Bjarki


Bjarki - 18.07.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 18.07.1902, Blaðsíða 3
B J A R K 1. fyrirmynd annara þjóða í þessu efni, ef við feingjum svona fágætu skólafyrirkomulagi framgengt. Skólatíminn til sveita yrði þannig bara 4 ár - frá 10 til 14 ára - og mundi þá að öllu leyti ljett- ari viðfangs, þareð börnin væru þá orðin stálpaðri og tápmeiri og hefðu þegar aflað sjer hinnar nauðsyn- legustu námsundirstöðu. - Kennslunni mundi því geta miðað vel áfram, þó mörg börn væru í einum skóla, þareð hin fyrstu grundvallaratriði — lestur og skrift — væru numin, svo kennslan aðallega gæti farið fram í spurníngum og frásögnum. Sú kennslu- aðferð er nú almennt brúkuð erlendis til þess að vekja eftirtekt og athyggli barnanna, glæða skilníng þeirra og venja þau við að hugsa sjálf og sjálfstætt, í stað þess að hin gamla kennsluaðferð, sem miskun- arlaust krafði rauprennandi athugalausan utanbókar- lestur var sjerlega vel til þess fallinn að veita börnunum óbeit á öllu námi og vefja huga þeirra jnní þykkleðrað skilnings- og eftirtektaleysi, er síðan mundi loða við þau alla æfi. Eg mun síðar minnast á, hvernig vjer hugsum okkur skiftingu landsins í skólasvæði, byggíngu skóla- húsa o. s. frv. Nú verð eg að láta nema staðar að sinni vegna tímaleysis. En það mun mjer jafnan kært að víkja aftur að þessu efni. Steinsvaðssvifferjan Ráðgjafinn skrifar landshöfðíngja 12. júní þ. á. um svifferjuna væntanlegu á Lagarfljót: ,,Út af erindi frá sýslumanninum i Norðurmúla- feýslu, sem fylgir brjefi yðar, herra landshöfðíngi, 22. f. m., þar sem hann vegna sýslunefndarinnar í nefndri sýslu skorar á stjórnina að ferjan komist á á Lagar- fljóti (á Steinsvaði) svo fjótt sem auðið er, skal yður ineð skírskotun til fjáraukalagafrumvarps þess fyrir yfirstandandi fjárhagstímabil, sem lagt verður fyrir al- þíng í ár afstjórninni, til vitundar gefið, til leiðbein- íngar og birtíngar fyrir hlutaðeiganda, að ekki eru tök á því að senda hjeðan verkamenn og iðnaðar- menn einúngis vegna ferjunnar, og á hinn bóginn verður að telja það efasamt, að ferjunni verði komið á, svo að vel sje, með þeim tækjum sem fyrir hendi eru á staðnum, án aukins tilkostnaðar. Heppilegast mun að hinir sömu menn, sem hafa gert áætlun um ferjuútbúnaðinn og útvegað efni þar til, komi ferjunni á, samkvæint samningi þeim, er þeir hafa gert um það, og mun hinni umræddu ferju því eigi geta orðið komið á fyr en um leið og brúin er byggð á Lagar- fljóti við Egilstaði". Borzareyri 5. iúlí. Nú fyrir rúmri hálfri annari viku er farið að bregða til hlýinda og sunnanáttar eftir alla vetrarkuldana og sauðburðarhretin, og grös og jurtir eruað teygja sig úr kútnum mót sólu og hlýj- um regnskúrum; það er mikið að sjá, hvað gróðri hefur getað farið fram. En í sama stáð stendur með fiskinn eins og fyr í vor. Hann er svo sem einginn, hve lengi sem það ætlar að gánga svo. Menn hafa undanfarið tæplega feingið í soðið handa sjer. Öðru máli er að gegna með hvalaveiðina: hún gengur hjer í Stóra stýlnum eða rjettara sagt: hvalur veiðist hjer ákaflega mikið. Ellevsen á Asknesi er búinn að fá um 250 hvali, og er það mikill fengur á ekki leingri