Bjarki


Bjarki - 26.09.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 26.09.1902, Blaðsíða 3
Tolstoi. Tolstoi greifi hefur nýlega ritað opið brjef til rússnesku stjórnarinnar, þar sem hann fer um hana mjög óvægum orðum fyrir að of- sækja menn þá, sem lesa bækur hans og að- hyllast stefnu hans og kenningar, en láta sig (höfund bókanna) leika lausum hala óáreittan. »Stefna yðar,« segir hann við stjórnina, »er algerlega árángurslaus, órjettlát og grimdar- fult. Ef þjer viljið koma í veg fyrir útbreiðslu hugmynda þessara, þá hneppið mig í fángelsi eða sendið mig 1 útlegð, en hættið að ofsækja þá, sem þjer álítið að jeg afvegaleiði'« Hann segir ennfremur, að hann viti, að stjórnin þori ekki, að hreyfa við sjer, vegna þess henni sje það fullkunnugt, að almenningsálitið sje með sjer. Og hann segist hiklaust halda áfram baráttu sinni gegn Rússastjórn á meðan hann geti dregið andann. Innanríkisráðgjaíi Rússa hjelt því stránglega fram þegar brjef þetta kom út, að Tolstoi yrði tekinn fastur, en hin- ir ráðgjafarnir settu sig upp á móti því svo það varð ekki. Svona vægðarlaus árás gegn stjórninni á Rússlandi mundi engum lifandi manni haldast uppi nema Tolstoi einum, Ný viel. Bandaríkjamaður frá Columbus, John A. Bow- er að nafni, hefur lagt tuttugu þúsund doll ara í útbúnað, sem hann gerir sjer von um að græða hálfa milljón dollara eða meira á. Það er könnunarturn úr stáli, rafmagnsljós, köfunarvagn og klukka allt til samans. Það er átta tons (16,000 pd.) á þyngd en þægilegt í meðferð niðri í sjónum. Allt saman lítur út eins og tröllaukinn kafarabúningur, með stál- handlegg, sem hægt er að hreyfa innanað frá. Vjelstjórinn er útbúinn með vírvafða loftpípu og telefón til þess að geta talað við menn of- ansjóar. Hann er einnig útbúinn með rafmagn til þess að kveykja ljósið og hreyfa stálhandlegg- inn. Handleggur þessi er svo haglega gerð- ur, að hægt er láta hann taka hvað lítið sem er, þó ekki sje nema smánagli; og hann get- ur einnig tekið upp þúsund punda þýngsli, hann getur einnig hnýtt hnút og krækt ífær- um í sokkin skip. Bower hefur sent vjel þessa til San Francis- co og á hún þar að fá að reyna sig við að leita að gufuskipinu »Rio de Janeiro,« sem sökk í »Golden Gate« 22. febrúar 1901 með á þriðja hundrað manns um borð og mikil auðæfi, og ná því upp. Heppnist þetta, þá verður reynt að leita fieiri skipa. Bower seg- ir, að vjelin geti unnið verk sitt á allmiklu dýpi og rafljósið sje svo sterkt, að geislinn ætti að lýsa upp sjávarbotninn á hálfrar mílu svæði. Saklaus dæmdur. Lyfsali einn á Frakklandi, að nafni Dauval, var dæmdur til lífláts árið 1877 fyrir að hafa drepið konu sína á eitrL Dauðadóminum var síðar breytt í æfilángt fángelsi og Dauval var sendur í fánga-nýlendu Frakka í Nýu Caledoniu. Nú rjett nýlega eru feingar fullar sannanir fyr- ir því, að maður þessi var saklaus af konu- morðinu, og hefur því verið látinn laus eftir 25 ára fángavist, Hann hafði komið sjer svo vel í útlegðinni, að yfirvöldin leyfðu honum að giftast aftur. Nú snýr hann til Marseilles með ____________BJARKI._________ ________ seinni konu sína og 3 börn þeirra hjóna. Frakkar hafa byrjað gjafasöfnun handa manni ' þessum með því augnamiði, að gefa honum lyfjabúð í miðri Marseillesborg. Frá Kína. Vatnavextir í Kina hafa gert stórtjón í Hong Kong-hjeraðinu, hús hafa skolast af grunnum sínum og eitt þúsund manna hafa drukknað. Daglegar frjettir segja að Boxarar í Kína drepi kristna menn, konur og börn þar í landi án afláts og að her stórveldanna megi ekkert við þeim ófögnuði. Nýlega rjeðust þeir á kirkju og náðu þar 10 manna og drápu. Þeir hafa og nýlega ráðist á Meþódista kirkju þar og eyðilagt hana og hálshöggvið prestinn og 9 safnaðarlimi. 