Bjarki


Bjarki - 13.08.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 13.08.1902, Blaðsíða 4
4 B J A R K I. stofnun kviðdóma, og að koma á opinberri meðferð í öllum dómsmálum. Skiftíng kjördœmis: Guðjón Guðlaugsson flytur frumvarp um skiftíngu Isafjarðarsýslu í 2 kjördæmi. (Á líklega með því að fyrirhyggja fall »hins fríða foríngja« við næstu kosningar.) Lækkun eftirlauncr. Frv. um það efni flytur Guðj. Guðlaugsson. Möðruvallaskólinn: Frv. um, að skólinn verði endurreistur á Aknreyri flytja þeir Pjetur og sr. Arni ; fara fram á 25 þús. kr fjárveit- íngu til þess. Auk flutningsmanna á þetta mál ötula talsmenn, þar sem eru þeir Klemens sýslum. og Stef. kennari. Hins vegar eru nokkrir, er vilja fresta málinu eða máske svæfa það, t. d. Lárus sýslum., sjera Þorh. o. fl. Manntalsþíng: Lárus, Guðl. Guðm. og Hermann flytja frv. um það, að hvert lög- sagnarumdæmi sje gjört að einni manntals- þínghá. Sýslumenn og bæjarfógetar haldi manntalsþíng á skrifstofu sinni tvisvar á ári, í júní og okt., hið fyrra til venjulegra þíng- starfa, en hið síðara að eins til þínglýsínga. Hreppstjórar útbýti þíngjaldsseðlum og taki við þinggjöldum og fá 2°/0 í þóknun frá sýslumönnum. Sýslunefndarmenn sjeu kosnir á vorhreppaskilaþingum. Qjald af hvölum -. Ari fiytur frv. um 50 kr. gjald af hverjum hval, sem veiddur er og dreginn hjer á land. Stjórnarskrármálið —o— Nefndin í stj.skr. málinu — sem getið er um á öðrum stað í blaðinu — hefur þegar klofnað í tvennt, og hafa báðir partar látið uppi álit sitt. Meiri hiutinn — : H. Þorsteinsson, L. Bjarna- son, P. Jónsson og Jón frá Sleðbrjót — þok- ar sjer í áttina, til meins fyrir framgáng málsins, lýsir óánægju sinni vfir einum sex — sjö vantandi ákvæðum í frumvarpið og fer fram á orðabreytíngar og úrfellingar, sem sýnast vera þýðíngarlausar, en sem máske gætu orðið til að eyðileggja málið. Minni' hlutinn — : Guðl. Guðmundsson, 01. Bríem og Sig. Stefánsson — leggur aftur á móti eindregið til, að frumvarpið verði sam- þykkt alls-óbreytt. Málið vartil 2. umræðu í n. deild 6. þ. m.; voru breytíngar meiri hlatans samþykktar (sumar voru teknar aítur) og hver einstök grein frum- varpsins samþykkt í einu hlóði. Málinu sið- an vísað til 3. umræðu. Við 3. umræðu, sem fór fram 8. þ, m., var frv. samþ, í einu hljóði það afgreitt til efri deildar. • Hinsvegar hafði nefndin enn ekkí látið uppi álit sitt um breytíngar þær á embættaskipun o. fl., er leiða af ráðgjafabúsetunni. Kosníngarnar ísfirsku —o— Grunur hefur verið vakinn um það, í ísafj. sýslu, af mótstöðumönnum Skúla Thoroddsens, að hann hafi á óleyfilegan hátt beitt fje fyrir sig við kosningarnar í vor. Út af þessu hefur Hannes sýslu- maður hafið rannsókn. En i þeim róðri hefur ekki fiskast annað en það sem Skúli játar fúslega sjálfur og skýrir frá bæði í ísafold og Þjóðvilj. - að hann hafi senl fylgismanni sínum 70 kr. „til þess að greiða fargjöld þeirra kjósenda, er hefðu ákvarðað sig til þess að kjósa" þá sjera Sigurð og hann, en jafnframt tekið vara fyrir, að fjeð væri ekki brúkað á óleyfilegan hátt. Þetta segist Skiili hafa verið neyddur til að gera (enda er það hverjum fullkomlega frjálst) vegna þess, að Hannes hafi sjálfur tekið upp á því að láta kjósendur sína „úr Grunnavíkur og Sljettuhrepp- um fá ókeypis flutning til og frá kjörfundi." Yfir höfuð mun vera lángt frá því, að rjettarrannsókn þessi leiði til þess, sem til var ætlað. Miklu fremur mun hún verða til þess að rýra álit sýslumannsins, þar sem hann virðist eingu síður en Skúli hafa beitt fje fyrir sig við kosníngarnar, og einn kjósandi hefur t. d. borið. að af hálfu Skúla „hafi eingu ólöglegu verið beitt við sig, en að á hinn bóginn hafi einn af atkvæðasmölum Havsteins boðið sjer 50 kr., ef hann vildi kjósa Havstein." Rjettarpróf þessi Iágu fyrir þinginu við