tíma, því seint var byrjað í vor á veiðinni, sökum hafíssins. Það er stórkostlegur út- búnaður og byggingar þar á Asknesi hjá hvalaveiða- manninum Ellevsen, og er þó ekki allt búið enn; það er verið að keppast við að byggja þar Guano- verksmiðjuhús með miklum og margbrotnum vjelum. Allur krafturinn til að láta vjelarnar vinna er leiddur gegnum sterkar járnpípur frá einni aðalgufu- vjel, sem er í sjerstöku járnhúsi, og er reykháfur þess gríðarhár. Hvalaveiðamenn þessir, eða formenn, fá fremur gott orð, og fjöldi fólks hefur þaðan dregið mikla björg fyrir lítið verð eða gefins. Nú með strandferðaskipinu Hólar var hvalur sendur mjög mikill suður á bóginn, svo að flutníngsgjald nam af honum yfir 200 kr., auk alls þess, er Hjeraðsmenn og fjarðamenn flytja þaðan á hestum og bátum. Hans Ellevsen, sem eiginlega er forstöðumaður útgerðar- innar, og víst stærsti eigandinn, er dreíngur góður en farinn er hann að verða þreytulegur. Hann er nú vestur á Önundarfirði, brá sjer þángað um daginn til að taka á móti konu sinni og börnum. Fridthor Ellevsen, bróðursonur hans, úngur maður efnilegur og hvatlegur, er hjer aðalstjórnandi á meðan, og altaf hægi'i hönd föðurbróður síns, eldra Ellev'sens. Til veiða hafa þeir 7 gufubáta og svo tvö stærri gufuskip: Einar Símers og Barden. Svo hafa víst 3 stór seglskip komið til þeirra í vor, með tómar tunn- ur undir lýsi. Búll á Hellisfirði gengur víst vel líka hvalaveiðin. B. Sveinsson. Úr Sugandafirði er skrifað: «................ Súgfirðingar stunda sjó mikið og eru sjómenn góðir. Núfiskasthjervel bæði ífirðinum sjálfum og skammt fyrir utan. Þilskipaaflinn er góð- ur úti fyrir, og hjeðan sjest fjöldi skipa, sem eru að fiskiveiðum, flest fslensk, frá ísafirði. Súgandafjörður væri ekki óskemtileg sveit, ef »Spillirinn« væri þar ekki. Spillirinn er þverhnípt fjall, sem geingur að sjó á milli Staðardals og Suðureyrar, nál. í miðjum firði. Verri veg en undir Spillinum er varla hægt að hugsa sjer fyrir menn og skepnur, og er hrein furða, að aldrei skuli hafa viljað slys til á þessum stað, þar sem við og við, og oft rnikið, einkum í leysíngum, er að hrynja ofan úr björgunum í veginn, sem er töluvert fjöl- farinn, með því að verslun er á Suðureyri. Rjett í þessu frjettist það slys, að klettur hrapaði ofan á 16 ára gamla stúlku, sem var að gánga til kinda, og dauðrotaði hana sam- stundis. Þessi súlka var dóttir Pjeturs bónda í Botni, sem er innsti bær hjer í firðinum.« • ©'Qo EGGJASTUI.DUR mikilll var framinn í Bjarn- arey nýlega, að líkindum af Færeyingum af fiskiskútu, sem verið hafði þar á sveimi. Þeir höfðu gersamlega sópað öll hreiður, er þeir fundu, á að giska 600 — 700. Varpið er eign Hofsprestakalls. Háseti af skipinu Nordlýset fór upp í varp- hólma við höfnina á Vopnafirði nýlega, tók þar 40—50 egg og fjekk 50 kr. sekt fyrir. BRUNI. Á Saurbæ á Stróndum er nýbrunn- in skemma og bæjardyr, óvátryggt. Skaði metinn um 1000 kr. VATNAHL.AUP varð í Landeyjunum í byrjun fyrra mánaðar, svo til vandræða horfir. 