2 bardagar hafa og ný- lega verið háðir milli Boxara og hermanna stjórnarinnar. Boxarar töpuðu í báðum bar- dögunum. Sagt er að Rússar hafi hjálpað Boxurum um skotfæri, svo að þeir gætu hald- ið áfram hryðjuverkum sínum, og hafi það svo fyrir ástæðu til þess að neita að taka herdeild- ir sínar úr Manchuria ríkimi. Fallesa gert Auðmaður einn á Þýskalandi hefur gefið eignir sínar til þess að mynda sjóð, er veiti árlegar inntektir öllum ófriðustu stúlkum og kvenkryplingum þar í landi, um 60 til 80 doll. hverri. Er þetta gert til þess þær gangi betur út á giftingamarkaðinum. Afturgángan- Hárskeri einn í Brockville, Ont. var sótt- ur nýlega til að raka dauðan mann og búa hann að öðru leyti undir viðhaínarmikla greftrun. Rakarinn tók til starfa, en meðan hann var að raka þann dána, lauk hann upp augunum og glápti á hárskerann, sem varð svo óttaslegirin að hann fjell á gólfið í yfirlið og raknaði úr rotinu við það, að sá látni var kominn þar á knje til að stumra yfir honum og dreypa á hann úr vínflösku, sem var þar í herberginu. Krónprinsinn á Þýskalandi hefur fest ást á amerískri stúlku að nafni Gladys Deacon og gefið henni hring mikinn í tryggðapant. Hann hóf nýlega máls á þessu við föður sinn og kvaðst vilja afsala sér erfða- rétti til keisaradæmisins á Þýskalandi til þess að fá að giftast stúlku þessari. En keisarinn brást illa við og aftók í alla staði að. hann feíngi að eiga stúlkuna. Menn voru þegar sendir á fund hennar til þess að fá hana til að skila aftur hringnum, sem hún gerði með illu. Alexander Kiellan hinum fræga rithöfundi og borgarstjóra í Stavanger, hefur nýlega verið veitt amtmanns- emdættið í Rómsdalsamti. Vatnsieiðsla á Fiarðaröldu. Eins og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu, er það í íáði, að lögð verði vatnsleiðlsa hjer um aðalhluta bæjarins, Ölduna. Ziemsen verkfræðingur hefur búið til teikningar og á- ætlun um kostnað við lagningu vatnsleiðsl- unnar á Öldunni sjálfri, er hann áætlar að muni kosta 8500 kr. Almennur borgarafundur var haldinn hjer 21. þ. m. til þess að ræða þetta mál og var þar í einu hljóði samþykk svo hljóðandi fundarályktun: »Fundurinn lýsir því yfir, að hann sje því mjög meðmæltur að sem fyrst verði lögð vatns- leiðsla um Ölduna og fyrir sunnanFjarðará og telur sjálfsagt að bæjarsjóður leggi fram eftir ákvörðun bæjarstjórnar nokkurn hluta af því fje, sem með þarf til þess að borga afborgan- ir og vexti af láni því. sem bærinn vætnan- lega tekur til þess að koma verkinu í fram- kvæmd, en að hinum hluta þess verði jafnað niður á hlutaðeigandi húseigendur eftir regl- um, er meiri hluti þeirra kemur sjer saman um.« Á fundinum var því hreift, að áætlun verk- fræðíngsins um kostnað við vatnsleiðsluna mundi vera of há, enda kom þegar fram til- boð frá þeim hr. Fr. Gíslasyni úrsmið og A. Rasmussen kaupm., — er höfðu kynnt sjer málið ítarlega — um að koma vatnsleiðslunni á einnig fyrir þau hús, sem eru sunnan Fjarðarár innan við Búðareyrina, fyrir þessa sömu upphæð (8500 kr,), og varð það til þess að auka enn meir áhugann á þessu nauðsynja- máli, sem nú er falið bæjarstjórninni til frek- ari aðgjörða. Skip. Ceres og Hólar voru hjer á ferðinni 21. þ. m. á leið til Reykjavíkur, Ceres að norðan en Hólar sunnanlands. Með Hólum var Hall- dór Jónsson bánkagjaldkeri og fjöldi sunn- lenskra vermanna. Ritstjóri Bjarka fór snöggva ferð til Eski- fjarðar með Hólum; kemur aftur með Mjölni, sem er væntanlegur nú á hverri stundu. Hestlán á Seyöisfiröl. Meðan sjera Matthías Jochumsson dvaldi hjer, fjekk hann lánaðan hest til útreiðar hjá Einari P. J. Long hjer í bænum. Þegar hann kom úr útreiðartúrnum, skilaði hann klárnum með þessari stöku: Það er á ábyrgð íslendínga að ala bæði skáld og prest; en sálarháski Seyðfirðínga að setja mig upp á slíkan hest. Jarðarför. Ættíngjar Sigurðar sál. Jónssonar frá Firði óska þess getið hjer, að jarðarför hans eigi að fara fram á miðvikudaginn 1. okt. næstk. Dómur í sakamáli. Þann 24. þ. m. var kveðinn npp hjeraðs- dómur í málinu út af sauðaþjófnaðinum í Vopnafirði, sem uppvís varð í vetur og þegar hafin rannsókn á. Fjórir af hinum dómfeldu eru dæmdir til betrunarhússvinnu : Júlíus Þorsteinsson í 15 mánuði, Jónas Jónsson og Davíð Ólafsson í 12 mánuði hvor og Jón E. Jónasson í 8 mánuði. Björg Davíðsdóttir — kona Jónasar og móðir hinna þriggja — er dæmd í 8 daga fángelsi við vatn og brauð,og Herdís Benediktsdottir — kona Davíðs — sömuleiðis í 5 daga fángelsi við vatn og brauð. Nýtítkomið: D. Östlund: Higfe. Auk frumsamdra (norskra) kvœða inni- heldur bókin þýðingar á 16 íslenzkum kvœðum, eftir Matthías Jochumsson, Stein- gr. Thorsteinsson, Valdemar Briem 0. fl. 136 bls. Verð, í skrautbindi 2 kr, Til sölu hjá höf, adr. Seyðisfirði.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.