Bjarki


Bjarki - 29.08.1902, Síða 3

Bjarki - 29.08.1902, Síða 3
bjarki . 3 reknir höfðu verið til Síberíu í 5 ára útlegð. Samt sem áður er búist við stúdenta-óeirðum aftur nú í haust. Ný eldzos. Frá borginni Yokohama í Japan er símritað 19. þ. m., að eldgos hafi lagt Orishima í eyði og orðið 150 mönnum að bana. Norðmenn fá sierstaka konsúla. Norðmenn eru í þann veginn að fá ósk sína upp- fyllta jim það, að fá konsúla út af fyrir sig. Er hinum nýja ráðherra Sigurð Ibsen mest þakkað fyrir að það mál er svo vel á veg komið. Hann hefur nú samið áætlun um hina nýju konsúlaskipun og er gert ráð fyrir að hún verði Noregi um 100,000 kr. ódýrari en verið hefur. Voða-viðburður. Stórkostlegt slys varð á Saxelfi nóttina milli 20.-21. f. m. Dráttargufuskipið „Hansa" sigldi á annað gufuskip, „Primus", sem var þar á. ferðinni með fjölda farþega. „Hansa" þreingdi sér svo lángt inn í farþegaskipið, að gufuketillinn sprakk og kviknaði í skipinu. Truflunin á fólkinu varð óviðráðanleg. Sumir stukku í fljótið, aðrir þyrptust yfir á „Hansa" og tróðu allt undir fótum sjer, dautt og lifandi. „Hansa" reyndi að koma Primus að landi, en kenndi fyr botns, og losnaði þá Prímus frá því og sökk með 50 manns. Alls fórust þar 109-112 menn. Megin- þorri farþeganna á „Primus" voru meðlimir saung- fjelags eins, og voru þeir þarna á skemmtiför eftir fljótinu, með hinni mestu glaðværð og kátínu. Flest var þetta fátækt fólk. Blaðið „Dannebrog" skýrir svo frá nánari atvikum þessa voða-viðburðar, eftir opinberri skýrslu útgerðar1 mauna skipsins „Hansa": Dráttarskipið „Hansa" kom niður eftir Saxelfi í heiðríku veðri og tunglskini. í nánd við lendingarbryggjuna við Nienstedten, um kl. 12, sá „Hansa" rautt ljós bakborða, er seinna reyndist að vera á gufuskipinu „Primus". Stefnur skipanna virtust ekki koma í neinn bága hvor við aðra, þar sem „Hansa" var við norðurströnd fljóts- ins, en „Primus" stefndi upp eftir því miðju, Þegar ekki var orðið nema um 75-100 faðmar á milli skip- anna, stýrði Primus snöggt upp að norðurströndinni, svo að skipið rann þvers fyrir, rjett frani undan stefninu a „Hansa". Við þetta varð áreksturinn óumflýjanlegur. f>að eina, sem „Hansa" gat að gert, var að stöðva ferð sína, en allt þetta gerðist á svo skömmum tíma, að ekkert svigrúm var til neins. . . . Flestir af farþegunum voru uppi á þilfari í túngl- skininu, súngu og ljeku sjer, og uggðu sjer einskis, fyrr en allt í einu, er þeir voru lentir í sjóinn og börð.ust þar við dauðann. Þeir sem niðri í skipinu voru, fórust flestallir. Við hina ógurlega truflun, sem á alla kom, tók einginn tillit til annars en að reyna að bjarga sínu eigin lífi. Um sjerstök átakanleg atvik, er þetta sagt ineðal annars: Kona, sem fallið hafði niður í fljótið með barn í fánginu, hrópaði stöðugt á mann sinn. Hann var þar örskainmt frá, en gat einga hjálp veitt henni og varð að horfa á hana drukkna, ásamt barninu, en sjálfum varð honum bjargað. - Veitingamaðurinn, sem saungfjelagsmeðlimirnir voru síðast hjá, hafði slegist með í förina, og fórst þar með fjölskyldu sinni, konu og 2 börnum. Múrari nokkur, setn næstu daga ætlaði að halda silfurbrúðkaup sitt, missti þarna konu sína og tveggja ára barn. Sjálfur var hann heitna sökum lasleika. — Skóari einn var í förinni með konu sinni og tvítugri dóttur. Konan flaut leingi á flaki eftir fljótinu, ásamt fleirum, þángað til henni var bjargað. Þegar hún loks kom upp í bátinn sem bjargaði henni, varð hún himinglöð af að hitta þar mann sínn heilan á hófi. Þar á móti hafði dóttir þeirra orðið bylgjunum að bráð.—í förinni voru hjón nokkur, er áttu 11 börn; tvær dætur þeirra, 14ogl5 ára, voru með þeim eg fórust báðar. Faðirinn synti í land, en konan hángdi á skipsflakinu, þángað til það sökk, en þá varð henni bjargað. Loftritun til fslands. Samgaungumálaráðherrann danski hefur feingið málaleitun frá Marconifjelaginu í London og frá þýsku loftritunarfjelagi, um að setja Island í loftiit- unarsamband við önnur lönd, en ákveðið tilboð kvað ekki vera komið. Einar Benediktsson, málafærslu- maður í Reykjavík; sem var staddur í London í fyrra mánuði, kvað hafa átt tal um þetta við forstöðumann Marconifjelagsins og hafi hann talið fjelagið fúst til að koma á loftritunarsambandi milli Hjaltlands