12 jarðir í voða og 4 undir stórskemmdum. Svo mikill var vatnaelgurinn, að kúm varð ekki 3 hleyft út. Hólsá hafði brotið bakkana og rutt sjer nýa braut og flóir þannig yfir landið. Knud Zimsen verkfræðingur hefur skoðað vegs- ummerkin og segir, að með 6000 kr. kostn- aði megi stífla þessa framrás, en 2000 kr. hafði verið varið í ónýtar tilraunir til þessa áður hann kom til. PÓSTÁVÍSANIR geta nú blaðakaupendur um allt land feingið á næstu brjefhirðinga- stöð við sig, til þess að borga með blöðin og er það bæði hægra og kostnaðarminna fyrir þá, en að senda borgunina í peníngum. Þenn- an hægðarauka ættu þeir að nota sjer. NÝA FISKIVEIÐAAÐFERÐ er farið að reyna á Akureyri. Staurar eru reknir niður kippkorn frá landi og nætur streingdar á þá. Þannig eru búnar til kvíar og allskonar fiski ætlað að fara þar inn, en svo er um búið, að hann kemst ekki út aftur. Reynsla er enn eingin feingin fyrir því, hvernig þetta muni heppnast. STÝRIMANNSPRÓF tók í mai 1' vor í Stav- ángri Ingimundur Einarsson, sonur Einars fyrrum veitingamanns á Vestdalseyri. Hann hefur tekið próf sem stýrimaður bæði á segl- skipum og gufuskipum og feingið mjög góða 1. eink. í báðum. Ingimundur er aðeins 20 ára garnall. PRÓF. Steingrímur Matthíasson skálds hef- ur lokið embættisprófi í læknisfræði við há- skólann í Khöfn með hárri I. eink., 175 stig- um. Fyrri hluta lögfræðisprófs hafa þeir tekið í Khöfn. Fggert Claesen og Jón Sveinbjörns- son með 1. eink. og Magnús Jónsson með 2. eink. Fyrri hluta læknaprófs hafa tekið í Rvik: Þorvaldur Pálsson (öo1/^ st.) og Guðmundur Pjetursson (352/3 st.). Heimspekispróf tóku í vor í Rvík: Bene- I dikt Sveinsson (ágætl.), Þórður Sveinsson (dáv.), Böðvar Eyjólfsson (vel), Heimspekispróf í Khöfn tóku í vor 11 ís- lenskir stúdentar og auk þeirra 1 kvenstúdent sem áður er getið um hjer í blaðinu. Við prestaskólann í Rvík tóku í vor em- bættispróf Þorsteinn Björnsson og Jón Brands- son, báðir með 2. eink. Úr latínuskólanum útskrifuðust í vor 20 stú- dentar; feingu 16 afþeim 1. eink. og er það óvenjulega gott próf. Einn af stúdentunum er úr Múlasýslum, Halldór Jónasson, skólastjóra á Eiðum. Lögfestingin Einsogmenn muna var það leingi vel aðalmótbára Ben. heitins Sveins- sonar og margra fleiri móti Valtýskunni, að hún Uögfesti ráðgjafa okkar í ríkisráðinu.« En í frumv. dr. Valtýs hefur aldrei neitt ver- ið ákveðið um það, fremur en í núgildandi stjórnarskrá okkar, hvort ráðgjafinn skyldi fiytja málin í ríkisráðinu, eða ekki. En í hinu nýa frumvarpi stjórnarinnar, sem afturhaldsflokkur- inn vill fyrir hvern mun þakka sjer, er skýrt ákveðið, að ráðgjafi okkar skuli sitja í ríkis- ráðinu. Nú er hann fyrst, eftirþessu frumv. »lögfestur« þar, en nú hefur einginn eitt orð á móti því; allir eru nú ánægðir með það. Svona breytast tímarnir. Tryg, líftryggingarfjelagið, sem auglýsíng stend- ur frá á öðrum stað hjer i blaðinu, er útbreitt fjelag og býður að ýmsu leyti betri kjör en venjulegt er, einkum þeitn sein úngir byrja á að tiyggja lif sitt. 21 árs gamall maður, sem kaupir líftrygging í »Tryg", borgar t. d. á ársfjórðúngi. 40 aura af hverjum 100 kr., í „Skandía" 45 au. Allar nánari upplýsingar fást hjá umboðsmönnunum. 5 vetra gömul, gott reiðhross, er til sölu. Semja má við Runólf á Ósi.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.