þíngsetn- íngu og út af þeim spannst þrefið um kosningu Skúla. Kosníngín var samþykkt, en jafnframt af amtinu fyrirskipuð framhaldsrannsókn. Seyðisfirði 13. ág. 1902. Tíðln var ákaflega óstilt og kölcl, allt til 7. þ. m.; um mán. mótin snjóaðí lángt niður í hlíðar og að morgni 3. og 5. þ. m. var ís-skæníngur hjer á höfn- inni. Síðan hefur tíð farið batnandi og er hin æski- legasta þessa daga. AflS er góður útifyrir, ef ekki skorti beitu. Skip« in Loch Fyne og Albatros veiddu 180 —190 tn. af sild hvort um sig í síðustu viku, og var hlaðafli hjá þeim, er þar náðu til. Annað hefur ekki aflast af síld hjer, og fiskur tregur á aðra beitu. Skip hafa verið hjer mörg á ferð þessa daga og fjöldi farþega á flugi fram og aftur. Egill kom að norðan 4. þ. m. og fór til útlanda. Ceres kom að sunnan þ. 11. og með henni Jóhannes sýslumaðurog mágkona hans, frk. Guðrún Blöndal, Sig Johansen lcaupm., David Östlund ritstj., L. S. Tómasson bók- sali, Sig. Sveinsson múrari, Jón Jónsson í Múla, Jón pöntunarstjóri Stefánsson 0. m. fl. Þorsteinn ritstjóri Gíslasan kemur rneð Lauru, sem fer frá Reykjavík 29. þ. m. norður ttm land. Ekki varð því við komið, að gefa Bjarka út syðra eins og ritstj. hafði ætlað sjer, meðfram vegna annríkis í prentsmiðjunum, sem þar eru ætíð önnum kafnar um þingtímann. Sr. Fr. Friðriksson, prestur holdsveikraspítalans, var hjer á ferð með Ceres og prjedikaði h jer í Bindindis- húsinu mánudagskvöldið. Meðal farþega með Ceres voru þeir Guðmundur útvegsbóndi Einarsson í Nesi á Seltjarnarnesi, sájsem mest kaupin hefur átt við „trollarana" og Bjarni skólakennari Jónsson frá Vogi. Um Guðmund orti Bjarni þetta erindi, er var súngið á skipintt með miklu fjöri, en Guðmundur ljek undir á fortepiano: Nesja-Gvöndur, Nesja-Gvöndur nú er kominn hjer. „Trolar" hann hjá „tröllum", tekur fisk af öllum. Gullið enska, gullið' enska Gvöndur’ í vösum ber. Vesta kom norðan fyrir í gær og fór samdægurs. Hólar komtt að sttnnan t nótt og fórtt í dag. Jadar kom í dag frá Bergen rneð salt og tunnur til O. W. erf. Vje/, sem talar, spilar, sýngur! Sdisons Jonograf endurbæftur. Suo ódtjr, að almenningur geti eignasf hann. Verð Fonografsins er frá 25 kr. til 125 kr., en hinir ódýrari jafngóðir í öllum verulegum atriðum. Verð- munurinn aðallega fólginn í því, að hinar dýrari vjelar ertt skrautlegar útbúnar. Seljast á Seyðisfirði hjá aðalumboðsmanni verk- smiðjunnar fyrir Austurland, DAVID ÖSTLUND. Bindindismaður. Frá 1. mars 1903 verðttr laus staða sem verslunar- stjóri fyrir vershtn minni hjer á Seyðisfirði. Maðurinn verður að vera bindindismaður og sýna vitnisburð um góða reynslu í verslunarstörfum eða vera mjer persónulega kunnur. Semja má við mig um stöðu þessa fyrir 15. sept. næstkomandi. Seyðisfirði 12. ág. 1902. Sig. Johansen. /íug/ýsing. | Það tilkynnist hjer með, að ekkert verðttr af upp- j boðtttn þeim á 32 hndr. f. m. úr jörðttnni Krossavík, sem boðttð eru nteð auglýsíngti minni, dags. 14. f. m. og afturkallast hún því hjer rneð, Skrifstofu Norður-Múlasýsht, Sðf., 13. ág. 1902. Jóh. Jóhannesson. 2 runaá byrgða rfjefagið "JCge danske 2>randforsikrings Se/skab“ Sformgade 2, Jjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktickapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gri]tum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Prætnie) án þess ! að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar- skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði Sf. Zh. Jónssonar. 5 vetra gömul, gott reiðhross, er til a sölu. Semja má við Runólf á Osi. Jsl. umboðsuerslun á Skot/andi GARÐAR GÍSLASON 17 BALTIC STREET, LEITH annast innkaup á útlendum vörum í stórkaup- um og sölu á vönduðum ísl. vörum. Greið og áreiðanleg viðskifti. Lítil ómaks- Iaun. RITSTJÓRI: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.