og íslands, ef alþingi vildi semja um þetta, Hr. E. B. fjekk svo í þingbyrjun yfirlýsing frá öllum eða flest- um þingmönnum og blaðamönnum í Reykjavík um það, að þeir vildu styðja að slíkum samningum og hefur hann von um, að samningar takist eða að minnsta kosti að ákveðið tilboð komi frá fjelaginu. Yfirlýsing þingmanna og blaðamanna var send til Eingland um síðustu inánaðamót. ■^<r" Bánkaselið á Akureyri Bráðum verður bánkasel byggt úr völu, legg og skel. Hláturmildur og Hæðnisfús hafa smjer — í sina krús, Staði Kúfur og Stertur han§ stikla í nýan áífadans. þarna er gæfa lýðs og lands lögð í hendur valins manns. . — n. Fórnin. Þjóðhátíðardag Reykvíkinga, 2. þ. m., laumuðust nokkrir þingmenn, þeir, sem telja sig til hins svo- nefnda „Heimastjórnarflokks", suður í Reykjavíkur- kirkjugarð og lögðu þar blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Kemur mönnum ekki saman um, í hvaða tilgángi þeir hafi farið svo leynt með þetta fyrirtæki sitt, að hinn þingflokkurinn gæti ekki tekið þátt í því. Sumir álíta, að þeir hafi með þessu viljað tileinka sjer einum minningu Jóns heitins, en aðrir líta svo á, sem þeir hafi með því verið að bæta fyrir drýgðar syndir og misbrúkun á nafni hins framliðna. En hvernig sein á er litið, þá hlýtur þetta atferli þingmannanna að tilferast í dálki þeim, sem þefur „óeining" að yfirskrift. Hluttaka fslendinsa í hlutafjelasrsbánkanum. Lögin um hlutafjelagsbánkann, sem voru staðfest af konúngi 7. júní þ. á. og birt í Stjórnartíð. 8. júli, öðlast gildi 12 vikuin síðar, eða 30. sept. næstkomandi. Rjettur íslendinga til þess að skrifa sig fyrir hlutum i bánkanum verður því úti í marslok næsta ár, 1903. Húsbruni. Á Varmá i Mosfellssveit brann íbúðarhús Björns hreppstjóra Þorlákssonar 2. þ. m. Húsið var vátryggt fyrir 2500 kr. en talið mikils meira virði. Innanhús- munum varð bjargað. Vatnavoöinn Ekki hefur tekist að hefta Vatnavoðann í Land- eyjum, þótt tilraun væri gerð til þess af K. Zimsen mannvirkjafræðingi. Vatnið reyndist óviðráðanlegt. Dánir prestar. Sjera Þorkell Bjarnason frá Reynivöllum andaðist í Rvík 25. f. m. og sjera Pjetur Guðmundsson fyrv. Grímseyjarprestur, andaðist á Oddeyri 8. þ. m. H) <© Seyðisfirði 29. ágúst 1902. Tíðin hefur verið stiltari og mildari þessa síðustu viku, en rigningasamt og þokur tíðar. Upp úr þessum degi - höfuðdeginum — eiga menn von á breytingu til batnaðar. Afli ernú góðurhjer í verstöðunum, bæði sþdar- og fiskiafli. Reknetaveiðaskipin eru nú að koma inn og hafa aflað vel. t. d. Loch Fyne um 170 tn. Skip. „Tanger" kom hingað 22. þ. m, með kolafarm til Ó. Wathnes erfingja. „Hólar„ komu að norðan þann 24. Með þeim voru þeir Björn rektor Ólsen og Sigurður barnakenn ar Jónsson úr Reykjavík, báðir á heimleið. Hingað komu þeir bræður Kristján Hallgrímsson hótelvert og E. Th. Hallgrímsson verslunarstjóri, af Gránufjelags- fundi á Oddeyri. „Alf" kom hingað þ. 25. frá Noregi og færði út- lendar frjettir til 20. þ. m. Fór samdægurs til Akur- eyrar. „Jadar" kom frá Eyjafirði þ. 27. á leið til útlanda, með um 700 tn. síldar, þar af 256 tn. frá nótalagi Imslands á Eyjafirði og 440 tn. frá reknetaveiðaskip- inu Alstein. jadar sagði góðar horfur með sildar- og fiskafla nyrðra. Helgi Valtýsson tók sjer far með Jadar til Noregs. Ætlar að koma, hingað aftur í oktober. „Mars", vöruflutningaskip Gránnfjelagsins, kom að norðan í gær, tók hjer eitthvað af vörum og fór sam- dægurs af stað til Khafnar. Tómas sá frá Vestmannaeyjum, er var á bátnum, sem hvolfdi hjer á firðinum 17. þ. m. og getið var um í síðasta tbl. lagðist veikur eftir slysförina og dó 23. þ. m. Hjartasjúkdómur kvað hafa orðið honum að bana. Þessi slysför, sem þannig hefur kostað líf tveggja manna, og sem eftir nákunnugra manna dómi, or- sakaðist af því, að mennirnir voru ölvaðir, gefur til- efni til að biðja alia góða dreingi að gefa því gætur, hvaðan menn hafa allt það áfeingi, sem haft er um hönd hjer, bæði á sunnudögum og aðra daga, — nú, eftir að allar verslanir hjer eru þó hættar áfengis- sölu. S. J. GJALDDAOI BJARKA var /. /. m. Kanp- endur vinsamlega minntir á að borga blaðið, einkum allir þeir, sern enn eiga ógreitt andvirði blaðsins Jrá síðastliðnu ári.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.