Bjarki


Bjarki - 29.08.1902, Síða 1

Bjarki - 29.08.1902, Síða 1
BJARKI Vll, 33. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlenriis 4 kr borgist fyrirframi. Seyðisfirði, 29. ág. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje ti! útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. FJÁRMARKAÐIR. JCjermeð gefst til vitundar, að jeg hef ájormað að halda fjár- markaði uppí í fljótsdalshjeraði i haust komandi, og oerða mark- aðsstaðirnir og tíminn eins og hjer að neðan segir: 29 seffember á fCjarfarsföðum 1 ökfóber á Skeggjasföðum á S)a! 30 á JCja/fasfað 2 í Merki — — á /Bóndasföðum 3 á Jfíelum / ökfóber á Salfasföðum - á Víðioöllum 2 á fángá á JCaliormsstað 3 á fsi - , á Vaði 4 — á Syoindará 5 á Xetilsstöðum á Völlum. Sjátfur kaupi jeg í £iða-, ffjaltastaða-, Cúngu- og Jellahreppi en Stis Jónsson oerslunarþjónn minn, kaupir á hinum stöðunum. frisar uerða birtir á markaðsstöðunum. Seyðisfirði 26. ágúsf 1092. Sig. Johansen. Friður ~w Þessi eilífi djúpi friður, sem er heilög ein- veldiseign háfjallanna. Þar ríkir og ræður hin mikla þögn og spilar á titrandi þögula streingi hinn hugbindandi friðarsaung sinn, — svo »ensomhedens store sang bruser for dit öre,« — og þó er hún þögul og djúp eins og táralaus sorg. — Súlur! Fagrar standið þið í fjallaþyrping- unni og berið háu hvelfinguna bláu, sem er þakið yfir kirkju Guðs — hinni brosfögru Eyjafjarðarsveit. — Eins og stórt táravott auga blikar »Pollurinn«, vafinn grasmjúkum örmum, og áin silfurtær í ormbugðum armar hólma og nes. — Hún er eins og blóðrík slagæð frá heitu hjarta. En þið eruð háaltari í fegurstu ki^kju íslands! Þar er hátt undir þakið og vítt millum veggj- anna. Og sjálfur Guð er prestur. Og fártrylltur fjallastormurinn er hið sjálf- hreyfa orgel, sem spilar þúsund röddum hinn völduga lofsaung sinn hátt yfir ölfum heimi. Eins og fínasta dolce píanissimó byrjar það með leikandi tónum í öllum orgelpípunum smáu, holum og glufum og örfáum blómum, en vex til forte og fortissimó, staccató, hvæsandi, ólg- andi og beljandi í hinum stóru orgelpípum, gjótum og gjám, vex, vex í kraft og hraða og verður að alheimsmúsík, sem fyllir himin- geiminn með titrandi skjálfandi tónaveldi. Svo deyr það út, eins og andvarp, dóló- i rósó pianó, píanissímó. Deyr. En sál þín skelfur eins og smáfuglsbarmur í kattarklórn, skelfur fyrir töframætti alheims- kyrðarinnar, , og fyrir augliti guðs. Því að í einveru háfjallana finnur maður sjálfan sig — og guð. * * * Lángt niðri, djúpt, djúft, bærast örlitlir svartir púnktar. Aftur og fram, Fram og aftur. Friðlausir, án hvíldar. Það er manneskjan, eins og hún er. — Lítil og — svört. En á háfjallinu finnurðu kannske fyrst til þess, að þú elskar þessa svörtu púnktana. Því hafdjúp hugsun, alvara og ást er ræðu- efni súlnaprestsins. * * * Þú sem ert úngur, farðu til fjallanna, hátt, hátt, hafirðu tíina til þess. Ertu sjúkur og sár, er sál þín þreytt, þá farðu til háfjallanna. Teigaðu himinsins hreinbláu lind þjer til heilsu- bótar, laugaðu sál þína hvíta og hreina í upp- sprettu eilífrar ástar og fegurðar; og þú munt finna hve hjarta þitt verður fullt af ást, barns- glaðri hughreinni ást til landsins, sem guð gaf þjer að vísu nakið og bert eins og nýfætt barn, — en þó svo endalaust ríkt í allri sinni nöktu fátækt, — svo fagurt og ríkt af því það er þitt. Þitt og mitt. _ Og af því ,þú elskar landið, þá elskarðu líka aumingja svörtu púnktana. Og þú sjerð lCppboðsskutdir. Þeir sem eiga óloknar uppboðsskuldir frá uppboðinu á munum Garðarsfjelagsins 26.—28. seftember f. á. áminnast hjermeð um að greiða þær innan loka seftembermánaðar næstkom- andi, að öðrum kosti verða þær teknar lög- takí á kostnað skuldunauta. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 19. ágúst 1902 Jóh. Jóhannesson. þau Öll, þessi augu. Leitandi, starandi. Og fyrir aftan hver augu brennur og skelfur ein sál í sjúkri leit eftir farsæld og friði, Ó, herra minn Guð, hve heitt jeg óska, að allir sjúkir og sorgmæddir á sál og líkama feingju að koma til háfjallageimsins örlitla stund. Hvíla við alheimsins stóra barm, — vafðir örmum himingeimsins, — og finna hans stóra ástarþrúngna hjarta slá fast við vorn eigin litla barm. * * * Og ertu úngur og frískur og sterkur, þá lát víðsýnið lokka þinn heita hug og fjallið og steininn stæla fót þinn, og fjallvindinn hita og kæla þitt únga ólgandi blóð, Og hlustaðu svo vel eftir ræðunni. ~ Því hafdjúp hugsun, alvara og ást er ræðu- efnið í kirkju háfjallanna. Súlnm 20 7— 02, w. Hvað er sannleikur? Eftir Matth. Joc'numsson. 11. Skýring á kristindómi Fnítara Eftir R. A. Armstrong. M. A. Niðurlag. 3, Hvað er nýjatestamentið ? Þegar gamlatestamentið endar, kemur þagnar- skeið, þegar ekkert heyrðist til hinna máttugu guðsmanna, alt þangað til rödd Skíra rans gall við, nærri ánni Jórdan, og sjón Jesú frá Nazaret blasir við oss í allri sinni fegurðarprýði. Hve dásamlegur er þessi meistari! Hve einföld og un- aðsleg er kenning hans! Hve ástuðlegt og heilagt framferði hans. Og samt sem áður höfum vjer lítið kynt oss nýjatestamentið, ef vjer finnum ekki óðara milli þess spjalda sundurleitar hug- myndir og skoðanir um hann. Tökum fyrst hið unaðarríka upphaf fjallræðunnar, um sæluna, í 5. kap, hjá Mattheusi, eða dæmisögurnar í miðkafla Lúkasarguðspjallsins. Einginn maður hafði talað svo áður. Því var síst að undra, að lýðurinn hlýddi gjarnan á hann. Menn fundu

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.