamþyktinni, hefur síðan fyllt þann flokk og fyllir hann enn. Og mjer er óhætt að fullyrða, að hann nýtur einkis stuðn- f ings eða kjörfylgis frá Olafi Davíðssyni eða Jóni Iækni. En rjettara hefði verið af Austra að reyna að skýra fyrir okkur, ’.:vort Ijett væri af hötði 9' Jeg hjelt fram fctð núnni hryggur í huga ðg hugsaði mjer að forðast samfjelag viá mennina eftirleiðis. Jeg lagíi leiðir mínar una skóginn þar sem hann var þjettastur og oft, þegar jeg var neyddur til að fara um opið svæði í sólskini, varð jeg að bíða lánga tíma til þess að vera viss um, að ekkert mannlegt auga gæti sjeð til mín. Á kvöldin leitaði jeg húsaskjóls í sveitaþorpumum. Ætlun mín var að komast í náma.sem jeg vissi að þar voru í fjöllunnm, og fá þar atvinnu neðanjarðar. Bæði var jeg neyddur til að vinna fyrir daglegu brauði og svo fann jeg að straung likamleg vinna mundi vera hið einasta sem gæti dreift hugsunum mínum. Nokkrir regndagar urðn til að flýta ferð minni, en stígvjeli* mín þoldu þá ekki. f»au voru gerð handa Pjetri greifa, en ekki handa manni, sem þurfti að ferðast um fótgángandi í illri færð. Jeg gekk botn- ana úr þeim og varð að kaupa ný stigvjel. Morgun einn fór jeg að litast um eftir þeim í búð einni, þar sem bæði var til sölu gamall og nýr skótatnaður. Jeg var leingi að velja og semja um verðið. Nýu skórnir þóttu mjer of dýrir og loks valdi jög gamla 92 skó, sem mjer virtust haldgóðir. Búðardreingurinn tók við borguninni, kvaddi mig brosandi og óskaíi mjer góðrar ferðar. Jeg fór strax í nýu skóna og stefndi til norðurhliðs borgarinnar. Jeg gekk í þúngum hugsunum án þess að taka nokkuð eftir veginum. Jeg ætlaði að ná þetta kvöld til námanna og fór að íhuga, hvernig jeg skyldi bera mig að þegar þángað kæmi. En áður jeg hafði gengið tvöhundruð skref fann jeg, að jeg mundi ekki vera á rjettri leið. Jeg leit í krmgum mig og var þá staddur í eldgömlum greniskógi. Jeg gekk nokkur skref áfram og var þá kominn inn á milli berra fjalla, sem aðeins voru vaxin gamburmosa oggeita- skóm, en uppi voru snjóflesjar og jöklar. Það var kalt i lofti; jeg leit við og sá að greniskógurinn var horfinn að baki mjer. Jeg gekk enn nokkur skref. Allt í kríngum mig v»r dauðaþögn; jeg stóð á óyfir- sjáanlegri ísbreiðu og yfir henni hvíldi grá þoka. Sólin var blóðrauð í sjóndeildarhríngnum. Kuldinn var óþolandi. í kuldanum herti jeg gaunguna, jeg heyrði hafdrunur í Ijárlægð og óðar en varði stóð jeg á strönd íshafsins. Selir láu þar á ströndinni i stórhópum og stcyftu sjer í hafið þegar þeir urðu 9J rarir við komu mína. Jeg gekk meðfram ströndinni yfir bera kletta, gegnum birkiskóga og greniskóga. Svo fór jeg að hlaupa og hjelt áfram nokkrar mín- útur. Þá var hitinn orðinn óþolandi. Jeg litaðist um og stóð undir mórberjatrje, en allt í kríng voru hrísgrjónaakrar. Jeg settist niður í trjáskuggann og leit á úrmitt. Tað var ekki liðinn fjórðungur stundar frá því jeg lagði á stað frá skósmiðabúðinni. Jeg hugsaði að þetta hlyti að vera draumur og beit mig í túnguna til að vekja mig. En þess þurfti ekki. Jeg var glaðvakandi. Jeg lagði augun aftur og reyndi að átta mig. Jeg heyrJi mannamál skammt frá, en skildi ekki hvað sagt var. Jeg leit vpp. Tveir Kínverjar, sem jeg atrax þekkti af andlitsfallinu, ávörpuðu mig á sina túngu. Jeg stóð upp og hop- aði tvö skfef aftur á bak. Teir voru þá horfnir mjer og allt landslagið umhvcrfis breytt. Akrarnir voru horfnir og jeg stóð mitt í þjettum skógi. Jeg virti trjen fyrir mjer og þau af þeim sem jeg þekkti virtist mjer að mundu eiga heima í Suð-austur-Asíu. Jeg ætlaði að nálgast eitt trjeð og stje nokkur spor áfram, en þá var aftur allt brey't umhverfis. Jeg fór þá að reyna fyrir mjer og fetaði hægt áfram. i

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.